Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 7

Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984 7 Kappreiðar Harðar Hestamannafélagiö Höröur heldur sína árlegu innanfélagskappreiöar og góöhestakeppni aö Arnarhamri, laug- ardaginn 23. júní 1984. Félagsmenn skrái hesta sína fyrir kl. 20.00 mánu- dagskvöld 18. júní í síma 666041 eöa 666460. Stjórnin Compi Camp tjaldvagnar. 3 stæröir Getum nú boöiö allar 3 stæröirnar aftur. Hagstætt verö. Úrval fylgihluta. Góöir greiösluskilmálar. Til afgreiöslu strax. Benco Bolholti 4, Reykjavík sími 91-21945/84077. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 40H-17JÚNÍ1984 MIÐASALA: Gimli v/Lækjargötu: Opið frá kl. 14.00—19.30. Sími 621155. Vörumarkaöurinn Seltjarnarnesi og Mikligaröur v/Sund: Fimmtud. kl. 14:00—10:00 Föstud. kl. 14:00—21:00 Laugard. kl. 10:00—16:00 ÞOLA EKKI GAGNRYNI í Staksteinum í dag eru ummæli Vals Arnþórssonar stjórnar- formanns Sambands íslenskra samvinnufélaga er hann viðhafði á aðalfundi þess, sem nú stendur yfir, gerö aö umtalsefni. Þar ræöst Valur aö þeim sem haldiö hafa uppi gagnrýni er hann kýs að kalla „áróður“ gegn samvinnumönnum. NT, sem er sérstakur málsvari Sambandsins, birti ummælin í leiöara. „Aróðursstríð- ið gegn SÍS“ Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga stendur yfir þessa dagana í Bifröst í Borgarfirði. Mikl- ar deilur hafa átt sér stað vegna þeirra skipulags- breytinga sem fyrirhugaðar eru. En á hinn bóginn hafa forustumenn SÍS glaðst yf- ir þeim mikla hagnaði, 69,3 milljónum króna, sem Sambandið skilaði á sein- asta ári. Málgagn Framsóknar- flokksins og Samvinnu- hreyfingarinnar, NT, gerir af þessu tilefni að umtals- efni „það áróðursstríð sem sterk öfl f þjóðfélaginu hafa að undanförnu haft uppi gegn íslenskum sam- vinnumönnum", í leiðara í gær. Vitnað er í ræðu Vals Arnþórssonar; stjórnar- formanns SIS, er hann fluttí á aðalfundinum. I»ar segir meðal annars: „Til- gangurinn er vafalaust margslunginn, en augljóst má telja að áróðrinum sé m.a. ætlað að eyðileggja samhjálp bændanna innan vébanda samvinnufélag- anna þar sem innistæður sumra gera kleift að lána öðrum. I>að er því Ijóst að þótt áróður þessi sé settur f skrautumbúðir þess að hann eigi að hjálpa bænd- um til að fá fjármuni sína fyrr, þá beinist hann þó þegar að grannt er skoðað fyrst og fremst að bændum sjálfum og að því að draga úr landbúnaðinum. Jafn- framt beinist áróðurinn að því að tvístra bændum og að koma þar með viðskipt- um þeirra sem mest f hendur einkageirans. Sama tilgangi á að þjóna sá áróður að skilja beri milli bændanna og afurða- sölufyrirtækja þeirra þann- ig að þeir skipti við þau sem við óskylda aðila. Þá mundi skapast svigrúm fyrir einkageirann að setja upp vinnslustöðvar og ná þannig til sín sölumeðferð á landbúnaðarafurðum. I»á yrði væntanlega ekki talað um offjárfestingu í vinnslu- stöðvum heldur yrði slík fjárfesting í nýjum vinnslu- stöðvum útskýrð með nauðsyn samkeppninnar. Við öllum þessum áróðri hljótum við samvinnumenn að vara.“ A5 búa í fflabeinsturni I>að er greinilegt af um- mælum stjórnarformanns- ins að sú mikla umræða er hann kýs að kalla „áróð- ur" hefur farið mjög fyrir brjóstið á forustumönnum Samhandsins. Slíkum mönnum líður best í fíla- beinsturni og telja sig hafna yfir gagnrýni og um- tal. Valur Arnþórsson hræð- ist þann möguleika að samvinnuhreyfingin verði látin sitja við sama borð og einkaaðilar. Hann veit sem er að veldi SÍS er ógnað, almenningur og þá ekki síst bændur hafa gert sér grein fyrir að hagsmunir þeirra verða ekki tryggðir nema jafnrétti ríki á mark- aðnum. Samhjálp t>að er hlálegt að heyra forustumann þess fyrirtæk- is sem reynt hefur með margvíslegum hætti að drepa niður og eyðileggja frjáls samtök bænda, Ld. í Skagafirði, tala um að reynt sé með „áróðri" að eyðileggja samhjálp bænda. Á hverjum degi eru tugir milljóna króna sem bænd- ur eiga, bundnir inni hjá kaupfélögum víðsvegar um land. í stað þess að fá þessa peninga greidda eru bændur neyddir til að stunda vöruskiptaverslun. Þeir leggja kjötið inn en mega í staðinn taka út vör- ur í kaupfélaginu. Slíkir viðskiptahættir tíðkuðust fyrr á öldum en voru af- lagðir þegar einokunar- versluninni var aflétt. Frelsi í við- skiptaháttum Það er hins vegar að öll- um líkindum rétt hjá Val Arnþórssyni að verði einkaaðilum veitt tækifæri að keppa við samvinnu- hreyfinguna á jafnréttis- grundvelli verður ekki lengur talað um offjárfest- ingu í vinnslustöðvum. Frjáls samkeppni knýr fram betri rekstur og skynsamlegri fjárfestingar, neytendum og þjóðarbúinu öllu til hagsbóta. Forustumenn samvinnu- hreyftngarinnar hafa ætíð verið talsmenn frjálslyndis í orði en málssvarar einok- unar á borði. Þrátt fyrir vaxandi samkeppni sem gætir nú í flestöllum grein- um atvinnulífs sem nær undantekningarlaust kem- ur nevtendum til góða munu forkólfar einokunar spyrna við fótum. En á meðan bíða bændur og vona að í framtíðinni verði þeirra hagur tryggður og að þeir og fjölskyldur þeirra fái ein að njóta þess dugn- aðar og elju er í hverjum og einum býr. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Terelynebuxur nýkomnar 2 teg. 11 litir. Kr. 625,- og 785.-. Karlmannaföt kr. 1.995.- og 2.975.-. Gallabuxur kr. 475.- og 580.-. Regngallar allar stæröir. Blússur. Anorakkar. Skyrtur. Bolir og margt fleira ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Hæ - hó - ibbý - jey ... bráðum kemur 17. júní Skór og safari-barnaföt 06 ÓDp © Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a S. 686113

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.