Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 28

Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 + Móöir mín, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, andaöist að Hrafnistu 4. april. Tryggvi Guðmannsson. t Móðir okkar. LAUGHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Langageröi 106, lést þann 31. mars. Útförin fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Börn hinnar látnu. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR ELÍN JÓNSDÓTTIR frá Reyðarfirði, Efstasundi 100, verður jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. apríl kl. 15.00. Börnin. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur minnar, ömmu og langömmu, SOFFÍU SIGUROARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Droplaugarstaöa. Soffía Smith, Margrét Guðmundsdóttir, Elsa Smith, Edda Smith, Anna Ottadóttir og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Þórufelli 4, áður Hólmgarði 10. Ólína Jónsdóttir, Magnús Óttar Magnússon, Guömundur Jónsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Oddur Magnússon, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Birgir Bjarnason, Gísli Guðmundsson, Stefanía Garöarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR JÖRUNDSSONAR, brunavarðar, Eyrarvegi 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til samstarfsmanna hans fyrir minningargjöf og annan sóma við útför hans. Guö blessi ykkur öll. Vilborg Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Karl G. Smith, Örn Smith, Gunnar Smith, Hilmar Smith, + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BRYNJÓLFS EINARSSONAR frá Reyni í Mýrdal. Sigurður Brynjólfsson, Þórarna Brynjólfsdóttir, Einar Brynjólfsson, Sigfús Brynjólfsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Vilborg Ragnh. Brynjólfsd., barnabörn og Ingibjörg Markúsdóttír, Gísli Brynjólfsson, Bjarnveíg Sigurbjörnsdóttír, Stefán Stefánsson, barnabarnabörn. Sigríður Elín Jóns- dóttir Minning Fædd 10. nóvember 1893 Dáin 30. mars 1984 { dag verður gerð jarðarför móður minnar, Sigríðar E. Jóns- dóttur, frá Fossvogskapellu. Hún lést 30. mars sl. eftir langa og erfiða vanheilsu. Sigríður var fædd 10. nóvember árið 1893 í Bolungarvík á Strönd- um. Foreldrar hennar voru Jakob- ina Þorleifsdóttir, fædd og alin upp í Bolungarvík, og Jón Elías- son, ættaður úr Jökulfjörðum. Þegar þau giftust og settu saman bú, stofnuðu þau nýbýli frá heima- jörðinni og nefndu Sel. Þar reistu foreldrar móður minnar sitt heim- ili og bjuggu þar alla tíð meðan þeim entist heilsa. Þar fæddust þeim sex börn, fjórir drengir og tvær stúlkur. Móðir mín minntist mjög oft á æskuheimili sitt. Einkum voru henni hugleiknar þær stundir er hún sinnti bústörfum með föður sínum og systkinum, og eins við að sinna kindum og heyskaparstörf- um, en skýrastar af æskuminning- um hennar voru ferðir þeirra Bol- víkinga norður að Horni til eggja- og fuglatöku. Þeir bændurnir í Bolungarvík, Finnbogi og Jón, áttu saman festi og fóru því árlega norður að Horni með festarlið sitt til eggjatöku. Farið var sjóleiðina frá Bolung- arvík, fyrir Horn, inn á Hornvík og aðsetur haft hjá Hornabænd- um meðan á eggjatökunni stóð. Næsta dag eftir komuna að Horni var farið á fætur við rismál, ferðin upp á bjargbrún hafin og stefnan tekin austan við Kálfa- tinda, en það var staður Bolvík- inga. Fyglingurinn í þessari ferð var Jón Elíasson, faðir Sigríðar. Hann gegndi um langt árabil því vanda- sama starfi að vera sigmaður Bolvíkinga og fór honum það vel