Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984
In Memoriam:
Þóra Borg leikkona
Sumt fólk er svo hlýtt að það
yljar öðrum, já meira en yljar, það
gefur líka frá sér birtu til ann-
arra, þannig að lífið verði þeim
bjartara. Þannig var Þóra Borg og
þannig ert þú líka, Milla mín.
Ég nefni Millu hér með Þóru,
því þær voru svo samrýndar syst-
urnar, að ég get ekki hugsað svo
um aðra, að mér detti ekki hin í
hug.
Eg þekkti Þóru frá því fyrst ég
man eftir mér og í stað þess að svo
færi að leiðir okkar skildi, þegar
árin færðust yfir, eins og svo oft
gerist, því miður, varð sambandið
æ nánara eftir því sem á leið,
einkum eftir að við Steffí gift-
umst.
Þóra var mikil drengskapar-
kona og mátti aldrei vamm sitt
vita, minnug og fróð svo af bar.
Hún átti líka þá reisn í ríkum
mæli, sem hún átti kyn til, og mér
er ríkt í minni hve sópaði að henni
í glæstum veitingasal í London í
fyrra, þegar við snæddum þar
saman kvöldverð ásamt Gunnari,
syni hennar.
Á bak við Laufásveg 5 er mat-
jurtagarður, sem frú Stefanía,
móðir Þóru, kom á laggirnar. Þær
Þóra og Milla hafa hugsað um
þennan garð í alla þá áratugi, sem
liðnir eru síðan móðir þeirra dó,
ekki fyrir sig, heldur fyrir hönd
ættarinnar, því á hverju hausti
hafa þær dreift allri uppskerunni
úr garðinum, snyrtilega búntað,
eða sultað, eftir atvikum, til allra
afkomenda frú Stefaníu og Borg-
þórs Jóseíssonar.
Ég held að slík ræktar- og sam-
viskusemi, sem þessi litla dæmi-
saga lýsir, sé einstök hér á landi
og þótt víðar væri leitað, en þetta
lýsir því hjarta, sem að baki sló,
betur en mörg orð.
Á skilnaðarstundu sem þessari
streyma fram í hugann fjölmarg-
ar minningar margra áratuga
góðra kynna, en ég hef því miður
ekki hæfileika til að koma þeim
frá mér á þann hátt, sem mig
langar til. Það eina, sem ég get því
gert í vanmætti mínum, er að
þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast slíkri konu sem Þóra
Borg var.
Davíð Sch. Thorsteinsson
Kveðja frá Þjóðleikhúsinu
Þóra Borg fæddist í Reykjavík
þann 6. júlí 1907. Foreldrar henn-
ar voru þau hjónin Stefanía Guð-
mundsdóttir leikkona og Borgþór
Jósefsson bæjargjaldkeri. Æsku-
heimili Þóru var mikið menning-
ar- og listaheimili og umræðan
um leiklist þar ofarlega á baugi
enda verður frú Stefaníu ævinlega
minnst sem einnar merkustu
leikkonu þessa lands. Það undraði
því engan að Þóra og tvær systur
hennar skyldu leggja leiklistina
fyrir sig, enda var hún ekki nema
6 ára gömul þegar hún stóð fyrst á
leiksviði.
Hinn eiginlega leiklistarferil
sinn hóf Þóra hins vegar hjá Leik-
félagi Reykjavíkur með leik sínum
í hlutverki Wöndu í „Gleiðgosan-
um“ sem var frumsýnt 16. október
1927. Árin fram að opnun Þjóð-
leikhússins lék Þóra fjölmörg
hlutverk hjá Leikfélaginu en réðst
1949 til Þjóðleikhússins og starf-
aði þar til ársins 1958. Þá snéri
hún aftur til starfa hjá LR og lék
þar allt fram á síðustu ár. Síðasta
hlutverk hennar í Þjóðleikhúsinu
var Adelaida í Kisuleik sem frum-
sýnt var 7. janúar 1982.
