Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 23

Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 23 Náttúruskoðunar- og söguferð um Kópavogsland NVSV, Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands, hefur sumarstarfið með því að endurtaka kynnisferð sem farin var um Kópavogsland 10. desember sl. vegna opnunar Náttúrufræðistofu Kópavogs, en fjölmargar óskir hafa borist um að endurtaka þá ferð. NVSV ítrekar þakkir sínar til bæjarstjórnar Kópavogs fyrir glæsilegt framlag til náttúru- fræðlsu og um leið náttúruverndar Ulfar I>ormóðsson í Kópavogi með opnun Náttúru- fræðistofu Kópavogs að Digranes- vegi 12. I samvinnu við Náttúrufræði- stofuna förum við þessa fræðslu- og kynnisferð um Kópavogsland á morgun, laugardaginn 16. júní, kl. 13.45 frá Náttúrufræðistofunni að Digranesvegi 12 (hægt verður að fara í rútuna við Norræna húsið kl. 13.30 og fara þangað að ferð- inni lokinni). Fyrst verður ekið meðfram strönd Kársnessins og fjaliað um fjörulífið í Kópavoginum. Síðan ekið austur Fífuhvammsveg um Suðurhlíðar að hinu gamla bæjar- stæði Fífuhvamms og mýrar- svæðið þar fyrir neðan skoðað. Þaðan ekinn Vatnsendavegur, Ell- iðavatnsvegur og yfir á Suður- landsbraut, kynntur verður gróður og fuglalíf við Elliðavatn í leið- inni. Áfram verður haldið upp undir Biáfjöll og jarðfræði svæðis- ins og lífríki kynnt. Ef aðstæður leyfa verður hægt að fara með lyftu upp á fjallið og njóta hins faliega útsýnis þaðan. Til baka verður farið um Heiðmerkurveg, Vífilstaðahlíð og niður í Kópavog. Borgir verða skoðaðar og endað á skoðunarferð um Náttúrufræði- stofu Kópavogs, þar sem þeir Árni Waag og Jón Bogason sýna hina nýju stofnun. Leiðsögumenn í ferðinni verða Adolf Petersen, fræðimaður, um sögu og örnefni í Kópavogslandi, Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur, segir okkur frá fuglum og fjöru- lífi, Árni Waag líffræðikennari og forstöðumaður Náttúrufræði- stofunnar, ræðir um gróðurfar svæðisins og fleira viðvíkjandi lífríki þess og Sigmundur Einars- son, jarðfræðingur, skýrir jarð- fræði þess svæðis sem við förum um. Áætlað er að ferðin taki 3—3% klst. og skoðun Náttúrufræðistof- unnar 1 klst. og því lokið um kl. 18.00. Fargjald verður 200 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Þetta er ferð fyrir alla og það mun koma þátttakendum á óvart hve fjölbreytni náttúrunnar er mikil í bæjarlandinu en svo er áreiðan- lega víðar í nágrenni þéttbýlis ef grannt er skoðað. (Frá NVSV) Bréf til Þórðar frænda ÚLFAR Þormóðsson hefur gefið út bók sína, „Bréf til Þórðar frænda — með vinsamlegum ábendingum til saksókn- arana." í formála segir höfundur bókina skrifaða „í brotum og brotabrotum á þeim tíma sem málavafstur vegna Spegilsmálsins hefur staðið og í henni er greint frá hinum breyti- legustu vangaveltum hins ákærða þann tíma“. Bókin, sem er pappírskilja og 104 blaðsíður, er prentuð hjá Odda hf. Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag EGILSST AÐAKIRK JA: Hátíð- armessa meö altarisgöngu á sunnudaginn kl. 13.30. Minnst 10 ára afmælis Egilsstaöakirkju. Sr. Sigmar Torfason, prófastur, þjón- ar fyrir altari og ávarpar söfnuö- inn. Afmælisávarp flytur Guö- mundur Magnússon, sveitarstjóri. Organisti Kristján Gissurarson. Sóknarprestur. VÍKURPRESTAKALL: Sameigin- leg hátíöarguösþjónusta fyrir all- ar sóknir prestakallsins í Vikur- kirkju kl. 13.30. Sóknarprestur. Vinabæjarráð- stefna í Jönköb- ing í Svíþjóð DAGANA 15.—17. ágúst í sumar er áformuð vinabæjaráðstefna á vegum Sambands norrænu félaganna í Jön- köbing í Svfþjóð. Setningardaginn verður meðal annars fjallað um vina- bæjahreynnguna og hvaða lærdóm megi draga af fenginni reynslu. Þann 16. ágúst skila starfshópar áliti og vina- bæjakeðjurnar halda sjálfstæða fundi. Káðstefnunni lýkur svo með sameigin- legu þinghaldi Töstudaginn 17. ágúst. Norræna félagið álslandi, sem er í Norræna húsinu, annast skipulagn- ingu og þjónustu við þátttöku ís- lendinga í ráðstefnunni. BMW turbo-diesel OPNAR ÞÉR NÝJAN HEIM BMW 524 turbo-diesel sver sig í ætt BMW fjölskyldunnar og hefur þegar sýnt hvað í honum býr. M.a. hlaut hann „Gullstýrið" eftirsótta þegar í upphafi en sú viðurkenning er veitt fyrir tækniframfarir í bílaiðnaði og hefur enginn annar dieselbíll fengið þessa viðurkenningu. BMW 524 turbo-diesel er búinn 6 strokka 115 DIN hestafla vél sem er mun kraftmeiri en almennt gerist, hljóðiát og einstaklega sparneytin. Bílinn má fá 5-gíra beinskiptan eða 4-gíra sjalfskiptan. í BMW turbo-diesel renna kostir bensín- og dieselbílsins saman í eitt, snerpa, lipurð og sparneytni. Við erum þeirrar skoðunar að vönduð vara sé besta fjárfestingin. Hvað um þig? KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633 Ánægja í akstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.