Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 32

Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 32
Opiö öll fimmtudags-, löslu- dags-. laugardags- og sunnu- dagskvöld AUSTUfíSTRÆTI 22, (INNSTRÆTI). SÍMI 11340 Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. ^aeJkenum AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SlMI 11633. FOSTUDAGUR 6. APRIL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Forstjóri Rainbow Navigation Inc. í viðtali við Morgunblaðið: Hefjum siglingar til íslands í byrjun maí „FYRSTA siglingin á vegum Rain- bow Navigation Inc. til íslands verö- ur fyrir miöjan maí. Fyrst í stað mun- um vid vera með eitt skip á tuttugu og fimm daga fresti en sextíu dögum síð- ar bætist annað skip við og þá verður siglt hálfsmánaðarlega milli íslands og Bandaríkjanna,“ sagði Mark W. Yonge, forstjóri bandaríska skipafé- lagsins Rainbow Navigation Inc., í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gærkvöldi. Rainbow Navigation Inc. er skipafélagið, sem hyggst taka að sér flutninga á vistum og varningi til varnarliðsins í Keflavík, en þeir flutningar hafa um tveggja áratuga skeið verið í höndum íslenskra skipa- félaga, lengst af Eimskipafélags ís- lands, og einnig Hafskips. Yonge sagði að félagið myndi bjóða fulla flutningaþjónustu milli Keflavíkur og tveggja bandarískra hafna, New York og Norfolk í Virg- iníu, en þar eru höfuðstöðvar bandaríska flotans. „Bæði skipin, sem við munum nota til siglinga milli Bandaríkjanna og íslands, munu sigla undir bandarískum fána. Auk almennrar verslunar- vöru munum við annast flutninga á hernaðarvarningi," sagði hann. „Við gerum okkur að sjálfsögðu vonir um að gera samninga um flutning á vöru frá fslandi til Bandaríkjanna. Við erum í sam- bandi við aðila á íslandi, sem munu annast móttöku og afgreiðslu skipa okkar þar, en frá því verður gengið endanlega í næstu viku, svo ég vil ekki á þessu stigi greina frá hver þar á í hlut.“ Forstjóri Rainbow Navigation Stillt upp fyrir myndatöku á Ljósmyndastofu Þóris. Blesi fer í klippingu og myndatöku ÞAÐ var í nógu að snúast hjá hestinum Blesa í gær. Hann er 13 vetra og á dagskránni var bæði klipping á Rakarastofu Villa Þórs oj» myndataka á Ljósmyndastofu Þóris. Gæðingurinn virtist alvanur fimum höndum rak- arans og heimavanur á ljósmyndastofunni. Altént tók hann öllu með stökustu ró. Blesi var í fylgd með eiganda sínum, Viðari Halldórssyni, og Sigurði Sig- mundssyni, ritstjórnarfulltrúa Eiðfaxa, en öll þessi fyrirhöfn var í þágu tímaritsins. MorminblaAM/ Kríolján Örn. Sigurður Sigmundsson klippinguna. borgar Villa Þór Inc. sagðist vita af þeim áhyggjum, sem íslensku skipafélögin hefðu af áformum fyrirtækis síns. „Við höf- um alls ekki í hyggju að valda nein- um skaða á íslandi," sagði hann, „enda erum við með lítil skip, svo við getum ekki skemmt mikið". — En ætlar Rainbow að yfirtaka alla flutninga fyrir Bandaríkjaher til íslands? „Það held ég ekki," sagði Mark Yonge. „Skipin, sem við verðum með í þessum siglingum, eru hvort um sig ekki nema um þriðjungur af stærð skipanna, sem íslensku fé- lögin nota. Annars get ég ekki svarað þessu í augnablikinu." — Hefur Rainbow Navigation tryggt sér flutningana til varnar- liðsins? „Það má ekki gleyma því, að samkvæmt bandarískum lögum njóta skip undir bandarískum fána forréttinda á þessu sviði. Það þarf ekki að gera sérstaka samninga um þessa flutninga. Ég get því ekki sagt annað en að við höfum boðið bandarískum stjórnvöldum okkar þjónustu á þessari siglingaleið..." sagði Mark W. Yonge. Hann sagði að verið væri að vinna við endurbætur á MV. Amaz- onia, fyrra skipinu, sem félag hans hyggst nota til Islandssiglinganna. Það fengi nýtt nafn og myndi heita „Rainbow Hope“ er það sigldi í fyrsta skipti inn í höfnina í Kefla- vík fyrri hluta maímánaðar. MorgunblaAid/ Haukur Injji. Davíð keypti íslenzka ölið ÍSLENZKUR bjór hafði aðeins verið á boðstólum í Fríhöfn- inni í Keflavík í nokkrar klukkustundir er Davíð Schev- ing Thorsteinsson, fyrrv. formaður Félags íslenskra iðnrekenda, var mættur á staðinn. Á sínum tíma sýndi Davíð yfirvöldum