Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
13
Akureyri:
Miklar
símatruflanir
Akureyri, 12. júní.
„Undanfarnar vikur hefur gœtt
mikils álags á símakerfið á mánu-
dögum og eins og ástandi kerfisins
og viðhaldi þess er háttað, hefur
þetta því miður leitt til þess að tals-
verðar truflanir hafa orðið á síma-
kerfi Akureyringa undanfarna
mánudaga,“ sagði Ársæll Magnús-
son, símstöðvarstjóri, þegar Mbl.
innti hann eftir hvað valdið hefði
óvenju slsmu símasambandi í dag,
en um tíma var vart hsgt að ná sóni
á símana og þar af leiðandi ekki
hsgt að hringja.
„Snemma í morgun gerðist það
svo að háspennustrengur bilaði í
innbænum og við það fór öryggi á
geymasetti hjá okkur. Kerfið var
ekki komið í fullkomið lag fyrr en
um klukkan 3 í dag. Ég vil taka
það sérstaklega fram, að allt eru
þetta eðlilegar bilanir, sem orðið
hafa og hafa símvirkjar unnið
rösklega að því að lagfæra það
sem úrskeiðis hefur farið, en við
erum alltof fáliðaðir hér á stöð-
inni yfir vetrarmánuðina. Það
stendur eitthvað til bóta nú í
sumar og munum við þá gera
verulegt átak í fyrirbyggjandi að-
gerðum á símakerfinu, þannig að
við vonum, að ekki þurfi að koma
til slíkra bilana eins og vart var í
dag í framtíðinni, sagði Ársæll
Magnússon að lokum.
GBerg
Mývatnssveit:
Nýtt flugfélag
sett á stofn
STTOFNAÐ hefur verið flugfélag í
Mývatnssveit, sem nefnist Mýflug.
Hyggst félagið bjóða upp á útsýnis-
flug í Mývatnssveit og nágrenni, en
það hefur einnig leyfi fyrir almennu
leiguflugi. Framkvsmdastjóri hins
nýja félags er Leifur Hallgrímsson.
Keypt hefur verið ein flugvél af
gerðinni Cessna 172, og verður hún
notuð til starfseminnar.
Mýflug mun einnig starfrækja
flugskóla, og hefur ráðið Tryggva
Jónsson flugkennara til að annast
kennsluna. Hann mun einnig ann-
ast flug félagsins.
Eins og áður er getið býður fé-
lagið upp á útsýnisflug yfir Mý-
vatn og nágrenni; en er þá einnig
átt við Kröflu og Leirhnjúkssvæð-
ið og víðar. Ennfremur verður
boðið upp á flug suður yfir öræfi
við Öskju og allt suður í Kverk-
fjöll. f bakaleið verður flogið yfir
Herðubreiðarlindir. Þá verður
einnig boðið upp á flug yfir Detti-
foss og Ásbyrgi. Vera kann að
flogið verði einnig út í Grímsey, en
um það hefur enn ekki verið tekin
ákvörðun. Mýflug væntir þess að
sú starfsemi sem hér er fyrirhug-
uð, og er raunar alger nýlunda,
heppnist vel, en bækistöð félags-
ins er á flugvellinum hjá Reykja-
hlíð. Kristján.
verðlagningunni, „þar sem stað-
reyndir um lækkað markaðsverð
og hækkun framleiðslukostnaðar
liggja fyrir. Hækkun rækjuverðs
er með öllu rökleysa. Með þessari
verðlagningu er vinnslan skilin
eftir með meiri halla en áður hef-
ur þekkst," segir í bókun sem full-
trúar kaupenda létu gera við af-
greiðslu verðlagningarinnar.
Kristján Ragnarsson, formaður
LfÚ, sagði í samtali við blm. Mbl.
að með verðhækkuninni á rækj-
unni hafi náðst að hluta til baka
sú verðlækkun sem gekk í gildi 1.
maí. Þá var rækjan lækkuð um
12% með atkvæðum oddamanns
og kaupenda. Sagði hann að selj-
endur teldu að ekki hefði orðið það
verðfall á rækju sem verksmiðj-
urnar spáðu, enda benti það ekki
til slæmrar stöðu þeirra að þær
hefðu tekið mikið af skipum á
leigu til rækjuveiða.
Safaríkar steikur
* og glæsilegir
grillpinnar
tilbúið á Grillið.
1 Hamborgarar
I m/brauði
'aðeins \ O -00
W pr.stk
Grillolíur
og krydd
Grillbakkar
Unghænur
& AÐEINS
Svínakótilettur
kryddaðar og W"
tilbúnar á grillið / M ^
Grillkol 3 kg
AÐEINS
Svínaragú^Q^
NÝTT ** S
FRANSKAR iA í;
KARTÖFLUR "
900 g AÐEINS
Glæsilegur
útimarkaður
með fersku
grænmeti og
nýjum ávöxtum
áSTÓR
LÆKKUÐU
VERÐI...
Nýreykt-g
Hangilæri 1Q5
Daglega
úr ánni.
Glænýr Lax
Isl. Tómatar
Ný fersk
" Bláber
Opið til kl. 7 í kvöld
entilkl.1
Ný fersk
Jarðaiber
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2