úr hendi því aldrei henti hann eða hans fólk neitt óhapp eða slys, svo sögur fari af. Dagur var að kveldi kominn og allar eggjaskrínur fullar af hinum eftirsótta og gómsæta mat, svart- fuglseggjunum. Ferðin niður af bjargbrúninni var hafin. Það var erfiður og vandasamur flutningur að koma hinum dýrmæta feng heilum heim, en það var þess viröi að leggja mikið á sig, því verk- launin voru mikil. Eggin færðu aftur roða í föla vanga barnanna og þau endurnýjuðu lífskraft hinna fullorðnu eftir hinn langa og dimma vetur norðursins. Árið 1915 hóf Sigríður búskap í Hraundal við ísafjarðardjúp með væntanlegum eiginmanni sínum, Pétri Friðrikssyni frá Dröngum. Þau giftu sig árið 1917. Þó að Hraundalur hefði ýmsa kosti sem bújörð, þá voru veður þar oft mjög válynd og fjárskaðar miklir af þeim sökum. Ungu hjónin í Hraundal urðu fyrir miklum fjár- skaða og misstu mikinn hluta bú- stofnsins. Af þeim orsökum hafa þau tekið þá ákvörðun að fá sér nýtt jarðnæði. Þau fengu ábúð á Skjaldar-Bjarnavíkinni, sem var nyrsti bærinn í Strandasýslu eða hinu megin við Drangajökul frá Hraundal séð. I þá daga var tæp- ast um sjóleið að ræða, ferðir strjálar og langt til næstu hafnar. Þau tóku þá ákvörðun að flytja með fólk sitt og fénað yfir Drangajökul þveran og niður í Meyjardalinn á Dröngum. Um þessa búferlaflutninga Pét- urs og Sigríðar yfir Drangajökul hefur áður verið ritað og mun það ekki gert hér frekar að sinni. Pétri og Sigríði vegnaði að mörgu leyti vel í Skjaldar-Bjarna- vík. Þau náðu upp nokkuð góðum bústofni. Nú voru börnin orðin sex. Þó hagur þeirra batnaði, var Skjaldar-Bjarnavikin mjög af- skekkt og erfið jörð til aðdrátta. En það sem mestu réð um að þau tóku það ráð að flytja úr Skjald- arvík var að nú voru börnin farin að stáipast og þurftu að hefja skóiagöngu. Skólaganga barnanna í Skjaldarvík var, ef best lét, þriggja daga ferð yfir firði á sjó með sæbröttum fannbörðum fjallaskörðum. Næsti skóli var á Finnbogastöðum í Trékyllisvík, svo skólaganga frá Skjaldarvík var ekki fýsileg. Árið 1935 flytja þau svo í Reykjafjörð. Þar var þá nýbyggð síldarverksmiðja og þorp að myndast í kringum hana á Djúpa- vík. Búskapurinn í Reykjarfirði gekk vel og þar bjuggu þau í átján ár eða þar til þau létu af búskap og fluttu vestur á Hellissand til Matthíasar sonar síns sem var þar þá kaupfélagsstjóri. Þau dvelja nokkur ár á Hellis- sandi og taka fullan þátt í atvinnulífinu meðan heilsa leyfði, en þegar hún tók að bila, og þá einkum hjá Pétri, fluttu þau til Reykjavíkur, keyptu sér litla íbúð við Efstasund 100 og bjuggu þar á meðan þau gátu séð um sig sjálf. Foreldrar mínir voru þakklátir ölium hinum fjölmörgu sam- starfsmönnum og vinum sem þau eignuðust á langri starfsævi. { minningunni verða þau ekki aðskiiin. Þau eru eitt. Þau stóðu saman í blíðu og stríðu eins og þau hétu hvort öðru í upphafi búskap- ar síns. Þau eignuðust sex börn eins og fyrr segir og þeirra helsta áhugamál var að styðja þau til þess að afla sér þekkingar og menntunar, þeirrar menntunar sem þau sjálf höfðu ekki mögu- leika á. Börn þeirra eru: Guðmundur (látinn), var giftur Jóhönnu M. Guðjónsdóttur; Guðbjörg, gift Gunnari Guðjónssyni; Jóhannes, giftur Kristínu Björnsdóttur; Friðrik, giftur Jóhönnu H. Sveinbjörnsdóttur; Matthías, gift- ur Kristínu Þórarinsdóttur og Jón, giftur Rósu Sigtryggsdóttur. Við, börnin þeirra og barna- börn, munum ævinlega hugsa til þeirra með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu þeirra. Friðrik Pétursson Sigríður, amma