Þá hefur Þóra komið mikið við
sögu í flutningi útvarpsleikrita,
sjónvarpsleikrita og nú síðast við
gerð íslenskra kvikmynda. Hún
hefur skapað margar eftirminni-
legar persónur á sviði, en ekki síst
eru okkur mikilvæg þau hlutverk
hennar sem hún hefur leikið í
sjónvarpi og kvikmyndum á síðari
árum, en þap eru orðin nokkuð
mörg og eftirminnileg og munu
varðveitast um ókomin ár. Síðasta
hlutverk Þóru var í kvikmyndinni
„Atómstöðin" sem frumsýnd var
fyrir fáeinum vikum.
Þá var Þóra ævinlega mjög virk
í félagsmálum leikara, enda var
hún einn af stofnendum Félags ís-
lenskra leikara þegar það var
stofnað í september 1941. Hún var
ætíð mjög iðin við að sækja aðal-
fundi og aðra fundi félagsins og
varla minnast leikarar fundar í fé-
lagi sínu nema þær systurnar
Þóra og Émilía hefðu verið þar
viðstaddar.
Margir eru þeir leikarar bæði
ungir og gamlir sem hafa átt
ánægjulega „kjaftatörn" hjá þeim
systrum á Laufásvegi 5, og sóttu
ekki ófáir áhugamenn um leiklist
ráð og ýmsa fyrirgreiðslu um bún-
inga og annað, er þeir voru að
vinna að uppfærslu á leiksýning-
um. Undirritaður minnist þess
sérstaklega hversu boðin og búin
Þóra var okkur nokkrum ungum
mönnum til hjálpar og aðstoðar
fyrir liðlega tuttugu árum þegar
við vorum að fást við útgáfu á
tímaritinu „Leikhúsmál".
Þóra var afar vinmörg og
traustur og góður vinur vina
sinna, r.i 'a kom það berlega í ljós
þetr.r hún hélt vinum sínum og
ættingjum veglega veislu í tilefni
af 75 ára afmæli sínu fyrir um það
bil hálfu öðru ári.
Núna þegar Þóra er kvödd er
efst í huganum þakklæti til henn-
ar fyrir trausta vináttu og fórn-
fýsi, fyrir hennar mikla skerf til
leiklistarinnar og óbilandi trú á
íslensku leikhúsi.
Fyrir hönd Þjóðleikhússins færi
ég fjölskyldu hennar allri innileg-
ar samúðarkveðjur.
Gísli Alfreðsson
í dag, fimmtudaginn 12. apríl,
verður Þóra Borg leikkona jarð-
sungin frá Dómkirkjunni. Þóra
átti heimili í Reykjavík alla sína
ævi og þar vann hún sitt ævistarf.
— Fædd var hún í Breiðfjörðshúsi
við Aðalstræti þann 6. júlí árið
1907, en fluttist á Laufásveg 5 árið
1913 aðeins 6 ára ð aldri og þar
átti hún heimili að mestu óslitið
til hinstu stundar. Þar ólst Þóra
upp í glöðum og fjölmennum
systkinahópi á merku leikhús- og
myndarheimili. Móðir hennar, frú
Stefanía Guðmundsdóttir, er jafn-
an talin ein af mikilhæfustu og
glæsilegustu leikkonum þessa
lands og faðir hennar, Borgþór
Jósepsson bæjargjaldkeri, var
mjög virkur þátttakandi í allri
starfsemi Leikfélags Reykjavíkur
um árabil. Um fátt mun hafa verið
meira rætt á heimili þeirra Borg-
þórshjóna en leikhús og leikbók-
menntir. Það var því engin tilvilj-
un að þrjár af dætrum þeirra
hjóna gerðust leikkonur, því mælt
er að sjaldan falli eplið fjarri eik-
inni.
Frumraun sína á leiksviðinu
þreytti Þóra hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1927 og lék hún
þá hlutverk Wöndu í Gleiðgosan-
um eftir Curt Kraatz og A.
