Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 16
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Á meöan borgin sefur Fylgst með á næturvakt hjá öryggisgæslufyrirtækinu Securitas og rætt vid eiganda þess, Jóhann Óla Guðmundsson Ef þið sjáið lykil hangandi í keðju á vinnustaðnum ykkar, út við giugga í drungalegu skoti þar sem fáir koma dagsins önn og þið eruð að veita því fyrir ykkur hvað í áranum nann er að gera þarna, er líklegt að hann tilheyri Securitas-fvrir- tækinu og að það vakti vinnustaðinn um nætur og nelgar. Lykillinn gæti líka verið út við hurð, inná salerni, eða /ið kaffívélina í eldhúsinu og sennilegast er hann á öllum þessum stöðum og víðar. Þetta er lykillinn að öryggi, Secur- itas. Á meðan borgin sefur aka öryggisverðir Securitas á milli fyrirtækja, sem keypt hafa vaktþjónustu þess og iíta eftir því hvort allt sé ekki eins og það eigi að vera. Lyklarnir eru vísvitandi settir á þá staði, sem sérstök áhersla er lögð á að athuga hvort ekki sé allt með felldu s.s. vélarsalir ef einhverjir eru, bakdyr eða rafmagnstöflur og þar fram eftir götunum. Lyklarnir eru ætíð þannig staðsettir að öryggis- vörðurinn þarf að ganga í gegnum allt fyrirtækið til að komast að þeim, en lyklarnir ganga að sérstöku klukku- boxi, sem vörðurinn gengur með á sér og þegar lyklinum er stungið í það og snúið merkir hann inn hvaða lykill um er að ræða og á hvaða tíma honum er snúið. Merkingin sýnir að öryggisvörðurinn hefur komið á staðinn. Mornunblaðið/ Árni Sœberg Jóhann Óli Guðmundsson í stjórnstöð Securitas í Síðumúlanum. Að sögn Jóhanns Óla Guð- mundssonar stofnanda öryggis- gæslufyrtækisins Securitas, sætti það mikilli gagnrýni strax í upp- hafi, sem kom ljóslega fram t.d. í blaðaskrifum Þjóðviljans um fyrirtækið. „Tilgangur þess og gildi voru víða misskilin. Spurt var hvort það væri Reykjavík framtíðarinnar að hafa svart- stakka gangandi um göturnar," sagði Jóhann. „Þessi neikvæðu blaðaskrif eru nú horfin og menn hafa sætt sig við íslenskan raun- veruleika og séð að það er mikill munur á hefðbundinni vakt og ðr- yggisgæslu. Munurinn er aðallega fólginn í þvi að þjálfa okkar starfsmenn markvisst með fyrir- byggjandi starf fyrir augum og skipuleggja gæsluna þannig að hún tryggi öryggi gæslumanna okkar um leið og viðskiptavin- anna.“ að var árið 1979, sem Jóhann stofnaði Securitas. Hann var þá í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og vann við ræst- ingar og vaktmennsku, „eins og hún var stunduð hér áður fyrr“. Hann segir: „Á þessu timabili sá ég hvernig á ekki að framkvæma hlutina. Fyrst og fremst voru ráðnir menn í vaktmannsstarf, sem ekki þóttu gjaldgengir á hin- um almenna vinnumarkaði, gam- alt fólk og oft fatlað og um skipu- lega gæslu var ekki að ræða. Ég fór að bjóða þessa þjónustu í þeirri mynd að sameina fyrirtæki um útgerð á gæslunni og fljótlega var kominn grundvöllur að örygg- isgæslufyrirtæki. Við innleiddum hér hugtakið öryggisvörður til þess að aðskilja okkur frá gamla skipulaginu þegar ailtaf var talað um vaktmenn. Ég er ekki á móti því að hafa eldri menn í þessu starfi þar sem aðstæður leyfa. Hjá okkur vinna eldri menn. Við þjálfum þá í að bregðast við uppákomum á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af. Dæmi eru til þess að ráðist hafi verið á vaktmenn með þeim afleið- ingum að þeir hafi slasast illa eða jafnvel látist. Það eru eflaust góð- ir vaktmenn en voru ekki í neinu sambandi við neinn og hafa anað út í stórhættulegar aðstæður af samviskuseminni einni saman. Innra öryggi skiptir höfuðmáli í okkar starfi. Okkar menn hafa reglulega samband við stjórnstöð, sem er hjarta fyrirtækisins, i gegnum talstöð sem þeir bera á sér og komi eitthvað uppá hafa þeir þegar samband við stjórn- stöðina og okkar bílár mæta strax á staðinn. öll okkar fjarskipti fara fram á lokaðri fjarskiptarás og á dulmáli eða kvótum sem enginn getur ráðið í enda breytilegir." Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist með störfum örygg- isvarða Securitas næturlangt fyrir skömmu. Það var stuttur fundur áður en öryggisverðirnir héldu út í bílana. Klukkan var átta á föstu- dagskvöldi og það þurfti að fara yfir nokkur smáatriði, máln- ingarvinna hér og erfitt að læsa hurð þar og í lokin sagði yfirmað- urinn á vakt: „Munið bara að fara varlega." Þetta var í stjórnstöð Securitas í Síðumúlanum og það mátti búast við einhverjum látum um nóttina enda jafnan líflegt að- fararnætur laugardaga. öryggis- verðirnir voru 13 á vakt, þar af einn kvenmaður, Henný ósk Gunnarsdóttir að nafni og með henni fór blaðamaðurinn. Henný og Freyja Jónsdóttir eru einu kvenmennirnir, „sem