Morgunblaðið - 12.04.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984
23
Símamynd AP
Solar Max, hinn biladi bandaríski gervihnöttur, um borö í geimferjunni Challenger á þriðjudag eftir aö krani
ferjunnar hafði náð tökum á honum.
Velheppnuð viðgerð á
gervihnetti í geimnum
Kanaveralhöfða, 11 aprfl. AP.
ÁHÖFNIN á geimferjunni Challeng-
er skipti í dag um tvo bilaða hluti í
gervihnettinum „Solar Max“ og fór
viðgerðin fram á verkst***' þar sem
útsýnið var bæði „undarlegt og
óraunverulegt" eins og einn geimfar-
anna komst að orði. Þegar stjórnstöð
á jörðu hefur gengið úr skugga um,
að „Solar Max“ sé heill hcil.su, verð-
ur honum komið fyrir á braut að nýju
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni,
sem gert er við gervihnött á braut
ef svo má segja, en þegar fundum
hans og ferjunnar bar saman hafði
ferjan lagt að baki 3,2 milljónir
km. Að viðgerð lokinni hóf stjórn-
stöð á jörðu strax að athuga hvort
allt væri í lagi og bentu fyrstu at-
huganir til, að svo væri. Stefnt er
að því að koma „Solar Max“ aftur á
nokkrum vanda bundin enda að-
stæður óvenjulegar eða algert
þyngdarleysi. George Nelson og
James van Hoften unnu verkið og
þurftu m.a. að skera í sundur ein-
angrunardúk, losa 36 örsmáar
skrúfur, rjúfa rafþræði — og koma
öllu aftur í samt lag.
„Ég týndi nokkrum skrúfum,"
Forsetakosningar í E1 Salvador:
Síðari umferðin
verður 6. maí nk.
San Salvador, II. apríl. AP.
Yfirkjörstjórnin í El Salvador til-
kynnti í gærkvöldi, að seinni umferð
forsetakosninganna skyldi fara fram 6.
maí nk. Þá munu takast á þeir Jose
Napoleon Duarte, frambjóðandi kristi-
legra demókrata, og Roberto d’Aubu-
isson, frambjóðandi hægrimanna.
D’Aubuisson lýsti því yfir í gær,
að nú væri „ekki seinna vænna að
bjarga föðurlandinu" og skoraði á
aðra hægriflokka að fylkja sér um
hann í seinni umferðinni. Þá mun
Það geta ráðið úrslitum hvorn fram-
bjóðandann Þjóðarsáttarflokkurinn
styður en hann er þriðji stærsti
flokka á þingi. Að sögn fara nú fram
heitar umræður innan flokksins um^
þessi mál og menn ekki á eitt sáttir.
Þvertaka sumir fyrir að styðja
d’Aubuisson, sem Bandaríkjamenn
m.a. bendla við dauðasveitirnar.
Bandaríkjamenn fara ekki í neina
launkofa með stuðning sinn við
Duarte, sem er maður hófsamur og
beitti sér fyrir umfangsmiklum um-
bótum í landinu þegar hann var í
forsvari um tíma. í fyrri umferðinni
fékk hann 43,4% atkvæða en
d’Aubuisson 29,8%.
Forkosningar í Pennsylvaníu:
Gatan virðist greið
fyrir Walter Mondale
Kíladrinu, II. aprfl. AP.
WALTER F. Mondale vann öruggan sigur í forkosningunum í Pennsylvaníu, sem
fram fóru í gær, þriðjudag, og er nú kominn með helming þess fulltrúafylgis, sem
hann þarf til að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Fyrir
Gary Hart er hins vegar farið að syrta heldur betur í álinn.
Mondale sagði um sigur sinn, að
hann væri „merkur áfangi", en Hart,
sem reyndi að bera sig karlmann-
lega, sagði við stuðningsmenn sína,
að hér eftir „munum við berjast á
heimavelli“. Átti hann þá við það, að
nú fer að koma að forkosningum í
vesturríkjunum þar sem Hart telur
sig standa vel að vígi. Þegar 90%
atkvæða í forkosningunum í gær
höfðu verið talin, hafði Mondale 46%
en Gary Hart 35%. Jesse Jackson
fÁlrlr 11°L c\ct \r orA koirro
þannig til orða, að vetrarsóknin
hans Harts hafi lotið I lægra haldi
fyrir vorinu, bráðnað eins og mjöll á
apríldegi. Að vísu bindur Hart vonir
sínar við vesturríkin en ósigrarnir
að undanförnu veikja mjög stöðu
hans og stemmningin, sem var í
kringum hann um tíma, virðist nú
rokin út f veður og vind. Staðan er
nú sú, að Mondale styðja 1036,8 full-
trúar, Hart 575 og Jackson 151,2.
Næstu forkosningar hjá demókrðt-
um verða ekki fyrr en í maí en lokað-
Úrvalsferðirnar til Noregs í sumar eru sérstaklega ódýrar. Flogið verður með
beinu leiguflugi til Oslóar 27. júní og 18. júlí.
I tengslum við leiguflugið bendum við einkum á 4 frábæra möguleika:
1. Rútuferð milli höfuðborga Skandinavíu 27/6—11/7. 15 daga ferð,
þar sem innifalin er gisting á fyrsta flokks hótelum, allur akstur og ferjuferðir,
morgunverður, skoðunarferðir um borgirnar og íslensk fararstjórn. Meðal við-
komustaða eru Osló, Álaborg, Óðinsvé, Kaupmannahöfn, Helsingör, Smálönd,
Stokkhólmur, Helsinki, Turku, Álandseyjar og örebro.
Verð aðeins kr. 26.300.- í'tvíbýli.
2. Dvöl fyrir eldri borgara í Hovden. 15 daga dvöl
í rólegheitum á ævintýrahótelinu Hovden Hoyfjells-
hótell í Setesdal, þar sem hálft fæði er innifalið. Pað-
an eru farnar margar skoðunarferðir um nágrennið og
lifinu tekið með stóiskri ró þess á milli. Brottför er
27/6 og 18/7.
Verð f tvíbýli er aðeins kr. 21.300,-
3. 15 daga ferð til Kristiansand 18/7.
Tvær fyrstu næturnar er gist í Osló, en síðan er
íbúðargisting í Kristiansand. Innifalið flug,
gisting og akstur milli flugvallar og hótels og
milli Oslóar og Kristiansand. Kristiansand er
einn sólríkasti staður Noregs. Verð miðað
við 4 í íbúð er kr. 12.960.-
4. Flug og bíll. Flug og bíll með
leigufluginu kostar aðeins frá kr.
8.600.- miðað við 4 í bíl. Ódýr íbúða-
og hótelgisting.
HRM90W5IDfl1N
Ert þú ekki samferða í sumar?
Síminn er 26900.
QOTT POLK