Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 14

Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984 Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR □ [ Stál 37. DIN 2394 □ ][ : □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Evrópuþingið: Dræm þátttaka í kosningunum Briissel, 14. júní. AP. KJÓSENDUR í fimm aðildarríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, Bret- landi, Danmörku, Grtenlandi, ír- landi og Hollandi, kusu í dag full- trúa á Evrópuþingið í Strassborg, sem er ein af aeðstu valdastofnunum bandalagsins. Opinberar upplýsingar um kjör- sókn hafa ekki fengist og úrslit verða ekki kunngjörð fyrr en kosið hefur verið til þingsins f hinum sex aðildarríkjum EBE, en það verður gert á sunnudag. Athugan- ir fjölmiðla benda til þess, að áhugi kjósenda á kosningunum sé ekki mikil og kjörsókn heldur dræm. Þetta er í annað sinn, sem kosið er beint til Evrópuþingsins. í fyrra skiptið var það árið 1979 og var þá þátttaka kjósenda ekki mikil. í Bretlandi greiddu t.d. að- eins 32 prósent þeirra, sem á kjör- skrá voru, atkvæði. Grænlendingar hafa sagt sig úr Efnahagsbandalaginu, en úrsögn- in tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót og er það ástæðan fyrir því að þeir velja nú fulltrúa á Evrópuþingið. Símamynd AP. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, greiðir atkvæði í kosning- unum til Evrópuþingsins, sem fram fóru í gær. í fyrrinótt vann ríkis- stjórn hans mikinn sigur er hol- lenska þingið samþykkti, að styðja ákvörðun hennar, að koma fyrir meðaldrægum kjarnorkuflaugum í landinu. Samþykkt hollenska þingsins um kjarnorkuflaugar: Ánægja í höfuð- stöðvum NATO Briissel, 14. júnl. AP. RÁÐAMENN í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Briissel hafa lýst yfir ánægju með þá ákvörðun hol- lenska þingsins í gær, að styðja af- stöðu ríkisstjórnar landsins í „eld- flaugamálinu'* svonefnda. Stuðningur þingsins birtist í því, að felldar voru, með 79 atkvæðum gegn 71, fjölmargar tillögur, sem miðuðu að því að Hollendingar féllu frá fyrri ákvörðun sinni á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, að koma fyrir 48 meðaldrægum kjarnorku- Verkfall málmiönaðar- manna í V-Þýskalandi: Vinnuveitend- ur vilja nýja sáttanefnd aðila Stúttgftri, 14. júnl. AP. SAMTÖK vinnuveitenda í vestur- þýskum málmiðnaði hvöttu í dag til þess, að komið yrði á fót nýrri sátta- nefnd til að reyna að binda endi á vinnudeiluna, sem lamað hefur bif- reiðaiðnað landsins að undanförnu. í tillögunni felst að hvor deiluaðili um sig skipi einn sérstakan sáttasemjara. Málmiðnaðarmenn hyggjast svara til- lögunni á morgun, fóstudag. í gær lauk samningaviðræðum vinnuveitenda og verkfallsmanna án þess að nokkur árangur næðist. 1 framhaldi af þvl tilkynntu bifreiða- fyriræki um frekari lokanir verk- smiðja sinna, sem leiða munu til þess að 25 til 30 þúsund verkamenn, til viðbótar við þá 370 þúsund sem eru í verkfalli eða verkbanni, verða atvinnulausir. Deilan snýst einkum um kröfu verkalýðsfélaganna um styttingu vinnuvikunnar um fimm klukku- stundir, úr 40 í 35, án launalækkun- ar. Vinnuveitendur segja þá kröfu allsendis óaðgengilega, því hún muni leiða til þess að verðbólga í Vestur-Þýskalandi hækki um 20 af hundraði og framleiðsluvörur lands- manna verði ekki samkeppnisfærar á alþjóðamarkaði. eldflaugum í landinu til mótvægis við SS-20 kjarnaflaugar Sovét- manna. Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjað Amsterdam 17 rigning Aþena 25 hetóskírt Barcelona 23 hetóskfrt Berlin 18 rigning BrUssel 18 skýjað Chicago 30 hetóskfrt Dublin 13 rigning Feneyjar 22 heiðskirt Frankfurt 22 hetóskfrt Gent 28 hetóskfrt Helsinki 15 rigning Hong Kong 30 ský|að Jerúsalem vantar Kaupmannahöfn 17 skýfað Las Palmas 23 Mttskýiað Lissabon 33 hetóskfrt London 23 hetóskirt Los Angeles 29 heiðskirt Malaga 25 hetóskfrt MaUorca 30 heiðskírt Miami 29 skýjað Montreal 21 skýjað Moskva 14 heiðskfrt New York 35 skýjað Ostó 18 skýjað Paris 25 heiðskírt Peking 29 heiðskfrt Reykjavik 9 tóttskýjað Rtó de Janeiró 31 skýjað Róm 28 heiðskírt Stokkhótmur 18 alskýjað Sydney 17 skýjað Tókýó 26 hetóskfrt Vínarborg 18 heiðskfrt Þórshöfn 11 alskýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.