Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNl 1984 79 Aðalfundur Skáksambands Islands: Þorsteinn Þorsteins- son kjörinn forseti Skák Margeir Pétursson AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn nýlega. Gunn- ar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem forseti sam- bandsins og var í hans stað kjörinn Þorsteinn Þorsteinsson, varafor- seti. Auk hans voru kjörnir í stjórn þeir Þráinn Guðmundsson, Leifur Jósteinsson, Ólafur Ásgrímsson, Guðbjartur Guðmundsson, Árni Björn Jónasson og Jón Rögn- valdsson. Úr stjórninni gengu þeir Friðþjófur M. Karlsson, Sigurberg Elentínusson og Trausti Björns- son. í varastjórn voru kosin þau Ólafur H; Ólafsson, Margeir Pét- ursson, Áskell Örn Kárason og Sigurlaug Friðþjófsdóttir. Aðalfundurinn í ár var sá þunnskipaðasti í áraraðir og átti Taflfélag Reykjavíkur yfirgnæf- andi meirihluta fulltrúa. Harðar umræður urðu um deildakeppni Skáksambandsins og voru nú- verandi keppnisregiur gagn- rýndar. Þá var ákveðið að veita stjórn Sí heimild til að fjölga þátttakendum í landsliðsflokki á Skákþingi íslands í 14 úr 12. Ekki náðist samstaða um hvort veita ætti stjórninni heimild til að halda Islandsþing framvegis á öðrum tíma en á páskum og margir sem tóku til máls lýstu andstöðu sinni við þá ákvörðun fráfarandi stjórnar að fresta keppni í landsliðsflokki til haustsins. í ársskýrslu Skáksambandsins kom í ljós mikil og blómleg skákstarfsemi í landinu í vetur en jafnframt að sambandið stæði samt sem áður mjög höll- um fæti fjárhagslega og erfitt yrði að kljúfa kostnaðinn við þátttöku Islands á Ólympíu- skákmótinu í Grikklandi í haust. Jóhann Hjartarson sigursæll á Bolungarvík EG-skákmótið var haldið á Þorsteinn Þorsteinsson, nýkjörinn forseti SÍ. Bolungarvík helgina 19.—20. maí í tengslum við Vordaga. Það er nú orðinn árviss viðburður að haldið sé sterkt skákmót i Bol- ungarvík og er ætlunin að svo verði einnig framvegis. Sex skákmönnum frá höfuðborg- arsvæðinu var boðið til leiks og einnig komu keppendur frá ísa- firði og Súðavík. Margir reyk- vískir skákmenn hafa unnið í Bolungarvík á sumrum og voru margir slíkir meðal þátttakenda að þessu sinni. Úrslit urðu sem hér segir: 15 mínútna mót laugardaginn 19. maí: 1. Jóhann Hjartarson 6'h. v. af 7 mögulegum. 2. Árni Á. Árnason 5 v. 3.-7. Karl Þorsteins, Ágúst Karlsson, Daði Guð- mundsson og Halldór G. Einarsson 4 'k v. Unglingaverðlaun hlutu: 1. Ragnar Sæbjörnsson 3'k v., 2. Magnús Arnórsson (báðir Bol- uhgarvík) 3 v. og 3. Snorri Jóns- son (Súðavík) 2'k v. Hraðskákmót sunnudaginn 20. maí: 1. Jóhann Hjartarson 12‘Æ v. af 14 mögulegum, 2. Hall- dór G. Einarsson 10'Æ v., 3. Karl Þorsteinsson 10 v. Einar Guðfinnsson hf. gaf vegleg verðlaun til mótsins. Þannig ætlar Karpov að tefla gegn Kasparov í einni af úrslitaskákunum á stórmótinu í London um daginn mættust heimsmeistarinn og Murray Chandler. Englending- urinn beitti uppáhaldsvörn Kasparovs, Tarrasch-vörn gegn drottningarbragði, og Karpov reyndist hafa svar á reiðum höndum. Hann beitti sama af- brigði og Miles notaði gegn Kasparov á stórmótinu í Niksic í haust, en í þeirri skák var áskor- andinn í mikilli taphættu. Chandler lagði út í miklar flækj- ur í 16. leik, tók peð en lét loka inni hjá sér biskup. Hann hefur áður beitt þessum hæpna leik og þá með góðum árangri, en þegar sezt er niður gegn heimsmeistar- anum duga ekki nein töfrabrögð. Fórnirnar verða að standast. