Morgunblaðið - 12.04.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIð; ‘FIMMTÍÍDAGÚkí2.]ÍPRiLl984
og gildi. En heiðurslaun til frú
Stefaníu voru opinber yfirlýsing
um, að leiklistin, þar sem hún náði
best og hæst, væri jafnoki annarra
listgreina. Þetta var árið 1907 og
það sama ár fæddist Þóra Borg.
Eins og oft er um leikarabörn,
komst hún fljótt á svið, gott ef það
var ekki sem Tóta í Fjalla-Ey-
vindi, 3ja—4ra ára. Allt hennar líf
var svo tengt leiksviði, og þegar
upp er staðið, hefur Þóra senni-
lega verið lengur starfaði leikkona
en nokkur önnur íslensk; hún hef-
ur verið á sviðinu í rúmlega sjötíu
ár. Sjálf taldi hún sinn eiginlega
leikferil hefjast 1927, þannig að
stutt var orðið í 60 ára leikafmæl-
ið.
Mér hefur orðið tíðrætt um það
leiksögulega, þegar minnst er
Þóru Borg. Það skal engan undra,
sjálf var hún ein lifandi leiklist-
arsaga, sem nánast var hægt að
fletta upp í, minnug með afbrigð-
um og hafði fjörugan og skarpan
frásagnarmáta. Oft var ég að suða
í henni að pára niður endurminn-
ingar sínar. Þóra færðist undan.
Lífið hafði ekki verið henni áfalla-
laust fremur en öðrum, og þær
sorgir þótti henni ekki við hæfi að
bera á borð. En sitthvað bar á
góma hjá okkur, og kannski hefur
Þóra sagt sem svo: Þú getur borið
vitni síðar, ef þér þykir þetta vera
uppistaða í eitthvað slíkt.
A fyrstu tuttugu árum ferils
síns lék Þóra fleiri hlutverk en
nokkur önnur leikkona Leikfélags
Reykjavíkur. Við opnun Þjóðleik-
hússins var hún ráðin þangað og
lék þar í nærfellt áratug. Það er
ekkert launungarmál, að viðskiln-
aður Þóru við Þjóðleikhúsið þá var
sársaukamál. En nú eru örlögin
oft skrítin. Rúmlega 20 árum síðar
lék Þóra sitt síðasta hlutverk á
sviði og það í Þjóðleikhúsinu, og
þótti mér gott um að hafa getað
stuðlað að því, enda fann ég Þóru
þótti vænt, og sem leikkona fór
hún þar á kostum. Árin í milli
hafði hún starfað í Iðnó á sínu
V f •
37
gamla sviði og lifað þar nýtt vor
listar sinnar. Ég ætla að forðast
hér að þylja upp hlutverk, það
verður að gerast veglega og betur
á öðrum vettvangi, en ekki get ég
stillt mig um að nefna hérna þrjú
hlutverk frá þeim árum, sem við
Þóra unnum saman í Iðnó: Maríu
Jósefu, geggjuðu móðurina með
lambið í Húsi Bernörðu Alba, frú
Grubach, holdtekju hinnar óræðu
tortryggni í Málsókninni og frú
Lovísu, fáránleikamynd tilgangs-
lausrar elli. Allt sterkt meitlaðar
mannlýsingar og allar mjög sér-
stæðar. Rómantísk hetjuhlutverk
lágu ekki sérstaklega fyrir Þóru
og í raun var natúralistísk veru-
leikalíking aldrei ríkjandi þáttur í
list hennar. Hins vegar á listin svo
mörg önnur stílbrögð og fylgsni,
upphafinn póetískan kraft, and-
rúm súrrealismans, tilfyndni
fáránleikastefnunnar; þarna átti
Þóra tóna, sem fáar eða engar aðr-
ar íslenskar leikkonur hafa náð i
skottið á. Auðvitað gat Þóra verið
„náttúruleg", ef þess gerðist þörf,
en ef skírskotað er til málaralist-
arinnar, býst ég við Þóra hafi átt
meira skylt í list sinni við express-
ionismann en ljósmyndavélina.
Þetta kom auðvitað ekki í veg
fyrir, að hún gæti ekki einnig lýst
innileika með smáum og fínlegum
blæbrigðum. Gott dæmi þess er
móðir Garðars Hólm í Brekku-
kotsannál, stórt og krefjandi hlut-
verk, sem Þóra skilaði með þeim
sóma að alþjóðaathygli vakti.
