Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 10 Sjötugur: Hermann Guðmundsson Hermann Guðmundsson er sjö- tugur í dag. Hann ber það ekki með sér, en tímatalinu verðum við að trúa. Hann hóf afskipti af félagsmál- um kornungur og hefur víða komið við. Formaður Hauka var hann 1933—1938. Varaforseti ÍSÍ 1951 og framkvæmdastjóri þess síðan. Ótalmörgum trúnaðarstörfum öðr- um hefur hann gegnt fyrir íþrótta- hreyfinguna, en undirrituðum eru kunnari störf hans að stjórnmálum og fyrir verkalýðshreyfinguna. Hermann var erindreki Sjálf- stæðisflokksins 1939—1942. Kosinn á fyrsta þing ASÍ 1942 eftir að lög- um þess hafði verið breytt og það orðið að samtökum íslenskra laun- þega, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra. Raunar hafði hann barist mjög skelegglega fyrir þessari breytingu. Formaður Hlífar varð hann 1940 og var það í 35 ár. Án efa er Her- mann þekktastur fyrir störf sín i Hlíf, enda gustaði oft um manninn. Hann var kosinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnar- firði 1942. Ekki var hann lengi þar, því að vegna ágreinings um hin frægu gerðardómslög, sagði Her- mann sig bæði úr Sjálfstæðis- flokknum og bæjarstjórninni. Árið 1946 varð Hermann lands- kjörinn á þing fyrir Sameiningar- flokk alþýðu Sósíalistaflokkinn. Ekki voru flokksböndin þar heldur nægilega sterk til að halda Her- manni Guðmundssyni og sagði hann sig úr flokknum 1949. Tals- verðu mun hafa ráðið um úrsögn hans úr Sósíalistaflokknum ágrein- ingur sem varð um kjörbréf á ASl- þingi 1948, en Hermann skar þar úr og líkaði þáverandi samflokks- mönnum hans misvel. Hermann hefur ekki verið í stjórnmálaflokki síðan. Hann sat í miðstjórn ASl um það bil tvo áratugi og var forseti þess 1944 til 1948. Þar vann hann af sanngirni og myndugleik, eins og annarsstaðar, sem fram hefur kom- ið hér að framan. Hann var í stjórn A tvi nnu ley sistryggi ngasj óðs 1955-1983. Þegar Sparisjóður alþýðu var stofnaður 1966 var Hermann kosinn formaður stjórnar hans og þegar Alþýðubankinn var svo stofnaður á grunni Sparisjóðsins 1970 varð hann formaður bankaráðsins til 1976. Hér að framan hefur nokkuð ver- ið nefnt af þeim trúnaðarstörfum, sem Hermanni hafa verið falin. Fjölmörg eru þó ótalin. Það gefur augaleið, að sá sem trúað hefur verið fyrir svo mörgu af samferðamönnum, hlýtur að búa yfir miklum kostum, sem erfitt er að tíunda alla. Ef til vill mætti segja, að hann hafi borið gæfu til þess að sjá við- fangsefni sín í litum, enda þótt fáum farist betur að stýra svart- blekspenna um hvítan flöt. Allt orkar tvímælis þá gert er. Skoðanir hans hafa leitt hann frá Sjálf- stæðisflokki til sósíalista og þaðan út úr flokkastjórnmálunum. En ástæðulaust er að ræða um þessa eða aðra viðkomustaði. Þeir verða jafnan breytilegir. Það sem staðist hefur er drengileg réttlætishugsjón Hermanns sem notfært hefur sér öfl eins og stjórnmálaflokkana, enda eru þeir til þess að þjóna, en ekki að vera þjónað. Fordæmi hans í verkalýðshreyf- ingunni hefur í vaxandi mæli orðið að fyrirmynd. Og líklega hafa laun- þegasamtökin aldrei verið lausari við tök stjórnmálaflokkanna en nú á seinni árum. Á þeim tíma sem Hermann steig sín fyrstu skref á vettvangi félags- málanna, þurfti miklu meiri kjark en nú þarf, til þess að brjóta af sér flokksokið. En honum hefur aldrei látið vel að afgreiða pantanir. Hans eigin skoðanir hafa ráðið hiklausri ferð og þá