hafa tollað í þessu frá upphafi". Það hafa nokkrar reynt við þetta en hætt fljótlega. „Það er aUt í lagi fyrir kvenmenn að vera í þessu, en ég held að þeim hugkvæmist það bara ekki,“ sagði Henný og brun- aði út Síðumúiann. „Konur hafa verið í miklum minnihluta í þessu starfi,“ hafði Jóhann Óli sagt fyrr um daginn. „Það kemur kannski til af hinni hefðbundnu kynskiptingu í sam- félaginu, gamla hugsunarhættin- um um að þær eigi að vera heima og passa börnin, en starfið sem slíkt hentar ekkert síður konum en körlum. Okkur þætti akkur í því að fá fleiri konur í störf hér. Það hafa byrjað hjá okkur margar stúlkur, sem hafa gugnað á þessu en eftir standa tvær hörkudugleg- ar konur." Henný hafði yfir stórt svæði að fara, Kópavog, Garðabæ og Hafn- arfjörð en það er rólegt svæði, ekki eins og Miðbærinn til dæmis. „Nei, ég er ekki myrkfælin. Þá væri ég ekki hérna," sagði hún og lýsti með sterku vasaljósi inní myrkt skot djúpt niður í kjallara stórrar verksmiðju. Henný er í af- leysingum í sumar en hún er alvön óryggisvörslunni. „Fyrsta ferðin, eldvarnar- og frágangsyfirferðin er alltaf mikilvægust," sagði hún og hélt áfram: „Ég hef ekki lent í neinu, sem er írásagnarvert en í ýmsu 3kemmtilegu. Ég hef einu sinni orðið hrædd en það var nú svo hlægilegt að ég ætla ekki að segja frá því. Maður er auðvitað alltaf var um sig en það þýðir ekk- ert að vera alltaf að búast við öllu illu, ekki ef maður ætlar að vinna svona vinnu.“ „Þykir þér þetta vera skemmti- legt starf?“ „Mér hefur aldrei þótt neitt starf leiðinlegt. Ég myndi jafnvel geta hugsað mér að vinna þessa vinnu í fullu starfi, ef ég ætti ekki dóttur til að hugsa um. Ég tek þessu eins og hverri annari vinnu.“ „Þetta er draugalegur staður,“ sagði Henný um leið og hún opnaði hurðina að verksmiðju- húsnæði. Inni var kolniðamyrkur og blaðamaður hafði orð á þvi að hann byggist varla við að hafa taugar í að kanna öll þessi myrku skot. „Þetta kemst upp í vana,“ sagði Henný og hvarf inn í myrkr- ið. „Hvað myndir þú gera ef þú kæmir að óvelkomnum gesti hér inni?“ „Ég myndi láta sem ég sæi hann ekki og kalla í stjórnstöð þegar færi gæfist." Stjórnstöðin or hjarta fyrirtæk- isins hafði • ónann 3agt. „Við höfum það að leiðarljósi," sagði hann, „að auka öryggi með mark- vissu fyrirbyggjandi starfi. Við tókum upp samband við alþjóða- fyrirtækið Securitas í Noregi, sem hefur veitt okkui aðstoð í þjálfun, skipulagningu, vækni og tækniný- ungum en íæknideild okkar er sú lang fullkomnasta á sviði örygg- ismála héríendis. Hjá okkur starfa tveir verkfræðingar, sem hafa umsjón með uppsetningu og skipulagningu fækjabúnaðar okkar. Hjá okkur vinna nú á sjötta tug starfsmanna við öryggisgæslu og við störfum í sjö sveitarfélög- um og erum með útibú á Akureyri, sem hefur gefist vei og valdið ger- breyttum aðstæðum fyrir norðan. Við seljum tækjabúnað út um allt land og við getum fengt allt landið við stjórnstöð okkar hér í Reykja- vík, sem er hreinasta tækniundur. Stjórnborð okkar gefur merki um eldsvoða, innbrot, bilun í kæli- geymslu og þar í'ram eftir götun- um og við látum rétta aðila vita um leið og við verðum einhvers óeðlilegs varir. Tæknibúnaðinn höfum við keypt í gegnum Securit- as í Noregi, en sá sem gerði það að alþjóðlegu fyrirtæKi heitir Erik Sörensen, en svo vill til að hann er ræðismaður . slands ' Malmö. Við höfum fengið 3érstaklega góða fyrirgreiðslu hjá sonum hans, sem nú stýra alþjóðlega fyrirtækinu. í þessu sambandi og af gefnu tilefni er rétt að íaka skýrt fram að Sec- uritas er alfarið íslenskt og mín eign utan eins prósents, sem faðir minn á. Útlendingar eiga hér ekk- ert,“ sagði Jóhann. • • Oryggisverðirnir fara ekki reglulega á þá staði sem þeir vakta, heldur geta oeir birst hven- ær sem er og kannski aftur á sama stað tíu mínútum seinna. Þegar Henný hafði farið um sitt svæði skilaði hún blaðamanni aftur á stjórnstöð. Þar sat Hjörtur Jó- hannsson öryggisvörður og með honum fór blaðamaður eftir stutt- an stans. Eftirlitssvæði Hjartar var frá Hlemmi og vesturúr. Það var orðið áliðið kvölds og töluverð umferð drukkinna unglinga var um Hlemm og skemmtistaðinn Traffic þar rétt hjá. „Jú, það kem- ur fyrir að við verðum fyrir áreitni þeirra,“ sagði Hjörtur og opnaði dyrnar að skrifstofuhús- næði. „Hérna fyrir utan þessar dyr,“ sagði hann; „kom ég einu sinni að ungu fóiki að sprauta í sig eiturlyfjum. Mér brá svo rosalega þegar ég sá það að ég gleymdi al- veg að tilkynna það eins og ég hefði átt að gera.“ „Við skiptum okkur ekki af hin- um almenna ijorgara nema eitt- hvað sérstakt sé að gerast," hafði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.