Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
19
Sveitarstjórnamenn á Norðurlandi:
Óttast breytingar á
kostnaðarskiptingu
skólakostnaðar
Akureyri, 12. júní.
Strjálbýlisncfnd Fjórðungssam-
bands Norðlendinga efndi til fundar
í félagsheimilinu Laugarborg á
Hrafnagili í Eyjafirði sl. föstudag.
Framsögumenn um stöðu smærri
sveitarfélaga og atvinnumál sveita,
einkum um fjárhagsmálefni, skóla-
mál o.fl., höfðu Björn Guðmunds-
son, oddviti Kelduneshrepps, Val-
garður Hilmarsson, oddviti Engihlíð-
arhrepps, og Stefán A. Jónsson,
formaður Kræðsluráðs Norðurlands
vestra. Gestir fundarins voru Björn
Friðfinnsson, formaður Sambands
ísl. sveitarfélaga, og Ölvir Karlsson,
stjórnarformaður sambandsins.
Jafnframt voru boðaðir til fundarins
fræðsluráðsmenn beggja fræðsluráð-
anna á Norðurlandi, fræðslustjórar
og nefndarmenn í félags- og menn-
ingarmálanefnd Fjórðungssam-
bandsins.
Fram kom í máli fundarmanna
talsverður uggur um fyrirhugaðar
breytingar á kostnaðarskiptingu
ríkis og sveitarfélaga varðandi
skólakostnað, einkum með tilliti
til smærri sveitarfélaga.
Egilsstaðir:
Á fundi með
austfirskum
skólastjórum
EgilMstöðum, 28. maí.
NÝLEGA boðaði fræðslustjórinn á
Austurlandi og Félag skólastjóra og yf-
irkennara á grunnskólastigi til fundar i
Valaskjálf á Egilsstöðum með skóla-
stjórum á Austurlandi til að ræða hin
ýmsu mál skólanna með tilliti til laga
og reglugerða og stöðu skólastjórn-
enda almennt í íslensku skólakerfi.
I upphafi fundar kynnti fræðslu-
stjóri, Guömundur Magnússon,
starfsáætlun skóla á komandi skóla-
ári og nýja viðmiðunarstundaskrá.
Það kom fram í máli hans að stjórn-
völd hafa nú ákveðið 2,5% launa-
sparnað í fræðsluumdæmunum auk
5% sparnaðar í rekstri — sem eink-
um mun taka til aksturs skólanem-
enda og álíkra rekstrarþátta.
Skólastjórnendur virtust að von-
um daufir yfir þessum fréttum en
fögnuðu hins vegar nýrri viðmiðun-
arstundaskrá svo og nýrri reglugerð
um starfstíma grunnskóla. Starfs-
timi skóla á Austurlandi er mjög
misjafn — allt frá 7 til 9 mánaða.
Virtust fundarmenn á einu máli um
það að höfuðnauðsyn bæri til að
jafna starfstíma skólanna í fræðslu-
umdæminu, einkum i þéttbýli.
Formaður Félags skólastjóra og
yfirkennara, Viktor Guðlaugsson,
skýrði frá störfum stjórnar félagsins
— og gerði að sérstöku umtalsefni
sérstaka búnaðarskrá er stjórnin
hefur látið vinna. Margir skólar eru
afskaplega illa búnir tækjum og
búnaði og kvað Viktor það markmið
stjórnar að fá þessa búnaðarskrá
viðurkennda af stjómvöldum sem
nokkurs konar reglugerð eða viðmið-
un í þessum efnum.
Það kom fram á fundinum að
skólastjórnendur eru afskaplega
óánægðir með launakjör sín um
þessar mundir og raunar einnig
stöðu sina innan skólakerfisins — og
telja raunar endurskoðunar þörf á
skólakerfinu öllu.
Á fundinum flutti héraðslæknir
Austurlands, Stefán Þórarinsson,
erindi um heilsuvernd i skólum —
sem vakti verðskuldaða athygli
fundarmanna.
Fundurinn var fjölsóttur og um-
ræður fjörugar.
1 haust mun Félag skólastjóra og
yfirkennara efna til haustþings i
Munaðarnesi þar sem fjallað verður
annars vegar um tölvubúnað grunn-
skóla og hins vegar um vimuefna-
notkun barna og ungmenna.
- Ólafur.
Vilja frjálsan
innflutning á
kartöflum
ALMENNUR fundur í Félagi mat-
vörukaupmanna, haldinn í húsa-
kynnura Kaupmannasamtaka ís-
lands, þriðjudaginn 5. júní 1984,
ítrekar fyrri kröfur sínar um frjáls-
ræði í innflutningi á kartöflum og
grænmeti.
Fundurinn telur eðlilegt að
reynt sé eftir því sem kostur er, að
veita íslenskri framleiðslu for-
gang á markaði. Einnig er lögð rík
áhersla á að öll dreifing á græn-
meti og kartöflum til neytenda sé
í samræmi við gildandi ákvæði í
reglugerð um heilbrigðishætti.
Fundurinn samþykkti að til-
nefna fjóra menn, ásamt fræðslu-
stjórum á Norðurlandi, til þess að
gæta hagsmuna dreifbýlisins í
þeirri umræðu, sem fram fer um
að breyta kostnaðarskiptingu á
rekstri grunnskóla í landinu, og
einnig að kjósa þriggja manna
nefnd til þess að kanna, hvort
tímabært sé að stofna landssam-
tök dreifbýlishreppa til að gæta
hagsmuna þeirra. G. Berg.
Forrest í Hollywood
HINGAÐ til lands er kominn söngv-
arinn bandaríski Forrest, sem kunn-
ur er fyrir lög sín “Rock the boat“ og
„Feel the need“. Tónlist Forrest er
svokölluð „funk“-tónlist.
Forrest mun koma fram í
skemmtistaðnum Hollywood í kvöld
og á laugar- og sunnudagskvöld kl.
11.15.
MATREIÐSLUSNILLINGARNIR
Úlíar Eysteinsson á Pottinum og pönnunni
og Skúli Hansen á Arnarhóli haía stoltir
boðið gestum sinum karía allt írá þvi
þeir opnuðu sin írábœru veitingahús.
Raunar er karíi otarlega á blaði
hjá ílestum góðum veitingahúsum.
Þeir Úlíar og Skúli haía íallist
á að birtanokkrar
uppskriftirsinar í
bœklingum sem boðnir
eru ókeypis hvar sem
BÚRKARFI íœst.
BÚRKARFI er íiskvóðvi
tilbuinn til matreiðslu
rétt eins og hver ónnur steik.
nmm
BURKARFI er:
1. Ferskt karíaílak
2. Roðlaust
3. Beinlaust
4. Unnið undir gœðaettirliti
BUR
Meðal uppskntta
i bœklingunum má netna.
• Rjómasoðin karfaílök
• Kartapaté
• Karíaflök tyllt Dalayrju
• Smjörsteiktan karía með
rjómapaprikusósu
mnm
mmTJ
OKiYPIS BÆKUNGAR
BÆJARÚTGiRB RÍYKJAVÍKUR