Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 32
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SIMI 11340
OPIÐALLA DAGA FRA
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTí 22
INNSTRÆTI, SIMI 11633
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Verðkönnun á matsölustöðum:
Verðmunur var
allt að fjórfaldur
GRÍÐARLEGUR mismunur er á
verðlagi veitingahúsa á landinu. Er
munurinn allt að fjórfaldur á sömu
réttum. Mestur er verðmunur á
drykkjarvörum og á það bæði við um
staði, þar sem þjónað er til borðs og
eins hina, þar sem er sjálfsaf-
greiðslufyrirkomulag. Þá er og áber-
andi, að fæstir matsölustaðir hafa
verðlista á áberandi stað við inn-
göngudyr eins og þeim ber að gera.
Verðlagsstofnun mun á næstunni
fylgja því eftir að slíkt verði gert.
Þetta kom fram í verðkönnun á
matsölustöðum, sem Verðlags-
stofnun gerði á 89 veitingastöðum
á höfuðborgarsvæðinu, ísafirði,
Akureyri, Egilsstöðum og Sauðár-
króki um miðjan maí sl. Könnunin
er birt í dag í heild á fjórum síðum
í Morgunblaðinu og að auki í 6.
tölublaði Verðkynningar Verð-
lagsstofnunar. Nær birtingin til
57 staða, sem seldu a.m.k. helming
þeirra rétta, er spurt var um. Birt
er verð á 24 stöðum, þar sem þjón-
Akurnesingar
leggja togurum
sínum 8. júlí
Sjálfhætt hjá mörgum hér, segir for-
maður Útvegsmannafélags Reykjavíkur
ÚTGERÐARMENN á Akranesi
ákváðu á fundi sínum í gærmorgun að
leggja togaraflota Skagamanna 8. júlí
næstkomandi hafi þá ekki verið sköp-
uð viðunandi rekstrarskilyrði fyrir út-
gerðina í landinu. Lýstu Skagamenn
eindregnum stuðningi við ályktanir út-
vegsmanna á Austfjörðum í þessu sam-
bandi en þeir hafa sem kunnugt er
ákveðið að sigla öllum flotanum í land
24. þessa mánaðar hafi rekstrargrund-
völlur útgerðarinnar ekki verið tryggð-
ur. Fjórir togarar eru gerðir út frá
Akranesi.
„Það er ekki um annað að ræða og
í rauninni hefði átt að taka þessa
ákvörðun miklu fyrr,“ sagði Finnur
Sigurgeirsson, formaður Otvegs-
mannafélags Akraness, í samtali við
blaðamann Mbl. í gærkvöld. „Hér,
eins og víðar, er allt rekið með bull-
andi tapi og útgerðarkostnaðurinn
heldur áfram að hækka. Síðan fisk-
verð var seinast ákveðið hefur til
dæmis orðið hækkun á launum og
veiðarfærum og svo er olíuhækkun
að koma inn á borðið. Skuldbreyt-
ingin er ekki komin í gang og mun
hvort eð er ekki leysa vandann enda
er þar verið að skuldbreyta uppsöfn-
uðum vanda."
Útgerðarmenn í Reykjavík, sem
einnig héldu fund í gær, komust að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
grundvöllur fyrir samræmdar að-
gerðir af þeirra hálfu að svo stöddu.
Ýmsir þeirra lýstu þó þungum
áhyggjum sínum vegna stöðu út-
gerðarinnar og nokkrir sögðust ekki
vita hvort þeir gætu haldið áfram
mikið lengur, allt væri að sigla í
strand, að því er dr. Jakob G. Sig-
urðsson, formaður Útvegsmannafé-
lags Reykjavíkur, sagði í samtali við
blaðamann Mbl.
Útvegsmenn á Suðurnesjum sátu
á fundi í gærkvöld og ræddu ástand-
ið. Þeim fundi var ekki lokið þegar
blaðið fór í prentvinnslu.
að er ti! borðs að fullu og 33 stöð-
um, þar sem ekki er þjónað til
borðs eða aðeins að hluta.
„Vissir erfiðleikar eru fólgnir í
að gera verðkönnun á matsölu-
stöðum," segir í athugasemdum
Verðlagsstofnunar. „Réttir með
sama heiti eru mismunandi eftir
veitingastöðum hvað snertir
magn, samsetningu og gæði. Auk
þess er þjónusta misgóð og inn-
réttingar og umhverfi með ýmsum
hætti. Öll geta þessi atriði haft
áhrif á verðið en í könnuninni er
ekki lagt mat á slíkt, heldur er
eingöngu um að ræða kynningu á
verðlagi matsölustaðanna."
