Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 31
Á förum til Flórens
í dag er síðasti sýningardagur
á verkum Ólafs Sveinssonar í
Gallery Lækjartorg. Ólafur er
aðeins tvítugur að aldri en á að
baki fjórar eínkasýningar. Þessi
sýning í Gallery Lækjartorg hef-
ur aö geyma blýantsteikningar
sem allar eru unnar á þessu ári.
Blm tók Ólaf stuttlega tali og
spurði um sýningar hans og nám.
„Ég hef haldið þrjár einkasýn-
ingar fyrir utan þessa, sú fyrsta
var á Mokka, þá í Þrastarlundi, í
Djúpinu og síöast hérna í Gallery
Lækjartorg.
Ég hef alltaf teiknaö mikiö síö-
an ég var barn, og í rauninni
læröi ég heilinikiö hjá barna-
skólakennaranum mínum Jóni
Guömundssyni í Austurbæjar-
skólanum. Síöan hef ég sótt
nokkur námsskeið, bæöi í mynd-
listarskólanum og hjá námsflokk-
unum. Þaö sem liggur fyrir næst
er aö um mánaöamótin fer ég til
Flórens á ítalíu í framhaldsnám
þar. Draumurinn er aö vera í
a.m.k. sjö ár, og leggja áherslu á
olíumálun og jafnvel endur-
vinnslu og hreinsun á gömlum
myndum. Mig hefur alltaf langað
til aö vita hvernig gömlu meistar-
arnir fóru aö því aö búa til mál-
verk sem geymast svona vel.“
Hvernig hefur sýningum þínum
veriö tekið?
„Fólk sem lætur sig hafa þaö
að koma á annað borö tekur
þeim vel, en annars er fólk Iftiö
vakandi fyrir listum yfirleitt finnst
mér, því miöur. Yfirleitt finnst
mér að fólk ætti aö eyöa meiri
tíma í aö horfa á þaö sem fallegt
er og gott í lífinu.
Ég hef ekki getað unniö fyrir
mér hingaö til á þennan hátt, þ.e.
með myndlistarstörfum heldur
fjármagnaö þetta meö af-
greiöslustörfum og ræstingum."
Ingi Guömannsson:
„Æskan hefur
gaman af þessu“
„Æskan hefur ánægju af
þessu,“ sagði ingi Guðmanns-
son skipasmíðameístari, 82 ára
gamall, er blm. kíkti á smábáta
sem hann smíðar fyrir ungu
kynslóöina. Hór áður og fyrr á
árunum rak Ingi skipasmíða-
stöð á Akranesi. Þegar hann
hætti störfum fyrir aldurs sakir
hóf hann að gleðja ungdóminn
með þessum nákvæmu eftirlík-
ingum af stærri bátum.
Þessi smábátasmíöi Inga er
listasmíöi og aö áliti blm. ekki
einungis ungir er hafa gaman af
bátunum heldur einnig þeir eldri
til þess aö horfa á og dást aö.
„Þaö tekur mig um mánuö aö
gera hvern bát og ég dunda mér
svona viö þetta. Þaö eru nú aöal-
lega vinir og kunningjar sem ég
geri þetta fyrir. Þaö er svo mikill
munur aö hafa eitthvaö fyrir
stafni svona í ellinni og þurfa ekki
aö horfa í gnaupnir sér.“
Englendingar og Þjóö-
verjar í meirihluta
Talið frá vinstri: Magnús, Ingi Gunnar, Soffía og Úlfar Jacobsen.
Þaö voru hópar frá Úlfari Jacobsyni sem fóru f fyrstu ferðina frá nýju húsnæði hópferðamiðstöðvarinnar.
í júlí siöastliönum tók hópferöamiðstöðin í notkun nýtt húsnæöi að Bíldshöfða 2. Þaö
voru hópar frá Úlfari Jacobssyni sem fóru í fyrstu feröirnar þaðan og af því tilefni ræddi
blm. stuttlega viö Soffíu Jacobssen um feröir þeirra í sumar.
Þetta hefur veriö frekar annasamt sumar. Við vorum aö vísu bjartsýn í byrjun vors en
nýtingin á sætum hefur veriö fullkomin hjá okkur, og jafnvel aöeins meira aö gera en viö
gerðum ráö fyrir. Vinsælasta feröin okkar er tólf daga ferðin „Island Safari" sem inniheld-
Ljótm. MM.
ur m.a. tveggja daga stopp á hálendinu þar sem tjaldaö er og bæöi farið í skipulagöar
gönguferöir og Landmannalaugar. Þessi ferö viröist fólki falla best.
Þáttaka íslendinga í ferðunum hefur aukist ár frá ári, en þaö má segja aö þetta árið hafi
Englendingar og Þjóðverjar veriö í meirihluta og þess má einnig geta að við höfum viö
orðið vör viö fleiri Noröurlandabúa.