Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 5 V I * u * L A Ö f r * I K I i l ( N O I N Ci A Vikubiaöið ísafold ísafold hefur göngu sína ÚT KOM í gær 1. tölublað viku- blaðsins ísafoldar sem Fósturmold hf. gefur ÚL Ábyrgðarmaður og rit- stjóri er Ásgeir Hannes Eiríksson. í ávarpi til lesenda segir að blaðið sé vikublað fyrir Islendinga og að það leggi af stað út í lífið með fögur fyrirheit, að rétta landsmönnum hjálparhönd eftir mætti, beita sér fyrir betra mannlífi, draga úr opinbera kerf- inu og einfalda það í sniðum. Einnig að ísafold hafi gaman af ýmsum fróðleik og sé blaðið bæði hnýsið og forvitið og afar ættræk- ið. Því sé annt um söguna og sögu liðandi stundar. ísafold er sett í ísafoldar- prentsmiðju og prentað hjá Blaða- prenti. Loðnuveiðum Norðmanna við Jan Mayen lokið NORÐMENN áttu um síðustu mán- aðamót aðeins eftir að veiða 2.500 lestir af 105.000 lesU loðnukvóta sínum við Jan Mayen. Var veiðunum því að Ijúka þá og skipin farin að tygja sig á önnur veiðisvæði. Loðnuveiðar í Barentshafi hóf- ust 1. september siðstliðinn og höfðu 128 bátar fengið leyfi til veiða þar. Að sögn norska blaðsins Fiskaren eru nokkur þeirra skipa enn við makrílveiðar. Leyfilegur kvóti í Barentshafinu er 470.000 lestir. Grettis leitað án árangurs STARFSMENN Köfunarstöðvarinn- ar hf. hafa nú um nokkurt skeið leit- að flaks dýpkunarskipsins Grettis, sem sökk á Faxaflóa á síðasta ári. Leitin hefur enn ekki borið árangur, en ætlun Köfunarstöðvarmanna er að kanna hvort hægt sé að ná skip- inu upp og hugsanlega nýta það sið- ar. Grettir sökk í mars 1983 14 til 15 sjómílur norður af Skaga og skömmu síðar keypti Köfunar- stöðin skipið af Brunabótafélag- inu. Kristbjörn Þórarinsson hjá Köfunarstöðinni sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú hefði ver- ið eytt talsverðum tíma í leit af Gretti og í því skyni fínkembt um þriggja fermílna svæði á þeim stað, sem talið væri að skipið hefði sokkið. Það hefði komið þeim á óvart hve ónákvæm sú staðsetn- ing, sem upp hefði verið gefin, væri. Þrátt fyrir það væri engan bilbug á þeim að finna. Ætlunin væri að finna skipið og kanna hvort hægt væri að ná því upp og nýta það, lengra væru hugmyndir þeirra ekki komnar. Framsókn vill formanna- skipti í sameinuðu þingi Sjálfstæðismenn vilja formennsku bæði í fjárveitinganefnd og utanríkismálanefnd TIL ÁREKSTRA kann að koma á næstu vikum milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna formennsku i tveimur helstu nefndum Alþingis. Á fyrstu dögum þingsins þarf að ganga frá kosningu nýrra formanna fjárveitinganefndar og utanríkismála- nefndar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vilja sjálfstæðis- menn halda formennsku í fjárveitinganefnd og fá utanríkismála- nefnd að auki. Óánægja er með þetta í Framsóknarflokknum. Laust fyrir þingslit sl. vor sagði Lárus Jónsson, Sjálfstæð- isflokki, þáverandi formaður fjárveitinganefndar, af sér formennskunni þar sem hann hóf skömmu síðar