Morgunblaðið - 12.04.1984, Side 27
kOAr . « ci'rf a í»r # r*i*mrir»trin m
inu sem heild jafnframt því sem
hún eðlilega beinist að því samfé-
lagi þar sem við eigum rætur. Við
verðum því að meta samhjálp ofar
samkeppni, frið ofar ofbeldi. Við
verðum að læra að gefa fremur en
að taka og við verðum að stunda
mannrækt fremur en manndráp.
Markmið friðarfræðslu
Friðarfræðsla leitast við að
dýpka vitund, vitneskju og skiln-
ing á deilum milli einstaklinga
innan þjóðfélags og milli þjóða.
Hún rannsakar deilur og orsakir
þess að deilur leiða til átaka eða
ofbeldis, en þessar orsakir eru
samofnar skynjunum, verðmæta-
mati og viðhorfum einstaklinga.
Ennfremur má finna orsakirnar í
félagslegri, stjórnmálalegri og
efnahagslegri gerð þjóðfélagsins.
Friðarfræðsla hvetur til þess að
leita annarra leiða, sem fela í sér
lausnir á deilum án ofbeldis, og
hvetur jafnframt til þroskunar
þeirra hæfileika sem nauðsynlegir
eru til að beita slíkum lausnum.
Markmið friðarfræðslu eru að
skilja þýðingu og hlutverk friðar
og rækta hæfileika til að leita
friðar í samskiptum einstaklinga,
hópa og þjóða; að glæða ábyrgð-
artilfinningu fyrir eigin ákvörðun-
um og gerðum; að þroska skilning
á því hve einstaklingar, hópar og
þjóðir eru háð hvert öðru; að
skilja eðli og orsakir deilna og at-
huga, skilja, meta og nýta aðferðir
til að leysa deilur; að þekkja ýmsa
líffræðilega og félagslega þætti
sem hafa áhrif á mannlega hegð-
un; að rækta skilning á réttlæti og
velferð meðal einstaklinga og
þjóðfélaga; að glæða virðingu og
ábyrgðartilfinningu einstaklinga
fyrir '•frelsi einstaklingsins og
mannréttindum, n,menningarleg-
um fjölbreytileika, lii,umhverfinu,
lv,samvinnu, bæði innan bekkjar-
ins og utan, v,hugsun sem skír-
skotar til viðmiðunar við heiminn,
þjóðareiningu, bæjarsamfélag eða
smærri hópa; að þróa sjálfsvitund,
skilning á öðrum og þá hæfileika
sem nauðsynlegir eru til að gera
einstaklingnum kleift að taka
virkan þátt í að mynda réttlát og
friðsamleg tengsl við aðra; að þróa
kennsluaðferðir sem byggjast á
samvinnu og hlutdeild í samræmi
við það sem að ofan greinir.
Guðsótti og góðir siðir
Þetta er allt gott og blessað
segja menn, en eru þetta ekki
meginatriði góðs uppeldis í siðuðu
þjóðfélagi byggðu á kristinni trú?
Er þetta ekki ástundað nú þegar á
heimilum og í skólum landsins?
Jú: friðaruppeldi hefur sannar-
lega verið stundað hér, bæði á
heimilum og í skólum, enda stend-
ur í tillögunni „að hefja undirbún-
ing að frekari fræðslu um friðar-
mál“.
Einnig á friðarboðskapur og sið-
fræði kristinnar trúar mikla sam-
leið með friðarfræðslu.
En þrátt fyrir þessar gamal-
reyndu aðferðir til að kenna fólki
að elska friðinn hefur ófriður milli
manna og þjóða farið vaxandi og
leitt til þess, að mannvit og gífur-
legt fjármagn rennur til vígbún-
aðar í stað þess að sinna nauð-
þurftum mannkyns. t vopnum
þeim sem menn sanka að sér til að
tryggja öryggi sitt býr meiri hót-
un um ofbeldi gegn mannlífi og
öllu öðru lífi á þessari jörð en við
höfum nokkru sinni staðið and-
spænis. Þetta eru gereyðingar-
tæki, en ekki vopn í hefðbundnum
skilningi.