Andlit hennar naut sín mjög vel í
kvikmyndleik og persónuleiki
hennar magnaðist. Ég man, þegar
unnið var að gerð Brekkukotsann-
áls, að þýskt samstarfsfólk okkar
ræddi aldrei um Þóru öðruvísi en
sem „Die Borg“, líkt og tíðkaðist
um „Die Bergner" og „Die Diet-
rich“. Af henni stóð virðing.
Þóra Borg var fædd í Reykjavík
6. júlí 1907, eins og áður segir, og
dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur
og Borgþórs Jósefssonar bæjar-
gjaldkera. Hún nam í Kvennaskól-
anum og stundaði fótsnyrtingu
um skeið, búningaleigu o.fl. en að-
alstarf hennar var auðvitað að
leiklist. Hún giftist 1941 Gunnari
Einarssyni vélfræðingi, en missti
hann eftir stutta sambúð; þau áttu
einn son, Gunnar, sem hefur verið
móður sinni stoð og stytta.
Systkin Þóru fengust mörg við
leiklist. Anna Borg varð fyrsta
lærða leikkonan okkar og starfaði
í Danmörku, sem kunnugt er, Em-
ilía lék hér á fjölunum um margra
áratuga skeið og Óskar, elsti bróð-
irinn, var mikið viðloðandi leik-
listina á sínum yngri árum. Og
yngri kynslóðin heldur uppi
merkinu, Sunna, bróðurdóttir
Þóru, er nú aðalleikkonan í ieik-
húsinu á Akureyri.
Mikilhæf listakona er gengin.
Og ég kveð góða vinkonu. Henni
fylgir heiður þökk og blessun.
Sveinn Einarsson
Kveðja frá Zonta-
klúbbi Reykjavíkur
Ekki datt okkur í hug að það
yrði í síðasta sinn, sem Þóra Borg
væri með okkur á fundi í mars-
mánuði sl. Hún hafði að vísu ekki
komið í nokkur skipti sökum veik-
inda, en nú var hún óðum að
hressast og var kát að vanda og
hafði veikindi sín að gamanmáli.
Þóra og systir hennar, Emilía
Borg, voru stofnfélagar í Zonta-
klúbbi Reykjavíkur, sem var fyrsti
Zontaklúbburinn á íslandi. Á
stofnfundinum, sem haldinn var
16. nóvember 1941, voru 11 konur.
Þær systur voru einu stofnfélag-
arnir sem eftir voru í klúbbnum
og settu þær ætíð mikinn svip á
fundina. Þóra tók alla tíð virkan
þátt í félagsstarfinu. Hennar mun
verða sárt saknað.
Um leið og við þökkum henni
trygga vináttu, vottum við Emilíu
Borg og öðrum aðstandendum
hennar innilega samúð.
F.h. Zontaklúbbs Reykjavíkur,
Sigríður Haraldsdóttir.
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN Ó. JOHNSON,
Melhaga 10,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. þessa mán-
aöar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík.
Örn Johnson,
Helga Petersen,
Sofía Johnson,
Ólafur H. Johnson,
Margrét P. Johnson,
Margrét Johnson,
Ásthildur Johnson,
Othar Örn Petersen,
Jón Ólafsson,
Borghildur Pétursdóttir,
Ásg eir Óskarsson
og barnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
HULDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 13,
Reykjavík,
sem lést þann 5. apríl, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 13. apríl kl. 13.30.
Guómundur H. Jóhannsson, Magnea Jónsdóttir,
Hulda Hanna Jóhannsdóttir, Tómas Kristinsson,
Hannes E. Jóhannsson, Björg Jónmundsdóttir
og barnabörn.
+
HARALDURJAKOBSSON,
Kornsá, Vatnsdal,
veröur jarösunginn laugardaginn 14. apríl frá Undirfellskirkju kl.
14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Héraöshæliö, Blönduósi.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Hjélmsdóttir,
Gestur Guðmundsson.
festing
fyrir létta og þunga hluti. hefur grip og hald.
’uDlEHS^EGB fæst í flestum byggingavöruverslunum.
Ólafur Kr. Guðmundsson
c/o Trévirki hf.
„Allir fagmenn hljóta aft þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafniö
gæöamerki sem allir geta treyst."
Ef óskaó er eftir sýnishornum af ofanskráöu efni frá Thorsmans þá gódfúslega fyllið út
þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds.
X
Nafn:
Heimilisfang:
JOHAN RÖNNING HF sSStSSSb
Staður: