Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Leiklistarhátíð
áhugamanna
haldin í Finnlandi
LEIKLISTARHÁTIÐ áhugamanna
var haldin í borginni Lappenranta í
Finnlandi, í byrjun júní sl. Leikhóp-
ur úr leikfélaginu Grímni í Stykkis-
hólmi tók þátt í hátíöinni og sýndi
gamanleikinn Deleríum Búbónis eft-
ir Jónas Árnason og Jón Múla Árna-
son. Leikhópinn skipuðu 20 manns
og leikstjóri var Jón Júlíusson.
Alls tóku 15 leikhópar þátt í há-
tíðinni, en auk sýningar íslenska
leikhópsins, flutti hann söngatriði
úr leiknum m.a. á götum úti, að
því er segir í fréttatilkynningu
leikfélagsins.
Laxdalshús hefur veriö endurbyggt og er nú hið fegursta hús.
Ljósm. G. Berg.
Akureyri:
Veitingastofa í Laxdalshúsi
Akureyri, 9. júní.
í DAG opnaði Örn Ingi, myndlistar-
maður, veitingastofu í Laxdalshúsi
við Hafnarstra'ti hér á Akureyri, en
það er elsta hús bæjarins, upphaf-
lega reist árið 1795. Hefur Húsfrið-
unarsjóður Akureyrar undanfarin ár
staðið fyrir uppbyggingu hússins og
hefur Erni Inga nú verið leigt húsið
til eins árs til að byrja með til veit-
ingareksturs.
Að sögn Arnar Inga er ætlunin
að reka þarna kaffihús, sem einnig
býður upp á alls konar smárétti,
auk þess sem sótt hefur verið um
leyfi til að hafa þar á boðstólum
létt vín. Yfirkokkur og rekstrar-
stjóri verður Guðlaugur Arason.
Ýmislegt er á döfinni hjá þeim
félögum til þess að lífga upp á
reksturinn og þar með bæjarlífið
og má m.a. nefna að leigðar verða
út hestakerrur og hraðbátar, auk
þess sem starfrækt verður úti-
leikhús í sambandi við Laxdals-
hús.
Veitingasala í Laxdalshúsi verð-
ur opin í sumar frá klukkan 11 á
morgnana til klukkan 23.30.
G. Berg.
Leikhópurinn úr Leikfélaginu Grímni ásamt mökum.
Mormónar
með opið hús
KIRKJA Jesú Krists hinna síðari
daga hcilögu (mormónar) verður
með opið hús að Skólavörðustíg 46,
dagana 14. til 17. júní.
Verður þar sagt frá sögu kirkj-
unnar og kenningum, i máli og
myndum. Gestir geta skoðað
gestamiðstöðina og ættfræðisafn-
ið og eru allir velkomnir, að því er
segir í fréttatilkynningu morm-
óna.
Flóamarkaður
umsjónarfélags
einhverfra barna
Umsjónarfélag einhverfra barna
heldur flóamarkað aö Hallveigar-
stöðum laugardaginn 16. júní frá kl.
13.30 til 18.00. Verður þar ýmislegt á
boðstólum s.s. fatnaður, bækur,
hljómplötur og blóm.
Meginmarkmið umsjónarfélags
einhverfra barna, er að vinna al-
mennt að hagsmunamálefnum
einhverfra barna, þ.á m. koma á
fót fleiri stofnunum við hæfi
barna með einhverf einkenni, að
því er segir í fréttatilkynningu fé-
lagsins.
Nýtt 50 kr.
frímerki
NYTT 50 króna frímerki verður gefið
út í tilefni 40 ára afmælis íslenska lýð-
veldisins.
Þröstur Magnússon hefur teiknað
frímerkið, sem sýnir þjóðfána Is-
lands. Útgáfudagur er 17. júní. Frí-
merkið er sólprentað hjá Courvoisier
SA í Sviss.