störf sem bankastjóri ÍJtvegsbanka ís- lands, en Lárus lætur af þing- mennsku í haust. Á síðustu dög- um þingsins gekk þingflokkur Sjálfstæðiflokksins frá skipan Halldórs Blöndal úr Norður- landskjördæmi eystra í sæti Lárusar í fjárveitinganefnd og samþykkti ennfremur, að for- mannssætið hlyti Pálmi Jóns- son, fyrrum ráðherra og þing- maður úr Norðurlandskjördæmi vestra, sem fyrir var í nefnd- inni. Stóð til að ganga frá kjöri Pálma fyrir þingslit, en vegna andstöðu innan þingflokks framsóknar var það ekki unnt. Fjárveitinganefnd starfar ekki milli þinga samkvæmt þing- sköpum, þannig að nýr formað- ur verður ekki kjörinn fyrr en þing kemur saman á ný. Undir- nefnd sú, sem hluti fjárveitinga- nefndar skipar og sinnir fjár- lagagerð yfir sumarmánuðina, starfar að formi til sem nefnd á vegum fjármálaráðherra. Hún hefur í sumar lotið fundarstjórn Guðmundar Bjarnasonar, þing- manns Framsóknarflokksins úr Norðurlandskjördæmi eystra, sem var kjörinn varaformaður fjárveitinganefndar Alþingis á síðasta hausti. Dr. ólafur Jóhannesson var formaður utanríkismálanefndar á síðasta þingi, en Framsóknar- flokkurinn tilnefndi mann í upp- hafi þingsins í það sæti sam- kvæmt samkomulagi milli flokkanna og þess í stað til- nefndi Sjálfstæðisflokkurinn formann fjárveitinganefndar. Við fráfall ólafs Jóhannessonar í vor tók varaformaður við stjórn utanríkismálanefndar- innar, en hann er Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norður- landskjördæmi vestra. Utanrík- ismálanefnd Alþingis er eina nefnd Alþingis sem þingheimur kýs varamenn í og hefur Tómas Árnason, kjörinn varamaður framsóknar, því tekið sæti í nefndinni. Þá er utanríkismála- nefnd eina þingnefndin sem er að störfum þótt þing sitji ekki. Samkvæmt heimildum Mbl. eru margir framsóknarmenn þeirrar skoðunar, að leggja eigi ríka áherslu á að ná fram skipt- um á formönnum, þannig að framsókn fái í haust formann í fjárveitinganefnd, sem full sam- staða er þar um að yrði þá Guð- mundur Bjarnason, en Sjálf- stæðisflokkurinn fengi í staðinn Eyjólf Konráð Jónsson sem formann utanríkismálanefndar. UR«YSUR PEYSUR^ RgM^PEYSUR^^ M|ur Pr^ÉMF P^Hweyjé ^ PÉl YSURl m pey :YSU^ lYSUh A l'R PE'l prsuR ra [UR PE>| ■YSUR I UR PE\\ =YSl IR p' grPEj Psul ruR pe| '•FYSUl' PEYSUR PEYSUR PEYSUR UR PEYSUR PEYSUR pr£ PEYSUR PEYSUR PEYS, UR PEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYÍ%§, UR PEYSUR PEYSUR , PEYSUR PEYSUR PEYS UR PEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYS- EEYSUR PEYSUR PEYSUR PEYSi SUR PEYSU EYSUR PEYSl]*Sk* UR PEYSUR 5EYSUR PEYSUl PEYSUR PEYS- YSUR PEYS- EYSUR RPEYS- YSUR S- PEY »~YSUR PEYSJj 'R PEYSUQgHð v iysur IR PEYS» ÍEYSUR Pl^ fmjR PEYSUF < PEYSUR PE\ n ^fUR PEYSURj J YSUR PEYSUR P PEYSUR PEYS' || ,,r3 PEV 3EYSUR 2§ UHv« PE^^R F UR \ ’SI PEYl URPs PEYf~™ UR PEYSuf^ UR PEYSl & PEYSURF UR PEY' PEYSUmésé UR PEYSI PEX2£' 4 S N# PFYS Bonaparte . AusturstrM 22 WSP GARB9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.