mín, fæddist að Seli í Bolungarvík á Ströndum. Hún var eitt af sex börnum hjón- anna Jóns Elíassonar og Jakobínu Þorleifsdóttur. Amma ólst upp og dvaldi hjá foreldrum sínum að Seli fram yfir tvítugt. Hún var einkar félagslynd, greind og fróð- leiksfús. Sem ung stúlka var hún tíðum nefnd Strandasól, því hún þótti afar falleg og bar hún það með sér alla ævi. Skólaganga hennar var eins og almennt gerð- ist þá, ekki löng. Þrá sinni til meiri þekkingar svalaði hún með lestri góðra bóka. Hennar mesta yndi var að ræða efni og innihald þeirra. Laugardaginn 17. mars barst okkur sú harmafregn að vinur okkar og góður félagi, Guðbergur Már Reynisson, hefði látist af slysförum aðfaranótt þess sama dags. I fyrstu neituðum við að trúa því að Guji væri dáinn. Örvænting helltist yfir okkur, þetta gat ekki verið satt. En við fengum engu breytt, við urðum að horfast í augu við þá hræðilegu staðreynd. Það er ógerlegt að ímynda sér 1 Amma giftist afa mínum, Pétri Friðrikssyni frá Dröngum í Ár- neshreppi, árið 1917. Þau eignuð- ust sex börn sem upp komust. Þau eru Guðmundur vélstjóri, látinn; Guðbjörg, húsfreyja í Kópavogi; Jóhannes, kennari í Reykjavík; Friðrik, kennari í Kópavogi; Matthías, skristofustjóri á Hvolsvelli og Jón, vélstjóri í Búð- ardai. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau að Hraundal við Djúp. 1922 fluttu þau norður yfir Drangjökul til Skjaldabjarnavíkur á Strönd- um. I þeirri ferð hrepptu þau af- takaveður, en komust þó klakk- laust til byggða. Skjaldabjarnavík er mjög afskekkt og umlukt fjöll- um. Amma og afi höfðu mikinn áhuga á að mennta börnin og fluttust m.a. þess vegna til Reykj- arfjarðar í sömu sveit 1935. Eftir átján ára búskap þar brugðu þau búi og fluttust til Hellissands á Snæfellsnesi. Þar voru þau í skjóli soanr síns, sem þá var kaupfélags- stjóri þar. Árið 1963 fluttu þau til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð í Efstasundi 100. Það var einmitt í Efstasundinu sem ég kynntist afa og ömmu. Þá var dagur að kvöldi kominn í lífi þeirra, en mitt rétt að byrja. Ég varð strax aufúsugestur á heimili þeirra og vandi því komur mínar til þeirra nær daglega í mörg ár, enda voru þau með eindæmum barngóð og gestrisin. Afi var farinn að heilsu síðustu æviárin. Þá hjúkraði amma hon- um af svo mikilli kostgæfni, alúð og nærfærni, að seint mun gleym- ast þeim er til þekktu. Þá var amma mín á níræðisaldri. Þegar afi minn lést 1979, níutíu og tveggja ára, voru kraftar hennar á þrotum. Eftir lát hans dvaldi hún um tíma hjá dóttur sinni og tengdasyni og allra síðustu árin var hún á Grund. Ég mun ávallt minnast ömmu og afa með þakklæti fyrir alla þá umhyggju og hlýju, sem ég varð aðnjótandi á heimili þeirra. Bless- uð sé minning þeirra. Hrönn Jóhannesdóttir hvernig það verður að koma heim í sumar vitandi það að Guja vant- ar í hópinn. Það skarð sem hann skilur eftir sig verður ekki fyllt. Á komandi sumri verða keppnis- ferðalögin öðruvísi en vanalega. Við munum sakna dillandi hláturs Guja sem með glaðværð sinni og hnyttnum athugasemdum átti at- hygli okkar allra á ferðum þess- um. Guji var ávallt sá okkar sem stóð sig best á sjálfum vellinum, ósérhlífinn, útsjónarsamur og + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR G. JÓNSSON frá Brautarholti í Vestmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 7. apríl kl. 16.00. Sigrún Lúövíksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Guðlaugur Már Reynisson - Kveðja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.