Nauðgunarmálin á Hverflsgötu:
Maðurinn laus úr
gæsluvarðhaldinu
*
Akæra gefin út og málið
þingfest í Sakadómi
OPINBER ákæra hefur verið gefin
út á hendur 36 ára gömlum Reykvík-
ingi, sem aðfaranótt 13. maí sl.
nauðgaði ungri konu við Hverfisgötu
og hafði skömmu áður gert tilraun
til að nauðga annarri konu. Málið
gegn honum var þingfest í Sakadómi
Reykjavíkur á miðvikudag og rann
þá um leið út gæsluvarðhaldsúr-
skurður yfir honum. Geðrannsókn
og læknisskoðanir hafa ekkert leitt í
Ijós, sem óvenjulegt eða afbrigðilegt
getur talist og var því ekki talin
ástæða til að fara fram á framleng-
ingu gæsluvarðhaldsúrskurðarins,
sem Hæstiréttur kvað upp skömmu
eftir atburðina.
í ákæruskjalinu er atburðum
næturinnar lýst. Kemur þar m.a.
fram, að tæp klukkustund leið á
milli þess, sem hann gerði tilraun
til að nauðga stúlku ofarlega við
Hverfisgötu og þess, sem hann
kom fram vilja sínum við aðra
stúlku neðar við götuna. í báðum
tilfellum bar hann sig að á sama
veg, hann kom aftan að stúlkun-
um, tók þær hálstaki og greip
fyrir vit þeirra og dró inn í bak-
garða. Ógnaði hann þeim létu þær
ekki að vilja hans og mun önnur
hafa misst meðvitund um stund-
arsakir af völdum hálstaksins.
Af hálfu ákæruvaldsins er gerð
krafa um að maðurinn verði
dæmdur til refsingar. Báðar stúlk-
urnar hafa áskilið sér rétt til að
setja fram kröfu um skaðabætur á
síðara stigi.
100 franskir blaða-
menn til Islands
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem
Concorde-þotur lenda á Keflavíkur-
flugvelli. Ein slík mun þó staldra við
21. júní nk. Um borð verða 100
franskir blaðamenn, sem franska
olíufyrirtækið Total býður hingað.
Ferðaskrifstofa ríkisins sér um
framkvæmd heimsóknar blaða-
mannanna. Kjartan Lárusson, for-
stjóri, sagði í samtali við Mbl., að
tildrög heimsóknarinnar væru
þau, að olíufyrirtækið Total væri
að hefja framieiðslu á nýrri vöru,
sem þeir nefndu „Plus“. Til að
vekja athygli á framleiðslunni
hefði fyrirtækið boðið 100 blaða-
mönnum frá helstu blöðum
Frakklands hingað og væri vonast
til að þeir fengju „plus“, þ.e.
eitthvað meira en venjulega ferð.
Frá Keflavík verður blaða-
mönnunum ekið til Reykjavíkur
og farið um borð í Akraborgina,
sem verður leigð sérstaklega til
fararinnar. Siglt verður um sund-
in blá og verður tízkusýning, þjóð-
dansar og karlakór um borð.
Franski sendiherrann og íslenskir
embættismenn verða með í för-
inni. Loks verður siglt til Kefla-
víkur, þaðan sem flogið verður sex
tímum eftir komuna.
Kjartan Lárusson sagðist von-
ast til að skrif blaðamannanna
yrðu góð landkynning og hefði
Ferðaskrifstofa ríkisins því tekið
að sér skipulagningu heimsóknar-
innar hér á landi.
Þess skal getið, að Concorde-
þotan verður ekki almenningi til
sýnis á meðan hún staldrar við
hér.
Stúlkur úr íslenska dansflokknum sýna fót þriggja Langbróka í Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
Langbrækur:
Föt og dans
UNDANFARNAR tvær vikur hafa
24 konur sýnt verk sín í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Konur þessar,
sem kenna sig viö Gallerí Langbrók,
sýna verk unnin í gler, leir, dúk og
postulín, auk grafík-mynda, mál-
verka og vefnaðar, svo fátt eitt sé
talið.
Þrjár Langbrókanna, þær Eva
Vilhelmsdóttir, Steinunn Berg-
steinsdóttir og Sigrún Guðmunds-
dóttir, hafa hannað fatnað, sem
sex stúlkur úr íslenska dans-
flokknum sýna kl. 15 á morgun,
laugardag. Sýning dansflokksins
er samspil tónlistar, dans og fatn-
aðar. Fötin eru öll úr náttúru-
legum efnum, leðri, rúskinni og
baðmull, og er málað, þrykkt og
saumað út í þau.
Sýningu Langbróka í Bogasal
lýkur á morgun. Verk þeirra, t.d.
fötin, verður áfram unnt að fá 1
Gallerí Langbrók.