Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 17 Farþegarnir stíga um borð í þotuna sem flutti þá vestur um haf, til fyrri áfangastaðar. hefðu þátt í aðgerðunum ættu þakk- ir skildar fyrir að hafa lagt sig mjög fram við að gera það sem gera þurfti á sem allra skemmstum tíma. Þorgeir Þorsteinsson lögreglu- stjóri sagði að þetta mál hefði kom- ið til kasta íslenskra yfirvalda vegna lendingar vélarinnar hér vegna sprengjuhótunar, sem auðvit- að væri afbrot. Það hefði fyrst og fremst verið hlutverk sitt að bjarga iífi fólksins svo og eignum. Það hefði verið gert með því að losa flugvélina og koma fólkinu undan. Aðspurður hvað gert hefði verið til að upplýsa brotið sagði Þorgeir að hér hefði fyrst og fremst verið brot- ið gegn breskum hagsmunum, þar sem þetta hefði verið bresk flugvél á alþjóðlegri flugleið. Viðkomandi flugfélag bæri ábyrgð á og stjórnaði leitinni í vélinni en lögreglan hefði gert það sem hægt var til að vernda fólk og eignir, meðal annars með því að loka svæðinu. Þá hefði verið gerð könnun á því hvort grunur beindist að einhverjum sérstökum í vélinni, en þar sem það hefði ekki verið væri lítið hægt fyrir hann að gera í svona Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, kveður foringja þess stuttri viðkomu vélarinnar En hluta SAS-sérsveitar breska hersins sem hingað kom til sprengjuleitar i þotunni. skýrsla yrði gerð um atburðinn og Til hægri á myndinni er öryggisfulltrúi British Airways sem sendur var hingað ^ún send viðkomandi aðilum. strax og fréttist af sprengjuhótuninni. Til vinstri á myndinni sést framan á tækjabfl þann sem SAS-sveitin kom með hingað til lands til sprengjuleitarinnar. hótunin gabb l til Bandaríkjanna — Ekki vitað hver kom hótuninni fyrir Starfsfólk á Hótel Sögu að taka saman rúmfót í Kristalssal Sögu þar sem hluti farþeganna gisti. Morgunbiaftið/ Júlíus. ndi stóð enda dvöldu þeir mestan hluta nd. Talið frá vinstri: Martie Scott, Ted Davids og eiginmaður Martie, Whilliam, en þau hjónin höfðu aldrei uppí flugvél komið fyrr en nú. „Enginn vissi hvað var að gerast“ Hjónin Martie og Whilliam Scott frá Skotlandi og Ted Davi- eds frá Kaliforníu voru meðal far- þega í júmbóþotu British Airways. Þau voru fús að ræða við blaðam- ann Morgunblaðsins þar sem þau biðu í flugstöðinni í Keflavík eftir því að haldið yrði áfram vestur um haf. „Það vissi enginn farþeganna hvað var að gerast. Það eina sem okkur var sagt var að við þyrftum að lenda á íslandi af öryggisást- æðum. Það var því engin hræðsla um borð en þegar við lentum var okkur skipað að yfirgefa flugvél- ina strax og enginn mætti taka með sér neitt, við skildum allan handfarangur eftir. Við þurftum síðan að hlaupa tæplega fimmh- undruð metra frá vélinni. “ - En hvenær fengu þið að vita um sprengjuhótunina? „Ekki fyrr en við vorum kominn inn í flugstöðina en síðan vorum við keyrð á hótel í Reykjavík þar sem við gistum í nótt í svefnpok- um. Aðspurð sögðust þau hlakka til að koma áfram og vera búin að sjá nóg af íslandi. Þess má geta í lok- in að Scott-hjónin höfðu aldrei uppí flugvél stigið fyrr. „Fegin að komast heim“ ADELAIDE Dice frá Kaliforniu var hin hressasta og sagðist vera að koma úr ferðalagi um Evrópu ásamt systur sinni. Aðspurð sagði hún að engin fraþeganna hefði vitað hvað raunverulega var að gerast: „Það var tilkynnt að flugvélin þyrfti að lenda af öryggisástæð- um. Auðvitað fóru sumir af geta sér til um hvers vegna og ein- hverjir töluðu um að sprengja væri um borð.“ — En allir héldu ró sinni? „Já, það greip engin hræðsla um sig og allt gekk vel. Að vísu meidd- ust einhverjir þegar þeir fóru út um neyðarútgangana. Ég er hins vegar feginn að þessu er lokið og Adelaide Dice, sagðist vera feginn að geta loksins komist heim. fékk farsælan endi. Nú bíð ég bara eftir að komast heim," sagði Adelaide að lokum. „Allir mjög hjálpsamir“ „VIÐ vissum ekkert, aðeins sagt að taka af okkur skóna áður en við fær- um niður rennibrautirnar, en flestir gerðu það ekki. Þá var okkur einnig bannað að taka með okkur handfar- angur.“ Þetta sagði Bellamy Clark í stuttu spjalli við blaðamann Morg- unblaðsins en hún er á leið heim ásamt syni sínum. „Auðvitað kom strax upp orð- rómur hvað hefði staðið á miðan- um eftir að við fengum að vita hvað raunverulega gerðist. En það er aðeins orðrómur sem lítið er að marka.“ — En hvernig fór um ykkur í nótt? „Ágætlega, við vorum að visu í flugstöðinni til rúmlega fjögur í nótt en þá fórum við Reykjavíkur á hótel þar sem við gistum. Það hafa allir verið mjög hjálpsamir, vilja allt fyrir mann gera, en það verður gott að komast heim.“ Bellamy Clark ásamt syni sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.