Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Harður
árekstur á
Hringbraut
TÆPLEGA sextug kona kinn-
beinsbrotnaöi og skarst í andliti
þegar barður árekstur varð á gatna-
mótum Hringbrautar og Laufásveg-
ar um klukkan hálfsex í gærdag.
Konan ók BMW-bifreið og hugðist
fara yfir gatnamótin, en varaði sig
ekki á Wagoneer-jeppa, sem ekið
var vestur Hringbraut og varð af
harður árekstur.
Morgunblaðið/Júlíus.
Björguöust naumlega
með tvær sængur út
úr brennandi húsinu
Laugabrekku, 5. september.
ÍBÚÐARHÚSIÐ að Ökrum II á
Hellnum brann til kaldra kola á
sjöunda tímanum í morgun og björg-
uðust faðir og dóttir, þau einu sem í
húsinu voru, út um glugga við illan
leik. Allir innanstokksmunir brunnu
til kaldra kola, og varð engu bjargað
úr húsinu nema tveimur sængum og
gallabuxum.
Eigandi hússins, Kristján
Gunnlaugsson, sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins: „Ég
og 7 ára gömul dóttir mín, Karen,
vöknuðum við það að hurðin á
svefnherbergisdyrunum var farin
að brenna, og allt á kafi í reyk. Við
vöknuðum upp við einhvern dynk
kl. tæplega hálfsex, og þá var allt
orðið alelda. Ég braut glugga á
svefnherberginu, og þannig kom-
umst við út. Það mátti engu muna
Rannsóknar- og þróunarstarf á Norðurlöndum:
Svíar í stafni —
íslendingar í skut
ÍSLENDINGAR verja minni fjár-
munum til rannsókna og þróunar-
starfs en aðrar Norðurlandaþjóðir,
eða aðeins 0,78% af þjóðartekjum.
Svíar hafa forystu meðal Norður-
landa í þessu efni, verja 2,5% þjóðar-
tekna til rannsókna, Norðmenn
1,43%, Finnar l,15%og Danir um 1%.
Meirihluti fjármagns til rannsókna
kemur frá atvinnurekstrinum sjálfum
í Svíþjóð, eða um 60%, enda rann-
sóknir arðgæfur hluti af starfsemi
stærri iðnfyrirtækja. Hér á landi er
kostnaðarhlutur atvinnuveganna í
rannsóknum verulega smærri, enda
flestar rekstrareiningar litlar.
Þetta kom fram á kynningarfundi
um rannsóknar- og þróunarstarf-
semi í iðnaði á Norðurlöndum, sem
haldinn var á vegum iðnaðarráðu-
neytisins og iðntæknistofnunar í
Reykjavík í gær. Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra, setti
ráðstefnuna. Því næst fluttu full-
trúar frá Norðurlöndunum fimm
stutt yfirlitserindi um skipulag og
fjármögnun rannsóknarstarfsemi í
viðkomandi löndum: Thomas Siden-
blad, Svíþjóð, Andreas Mortensen,
Noregi, Björn Blomqvist, Finnlandi,
Eyvind Moe og Gunnar Lehmann
Nielsen, Danmörku, og Kristmund-
ur Halldórsson, Islandi, en hann er
fulltrúi okkar í stjórn Norræna iðn-
þróunarsjóðsins. Þá fluttu Sune
Bernt, Stokkhólmi, erindi um Nor-
forsk, og Rut Backlund Larson,
Stokkhólmi, um Norræna iðnþróun-
arsjóðinn. Síðar svöruðu fyrirlesar-
ar fyrirspurnum þátttakenda.
Lausafjárstaða bankanna versnaði í ágúst:
Staða bankanna nú verri
en hún hefur verið í áratugi
HÉR fer á eftir fréttatilkynning
viðskiptabankanna um viðbrögð
þeirra við versnandi lausafjárstöðu
hjá Seðlabankanum:
Á undanförnum mánuðum hef-
ur mjög þrengzt um lausafjár-
stöðu bankanna. Innlán hafa auk-
izt nokkuð umfram hækkun verð-
lags, en þó minna en vonir stóðu
til. Á hinn bóginn hefur aukning
útlána ekki dregist saman í nein-
um þeim mæli sem svarar til
minni hækkunar verðlags en áður
var. Lán endurgreiðast treglega og
vanskil eru meiri en nokkru sinni
fyrr. Afleiðingin hefur orðið sú að
skuldir bankanna við Seðlabank-
ann hafa farið ört vaxandi og
notkun yfirdráttarheimilda í er-
lendum bönkum hefur orðið var-
anleg. Nokkur merki voru um
breytingu til batnaðar síðari hluta
vetrar, en á undanförnum sumar-
mánuðum, og þó einkum í ágúst-
mánuði, hefur keyrt ufn þverbak.