hlutu einhver bönd að bresta. Hermann hefur verið í forystu- sveit íslenskrar verkalýðshreyf- ingar í meira en 40 ár. Á þeirri ferð hefur hann markað spor, sem ekki verða afmáð. Spor sem laða, en hræða ekki. Vonandi tekst sem flestum að rekja slóð hans og verða með þvi þjóð sinni til gagns. Bestu heillaóskir sendi ég Her- manni Guðmundssyni og fjölskyldu hans, og þakka um leið samstarfið á liðnum árum. Björn I>órhalIsson, varaforseti ASf. Hinn vinsæli og dugmikli fram- kvæmdastjóri Iþróttasambands Islands, Hermann Guðmundsson, er 70 ára í dag, og afskipti hans af íþróttamálum þjóðarinnar hafa nú varað um áratuga skeið. Hermann Guðmundsson hóf ungur að árum að iðka íþróttir. Hann og nokkrir ungir piltar stofnuðu Knattspyrnufélagið Hörð í Hafnarfirði. Samastaður félagsins um nokkurt skeið var undir nótabáti á hvolfi, og þar var einmitt stofnfundurinn haldinn. Síðar fékk félagið inni á heimili foreldra Hermanns. Þetta var þróttmikið félag á meðan það lifði og skapaði gleði og félagsskap hinna ungu pilta, sem unnu ötullega að íþróttalegri upp- byggingu fyrir utan málfundi og fleira þess háttar. Þegar Knattspyrnufélagið Hörður hafði runnið sitt skeið, gekk Hermann í Knattspyrnufé- lagið Hauka, sem þá hafði nýlega verið stofnað. Lék hann þar knattspyrnu um nokkurt skeið, en fljótlega þróuðust málin þannig, að hann fór að hafa afskipti af félagslegum málefnum og var kos- inn formaður Knattspyrnufélags- ins Hauka. Gegndi hann því starfi í fimm ár, þar sem hann vann mikið og gott starf. Síðan hefur hann verið ötull og mikill að- dáandi félagsins, sem er í dag eitt af dugmestu félögum þessa lands. Síðar var Hermann kjörinn í íþróttaráð Hafnarfjarðar og átti einnig sæti í stjórn Iþróttabanda- lags Hafnarfjarðar. Hermann Guðmundsson er fæddur vesturbæingur í Reykja- vík, en fluttist í vesturbæinn í Hafnarfirði með foreldrum sínum tólf ára gamall og hefur átt þar heima síðan. Er Hermann með þekktustu borgurum Hafnarfjarð- ar og landsins alls, ekki bara vegna þess, að þar er góður dreng- ur á ferð, heldur einnig vegna af- skipta hans af málefnum Hafnar- fjarðar og verkalýðshreyfingunni þar í bæ. Hafnfirðingar hafa verið þekkt- ir fyrir gífurlega hörku í pólitík- inni og Hermann fór ekki varhluta af henni. Hann var á árunum fyrir 1940 skipaður trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins í þeirri vinnu sem hann fékk fyrst í Hafnarfirði, en í nágrenni við heimili hans voru mikil stakkstæði og þar fékk hann vinnu við að breiða fisk og taka saman. Allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í þessari vinnu, enda oft mikið líf í hlutun- um þar. Upp frá þessu þróuðust málin þannig, að Hermann tók meir og meir þátt í verkalýðsbar- áttunni og málefnum hennar. Hermann Guðmundsson var kosinn formaður Verkalýðsfélags- ins Hlífar í Hafnarfirði og gegndi því starfi í hartnær fjóra áratugi, þar sem hann mátti standa í hörð- um vinnudeilum og oft neyðast til að beita vopni verkalýðshreyf- ingarinnar — verkfallinu. En Hermann var farsæll I starfi sínu þar og vinsæll meðal verka- manna og atvinnurekenda, þó hann væri oft harður í horn að taka, enda var maðurinn þraut- þjálfaður í samningagerðum. Árið 1942 sat Hermann sitt fyrsta ASf-þing, sem var fyrsta þingið, sem efnt var til, eftir að Alþýðubandalagið sagði skilið við Alþýðuflokkinn, en á því þingi var hann kjörinn í miðstjórn sam- bandsins. Hermann