Á veitingastöðum, þar sem ekki
er þjónað til borðs, munaði mestu
á verði á skinku með 2 eggjum og
ristaðri brauðsneið. Lægsta verðið
var í Uxanum í Glæsibæ í Reykja-
vík, 50 krónur, en hæst í Vala-
skjálf á Egilsstöðum, 210 krónur,
eða rúmlega fjórfalt. Á veitinga-
stöðum, þar sem þjónað er til
borðs munaði mestu á drykkjar-
vörum. Mjólk kostar t.d. 7 krónur
á City Hotel í Reykjavík en 34
krónur í Sælkeranum í Reykjavík.
Það er nærri fimmfalt hærra verð.
Gosdrykkir kosta 21 krónu á City
Hotel en rúmlega þrefalt meira á
Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu
eða 66 krónur.
Sjá nánar um verðkönnun Verð-
lagsstofnunar á bls. 47—50 í blað-
inu í dag.
ÍHMMi
*v
>..».•„«111
«1» -3& t ii
tfintfni
sr
Ljósm. Mbl./ Emilía.
Lœknar á traustum kili
Seglskútan Kirsten, sem læknar komu á til læknaþings, við síðu skips
við Ægisgarð. Skútan er um 17 metrar á lengd og er mastur hennar
21,80 metrar. Mestur hraði skútunnar er 17—18 sjómflur á klukku-
stund.
Samstarfið í ísfílm var
harmað á aðalfundi SÍS
Afgreiðslu skipulagsmála frestað í eitt ár
Bifröst, 14. júní.
Frá Agnesi Bragadóttur,
hlaðamanni Morgunblaðsins.
ÞÁTTTAKA Sambandsins í
ísfilm varð eitt aðalumræðu-
efnið á aðalfundi SÍS í dag
og var þátttakan gagnrýnd
mjög af fjölmörgum full-
trúum, einkum vegna sam-
starfsaðilanna Árvakurs hf.
og Frjálsrar fjölmiðlunar hf.,
sem fulltrúarnir sögðu höfuð-
andstæðinga Samvinnuhreyf-
ingarinnar. Umræður um
þetta mál stóðu fram undir
klukkan 20, en þá var sam-
þykkt með 56 atkvæðum
gegn 5 ályktun um að miður
væri farið, að þetta samstarf
var tekið upp og lagt til að
leitað verði eftir samstarfi á
þessu sviði við samtök launa-
fólks og bænda. Rétt til
atkvæðagreiðslu höfðu 117
fulltrúar.
Fyrir hádegið lauk umræðum
um landbúnaðarmál og í kvöld
voru skipulagsmálin á dagskrá.
Eftir mjög harðar umræður var
samþykkt með 58 atkvæðum gegn
46, tveir seðlar voru auðir, að
fresta afgreiðslu skipulagsmál-
anna í eitt ár og stjórn Sambands-
ins falið að endurskoða málið og
ljúka þeirri endurskoðun fyrir 1.
apríl nk.
Að þessu loknu hófst stjórnar-
kjör og átti að kjósa 3 aðalmenn
og 2 varamenn.
Laxastigi úr plasti í Glanna?
VEIÐIFÉLAG Norðurár í Borgar-
firði og leigutaki laxveiðinnar þar,
Stangaveiðifélag Reykjavíkur, eru
nú að athuga með kaup á sérstök-
um laxastigum úr harðplasti með
það fyrir augum að koma slíkum
stiga fyrir í fossinum Glanna.
Fossinn Glanni hefur löngum
verið laxinum erfiður uppgöngu,
en í venjulegu árferði kemst þó
talsvert af fiski upp hann og
gengur áfram, langt fram í dal.
Sumarið 1983 voru vatnavextir
hins vegar slíkir, að laxinn komst
alls ekki fram eftir og veiddust
þar aðeins 7 laxar, miðað við 200
til 300 að meðaltali undir venju-
legum kringumstæðum.
Félögin tvö hafa haft uppi
fyrirspurnir hjá fyrirtæki í
Tromsö, en laxastigar af því tagi
sem um er að ræða eru færanleg-
ir. Munu báðir aðilar hafa á því
áhuga að geta tekið stigan upp úr
að hausti og sett hann aftur
niður að vori. Þá munu stigar af
þessu tagi ekki breyta ásjónu
fossins eins og hinir hefðbundnu
laxastigar gera gjarnan.
t
Buslað á Varmalandi
Morgunblaðið/ HBj.
í sumar rekur Ungmennafélag Stafholtstungna sundlaugina að Varma
landi í Borgarfirði eins og undanfarin sumur. Sundlaugin er mikið sótt
af ferðafóiki og sérstaklega af fólki sem dvelur í hinum fjölmennu
sumarbústaðabyggðum í nágrenninu. Myndin var teKÍn um Hvíta-
sunnuhelgina og var þá mikið buslað í lauginni að vanda.