Hoffmann. Tekið skal fram, að
Þóra hafði þá leikið nokkur lítil
barnahlutverk, en þetta mun hún
hafa talið sitt fyrsta alvarlega
hlutverk, ef svo má að orði kom-
ast. Það er því liðin hálf öld og sjö
árum betur frá því Þóra steig sín
fyrstu spor á fjölunum í gömlu
Iðnó.
Ég ætla ekki í þessari stuttu
minningargrein að telja upp nöfn
þeirra mörgu hlutverka, sem Þóra
túlkaði á löngum leikferli og
spannar yfir nær sex áratugi eins
og fyrr segir. í fjölda ára lék hún
veigamikil hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og einnig kom hún
fram í nokkrum revíum, sem nutu
á þeim tíma mikilla vinsælda. Á
þeim árum voru henni einkum fal-
in hlutverk ungra hefðarmeyja,
því hún var mjög glæsileg kona og
bar með sér sviðsreisn og persónu-
töfra.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til
starfa árið 1950 var hún í hópi
þeirra leikara, sem voru fastráðn-
ir við þá stofnun, og þar starfaði
hún í allmörg ár. Eftir það fór hún
aftur að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og hefur leikið þar
mörg hlutverk hin síðari ár, bæði
stór og smá. Síðast mun Þóra hafa
komið fram á leiksviði hjá Þjóð-
leikhúsinu fyrir tæpum tveimur
árum og lék hún þar hina öldnu
móður í Kisuleik eftir Istvan Örk-
eny á mjög trúverðugan og sann-
færandi hátt. Þá hefur hún leikið í
útvarpsleikritum, sjónvarpsmynd-
um og komið fram í kvikmyndum.
í því sambandi minnist ég nær-
færinnar túlkunar hennar á
tveimur öldruðum konum í verk-
um Halldórs Laxness, en það var í
Paradísarheimt, sjónvarpskvik-
mynd, gerðri fyrir nokkrum árum,
og nú fyrir skömmu í kvikmynd-
inni Atómstöðinni, þar sem hún
lék móður organistans. Að mínu
mati hefur Þóra alltaf verið að
þroskast sem leikkona allt til síð-
ustu stundar.
Þóra Borg var alltaf mjög já-
kvæð f öllu sínu starfi og góður
vinnufélagi. Hún kunni ætfð vel að
gleðjast með glöðum og tók jainan
þátt í erfiðleikum og vandamálum
starfsfélaga sinna af miklum
skilningi og samúð og fyrir það
erum við gamlir vinir hennar og
samstarfsmenn mjög þakklátir og
kunnum vel að meta.
Nú eru liðin rösklega 40 ár frá
því að fundum okkar Þóru bar
fyrst saman í gömlu Iðnó. Með
okkur myndaðist brátt góður
kunningsskapur sem hefur haldist
upp frá því. Ég minnist margra
ánægjustunda úr samstarfi okkar,
sem ég er þakklátur fyrir.
Ég og kona mín sendum ætt-
ingjum og öllum nánum aðstand-
endum Þóru Borg innilegar sam-
úðarkveðjur.
Klemenz Jónsson
Ég hefi þekkt föðursystur mína,
Þóru Borg, svo lengi sem ég man
eftir mér. Fyrst í stað úr fjarlægð,
en ég átti þá heima á ísafirði. Síð-
an kom ég til Reykjavíkur haustið
1942. Hafði Þóra þá nýlega eignast
son sinn, Gunnar, en eiginmaður
hennar, Gunnar Einarsson, var þá
dáinn. Höfðu þau einungis verið
gift í þrjá mánuði, er hann lézt
voveiflega. Stríðsárin voru ár mik-
illa breytinga um margt hér á
landi, í atvinnulífi sem menningu.
Allt í einu streymdu peningar inn
í landið, í þeim mæli sem áður
þekktist ekki. Jafnframt voru
vina- og frændbönd rofin. Fyrir
ungan dreng var þetta spennandi,
en hinir eldri voru kvíðnir. Fyrir
unga ekkju með nýfæddan son var
þetta sjálfsagt martröð. Það
þurfti stóra sál til að kljást við
ólíklegustu vandamál. Einn dag-
inn voru til dæmis engar tyrkn-
eskar sígarettur til — þær komu
ekki aftur, amerískar komnar í
staðinn. Það varð allt annað bragð
af öllu. Jafnvel maturinn smakk-
aðist öðruvísi. En — og það var
þekkt úr leikhúsinu — sýningunni
verður að halda áfram — á hverju
sem gengur.