var kjörinn forseti ASÍ 1944 og því starfi gegndi hann til ársins 1948. I janúar 1942 fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar, og þá var Hermann Guðmundsson í kjöri í Hafnarfirði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, sem hann hafði þá starfað mikið fyrir, um tíma, bæði sem erindreki flokksins, þar sem hann ferðaðist um landið og stofn- aði félög, svo og sem formaður Stefnis, FUS í Hafnarfirði. Vera Hermanns í bæjarstjórn varð ekki löng. Til mikilla átaka kom milli verkalýðshreyfingar- innar og þáverandi ríkisstjórnar, sem lauk með því að sett voru svokölluð gerðardómslög, en þau urðu til þess að Hermann sagði sig úr bæjarstjórninni og einnig úr Sjálfstæðisflokknum. Árið 1946 var Hermann kjörinn á þing fyrir Sameiningarflokk al- þýðu Sósíalistaflokkinn og sat eitt kjörtímabil, sagði síðan skilið við Sósíalistaflokkinn, og gaf ekki kost á sér til framboðs. Hermann Guðmundsson hefur verið trúr sínum heimabæ — Hafnarfirði, enda bærinn í hans augum fallegastur og beztur.- Aldrei hefi ég heyrt hann hall- mæla nokkrum manni, hann virð- ist vera sáttur við sitt mikla og óeigingjarna starf fyrir verka- lýðshreyfinguna, hafnfirzkt at- hafnalíf og íþróttir í landinu. Á degi hverjum í áraraðir fór hann niður á höfn og aðra vinnu- staði til að heilsa upp á hafnfirzkt verkafólk, ræða við það um at- vinnumál og kynnast mannlífinu þar. Hann var reiðubúinn að leysa fólksins vanda eftir því sem við varð komið. Það voru ekki alltaf sældardag- ar í lífi Hermanns Guðmundsson- ar. Hafnarfjörður fór ekki var- hluta af því kreppuástandi, sem ríkti hérlendis á fjórða áratugn- um. Atvinnuleysið magnaðist og af hálfu bæjarins var efnt til at- vinnubótavinnu og lagður hinn svokallaði Krísuvíkurvegur. Þar fengu menn vinnu hálfan mánuð í senn. Það var í þessari vinnu sem Hermann sneri sér af fullum krafti að verkalýðsmálum. Harkan í pólitíkinni í Hafnar- firði mótaðist af hinni hörðu lífs- baráttu, og varð til þess að ungir menn tóku einbeitta afstöðu. Hlutleysið var ekki til á þeim ár- um. Verkalýðshreyfingin sýndi mátt sinn, enda var það mikill léttir fyrir þá sem stóðu í foryst- unni hvað félagsmennirnir voru virkir í starfi. Það voru heillaspor fyrir íþróttahreyfinguna þegar Her- mann Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri fþróttasam- bands íslands í októbermánuði 1951. Hann hafði áður eða árið 1949 verið kosinn í framkvæmda- stjórn ÍSÍ sem fundarritari, og eftir íþróttaþing 1951 var hann kosinn varaforseti, en lét af því starfi, er hann tók við sem fram- kvæmdastjóri ÍSÍ. Það var mikilvægt fyrir íþrótta- hreyfinguna að fá svo félagslegan og skeleggan mann til að stýra daglegum rekstri svo stórrar hreyfingar sem íþróttahreyfingin er. Mann, sem var öllum hnútum kunnugur hvað félagslega upp- byggingu snertir og hafði áður gegnt mikilvægum embættum í þjóðfélaginu, enda er starf fram- kvæmdastjóra ÍSÍ vandasamt starf og krefst mikillar lipurðar og samstarfsvilja. Hinar almennu vinsældir Hermanns í starfinu sýna bezt, að hann hefur verið þessum kostum gæddur. Þegar Hermann Guðmundsson hóf störf hjá íþróttasambandi ís- lands hafði það skrifstofuaðstöðu í einu herbergi uppi á lofti á Amt- mannsstíg 1, en síðar tvö herbergi í sama húsi og var hann eini starfsmaðurinn, þó framkvæmd- astjórnarmenn aðstoðuðu hann í starfi. fSÍ var þá mjög fjárvana og starfinu því þröngur stakkur