Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
69
Það voru ad mestu erlendir ferðamenn sem lögðu leið sína til Kulusuk með
Dagfara þennan dag.
Náttúrufegurdin
alveg hrikaleg
„Þetta er nú í annað skipti sem
ég skrepp í dagsferð til Kulusuk,
en svo hef ég einnig verið í sigling-
um fyrir utan Grænland í nær
fimmtán ár. Það sem heillar mig
mest er náttúrufegurðin sem er
alveg sérstök. Fólkið sjálft hefur
breyst alveg ótrúlega. Þegar ég
var að koma hingað fyrst gat mað-
ur séð leifar af menningu þeirra,
en í dag sér maður varla mann á
kajak lengur. Manni finnst fólkið
sjá tilgang lifsins i að bfða eftir
ferðamönnum og selja þeim perlu-
festar. Nú fátæktin er náttúrulega
alveg hrikaleg, það er svo mikið
atvinnuleysi sem ríkir hérna eins
og sést ef maður lítur í kringum
sig. Það eru flestir aðgerðarlausir.
Ég mæli tvimælalaust með því
að íslendingar fari meira til
Grænlands, a.m.k. þeir sem hafa
áhuga fyrir náttúruskoðun mega
ekki láta þetta land fram hjá sér
fara ef þess er nokkur kostur. Ef
veðrið er sæmilega gott þá er út-
sýnið, litadýrðin og landslagið
ógleymanlegt.
Yfirleitt fáir íslendingar
í svona ferð
Að sögn þeirra Guðmundar og
Bjarna, sem voru leiðsögumenn í
þessari ferð til Kulusuk, þá fara
yfirleitt fáir íslendingar með f
Kulusuk-ferðirnar. Svona fjórir til
sex eru meðaltal fljótt á giskað.
Þetta eru aðallega erlendir ferða-
menn. „Fyrir nokkru síðan stopp-
uðum við þó á leiðinni á Sauðár-
króki og tókum upp tuttugu og
einn Skagfirðing. Þeir fóru til
Grænlands vegna 100 ára afmælis
Búnaðarfélagsins. Þá var fjörður-
inn ísi þakinn svo við gátum sent
fólkið til baka á hundasleðum."
Þeir voru sammála um að Is-
lendingar ættu að fara meira til
Grænlands. í framtíðinni verður
samvinna milli íslands og Græn-
lands aukin. Nú í lok fararinnar er
ævinlega ef veður leyfir útsýnis-
flug og mörgum finnst það
kynngimagnað að vera vitni að
Á leiöinni i þorpið blöstu við manni nokkur hús og var ótrúlegt að þarna byggju um 400 manns.
því. Þar er einnig leiðsögn farar-
stjóra notið. Sjá náttúruna óspilta
svona rétt fyrir neðan sig; isinn,
tignina og þetta er í rauninni ólýs-
anlegt. Þetta er svo gjörsamlega
ólíkt því sem við höfum.
Ferðinni til Kulusuk er að ljúka.
Ekki þurfa allir að ganga til baka,
því nú reynist kostur á þvi að taka
sér far með lítilli trillu og sigla á
milli ísjakanna. Blaðamaðurinn
tók þennan kostinn og hefur sjald-
an á ævinni komist i annan eins
háska að eigin áliti. Bætti ekki úr
skák að með í förinni voru mál-
glaðir ítalir, sem héldu þeim
vanda sínum að hrópa og kalla í
sífellu eins og líf lægi við. Vél
trillunnar var sístansandi á leið-
inni og hvert sinn sem það gerðist
virtist stefnt i árekstur við
fjallháa ísjaka. Á einhvern und-
ursamlegan hátt var þó komist á
leiðarenda og þegar hillti undir
fjörusteina við áfangastað kallaði
einn ítalinn upp yfir sig, sem sá
hvernig sumum leið: „Now we can
swim.“
Þegar komið var um borð i far-
kost Flugleiða var öll sjóhræðsla
horfin og sýndust allir harla
hressir og glaðir eftir þessa dag-
stund í Kulusuk. Innst inni var
maður þakklátur fyrir að hafa
fengið að forvitnast í þessu út-
landi, frábrugðnu öllum öðrum,
langaði til þess að koma aftur og
fara víðar og helst af öllu að geta
orðið að einhverju liði þessum
vinalegu grönnum okkar í vestri i
sinu stórbrotna en harðbýla landi.
GRG
sem hafi átt að fá að vera i friði.
Hvort að þeir sem búa á þessum
harðbýla stað hefðu ekki betur
getað bjargað sér ánægðari við
sinn hlut án perlanna frá Hong
Kong og Carlsberg. En kannski
hefur leiðsögumaðurinn rétt fyrir
sér þegar hann segir sem svo að
víst hafi Grænlendingar tapað
miklu og ákveðin menning nær þvi
liðið undir lok, en við megum ekki
gleyma þvi sem kann þó að skipta
meira máli þrátt fyrir allt, að nú
er það ekki lengur háttur ibúanna
að gera upp mál sín með þvi að
taka hver annan af lifi, nú svelta
þeir ekki framar, bera ekki bðrn
sín út og sjúkdómar sem strá-
felldu þá áður, eru nú auðveldlega
læknaðir.
Við tókum tvo íslendinga tali,
annan sem með var i förinni og
annan sem fór þessa Kulusuk ferð
í fyrra.
Ekki var höfnin mikil. Nokkrir bátar og einn sem var að
koma með vörur frá Angmagssalik.
Flykktist að til aö
ná sér í föt
„Það var mjög gaman að koma
til Kulusuk og mig dauðlangar að
koma þangað aftur. Þegar við
komum á flugvöllinn þá voru flug-
freyjurnar með tvo stóra kassa
fulla af fötum sem Grænlend-
ingarnir máttu hirða úr eftir vild,
svo það var skrítið að sjá þá
mynda hring um svæðið, máta föt
og gramsa.
Annars var veðrið ekki nógu
gott í fyrra þegar við fórum svo ég
sá nú kannski ekki eins mikið og
hægt er þegar veður er fallegt, því
þá er náttúrufegurðin svo mikil.
Það var nú ekki mikið hægt að
kaupa þarna í búðunum, en Græn-
lendingarnir voru sjálfir að selja
þarna allskonar muni sem þeir
höfðu gert í höndunum, skorið út í
bein og svoleiðis. Ekki myndi ég
vilja búa þarna, þetta er svo allt
öðruvísi en heima. Stelpurnar sem
eltu mig reyndu meira að segja að
betla af mér.
Magnús Kjartansson.
Þær Kista og Marianne
eins og svo margir aðrir
að selja perlufestar og
fleiri handunnar vörur.
« .................. —
Jóhanna Bóel Magnúsdóttir