Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 29
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984
29
Unglingarnir sem unnu til verðlauna á hátíðinni. Myndin er tekin fyrir utan menningarmiðstöðina Gerðuberg.
Ljósm. J. Long.
Frá sýningu eins leiklistarhópsins.
Ljósm. Mbl. KÖE.
Frá myndbanda- og kvikmyndasamkeppninni.
Ljósm. Mbl. KÖE.
er best að setja með rótunum og
helst vel undir í holuna, húsdýra-
áburð sem staðið hefur í haug að
minnsta kosti vetrarlangt eða
lengur. Áburðurinn má ekki vera
of nýr, þá getur hann valdið rót-
arskaða. Blanda þarf áburðinum
sem best saman við moldina.
Fyrst og fremst má mæla með
gömlu sauðataði, næst því gengur
gömul mykja, síðan palladriti frá
hænsum og að lokum hrossataði,
sem hefur einna minnst áburðar-
gildi, en gerir þó sitt gagn til að
bæta jarðveginn og er nokkur
vörn við holklaka.
Hyggilegt er að forðast allan til-
búinn áburð, einkum þar sem
gróðursett hefur verið í lyngmóa.
Hægt er að tefja fyrir grasinu með
því að útbúa spjöld úr tjörupappa
og setja með trjástofninum, einnig
mætti nota svartan plastdúk.
Byrgja þarf slikar yfirbreiðslur
með steinvölum eða sandi, svo
norðanvindurinn feyki þeim ekki
yfir Snæfellsnesfjallgarðinn.
Svar 2.: Hvorki blaðlús né trjá-
maðkur ferðast af sjálfsdáðum
milli plantna. Hugsanlegt er
hinsvegar, ef tré og runnar standa
þétt, að grinar sláist saman i golu,
að þá geti óværan borist á milli.
Svar 3.: Mest af þeim gróðri sem
vaxið hefur upp á siðustu 30 árum
í Öskjuhlíðinni hefur verið gróð-
ursett þar af þeirri stærð sem við
almennt gefum þá aðgreiningu að
kalla skógarplöntur og eru sjaldn-
ast stærri en eitt fet á hæð, en oft
lágvaxnari. Ungmenni hafa alla
jafna unnið að gróðursetningu og
umhirðu. Nær eingöngu hafa hol-
ur fyrir plönturnar verið gerðar
með svonefndum plöntuhökum og
ætíð settur lífrænn áburður með
plöntunum við gróðursetningu.
Mesta hættan fyrstu árin hefur
verið sú, að holklaki losaði um
plönturnar og jafnvel að þær
lægju flatar með rótina upp úr
jörð fyrstu vorin. Það hefur því
verið fyrsta verkið á vorin, að
stíga jarðveginn niður með plönt-
unum og koma þeim plöntum fyrir
á ný í moldinni, sem flatar hafa
legið. Vörn er í því að bera grófan
sand meðfram plöntunum þar sem
holklakahættan er mest og siðan
að setja hrossatað eða annan létt-
an áburð yfir, bæði sem einangrun
og jarðvegsbót. Fyrstu árin eftir
útplöntun hefur húsdýraáburður
verið settur með plöntunum, þó
ekki að sömu plöntunum árlega.
Látið nægja að bera á með þriggja
eða fjögurra ára millibili og síðan
hætt öllu' dekri, eftir að goður
vöxtur er orðinn og sýnt að plönt-
urnar muni spjara sig.
Fyrstu árin hefur þess ennfrem-
ur verið gætt, að gras nái ekki að
kæfa ungplönturnar og hefur það
verið reytt frá þeim, þar sem það
hefur þurft.
Nýgenginn
Hvítárlax
Hátíðarsteik