Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 23 l»essar tv*r myndir vardveittust einnig úr súðarherbergi Kjarvals. Ljósm. Mbl. KÖE Síld og fiskur Málverkasýning og sýning á framleiðslu- vörum fyrirtækisins í Ali-húsinu í Háholti r YRIRTÆKIÐ Sfld og fiskur verdur 40 ára á þessu ári. f tilefni afmælis- ins verður haldin málverkasýning og sýning á framleiðsluvörum fyrirtæk- isins í Háholti, Ali-húsinu, Dals- hrauni 9B, Hafnarfirði, sunnudaginn 8. apríl, kl. 14—18. Á málverkasýningunni ber hæst veggmynd Kjarvals, Lífshlaup. f viðtali við Vísi árið 1936 sagði Kjarval um Lífshlaup, sem hann málaði á þil súðarherbergis síns, að hann hefði stundum krassað ýmislegt á þilið þegar illa og vel hefði legið á honum og bætti við: „Og mér finnst einstöku sinnum að á þilið þarna hafi ég málað mínar skástu myndir." Á sýningunni verður fjöldi verka eftir Kjarval, Ásgrím Jóns- son, Halldór Pétursson, Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og fleiri. Verkin eru öll í eigu Þor- valds Guðmundssonar, forstjóra fyrirtækisins Síld og fiskur. Þá verða til sýnis um 130 styttur af svínum sem Þorvaldur segir að tengist „svínaríinu" í gegnum ár- in. Framleiðsluvörum fyrirtækisins verður komið fyrir á borðum í sýn- 40 ára ingarsalnum og mun þar kenna ýmissa grasa. Einnig hefur Síld og fiskur gefið út kynningarbækling um svínakjötsiðnað fyrirtækisins. f bækling þennan skrifa matvæla- fræðingarnir Jón Óttar Ragnars- son og Guðjón Þorkelsson, fyrr- nefndur um almenna hollustu svínakjöts og gæði, en síðarnefnd- ur um gæði svínakjöts frá svína- búinu að Minni-Vatnsleysu, sem Síld og fiskur rekur. Ljósm. Mbl. KÖE Stóll og borð Kjarvals. Hluti veggmyndarinnar Lífshlaup í baksýn. AVAXTA-OG GRÆNMETISTORGID hefurvakíð verðskuldaóa athygli Þú velursjálfur úryfir 70tegundum af ferskum ávöxtum og grænmeti Virkileg markaðsstemmnm? Ö ** r . i ogvenðið eftir pvi Opiöídagtil kl.2l Opk) laugardag kI.9-16 UAriTATTP Skeifunni 15 IlAVJliAU I Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.