Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 25 LISIAHÁrÍÐ í REYKJAVIK lrI7. fÚNÍ 1984 10 gestir Louisa Matthíasdóttir: Tómatar og eggaldin, 1980. Myndlist Valtýr Pétursson Ég verð að játa, að þegar ég fyrst heyrði, að í uppsiglingu væri sýning á verkum íslenskra listamanna, sem væru búsettir erlendis, leist mér ekki nema mátulega á hugmyndina. Nú er slík sýning orðin að veruleika, og menn geta séð, hvernig til hefur tekist með því að líta inn á Kjar- valsstöðum. Þarna er gríðarlega mislitur hópur á ferð, og því er líkast sem um margar einstæðar sýningar sé að ræða. Hér syngur hver með sínu nefi eins og við segjum, og óneitanlega er þetta ósamstæður hópur, þótt þeir sem verið hafa búandi í Hollandi myndi að vísu hóp, sem hefur hugmyndafræð- ina af sama uppruna. Einn lista- mannanna, Tryggvi ólafsson, hefur verið i Danmörku og Erró á heima í París eins og allir vita, hinir hafa verið langdvölum í Bandaríkjunum, en eiga fátt sameiginlegt í myndgerð sinni. Af þessu má sjá að þarna er að finna ýmislegt og líklegast ógerningur að fá samstæðu út úr dæminu. Erró og Lovísa Matthíasdóttir eru þeir listamenn, sem einna sterkast koma þarna fram. Lov- ísa er lítt þekkt hér heima, en því þekktari þarna fyrir vestan. Samt hafa sést eftir hana mynd- ir hér heima við og við, en þarna fáum við að sjá 50 málverk og líklegast flestar hliðar þessarar listakonu. Hún er mjög persónu- leg í list sinni og hæverskan er áberandi í þessum verkum. Teikning hennar finnst mér mun sterkari en litameðferðin, en þetta eru ákaflega fáguð og yfir- veguð málverk, sem eiga uppruna sinn i íslensku umhverfi. Erró hefur ekki áður komið jafn sterk- ur fram hér á landi, og þarna er hann raunverulega í essinu sínu. Hann er ádeilumaður, og það er ekki erfitt að lesa úr táknmáli hans. Hvert verk hefur ákveðinn litatón, sem er gegnumfærður í hverju verki fyrir sig, og ég bendi sérlega á málverkið Pólland, sem talar skýrt sínu máli. Jóhann Eyfells er sjálfum sér líkur, og myndir hans hafa ekki mikið breyst frá fyrri tíð. Sérstæður listamaður, bæði hér heima og erlendis. Kona hans, Kristín, sýnir myndröð af portrettum, sem á stundum verka nokkuð sterkt. Minna mann á fallvalt- leika tilverunnar og kerlingu elli. Steinunn Bjarnadóttir er með al- gera nýjung í vídeó-verkum sínu og þori ég ekki að leggja þar orð í belg, þekki ekki nægilega til þeirrar listgreinar. Tryggvi ólafsson vinnur enn á sama sviði og þegar hann hélt sína seinustu sýningu í Listmunahúsinu. Sig- urður Guðmundsson er hress og fyndinn í concept-verkum sínum og útskýrir verk sín á skemmti- legan hátt í sýningarskrá. Bróðir hans, Kristján, er með sömu verk og hann sýndi í vetur sem leið og viðbæti. Er mér minnisstæðast „Eyjólfur hét maður“, upphaf Eyrbyggju. Hreinn Friðfinnsson vinnur hreint og látlaust. Það verk er mest komst að mér heitir „A Folded Star", vel lukkað í alla staði. Mjög vönduð sýningarskrá er með þessari sýningu, og þar eru myndir af listamönnunum ásamt verkum þeirra. Ég man vart eftir eins vönduðu riti, og er það Listahátíð ’84 til hins mesta sóma. Það er auðvitað mikill viðburður, þegar slík sýning er á boðstólum hér. Þarna eru landar okkar komnir heim úr umróti veraldar. Þeir hafa sannarlega nokkuð með í farangrinum og nú er það okkar að meta verk þeirra og að notfæra okkur það, sem þeir hafa að bjóða. Það var fróð- legt og skemmtilegt að kynnast þessum verkum, og það er óhætt að mæla með þessari sýningu. Þarna er sannarlega eitthvað fyrir alla. Listahátíð 1984 Að þessu sinni gegnir mynd- listin miklu hlutverki í þeim