Er staða bankanna nú verri en
hún hefur verið í áratugi.
Orsakir þessarar þróunar eru af
ýmsum toga spunnar. Afkoma er
vissulega erfið í ýmsum atvinnu-
greinum og fyrirtækjum og raun-
tekjur almennings hafa lækkað. Á
hinn bóginn hafa menn of seint
brugðist við þessu á þann eina
hátt, sem getur leitt til árangurs,
þ.e. með því að sníða sér stakk
eftir vexti. Neikvæðir raunvextir
um langt árabil hafa deyft tilfinn-
ingu fyrir því, hvað greiðslubyrði
af lánum felur í sér. Endurteknar
skuldbreytingar undanfarinna ára
hafa alið á þeirri trú, að ætíð sé
unnt að fá frestun á umsömdum
greiðslum.
Það er augljóst, að við svo búið
má ekki standa. Bankamir hljóta
enn að draga mjög úr útlánum.
Fyrst um sinn verður það að vera
í þeim mæli að nánast sé tekið
fyrir ný útlán, að reglubundnum
rekstrarlánum atvinnuvega und-
anteknum. Þá mun mjög verða
hert á hvers konar innheimtuað-
gerðum vegna vangoldinna lána.
Verð loðnuafurða
miklum mun lægra
en í fyrrahaust
Útlitið því alls ekki gott, segir Jón Reynir
Magnússon framkvæmdastjóri Sfldar-
verksmiðja ríkisins
VERÐ á loðnuafurðum, mjöli og lýsi er nú mjög lágt. Heimsmark-
aðsverð á próteineiningu mjöls er um 5 dalir og fyrir lýsislestina fást
um 300 dalir. Verð á þessum afurðum var í upphafi síðustu loðnu-
vertíðar um 8 dalir á próteineiningu og 450 til 460 dalir fyrir
lýsislestina. í samræmi við það var loðnuverð á síðasta hausti ákveð-
ið um 1.300 krónur lestin miðað við 16% fitu og 15% þurrefni.
að illa færi. Það vildi svo vel til að
dóttir mín var í sama herbergi og
ég, en ég veit ekki hvernig hefði
farið, ef hún hefði verið annars
staðar, því reykhafið var orðið
slíkt og eldurinn, að ég hefði aldr-
ei komist fram á ganginn."
Húsið var nýlegt timburhús, og
fuðraði það upp á rúmri klukku-
stund. Slökkvilið kom sunnan úr
hreppum, frá Hvolviðarnesi í
Eyjahreppi og Miðdal 1 Kolbeins-
staðarhreppi, en ekkert varð við
eldinn ráðið. Slökkvidælan sem er
hér i hreppnum fór ekki í gang, en
það hefði engu skipt, þar sem eld-
urinn var orðinn svo mikill, þegar
hún var komin á staðinn.
Kristján sagðist telja líklegt að
eldsupptök mætti rekja til raf-
magns. Hús hans og innanstokks-
munir voru tryggðir, en Kristján
sagðist ekkert vera farinn að at-
huga hvernig hann færi fjárhags-
lega út úr þessum skaða. Undir
húsinu var steyptur kjallari, og í
honum stóð bifreið Kristjáns. Hún
er óskemmd, svo og annað sem f
kjallaranum var. Þau feðginin fá
nú inni hjá foreldrum Kristjáns
að Akri I, en Kristján segist
ákveðinn í að byggja bæ sinn að
"ýju- Finnbogi
'O
INNLENT
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að verð væri al-
veg í botni og þrátt fyrir það
gengi illa að selja. Litlar sem
engar líkur væru á því að verð
þokaðist upp á við á næstunni
og því væri útlitið varðandi
komandi loðnuvertíð alls ekki
gott. Miðað við verðið á lýsinu
væri Það á mörkunum, að það
borgaði sig frekar að brenna því
í verksmiðjunum eða örðum til-
gangi hér heima en að flytja
það út. Lýsið væri vel til þess
fallið og ekki sízt vegna þess, að
það væri nú ódýrara en svart-
olía. Lestin af svartolíu kostaði
nú um 8.100 krónur, en miðað
við að skilaverð á lýsi til kaup-
enda væri 250 dalir, næmi það
ekki nema rúmum 7.500 krón-
um.
