Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 SIEMENS Einvala liö: Siemens- heimilistækin Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö viö heimilisstörfin. Öll tæki á heimiliö frá sama aöila er trygging þín fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. CANNON-VÖRURNAR STUÐLA AÐ VELFERÐ BARNSINS Skoöið CANNON-barnavörurnar í næstu lyfjaverslun. tsmmmsm Nýir sumarkjólar flugfreyja Flugleida Flugleiðir hafa tekið í notkun nýja flugfreyjubúninga og eru þeir saumaðir á íslandi í fyrsta skipti. Hönnuður er Lísa Jóhannsson fyrrverandi flugfreyja. Myndin er af þremur flugfreyjum Flugleiða í hinum nýju búningum, sem Lexa-Artemis hf. saumaði. Fyrsti landsfundur Frið- arhreyfingar fsl. kvenna FYRSTI landsfundur Friðarhreyfingar íslenskra kvenna var haldinn í Nor- ræna húsinu 26. maí s.l. Gestur fundarins var Elin Bruus- gaard norskur rithöfundur, sem tek- ið hefur mikinn þátt í kvenna- baráttu, einkum baráttu fyrir bætt- um kjörum kvenna í þriðja heimin- um og auknum skilningi milli þeirra og kvenna í þróaðri heimshlutum. Á fundinum gerði Gerður Stein- þórsdóttir grein fyrir því helsta í starfi hreyfingarinnar á þessu fyrsta starfsári. Haldnir hafa verið opnir fræðslufundir, gefið út frétta- bréf og tekið þátt í ýmsum aðgerðum með öðrum friðarhreyfingum, nú síðast Friðarviku á páskum í Norræna-húsinu. Gefið hefur verið út merki hreyfingarinnar „Konur vilja frið“. Fjórar konur, þær Guðrún Ingi- mundardóttir frá Höfn í Hornafirði, Vigdís Sveinbjörnsdóttir frá Egils- stöðum, Sigurveig Sigurðardóttir frá Selfossi og Katrín Árnadóttir úr Gnúpverjahreppi sögðu frá starfi friðarhópa kvenna í sinni heima- byggð. Á fundinum lögðu átta konur úr miðstöð fram tillögu að breytingum á skipulagi hreyfingarinnar. Var ákveðið að taka næsta starfsár til að fjalla um tillögurnar og skipuð nefnd til fyrstu umfjöllunar. Á fundinum voru gerðar ýmsar samþykktir og eru þessar helstar: Samþykkt um að skora á Sovésk stjórnvöld að leyfa Sakharov hjón- unum að fara frjáls ferða sinna hef- ur verið birt í sérfrétt. Landsfundur Friðarhreyfingar ísl. kvenna fagnar friðarfrumkvæði sex þjóðarleiðtoga úr fjórum heimsálf- um, sem gert var kunnugt þann 22. maí sl. Við lýsum yfir stuðningi við bar- áttu ykkar og árnum ykkur heilla. (Samhljóða skeyti sent Olov Palme.) Friðarhreyfing ísl. kvenna beiti sér fyrir því að á vettvangi Samein- uðu þjóðanna verði flutt tillaga um að einn dagur á ári verði Alþjóða friðardagur, helgaður alheimsfrið- arhugsjón og afvopnun. Landsfundur okkar lýsir yfir sam- stöðu með baráttu ykkar gegn auk- inni hervæðingu og uppsetningu Pershing II og SS 22 eldflauga á heimalandsvæði ykkar og í þýska al- þýðulýðveldinu. Eldflaugalaus Evr- ópa er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. (Samhljóða skeyti sent Friðarhópi-Mutlangen.) Á fundinum voru kosnir tveir full- trúar í miöstöð hreyfingarinnar, en þar að auki sitja þar fjórtán konur sem tilheyra jafnmörgum samtökum s.s. stjórnmálaflokkum, kvennsam- tökum, verkalýðsfélögum og íslensku kirkjunni. Friðarhreyfing íslenskra kvenna hefur aðsetur að Hallveigarstöðum í Reykjavík. IGNIS Var einhver aö tala um lágt verð...? RAFIÐJAN sf., Ármúla 8, sími 19294

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.