Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 23

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 23
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 79 Ferðamanna- straumur á Barðaströnd Barðaströnd, 14. ágúst. TÍÐARFAR hér á ströndinni hefur verið óvenju vont hér í sumar og er heyskapur kominn heldur skammt á veg þess vegna. En þótt veður hafi verið slæmt og mjög vætusamt hefur fólk ekki alveg gefið upp öndina hvað félagsmál varðar. Því til sönn- unar má nefna að héraðsmót Hér- aðssambandsins Hrafnaflóka, HHF, var haldið á Bfldudal helgina 28. og 29. júlí sl. með miklum glæsibrag. Þar setti t.d. Einar Geirsson frá Tálknafirði, Vestfjarðamet í há- stökki í flokki 12 ára og yngri og reyndi hann einnig við íslands- met, en tókst það ekki í þetta sinn. Enn fremur var haldið hesta- mannamót á Þingeyri með pomp og parkt sl. helgi sem lauk með balli með hljómsveitinni Kan í fé- lagsheimilinu á Þingeyri. Á mót- inu voru samankomin flest hesta- félög á Vestfjörðum og var keppt í hinum ýmsu greinum. Komu Barðstrendingar með mörg verðlaun af því móti, eins og af héraðsmótinu á Bíldudal, þvi þrátt fyrir fámenni hér á Barða- strönd ríkir meðal fólksins mikill íþróttaáhugi hvað allar íþróttir varðar og eru hér margir efnilegir unglingar í íþróttum. Verslunarmannahelgin var svo haldin hér, eins og í fyrrasumar, og var það mjög fjörugt, enda um skemmtun í Birkimel að ræða. Þrír dansleikir voru t.d. haldnir í félagsheimilinu yfir helgina þar sem rokkhljómsveit Steingríms, frá Akureyri, lék. í heild fór helg- in mjög vel fram og voru allir ánægðir. í sumar hefur verið mikill ferðamannastraumur um strönd- ina þótt veður hafi ekki verið upp á það besta fyrir ferðafólk. Mjög hefur borið á því hversu erlendir ferðamenn eru margir hér í sumar, enda hér margt forvitni- legt að sjá. Jarðfræðinemar frá Háskóla íslands hafa verið að leita hér í fjöllunum á Barða- strönd að mismunandi bergteg- undum. Hafa þeir fundið margar merkilegar tegundir hér. Fundu þeir t.d. tíu milljón ára gamlan surtabrand í Múlahyrnu. Barðstrendingar eru bjartsýnir, þótt á móti blási nú um stund, og horfa björtum augum fram á veg. SJ.Þ. Norskir og sovéskir fiski- fræðingar funda 6sló, 17. ágúst. Frá Jan Erik Laure, frétUriUr Mbl. TÍU norskir og tíu sovéskir fiski- fræóingar funda í þessari viku f Bergen og ræða ýmis líffræðileg efni sem varða Barentshaf. Það er þó loðnan sem er aðalefni fundarins. Ekki er líklegt að um neina samninga eða tillögugerðir verði að ræða eftir þessar viðræð- ur. ESSO BENSIN -kemur þér lengra 8 vri ¥ D < Bensín bætiefnið es frá hinu virta vesturþýska efnafyrirtæki BASF er nú komið á tankana hjá ESSO um nær allt land. Es er besta bætiefnið sem rannsókna- stofur ESSO mæla með í dag, eftir margra ára rannsóknir. Es heldur blöndungnum, ventlunum og sogkerfmu hreinu, tryggir hámarks aksturseiginleika og endingu vélarinnar og lágmarks gangtruílanir. Es vemdar bensínkerfi bílsins gegn ryði og tæringu. Es bætiefnið sparar bensín og kemur þér lengra OLÍUFÉLAGIÐ HF STORLÆKKAÐ VERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.