hvar Davíð keypti ölið er hann keypti sér bjór í Fríhöfninni, sem þá var bannað almennum ferðamönn- um. Reglum var breytt í fram- haldi af því og nú er íslenskur bjór meðal þeirra tegunda, sem boðið er upp á. Davíð var kampakátur er hann hampaði kassa með Pólar-bjórnum, og svo var um fleiri farþega. Albert aftur í borgarstjórn ALBKRT Guðmundsson fjármálaráð- herra hyggst taka sæti sitt í borgar- stjórn Reykjavfkur á ný á næstunni, jafnvel síðar í þessum mánuði eða um næstu mánaðamót, að því er hann sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöld. „Ég er að undirhúa þetta þessa dagana,“ sagði hann. Hann hyggst gegna störfum borg- Framkvæmdanefnd verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins: Mótmælir óbilgjörnum árás-^ um Þjóðviljans á forystu ASÍ UÓST er af samþykkt þeirri sem framkvæmdanefnd stjórnar Verka- lýðsráðs Alþýðubandalagsins gerði um ritstjórnarstefnu Þjóðviljans sl. þriðju- dagskvöld að djúpstæður ágreiningur er á milli verkalýðsarms og flokksfor- ystu Alþýðubandalagsins, og af þess- ari sömu ályktun er jafnframt Ijóst að mikil samstaða rfkir innan verkalýðs- armsins um þessa afstöðu. I samtölum Morgunblaðsins í gær við ýmsa nefndarmenn fram- kvæmdanefndarinnar kom glöggt fram að nefndarmenn voru orðnir þreyttir mjög á fréttaflutningi Þjóðviljans af verkalýðs- og samn- ingamálum, enda sagði einn við- Nefndin einhuga í afstööu sinni, en formaöur sat hjá mælenda blaðsins: „Framkvæmda- nefndin hefur í engu svarað árás- arskrifum Þjóðviljans á verkalýðs- hreyfinguna og einstaka forystu- menn hennar undanfarna mánuði, en nú þótti rétt og nauðsynlegt að afstaða nefndarinnar kæmi fram með ályktun þeirri sem við sam- þykktum á fundinum." Annar nefndarmanna sagði: „Það er ekki alls kostar rétt að segja að Ásmund- ur hafi einn verið flutningsmaður þessarar tillögu, því við vorum búin að halda annan fund um málið áður, þ.e.a.s. um síðustu helgi, og það var vilji nefndarinnar á þessum fundi að slík tillaga kæmi fram. Það var því einungis eftir að fínpússa orða- lag og þess háttar á þeim fundi sem tillagan var samþykkt á.“ í samþykkt nefndarinnar, sem allir fundarmenn, utan formaður hennar, Þröstur Ólafsson, greiddu atkvæði sitt, en hann sat hjá, segir m.a.: Framkvæmdanefndin mót- mælir harðlega þeirri ritstjórnar- stefnu blaðsins (Þjóðviljans, innskot Mbl.) að undanförnu að gera heild- arsamtökin og einstaka forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar tor- tryggilega með rangfærslum og óbilgjörnum árásum.“ „Á þessu stigi finnst mér óheið- arlegt að fara með umræðuna út fyrir síður Þjóðviljans, og hef ég því að svo stöddu engu við yfirlýsingu framkvæmdanefndarinnar, sem birtist á forsíðu Þjoðviljans í gær, að bæta,“ sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASl í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi. Sjá nánar frásögn og viðtöl á miöopnu. arfulltrúa jafnhliða ráðherradómi. „Það hefur gerst áður,“ sagði hann. „Ég man ekki betur en að dr. Gunn- ar heitinn Thoroddsen hafi verið borgarfulltrúi á meðan hann var fjármálaráðherra. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að ég gegni skyldum mínum sem borgarfulltrúi á meðan ég nýt trausts borgarstjórnar, enda var ég ekki kosinn í borgarstjórn til að láta varamann gegna störfum mínum þar.“ Albert sagði störf flestra al- mennra borgarfulltrúa vera aðal- lega í því fólgin að mæta á fundi tvisvar í mánuði. Hann hyggðist ekki taka sæti forseta borgarstjórn- ar. „Það streyma erindin um borg- armál inn til mín í ráðuneytið svoég er þar eiginlega að hluta sem borg- arfulltrúi. Þá þykir mér ekki nema rétt að ég sinni skyldustörfum mín- um í borgarstjórn að fullu og taki sæti mitt þar á nýjan leik,“ sagði Albert Guðmundsson. Blikksmiðir felldu aftur Á FÉLAGSFUNDI í Blikksmiðafélagi íslands á llótel Esju í gærkvöldi var kjarasamningur félagsins felldur í ann- að sinn. Á fundinn mættu 34 og höfðu 28 félagar atkvæðisrétt. Samningurinn var felldur með 15 at- kvæðum gegn 9 — 4 sátu hjá. Ný samninganefnd var kosin að lokinni atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.