skor- inn. Þetta þótti þó nokkuð góð að- staða miðað við fyrri kosti ÍSl, þegar langan aðdraganda þurfti til að taka á leigu eitt skrifstofu- herbergi í Mjólkurfélagshúsinu. Fyrri hluta ársins 1955 var sam- bandinu sagt upp húsnæðinu á Amtmannsstíg 1, sem var í eigu ríkisins, og skyldi hafa rýmt það eigi síðar en 1. október sama ár. Með samstilltu átaki tókst að afla fjár og festa kaup á annarri hæð hússins Grundarstígs 2A. I tilefni 50 ára afmælis ISl var kosin afmælisnefnd, sem Her- mann Guðmundsson var fram- kvæmdastjóri fyrir. Þessi nefnd réðst í að afla fjár til að hægt væri að ráðast í framkvæmdir við skrifstofuhúsnæði í Laugardal i samvinnu við IBR, og á sama ári var samþykkt að selja Grundar- stíg 2A. Flutti þá ISÍ skrifstofu sína á Suðurlandsbraut 4 (hús H. Bene- diktssonar), en í júlí-ágúst 1964 flutti Iþróttasambandið skrifstof- ur sínar í hið glæsilega hús, sem það, ásamt íþróttabandalagi Reykjavíkur, hefur byggt í Laug- ardalnum við hliðina á íþrótta- höllinni. Framkvæmdir við það hús héldu síðan áfram næstu ár. En tíu árum síðar var samþykkt að hefja framkvæmdir við annan áfanga framkvæmda við stækkun á íþróttamiðstöðinni, og var sú bygging tekin í notkun 1974. Segja má, að Hermann Guð- mundsson hafi því sem fram- kvæmdastjóri ÍSÍ helgað störf sín íþróttahreyfingunni í hjarta Laugardalsins, þar sem mestu íþróttaviðburðir landsins fara ár- lega fram, og hann verið þar í stöðugu sambandi við íþróttalíf þessa lands. Enn hillir undir það að Hermann Guðmundsson geti stjórnað daglegum störfum íþróttahreyfingarinnar frá nýju húsi íþróttasambands Islands í Laugardal. Langt er síðan framkvæmda- stjórn ÍSÍ gerði sér ljósa þörfina á því, að haft yrði sem beinast og lífrænast samband við íþróttafé- lagsskapinn víðsvegar um land. Þetta var í fyrstu framkvæmt með íþróttanámskeiðum, en þó var auðsætt að hér þyrfti beinn er- indrekstur að koma til, ef vel ætti að vera. Hefur það starf einkum mætt á framkvæmdastjóra ISÍ, þó að fleiri stjórnarmenn hafi lagt þar hönd á plóginn. I rúma þrjá áratugi hefur Her- mann Guðmundsson ferðast vítt og breitt um landið á þing héraðs- sambanda og sérsambanda til að flytja boðskap og kynningu á starfi íþróttahreyfingarinnar, og fáa menn þekki ég sem jafngott er að fá til starfa á þessum vett- vangi. Það er sama hvort um helgi, virka daga eða helgidaga er að ræða, aldrei hefi ég upplifað það, að hann hefði ekki tíma né vilja til að fara. I þau mörgu skipti, sem við höfum ferðazt sam- an um landið á þing og fundi íþróttahreyfingarinnar, hefur maður haft ferðafélaga, sem ánægjulegt er að ferðast með, sak- ir lipurðar og skemmtilegheita, því bæði er maðurinn fróður og léttur í lund. Þó að Hermann Guðmundsson sé stundvís á tíma og stað þá á hann sér fyrri fortíð hvað varðar matar- og kaffitíma. Sagan segir, að þegar hann og Þorsteinn Ein- arsson fv. íþróttafulltrúi ríkisins voru að ferðast á vegum íþrótta- hreyfingarinnar að vetrarlagi í snjókomu yfir Holtavörðuheiði, hafi Hermann sagt við Þorstein: „Viltu stöðva bílinn, klukkan er orðin þrjú, það er komið kaffi." Þó að þessi saga sé sögð hér, á hún ekki við Hermann Guð- mundsson hvað starfstfma snert- ir. Hann er ónískur á tima sinn til vinnu fyrir íþróttahreyfinguna, og aldrei hefi ég heyrt hann kvarta yfir því hve starfsdagurinn sé langur. Fund eftir fund, þing eftir þing, það skiptir hann ekki máli, þegar um störf fyrir