Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 35
henni öðrum kærari. Þangað lágu
þær rætur sem ekki slitnuðu þó
frá væri horfið.
Nú hefur lífskveikur hennar
brunnið að stjaka og slökkt er á
skarinu.
En um sinn lifir minningin í
hugum ferðafélaganna um mikils-
verða húsfreyju og kærleiksríka
móður. Þeir sem henni kynntust
kveðja hana með trega og virð-
ingu.
Ég og fjölskylda mín vottum
ættingjum og vinum hinnar látnu
innilega samúð okkar.
Jcns Guðmundsson
Nú er hún dáin hún Bjarney
Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi.
Frá 5 ára aldri og fram yfir ferm-
ingu átti ég því ómetanlega láni að
fagna að dvelja á sumrin í Nesi, og
oft síðar lengri eða skemmri tíma
í sumarfríum. Lífstíðartryggð
bast við alla fjölskylduna í Nesi.
En það var hún Bjarney, sem mig
langar að tala um, ofurlítil kveðja
þar til við sjáumst næst.
Bjarney var allt í senn stórhöfð-
ingleg og bráðfalleg kona, glettin
og kát í vinahópi og svo ljúfmann-
leg í fasi að litlu barni stóð enginn
ótti af hinni allsráðandi og önnum
köfnu húsfreyju. Nei, þvert á móti
fylltist sálin af aðdáun og elsku til
hennar. Hún varð ímynd alls hins
besta, sem hægt var að hugsa sér.
Þeir sem eitthvað þekkja til
stórra sveitaheimila eins og þau
voru (og eru án efa sum ennþá)
áður fyrr vita hve óhemju mikið
starf var lagt á herðar húsfreyj-
unnar, hve vinnudagurinn var
langur, hvert verkið rak annað,
matargerðin, þvottar og þrif, fata-
saumur, prjón og viðhald, útiverk
sem inniverk óteljandi.
Þegar það svo bættist við að í
Nesi er bæði póst- og símaþjón-
usta ásamt kaupfélagi og þar af
leiðandi afar mikill gestagangur
þarf ekki mikið ímyndunarafl til
þess að sjá hvert þrekvirki Bjam-
ey vann margan daginn.
Og það var hvernig hún vann,
sem síaðist inn í barnssálina og
eflaust hafði áhrif á alla er voru
henni samtíma. Hvert einasta
verk var unnið af slíkri einstakri
natni og næmleik fyrir því sem vel
færi og væri fallegt. Þvílík vand-
virkni á öllum sviðum hafði þau
áhrif á mig óafvitað í bernskunni
en skaut upp kollinum síðar eins
og öll góð fræ sem vel er sáð „að
svona myndi Bjarney hafa þetta
og þetta" og „að ekki myndi Bjarn-
eyju líka þetta eða þetta".
Hún varð ímynd þeirrar bestu
húsfreyju sem ég gat hugsað mér.
Allt varð að mat og indælum mat
í hennar höndum, aldrei skemmd-
ust kökurnar og brauðin góðu, já,
brauðin sem mér eru svo minnis-
stæð. Hvergi nokkursstaðar hefi
ég fengið slík brauð, rúgbrauð eða
hveitibrauðið, eins og hún Bjarney
bakaði. Án nokkurs efa á ég þess-
um góða holla mat að þakka góða
heilsu um ævina.
Hennar ómetanlega fordæmi
varð til þess að seinna í lífinu
reyndi ég oft að vanda verk mín og
alltaf ef eitthvað framúrskarandi
bar fyrir augu datt mér undir eins
Bjarney í hug, „þetta hefði Bjarn-
ey kunnað að meta" eða „hér hefði
Bjarney verið í essinu sinu".
Áhrifin, sem hún hafði á alla er
kynntust henni voru mannbæt-
andi. Aldrei heyrði ég illt umtal
um nokkra manneskju en oft var
græskulausri glettni og kátínu
varpað fram og minnist ég hve oft
fóstra mín og Bjarney gátu masað
saman af alhug og kátfnu er þær
áttu fría stund. Þótti mér mikið til
koma hve þessar elskuðu konur
gátu verið skemmtilegar.
Aðrir munu skrifa ýtarlegar um
líf og starf Bjarneyjar, þessi fáu
fátæklegu orð lýsa ofurlítið mann-
eskjunni sjálfri, þessari tröll-
tryggu konu, sem ekki mátti
vamm sitt vita og alltaf var reiðu-
búin til hjálpar.
Vil ég enda þessar línur með
orðum Björnstjerne Björnssonar:
„Þar sem góðir menn fara þar eru
Guðs vegir."
Elsku Bjarney þakka ég fyrir
allt og allt og góður Guð gefi
henni alla sína dýrð.
Herdís Ásgeirsdóttir
ÐSLA
PC-námskeiö
Leiðbeinendur:
Námskeiö fyrir þá sem vilja
kynna sér þá miklu mögu-
leika sem IBM-PC tölvan
býöur uppá.
Jóhann Fannberg,
verkfraaóingur.
falenak faaki.
Dagskrá
Björgvin Guðmundaa.,
verkfræðingur.
Örtölvutnkni hf.
Örn Karlaaon,
tölvufraaðingur.
íalenak forritaþróun af.
Laugardagur:
Uppbygging IBM-PC.
Stækkunar- og tengimöguleikar.
PC-DOS-stýrikerfið.
Notendaforrit.
Rítvinnsla- og áætlanagerð.
Sunnudagur:
Gagnasöfnun.
D-Base ll-kerfið.
íslenska bókhaldskerfið plús.
Aðrar tölvur sem vinna eftir IBM-PC-staölinum.
Tími: 14. og 15. apríl kl. 14.30—18.30.
Kennt er á IBM-PC-tölvuna og aðrar tölvur sem vinna eftir
sama staöli.
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Þetta er 8 klst. byrjendanámskeið og ætl-
að þeim sem ekki hafa átt þess kost að
læra um tölvur í skóla.
Tekið er tillit til þess að langt er síðan
þátttakendur voru í skóla og engrar sér-
stakrar undirstöðuþekkingar er krafist.
Tími kl. 18—20 mánudaga—fimmtudaga.
Basic
Basic er útbreiddasta forritunarmálið.
Kostirnir eru: Einfalt en jafnframt öflugt
forritunarmál.
Basic hentar vel við alls kyns útreikninga
og töflugerð.
Basic er innbyggt í allar smátölvur í dag.
Þetta er 8 klst. byrjendanámskeið. 4 kvöld í
viku.
Tími 16.—19. apríl kl. 20.15—22.15.
Tölvunámskeið
ffyrir unglinga
Tölvubyltingin er í fullum gangi hér á
landi, sífellt koma fram fullkomnari, betri
og ódýrari tölvur.
Til að fylgjast meö þessari öru þróun er
bara ein leið — Góð menntun!
Tölvufræðslan sf. heldur 10 klst. kvöld-
námskeið fyrir unglinga.
Tölvunámskeið fyrir unglinga
Efni:
★ Grundvallarhugtök um tölvur.
★ Stjórnstööin, minniö og jaöartækin.
★ Tölvur sem leiktæki.
★ Vélmenni.
★ Forritunarmál.
★ Forritun í BASIC.
★ Æfingar í BASIC-forritum.
★ Notkun á tilbúnum forritum.
★ Afhending viöurkenningarskírteina.
Læröu á tölvu sem fyrst, þaö borgar sig!
TÖLVU FRÆÐSLAN Vf
A,múi»36, Re,ki«,ik |nnritun f sfmum: 687590 og 86790