Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 15

Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 15 Bifreiða- stjórinn fer til Taiwan (>sló, 14. júní. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. ÞRJÁTlU og fimm ára gamall bifreiðastjóri við kínverska sendiráðið í Osló, sem gaf sig fram við norsk yfirvöld fyrir hálfum mánuði og óskaði eftir landvist, hefur ákveðið að flytj- ast til Taiwan. Hann hefur ekki gefið upp neinar pólitiskar ástæður fyrir ákvörðun sinni að hætta störfum í sendiráði lands síns. Noregur hefur ekki stjórn- málasamband við Taiwan og því verður bifreiðastjórinn fyrst að fara til annars lands áður en hann kemst á áfanga- stað. Norsk stjórnvöld hyggjast hins vegar greiða götu hans. Sprenging í vopnaverksmiðju Kmiró, U. júní. AP. MIKIL sprenging varð árla í morgun í verksmiðju, sem framleiðir skotfæri, og er stað- sett í norðausturhluta Kairó- borgar í Egyptalandi. Vitað er um tvo menn sem létu lífið og að 87 særðust. Annar hinna látnu var starfsmaður í verk- smiðjunni og sama máli gegnir um 50 hinna slösuðu. Svo öflug var sprengingin, sem rakin er til óheppilegs efnasamruna í púðurtunnu, að þak efnaverksmiðju í nágrenn- inu hrundi niður og rúður brotnuðu víða. Þrátt fyrir sprenginguna verður unnt að halda vopn- agerð áfram í verksmiðjunni eins og ekkert hafi í skorist, þar sem skemmdir urðu minni í henni sjálfri en nágrenninu. Fleiri kolanám- um lokað? London, 14. júní. AP. IAN MacGregor, formaður stjórnar hinna ríkisreknu kola- náma í Bretlandi, sagði i dag, að ef námumenn, sem eru í verkfalli, létu ekki af aðgerðum sínum, kynni að koma til end- anlegrar lokunar fleiri náma. Verkfallið hefur nú staðið í 14 vikur og síðasta samninga- fundi lauk án þess að nokkuð miðaði í samkomuiagsátt. MacGregor hvatti til þess, að stéttarsamband kolanámu- manna efndi til allsherjar at- kvæðagreiðslu meðal félags- manna sinna um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að loka 20 námum, sem ekki skila lengur arði, og segja um 20 þúsund námumönnum upp störfum. Ágreiningur er meðal námu- manna um afstöðu til þessarar ákvörðunar og hefur leiðtogi stéttarsambands þeirra, Arth- ur Scargill, fram að þessu ekki viljað leita álits féiagsmanna á þennan hátt. * Utlendingum rænt í Angóla LLssabon, 14. júní. AP. SKÆRULIÐAR UNITA, sem berjast gegn ríkisstjórninni í Angóla, rændu í gær 14 útlend- ingum í bænum Quibala í Kwanza-Sul-héraði og höfðu þá á brott með sér til bækistöðva í suðurhluta Angóla, sem eru í hundruð kílómetra fjarlægð frá ránsstaðnum. Áður hafði komið til harðra bardaga í nágrenni bæjarins milli skæruliöa og stjórnar- hersins, sem nýtur fulltingis hermanna frá Kúbu. Talsmað- ur UNITA sagði að 210 her- menn stjórnarinnar og 30 Kúb- umenn hefðu fallið. í liði skæruliða hefðu 15 látið lífið og 32 hlotið sár. Skæruliðar segja, að útlend- ingar, sem kjósa að búa í Ang- óia, verði sjálfir að axla ábyrgð á þeirri ákvörðun. (t.h.) og Kurt Fugler fyrrum forseta AP/Símamynd. og ráðherra. Páfi hitti Jóhannes Páll páfi ræðir við Leon Schlumpf forseta ríkisstjórn Sviss að máli í gær. Sviss Páfi víkur að banka- málum