En þó að mannseðlið sé svipað
nú og á dögum Krists eru vanda-
mál okkar ólík vegna þeirrar
tækniþekkingar sem við búum yf-
ir. Það ríkir mikið misræmi á milli
hæfni okkar til að ráða við nei-
kvæða og deyðandi þætti í fari
okkar og hæfni okkar til að upp-
götva og smíða flókin og hættuleg
tæki.
Er okkur treystandi fyrir ger-
eyðingarvopnum, meðan hæfileik-
ar okkar til jákvæðra og réttlátra
samskipta eru jafnlítið þróaðir og
ástand heimsmála ber vitni um?
Og takist okkur að þróa betur
þessa hæfileika verða slík vopn
úrelt. En jafnvel þótt við út-
rýmum öllum þeim kjarnorku-
vopnum sem nú eru til þá getum
við ekki litið fram hjá þeirri stað-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984
27
reynd, að með okkur býr þekking-
in um það hvernig á að smíða slík
vopn. Þess vegna segi ég: mannkyn
sem kann að smíða kjarnorkuvopn
þarfnast friðarfræðslu til að
kunna að forðast sinn eigin dauða-
dóm.
Þær aðferðir sem við höfum
beitt til að rækta frið með börnum
og unglingum eru góðra gjalda
verðar en eins og málum er nú
komið er ljóst, að þær duga ekki
einar saman. Okkur er því nauð-
synlegt að finna nýjar leiðir, til að
efla frið, til að tryggja honum sess
í hugum og atferli þeirra sem erfa
löndin og þroska hæfileika þeirra
til að leysa deilur sínar á frið-
samlegan hátt.
Guðrún Agnarsdóttir er alþingis-
maður fyrir Samtök um kvenna-
lista í Reykjarík.
Sæmdur æðsta heiðursmerki skátahreyfingarinnar
Skátahöfðinginn á íslandi,
Ágúst Þorsteinsson, var þann
7. apríl sl. sæmdur æðsta heið-
ursmerki skátahreyfingarinn-
ar á íslandi, Silfur-Úlfinum.
Jónas B. Jónsson, fyrrverandi
skátahöfðingi, lengst til
vinstri á myndinni, afhenti
Ágústi merkið á félagsfor-
ingjafundi í Reykjavík, en
með þeim á myndinni er
Hrefna Tynes, fyrrverandi
varaskátahöfðingi, en þau
hafa bæði hlotið Silfur-Úlfínn.
Ljósm. Mbl. Matthías G. Pétursson.
Flugleiðir ogSAS
opna nýiarleióii
fyrír landkönnuði!
Framhaldsflug frá Kaupmannahöfn tækniundrinu, standa á Rauöa to'rginu, kynnast könnun, sjá Flugleiðir um að flytja ykkur til
Ef þú ert landkönnuður sem stefnir ( frumbyggjum Amazon-landsins eða tetja bjór- Kauþmannahafnar, á almennu ferðamanna-
fjarlæga heimshluta er bæði fUótlegt og nota- krárnar i Múnchen? - Þegar félög eins og gjaldi, eða á .SACA CLASS", ef þú vilt lifa lúxusllfi
legt að ftjúga með Flugleiðum til Kaupmanna- Flugleiðir og SAS leggjast á eitt, áttu vísa þægi- á leiðinni. Síðan getur þú verslað t fríhöfninni á
hafnar. Þar þýður SAS þér framhaldsflug til lega og ógleymanlega ferð. Kastrup, áður en þú heldur áfram út í heim, í
áfangastaða um víða veröld. Ekkert flugfélag Enn á ný er borgin við sundið orðin dyr hinu þekkta EUROCLASS-farrými SAS-flugfélags-
flýgur til eins margra áfangastaða frá Kaup- Islendinga að umheiminum. ins eða .First Business Class" farrými, t.d. til
mannahöfn og einmitt SAS. Það er næstum Singapore eða Tokyo.
sama hvað þig langar að kanna, Flugleiðir og „EUROCLASS" og „SACA CLASS":
SAS gera þér það fært Langar þig að (júka upp vellíðan á ferðalögum Flugleiðir og SAS veita þér öteljandl ferða-
leyndardómum Austurlanda, átta þig á jaþanska Þegar þú og þínir halda af stað í land- tæklfærll
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu télagi
ff/f/SAS
„Alrllne of the year"