Þóra Borg Einarsson, eins og
hún kallaði sig þá, til að minnast
hins stutta, en hamingjuríka
hjónabands með manni sínum, fór
aftur í Iðnó. í þetta sinn ekki til að
leika sjálf, heldur stjórnaði hún
nú ásamt Emilíu Borg, systur
sinni, uppfærslu á barnaleikritinu
fræga Oli smaladrengur. Ég fékk
að vera með og kynntist þá fjölun-
um í Iðnó af eigin raun, en ekki
var síður hitt, að fá að kynnast
þeirri göfugu og reyndu leikkonu
sem Þóra var. Næstu árin fékk ég
oft að fara í Iðnó, fannst ég vera
þarna orðinn eins og heimamaður,
og mikið fannst mér hún Þóra
frænka mín leika vel. Eftir leikhús
var farið upp á kvistinn til hennar
og leikhúsmálin rædd í þaula,
þ.e.a.s. þeir fullorðnu ræddu sam-
an, en við hin yngri hlýddum á.
Það var alltaf gestkvæmt hjá
þeim systrum Þóru og Emilíu og
maður kynntist smám saman leik-
urunum og vinafólki sem komu
þangað iðulega. Laufásvegur 5
hafði verið einn af miðpólum
leikhússlífsins í Reykjavík, frá því
afi minn, Borgþór Jósefsson,
keypti húsið 1913, og svo hefir ver-
ið fram á þennan dag. Þóra Borg
mundi alla sögu Leikfélags
Reykjavíkur i smáatriðum frá
byrjun og til þessa árs. Hún hafði
stálminni og skemmtilega frá-
sagnargáfu. Hún var sjór af fróð-
leik um ótrúlegustu hluti. Hún
hafði komið víða við utan leik-
hússins. Hún lærði fótsnyrtingu í
Danmörku 1929 og rak fótsnyrti-
stofu í mörg ár, Pirola hét hún.
Hún vann mörg ár í Reykjavíkur-
t
Faöir minn og stjúpfaöir okkar,
GESTURGUNNLAUGSSON,
bóndi í Meltungu,
lést 10. apríl.
Jóhann Gestsson
og stjúpdætur.
t
Faöir okkar og tengdafaöir,
ÞÓRDUR ÓLAFSSON,
Innri-Múla, Barðaströnd,
andaöist í Sjúkrahúsi Patreksfjaröar aö morgni þriðjudagsins 10.
apríl. Jarðarförin auglýst síöar.
Börn og tengdabörn.
t
Móöir mín,
ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. apríl.
Tryggvi Guömannsson.
apóteki. Þóra lærði eitt sinn út-
skurð og í mörg ár var hún við
nám í bókbandi. En fyrst og
fremst er hennar minnst sem
leikkonu. En hvað er það að vera
leikkona? Það er göfugt starf, sem
felst í því að gefa alltaf eitthvað af
sjálfum sér. Og Þóra Borg gaf
mörgum mikið og lengi. Við minn-
umst hennar í huganum hvernig
hún var á sviðinu. Hún sagði við
mig er ég þakkaði henni fyrir sýn-
inguna á litla sviði Þjóðleikhúss-
ins í hitteðfyrra: „Já, þetta var nú
Svanasöngurinn minn.“ Tæknin
kemur okkur þó til hjálpar því
Þóra Borg lék í mörgum kvik-
myndum, sem örugglega verða oft
sýndr Má þar nefna Brekkukots-
annál, Húsið, Atómstöðina og ótal
fleiri. Þóra Borg lék einnig í Þjóð-
leikhúsinu í mörg ár.
