Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 30
30^*
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 12. APRÍL1984
Veriö
velkomin.
ópavogsbúár
athugíð!
Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun,
Ibjástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
RÉTTARHÖLDIN YFIR
JESÚ KRISTI
SUMARFÖRÐUN
KANÍNUKJÖT í
PÁSKAMATINN
Föstudagsblaðid ergott forskot á he/gina
Með helstu hlutverk í myndinni fara: Jean-Pierre Cassel og Claude Brasseur.
Sýnd í Regnboganum í kvöld:
Franska gamanmyndin
„Liðþjálfinn gómaður“
FRANSKA gamanmyndin „Liðþjálfinn
gómaóur" (Le Caporal Gpinglc), verður
sýnd í Regnboganum í kvöld kl. 20.30
og miðvikudaginn 18. apríl á sama
tíma.
Mynd þessa gerði Jean Renoir árið
1961 eftir sjálfsævisögu Jaques
Perrett, sem út kom árið 1947. f
fréttatilkynningu segir um efni
myndarinnar „Tvær milljónir ^
franskra hermanna eru stríðsfangar
í Þýskalandi 1940 og er aðalpersóna 1
myndarinnar, liðþjálfinn, þar á með-
al. Með því að fylgjast með því sem
fyrir hann kemur, kynnumst við á
gamansaman hátt daglegu lífi i
vinnubúðum: hungrinu og refsingun-
um, en einnig íþróttaviðburðum,
leikhúslífinu, bræðralagi iðjulausra
hermannanna, hinum fjölmörgu
klaufalegu og árangurslausu flótta-
tilraunum, draumunum um frelsi og
hugvitsamlegum áætlunum um að
leika á verðina.“
t
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúö viö
andlát, kveöjuathöfn og útför móöur okkar og tengdamóöur,
GÍSLÍNU JÓNSDÓTTUR
fré Vestmunnaeyjum,
og heiöruöu minningu hennar á margvislegan hátt.
Börn og tengdabörn.
t
Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur hjálp og hlýhug
viö andlát og jaröarför systur okkar,
HÖNNU MARINÓSDÓTTUR,
K veldúlfsgötu 22,
Borgarneei.
Sérstakar þakkir til allra hennar fjölmörgu vina fyrir heimsóknir og
tryggö.
Starfsfólki deildar 21A Landspítalanum þökkum viö þeirra elsku-
legu umönnun.
Dóra Erna, Marý
og Unnur Marinósdætur
og fjölskyldur.
Akureyri:
Tæpir þrír
kílómetrar
malbikað-
ir í sumar
Akureyri, 10. apríl.
B/EJARRÁÐ Akureyrar hefur sam-
þykkt fyrir sitt leyti tillögur bæjar-
verkfræðings um tilhögun malbikun-
arframkvæmda í bænum á sumri
komanda. Samkvæmt þeim tillögum í
að malbika eftirfarandi götur í sumar:
Gata að bakhúsum við Byggðaveg,
Drangshlíð, HáhlíA, Hvammshlíð,
Arnarsíðu, Fögrusíðu, Flatasíðu,
Flögusíðu, Melasíðu, Móasíðu,
Reykjasíöu, Rimasíðu, Vestursíðu og
Frostagötu. Þá er og á áætlun að
malbika Kyrarlandsholtið (vegur að
nýja verkmenntaskólanum), Súluveg
og hluta af Þórunnarstræti. Alls cru
þetta um 2.850 lengdarmetrar og
áætlaður kostnaður er um 8 millj. kr.,
auk þess sem ætlaðar eru 620 þúsund-
ir króna í óráðstöfuð verkefni.
Þá er í tillögum bæjarverkfræð-
ings gert ráð fyrir að malbika
gangstéttir við eftirtaldar götur:
Bugðusíðu (frá Núpasíðu að Mið-
síðu), Miðsíðu (frá Bugðusíðu að
Þversíðu), Tryggvabraut, Hvanna-
velii, Hörgárbraut (frá Stórholti að
Undirhlíð), Undirhlíð, Langholt (að
Þverholti), Þingvallastræti (að
spennistöð), Bjarkarstíg, Bjarma-
stíg, Helgamagrastræti, Hlíðar-
götu, Holtagötu, Lögbergsgötu,
Oddagötu, Munkaþverárstræti,
Klapparstíg, Hólabraut og Akur-
gerði. Alls eru þetta gangstéttir að
flatarmáli 11.595 fm. og áætlaður
kostnaður er 3 millj. króna.
Þá er í tillögum þessum gert ráð
fyrir að til þjóðvegarins í gegnum
bæinn verði varið kr. 3.830.000 til
framkvæmda við Glerárgötu milli
Strandgötu og Eiðsvallagötu og þar
gerðar tvær akreinar.
GBerg
Ottó seldi
í Cuxhaven
SKUTTOGARINN Ottó N. Þor-
láksson seldi afla sinn, mest karfa, í
Cuxhaven í gær. Heildarverð var
5.302.800 krónur, meðalverð 23,51.
Eins og áður sagði var afli Ottós
mestmegnis karfi, en 46,6 lestir af
ufsa og 17,2 af smáum karfa drógu
meðalverðið nokkuð niður. Meðal-
verð fyrir stóran karfa var hins
vegar um 26 krónur.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi i boöi
Húsnæöi til leigu
Til leigu er ca. 120 fm skrifstofuhúsnæði að
Grensásvegi 13. Laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Skarphéð-
insson í síma 83666 alla virka daga frá kl.
9—17.
Ljósritunarvél til sölu
Ljósritunarvél UB1XAS 300 til sölu. Vélin
verður til sýnis á skrifstofu Rafmangsveitn-
anna Laugavegi 118, frá kl. 10 til 12 næstu
daga.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Innkaupadeild, Laugavegi 118.
húsnæöi óskast
!■■■.................
íbúö óskast
Vantar 3ja—4ra herb. íbúö til leigu sem mest
miösvæöis.
Upplýsingar í síma 687768 hjá Fasteignamiðl-
un eða í síma 687072, Sverrir Kristjánsson.
ýmislegt
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga á
erlendum bókmenntum.
Samkvæmt ósk Félags íslenskra bókaútgef-
enda hefur frestur til að sækja um lán og
styrki úr Þýðingarsjóöi á þessu ári veriö
framlengdur til 30. apríl nk.
Reykjavík, 10. apríl 1984.
Stjórn Þýöingarsjóðs.
Enska í Englandi
í Concorde International málaskólanum.
Námskeið fyrir 10—25 ára júlí—ág. Verð frá
£226 fyrir 2 vikur. (Gisting, fæði, nám og
skemmtanir.)
Almenn námskeið allt árið fyrir £75 á viku.
Uppl. í síma 36016.
Alliance Francaise
Vilt þú tala frönsku í sumarleyfinu?
Vornámskeið fyrir byrjendur hefst hjá Alli-
ance Francaise 16. apríl og stendur til 28.
júní.
Áhersla veröur lögð á að gera ferðamönnum
kleift að tjá sig á frönsku í sumarleyfinu.
Innritun fer fram að Laufásvegi 12 milli kl. 17
og 19 til föstudagsins 13. apríl. Upplýsingar í
síma 23870.
Einungis örfá pláss laus.