Ástæður þessarar verðþróun-
ar mætti meðal annars rekja til
útlits fyrir góða soyabaunaupp-
skeru í Bandaríkjunum, mikill-
ar framleiðslu mjöls og lýsis í
Chile, framleiðsluaukningar í
Perú og samdráttar í landbún-
aði EBE-landanna.
Sigurður Þorkelsson
verkfrœðingur látinn
LÁTINN er í Reykjavík Sigurður
I>orkelsson verkfræðingur. Hann
var sjötugur að aldri.
Sigurður Þorkelsson var fæddur
1. febrúar 1914 á Akureyri, sonur
Þorkels veðurstofustjóra Þor-
kelssonar og Rannveigar Einars-
dóttur. Hann varð stúdent frá
Menntaskóla Reykjavíkur 1932 og
lauk prófi í rafeindaverkfræði í
Kaupmannahöfn 1939.
Sigurður var verkfræðingur hjá
Post- og Telegrafvæsenet í Kaup-
mannahöfn 1939—1945, deildar-
verkfræðingur í radíódeild Land-
síma íslands 1945—56, yfirverk-
fræðingur Radíótæknideildar
Landsímans 1956—63 og forstjóri
sömu deildar frá 1963.
Hann var kennari við Loft-
skeytaskólann í Reykjavik frá
1945 og skólastjóri hans frá 1956.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
er Emma Else Þorkelsson. Þau
eignuðust þrjá syni.
Innlánsaukning bankanna:
Mest hjá Iðnaðar-
og Verzlunarbanka
Ennfremur verður framvegis ekki
unnt að semja um lengingu lána í
þeim mæli, sem áður hefur tíðk-
ast. Frá þessari stefnu verður ekki
unnt að víkja fyrr en ljóst er, að
sparnaður hafi aukizt, eftirspurn
eftir lánum minnkað og lausafjár-
staða bankanna komizt í eðlilegt
horf.
IÐNAÐARBANKINN er með mesta
innlánsaukningu meðal viðskipta-
bankanna á síðustu 12 mánuðum
eða 65,2% og jafnframt mesta út-
lánaaukningu eða 75,1% á sama
tíma.
Verzlunarbankinn er í öðru sæti
með 53,2% innlánsaukningu en
næstminnsta útlánaaukningu eða
Innlán og útlán bankanna hafa aukizt sem hér segir:
48,9%. Verzlunarbankinn hefur á
skömmum tíma breytt stöðu sinni
í innlánum frá því að vera með
einna minnsta aukningu til þess
að vera með næstmesta aukningu
innlána. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins eiga kaskóreikn-
ingar bankans mikinn þátt í stór-
auknum innlánum.
Iðnaðarbanki
Verzlunarbanki
Búnaðarbanki
Alþýðubanki
Útvegsbanki
Landsbanki
Samvinnubanki
Innlán Útlin
65,2% 75,1%
53,2%
45,9%
41,4%
34,7%
29,0%
20,0%
48,9%
70,0%
65,9%
55,9%
38,6%
51,5%
Landsbanki og Útvegsbanki
með mestar yfirdráttarskuldir
UM síðustu mánaðamót námu yfir-
dráttarskuldir viðskiptabankanna
hjá Seðlabanka og erlendis samtals
rúmlega 3,4 milljörðum króna og
höfðu aukizt um rúmlega 600 millj-
ónir á einum mánuði.
Landsbankinn skuldaði mest,
eða 1.659 milljónir innanlands og
erlendis, sem er 21,4% af innlán-
um bankans, en Útvegsbankinn
skuldaði í yfirdráttarlánum hlut-
fallslega mest, eða 993 milljónir,
sem eru 47,9% af innlánum bank-
ans.
Verzlunarbankinn var með
bezta stöðu að þessu leyti um síð-
ustu mánaðamót og skuldaði 26
milljónir, eða 3% af innlánum, en
Iðnaðarbankinn var með næst-
bezta stöðu, skuldaði 109 milljónir
eða 7,1% af innlánum.
Y firdráttarskuldir Samvinnu-
bankans námu 259 milljónum eða
20,1% af innlánum, Búnaðarbank-
inn 321 milljón eða 8,3% af inn-
lánum og Alþýðubankinn 37 millj-
ónir eða 8,1% af innlánum.