Með fráfalli Þóru Borg er rofinn
dýrmætur hlekkur, sem tengdi
okkur við fortíðina, sögu leiklistar
á íslandi. Sögu um vonir og sigra,
baráttu og erfiðleika, fórnir og
laun að verðleikum. Þóra Borg var
þó svo vinsæl og vinmörg, að
margt af því, sem hún mundi og
sagði öðrum, kemst til skila til
komandi kynslóða leikara. Og ég
er líka viss um, að sá sem þá segir
frá, segir: „Þetta er alveg áreið-
anlegt, því hún Þóra Borg sagði
mér það sjálf."
Þóra Borg hlaut heiðurspening
Leikfélags Reykjavíkur á 50 ára
afmæli félagsins 1947. Hún var
kjörin heiðursfélagi Félags ísl.
leikara og Fálkaorðuna hlaut hún
árið 1978 fyrir störf sín að leiklist-
armálum. Líf Þóru Borg var alla
tíð nátengt leiklistinni. Hún ólst
upp á leikaraheimili, þar sem
móðir hennar, frú Stefanía Guð-
mundsdóttir, hin fræga leikkona,
smitaði börn sín með náðargáfu
sinni, leiklistarbakteríunni. Sá
sem einu sinni hefir smitast af
þessari bakteríu, getur ekki losnað
við hana. En þessi baktería er að
því leytinu öðruvísi en aðrar, að
hún gefur, og það svo mikið, að
leikarar gefa öðrum, okkur áhorf-
endum, og það ríkulega. Þóra Borg
var oft þreytt eftir langan vinnu-
dag og svo tóku við æfingar eða
sýningar og vökur fram á nótt.
Lengst af var þetta fyrir lítið
kaup, eða ekkert nema fyrirhöfn-
ina. En Þóra seiglaðist þetta. Hún
eignaðist góðan son og tengda-
dóttur og tvo sonarsyni, sem henni
þótti mjög vænt um. Hún hugsaði
um Emilíu systur sína af þeirri
þolinmæði og natni, sem enginn
gat eða getur leikið eftir. Við ætt-
ingjarnir kveðjum hana með sökn-
uði og biðjum alla góða vætti að
styðja hana upp að Gullna hliðinu.
Minningin um leikkonuna Þóru
Borg, sem var alltaf af gefa af sér
svo ríkulega, hin stóra sál hennar
og hjartahlýja rödd hljómar í hug-
um okkar um ókomin ár.
Ragnar Borg
Þóra Borg er öll, og einhvern
veginn finnst manni við slík tíma-
mót að maður fylgi til grafar löng-
um og mikilsverðum kapítula ís-
lenskrar leiklistarsögu. Auðvitað
eru fullyrðingar sem þessar hug-
lægar og ekki í fyllsta máta sann-
ar fremur en aðrar fullyrðingar af
slíku tagi, og góðu heilli eru enn
starfandi á meðal okkar sumir
aðrir ágætustu fulltrúar þessarar
kynslóðar, sem lifði það, að leik-
listin var hafin hér úr aðstæðum
áhugamennsku í atvinnumennsku,
og sjálf bar þessi kynslóð fram
þessa þróun í krafti listræns
starfs síns, metnaðar og þroska.
Ég er að tala um það fámenna
úrvalslið, sem við höfum gjarnan
kallað aðra kynslóðina í íslenskri
leiklistarsögu. En á vissan hátt
var Þóra Borg tengdari fyrstu
kynslóðinni, frumherjunum, en
nokkur hinna. Hún var auðvitað
dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur,
sjálfrar frú Stefaníu, sem var svo
óvenjulega vel náttúruð fyrir
leiksviðið, að Alþingi skipaði
henni á bekk með höfuð-skáldum
og lista-málurum og veitti henni
sérstök heiðurslaun. Borgarstjórn
og alþingi höfðu þá í nokkur ár
veitt Leikfélagi Reykjavíkur styrk
til starfsemi sinnar og þannig
opinberlega viðurkennt nauðsyn
leiklistarstarfsemi, gagn hennar