Svisslendinga Flueli, 14. júní. AP. Jóhannes Páll páfi annar flutti messu, sem 11 þúsund manns hlýddu á í skjóli snævi þaktra Alpa- tinda, og vék í ræðu að bankamálum í SvLss, á þriðja degi heimsóknar sinnar þangað. Páfi hvatti Svisslendinga til að standa vörð um viðskipta- og bankakerfi sitt, sem hann kvað þjónustu í þágu friðar, og varaði þá við að það þróaðist þann veg að það byði heim ófriði og óréttlæti. Messustaðurinn er fæðingar- borg heilags Nikulásar von Flue, dulspekings, hvers sáttaumleitun kom í veg fyrir sundrun sviss- neska ríkjasambandsins á 15. öld. Páfi kallaði hann „friðardýrling" Svisslendinga, en hann var tekinn í dýrlingatölu 1947. Páfi hrósaði kröftuglega hlut- leysi Sviss og aðstoð landsins við flóttamenn. Auk messunnar í Flu- eli hitti hann svissneska kirkju- leiðtoga að máli og gekk einnig á fund ríkisstjórnar landsins. Víetnamar segjast hafa fellt 70 Kínahermenn Tókýó, 14. juni. AP. UTVARPIÐ í Hanoi sagði víet- namska hermenn hafa fellt 70 kín- verska hermenn og tekið nokkra til fanga í átökum meðfram landamær- um ríkjanna síðustu þrjá daga. Sagði útvarpsstöðin Kínverja hafa gert árásir á Vixuyen í Ha Tuyen- héraðinu á mánudag og þriðjudag og hefði fjöldi íbúa fallið eða særst, en tölur voru ekki gefnar. Sagði stöðin víetnamska her- menn hafa endurheimt hernaðar- lega mikilvæga staði þrjá kíló- metra innan eigin landamæra, sem Kínverjar hefðu áður tekið. Á miðvikudag gerðu Kínverjar árás á þessar stöðvar að nýju en henni hrundu víetnamskir her- menn. Ásakanir útvarpsins í Hanoi koma í kjölfar ásakana frá Kína þess efnis að Víetnamar hafi ný- verið hafið vopnaðar ögranir með- fram landamærunum, en mikil spenna hefur ríkt við þau frá því Kína og Víetnam laust saman í landamærastríði 1979 er stóð yfir í sex vikur. Finnskir læknar í New England Journal of Medicine: Ungabörn verði bólu- sett við heilahimnubólgu Boston, 14. júní. AP. FINNSKIK læknar halda því fram í grein í New England Journal of Medicine að meðal bólusetningar ung- barna ætti aö vera bólusetning gegn sýkli, sem veldur heilahimnubólgu í börnum. Finnsku læknarnir komust að því að mótefnið geti minnkað hættuna á sýkingu, og þar með heilahimnu- bólgu eða alvarlegum sjúkdómi um 60%. Þegar mótefnið var þróað fyrir rúmum áratug töldu vísindamenn það gagnslaust nema móttakandi væri minnst hálfs annars árs, og áhugi fyrir því dofnaði í ljósi þess að það urðu helzt börn undir eins árs aldri, sem urðu fyrir barðinu á sýklinum, sem heilahimnubólgunni veldur. Hins vegar halda Finnarnir því fram nú, að nógu mörg börn verði fyrir barðinu á sýklinum eftir að þau hafa náð 18 mánaða aldri til þess að bólusetning sé réttlætanleg. Læknarnir byggja niðurstöður sínar á athugunum á 50 þúsund finnskum börnum, sem bólusett voru 1974. Athuganir þeirra, sem dr. Heikki Peltola stýrði, leiddu í Ijós að 60% sýkinga af völdum bakterí- unnar (hemophilus), sem veldur heilahimnubólgu í börnum, urðu á aldrinum 1 Vfe —9 ára. Segja þeir að mögulegt hefði verið að fyrirbyggja þessa sýkingu með bóluefninu. Heilahimnubólga af völdum um- rædds sýkils dregur 5—10% sýktra til dauða og 30% hljóta varanlegt