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Murray Chandler Tarrasch-vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5 Chandler er einn þeirra mörgu sem hafa apað það eftir Kasp- arov að tefla vörn læknisins Tarrasch. Síðan í einvíginu við Beljavsky í fyrra hefur hún verið hornsteinninn í byrjanakerfi Kasparovs með svörtu. 4. cxd5 — exd5, 5. g3 — Rf6, 6. Bg2 — Be7, 7. 0-0 — 0-0, 8. Rc3 — Rc6, 9. dxd5 — Bxc5, 10. Bg5 — d4, 11. Bxf6 — Dxf6, 12. Rd5 — Dd8, 13. Rd2 — He8, 14. Hcl — Bb6, 15. Hel — Be6, 16. Rf4 — Bxa2!? Kasparov lék 16. — Dd7 gegn Miles, en fékk lakari stöðu eftir 17. Da4 - Hac8, 18. Rc4 - Bd8, 19. Rxe6 — Dxe6, 20. Db5 — Hc7, 21. Dd5 17. b3 Chandler náði betri stöðu á svart gegn Kanadamanninum Spraggett á móti brezka sam- veidisins í Hong Kong í marz eftir 17. Bxc6?! — bxc6, 18. b3 — Ba5,19. Hc2 - Bxb3, 20. Rxb3 - d3!, 21. Rxa5 — dxc2, 22. Dal. — Ba5, 18. Hc2 — Bxb3, 19. Rxb3 — d3 Miles rannsakaði þennan leik eftir skák sína við Kasparov og taldi hann gefa svörtum góða möguleika. En Karpov hefur skyggnst dýpra í stöðuna og það er ólíklegt að 16. — Bxa2 verði notaður aftur í bráð. Það verður að teljast óskynsamlegt af Chandler að hafa beitt leiknum í svo mikilvægri skák þvi hann mátti vita að Karpov hefði und- irbúið sig gegn honum fyrir- fram. 20. Hxc6! En auðvitað ekki 20. Rxd3?? — Bxel, 21. Dxel — Dxd3 og vinn- ur. Eftir 20. Hxc6 gengur 20. — bxc6 ekki vegna 21. Rxa5 — Dxa5, 22. Rxd3. — Bxel, 21. Hcl — d2, 22. Hbl — a5, 23. Rd3 — Dg5, 24. Rbc5 — Had8 Merkileg staða. Við fyrstu sýn gæti virst svo sem svarta frípeð- ið á d2 og Bel héldu hvítum í úlfakreppu, en það er öðru nær. Karpov veitist leikur einn að skorða frípeðið og vinnur síðan á yfirburðum sínum í liðsafla. 25. Bxb7 — h5, 26. Bf3 — Df5, 27. Kg2 — h4 27. — Hd4 gaf heldur meiri mótspilsmöguleika. 28. g4 — Dg5, 29. h3 — Hd4, 30. Db3 — g6, 31. e3 — Hdd8, 32. Re4 — a4, 33. Dxa4 — De7, 34. g5! Karpov lýkur skákinni með snoturri mannsfórn. — Hxd3, 35. Rf6+ — Kf8, 36. Dxh4 — Dd8, 37. Hb7 og svartur gafst upp. Ólafur Jóhannsson, ritstjóri tíma- ritsins „Á veiðum“. A veiðum — nýtt tímarit NYTT tímarit um veiðiskap er nú að hefja göngu sína. Tímaritið ber heitið „Á veiðum“ og er það gefið út af útgáfufyrirtækinu Frjálsu framtaki hf. í samvinnu við tvö áhugamannafélög um veiðiskap: Ármann og skotveiðifélag íslands. Ritstjóri tímarisins er Olafur Jó- hannsson sem m.a. ritaði um stang- veiði í Morgunblaðið um nokkurra ára skeið. Tímaritið „Á veiðum" mun fjalla almennt um veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði, en í fyrsta tölublaðinu sem koma mun út um miðjan júní verður þó einkum fjallað um stangveiði, enda er nú „vertíð“ stangveiði- manna að hefjast. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efni í blað- inu, bæði til fróðleiks og skemmtunar og tímaritið verður mjög myndskreytt, m.a. með litmyndum. Tímaritið „Á veiðum" verður um 100 blaðsíður að stærð og verður fyrsta tölublaðinu dreift til flestallra veiðimanna sem fé- lagsbundnir eru í einhverjum fé- lögum stang- eða skotveiði- manna, en talið er að fjöldi þeirra sé nú um 5.000. Tímaritið verður einnig selt í lausasölu. (Fréttatilkynning) afsláttur í fjóra daga i r eir istaklin rúm 1 gs- r .hornsófar |einstaklingsT sófasett Y hjónarúm r 1 s ófasel t L J r 1 [1 lillusai stæÓL L J HUSGAGNAVERSUJN RÐfKJAVÍKURVEGI64S.54499 HAFNWIREH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.