há- tíðahöldum, sem nú standa yfir hér á landi. Ekki hef ég ábyggi- lega tölu á öllum þeim sýning- um, sem standa almenningi til boða hér í borg þessa dagana. Listasafn íslands er þar í broddi fylkingar með mjög merka og ágæta sýningu á myndlist hins heimskunna listamanns Karel Appels. Þessi sýning er mikill viðburður í listalífi hér á landi, og má telja víst, að öllu betri og skemmtilegri sýning hafi ekki áður verið hér á ferð eftir lista- mann af þeim skóla, sem Appel er af. Hann er djarfur og ákveð- inn i safamiklum verkum sínum og hann notar jöfnum höndum olíu, akrýl, og önnur efni til að koma persónuleika, sem er óvenju frjór og hress, á fram- færi. Þarna er maður á ferð, sem á einkar brýnt erindi til okkar eins og stendur, og þessi sýning er verulegt innlegg til að skilja og komast í snertingu við það, sem nú er efst á baugi í hinu svokallaða nýja málverki. Það er þegar búið að kynna Appel hér á síðum blaðsins, og er því óþarft að fjölyrða um manninn og list hans. Þessar línur eru aðeins til að undirstrika það, sem þegar hefur verið sagt, en auðvitað fyrst og fremst til að benda fólki á að láta slíkan viðburð ekki framhjá sér fara. Listasafnið á miklar þakkir skilið fyrir að fá slíka sýningu, sem raunverulega er einn af meginatburðum þess- arar listahátíðar. Það verður enginn svikinn af að kynnast við verk Karel Appels. I Norræna húsinu er einnig frábær sýning eftir hinn unga og þekkta finnska málara Juhani Linnovaara. Hér er á ferð ágæt- ur teiknari og litamaður. Hann er ádeilulistamaður og vinnur verk sín af mikilli tækni og kunnáttu. Linnovaara er einkar sérstæður og notar ríkt myndm- ál, sem ég held, að flestir lesi nokkuð ljóst úr verkum hans. Þetta er óvenjuleg sýning og er nýjung í listalífi hér í sveit. Hann er óvæginn í skoðunum, en notar allt að því akademísk ráð til að koma skoðunum sínum áleiðis til fólks. Ég hafði mikla ánægju af að skoða þessi verk, og satt að segja kom þessi sýn- ing mér nokkuð á óvart. Ég efa, að framlag Norræna hússins hefði getað verið betra en raun ber vitni. Barna- hljóð á tón- leikum — eftir Ásdísi Magnúsdóttur Ég einhvern veginn get ekki annað en sett nokkur orð á blað vegna gagnrýni Sigurðar Sverrissonar um tónleika söngkonunnar Netanelu í Nor- ræna húsinu þann 10. júní á vegum Listahátíðar. Jú, það er mikið rétt að hún söng sig inn í hjörtu allra sem til hennar heyrðu, líka í mitt hjarta og sonar míns. Sigurður kallar það undar- lega áráttu fólks að koma með ung börn á tónleika sem þessa, ef ekki sem þessa, þá hvað? Er ekki eðlilegt á hvíta- sunnudegi klukkan 15 að for- eldrar komi með börn sín á þjóðlagatónleika, til að þau fái einnig að njóta listarinnar, á Listahátíð? Hvergi var þess getið að börnum væri óheimill aðgang- ur. Því stöðvaði miðasölukonan okkur ekki, en ég keypti miða við innganginn? Það var ánægjulegt að sjá þarna fleiri börn sem líka höfðu gaman af tónleikunum, en heldur þykir mér leiðinlegt að syni mínum sé kennt um öll barnahljóð sem þarna heyrð- ust. Til að forðast misskilning vorum við ekki viðstödd auka- tónleika Akerströms. Og þetta með augnagoturn- ar, slíku tek ég aldrei eftir. Ásdís Magnúsdóttir er listdansari og móöir. Dagskrá Listahátíð- ar í dag Kl. 20:30 Bústaðakirkja: Tónleikar. Músíkhópur- inn undir stjórn Einars Jóhannesson- ar, klarinettu- leikara. Kl. 20:30 Félagsstofnun stúdenta: Brúðuheimilið. Gestaleikur færeyska Norræna Hússins. Síð- ari sýning. Ódyrustu grillkolin í bænum ■ Ármúla 1a og Eiðistorgi 11, s. 686111 Pressuð kol — 3 kg á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.