tjón. Bakterían getur einnig valdið barkalokun, lungnabólgu, eyrna- bólgu, liðagigt o.fl. sjúkdómum. Kínverska fréttastofan Xinhua skýrði frá því á þriðjudag að kín- verskir landamæraverðir hefðu á mánudag hrundið sex innrásum Víetnama í Yunnan-héraðinu. Ekki er hægt að fá fullyrðingar Kínverja og Víetnama staðfestar af þriðja aðila, en sendifulltrúar í Bangkok og Peking telja átökin öllu umfangsminni og eigi jafn áköf og af er látið í yfirlýsingum deiluaðila. Spassky teflir ekki oftar fyrir Rússa London, 14. júní. AP. JÚGÓSLAVNESKA fréttastofan Tanjug hafði í gær eftir sovéska skákmeistaranum Boris Spassky, að hann hefði ákveðið, að tefla ekki oftar undir fána Sovétríkjanna og mundi framvegis tefla á vegum Frakka. Spassky sagði, að ekki væri pólitísk ástæða fyrir þessari ákvörðun sinni og þótt hann byggi utan Sovétríkjanna liti hann ekki á sig sem útlægan and- ófsmann. Síðasta skiptið, sem Spassky tefldi á vegum Sovétríkjanna, var á skákmóti í Bugojno í Júgóslavíu fyrir nokkrum dögum, en þar bar hann sigur úr býtum. Boris Spa.H.sk v. Samkomulag Spasskys og sov- ésku íþrótta- nefndarinnar hefur verið stirt allt frá því, að Spassky glataði heimsmeistara- titli sínum í við- ureign við Bobby Fisher í Reykjavík árið 1972 og sigrar hans á skákmótum á nú- verandi heimsmeistara, landa hans Anatoly Karpov, hafa verið litnir óhýru augu í nefndinni. Talið er, að nefndin ætlist til þess að sovéskir stórmeistarar í skák semji frekar um jafntefli við landa sína á alþjóðlegum mótum, heldur en að sigra þá. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 10. júlí City of Perth 24. júlí Bakkafoss 8. ágúst City of Perth 22. ágúst NEWYORK Bakkafoss 9. júli City of Perth 25. júli Bakkafoss 7. ágúst City of Perth 21. júli HALIFAX Bakkafoss 13. júli Bakkafoss 11. ágúst IMMINGH AM Eyrarfoss 17. júní Álafoss 24. júní Eyrarfoss 1. júli Alafoss 6. júlí FELIXSTOWE Eyrarfoss 18. júní Álafoss 25. júní Eyrarfoss 2. júli Álafoss 9. júli ANTWERPEN Eyrarfoss 19. júní Álafoss 26. júní Eyrarfoss 3. júlí Álafoss 10. júlí ROTTERDAM Eyrarfoss 20. júni Álafoss 27. júní Eyrarfoss 4. júli Álafoss 11. júli HAMBORG Eyrarfoss 21. júní Álafoss 28. júni Eyrarfoss 5. júli Álafoss 12. júlí GARSTONE Helgey 25. júni LISSABON Skip 21. júní LEIXOES Skip 22. júní BILBAO Skip 24. júní NORÐURLÖND/ - EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 15. júni Dettifoss 22. júní Mánafoss 29. júní Dettifoss 6. júli KRISTIANSAND Mánafoss 18. júni Dettifoss 25. júní Mánafoss 2. júlí Dettifoss 9. júli MOSS Mánafoss 19. júni Dettifoss 22. júní Mánafoss 3. júli Dettifoss 6. júli HORSENS Dettifoss 27. júní Dettifoss 11. júli GAUTABORG Mánafoss 20. júni Dettifoss 27. júní Mánafoss 4. júli Dettifoss 11. júli KAUPMANNAHOFN Mánafoss 21. júní Dettifoss 28. júní Mánafoss 5. júli Dettifoss 12. júlí HELSINGJ ABORG Mánafoss 22. júni Dettifoss 29. júni Mánafoss 6. júli Dettifoss 13. júti HELSINKI Elbström 27. júní GDYNIA Elbström 4. júlí ÞÓRSHÖFN sF Mánafoss 14. júli Kj-aL-í ■ ■■ 1 ri \~« >! T —v —— VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framogtil baka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.