íþróttahreyf- inguna er að ræða. Enginn þekkir betur lagabálk íþróttahreyfingarinnar en Her- mann, það er hægt að „fletta upp í honum" hvenær sem er, enda hef- ur hann verið í að móta lög og reglugerðir íþróttahreyfingarinn- ar síðustu áratugina. Hermann Guðmundsson er eft- irsóttur þingforseti á fundum íþróttahreyfingarinnar, þykir öðr- um fremri að stjórna þingum og fundum, gefur fáum kost á að vera með óþarfa málþóf, vill að hlutirn- ir gangi fyrir sig. Þó að sumir verði vondir yfir mikilli hörku í fundarstjórn, verða þó allir glaðir og ánægðir, þegar fundi er lokið, enda stjórnar hann af lipurð og góðmennsku. Hermann er ákaflega list- hneigður maður. Það sýndi sig bezt þegar Hafnarfjarðarbær hélt upp á afmæli sitt fyrir tveim árum og hann sýndi þar á sýningu skipslíkan, sem hann hafði gert af miklum hagleik. Hann hefur farið hljótt með þessa listhæfileika sína. Þó vita flestir sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar og með honum að í honum býr smekkur á list og listhæfileikar, en margar bækur og gjafir fyrir utan skýrslur og rit hefur hann skrautritað af mikilli smekkvísi. Það er gott að starfa með Her- manni Guðmundssyni, enda mað- urinn miklum mannkostum gædd- ur, bæði hvað varðar trúmennsku og hæfileika. Hann er snillingur í að undirbúa þing og fundi, allt er mjög smekklega fram sett og vel undirbúið, og engar áhyggjur þarf að hafa af því, að þar sé kastað til höndunum. Þegar Hermann Guðmundsson réðst til Iþróttasambands íslands sem framkvæmdastjóri, voru sér- samböndin fimm, í dag eru þau sautján. Héraðssamböndum hefur fjölgað svo og íþróttafélögum, mikil gróska hefur orðið í íþrótta- starfinu, iðkendum fjölgað um 75 þúsund. Iþróttaleg uppbygging hefur orðið gífurleg, byggð hafa verið ný íþróttamannvirki svo hundruðum skiptir víða um land, samfara bættri aðstöðu vegna stóraukins starfs. Hrundið var af stað herferðinni „íþróttir fyrir alla“, sem hefur skapað aukinn áhuga fyrir íþróttum, enda er svo komið að tugþúsundir manna jafnt innan sem utan íþrótta- hreyfingarinnar stunda íþrótt sína inn til dala og upp til fjalla, bæði á virkum degi og um helgar. I starfi sínu sem framkvæmda- stjóri fþróttasambands Islands hefur Hermann þurft að sækja fundi erlendis, bæði fundi fram- kvæmdastjóra íþróttasambands Norðurlanda svo og fundi íþrótta- sambanda Norðurlanda og fleiri fundi tengda störfum íþrótta. Á þessum fundum hefur hann verið skeleggur talsmaður íþróttahreyf- ingarinnar hér heima, og ávallt staðið vörð um hagsmuni hennar. Hermann Guðmundsson hefur setið í Iþróttanefnd ríkisins svo og Ólympíunefnd Islands í áraraðir og gegnt starfi framkvæmdastjóra hennar sem áhugastarfi. Hann hefur hlotið fyrir störf sín æðstu heiðursmerki íþróttahreyf- ingarinnar bæði hérlendis svo og erlendis. íþróttahreyfingin þakkar Her- manni Guðmundssyni störfin, sem hann hefur unnið af atorku og drengskap. Hann hefur setið flest- öll þing og fundi íþróttahreyf- ingarinnar og lagt sig fram um að leysa þau verkefni, sem fyrir þing- um og fundum hafa legið. íþrótta- hreyfingin á honum mikið að þakka. Ég vil þakka Hermanni áratuga langa vináttu og trygga samvinnu og flyt honum og hans góðu konu, Guðrúnu Ragnheiði, og fjölskyldu alúðar hamingjuóskir á afmælis- daginn. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. Hermann Guðmundsson verður að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.