Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 13 Sambland athafna- lífs og afþreyingar Á heimilissýningunni í Laugardalshöll, sem lýkur um heigina MENN hafa stundum velt því fyrir sér hvers vegna vörusýningar eru svo vinsælar sem raun ber vitni hér á landi. Þær sýningar sem sett- ar hafa verið upp í Laugardalshöll á undanförnum árum hafa dregið að sér fólk svo tugum þúsunda skiptir, og svo er einnig með sýn- inguna „Heimilið og fjölskyldan ’84“ sem nú stendur yfir í Laugar- dalshöll. En þegar maður er kom- inn inn á slíka sýningu þá verður þetta skiljanlegt, því staðreyndin er sú, að það er gaman að labba um í Höllinni og skoða sig um, svo ekki sé minnst á að bregða sér í Tívolí. Þarna ríkir ákveðin stemmning, sem ekki er að finna annars staðar, og þarna blandast saman straumar athafnalífs og af- þreyingar í einkennilegum kokteil. Sýningin sem nú stendur yfir var opnuð föstudaginn 24. ágúst sl. og lýkur henni næstkomandi sunnudag, hinn 9. september. Að sögn Halldórs Guðmundssonar, blaðafulltrúa, verður sýningin ekki framlengd, enda ekki hægt með sýningar sem þessar. Hann sagði ennfremur að flest benti til að sýningargestir yrðu á bilinu 65 þúsund til 70 þúsund miðað við aðsóknina fram til þessa, sem ræðst þó að sjálfsögðu af aðsókninni nú þessa síðustu sýn- ingarhelgi. Gagn og gaman Ekki er unnt að lýsa í smáat- riðum öllu því sem fyrir augu og eyru ber á sýningunni í Laugar- dalshöll að þessu sinni. Má í rauninni segja að þar sé til sýnis flest sem nöfnum tjáir að nefna varðandi heimilishald, svo sem matvæli, húsgögn, innréttingar, hreinlætistæki, heimilistæki, hljóðfæri, tölvur, sjónvörp, myndsegulbönd, blöð, bækur, kristall, glervara, bílar, mót- orhjól, gluggatjöld, skartgripir og margt mörgum sýningardeildum er gestum boðið að bragða á mat og garn ra. I Skemmtiatriði á útisvæði, þar sem leikið er atriði úr ævintýrinu við Nykurtjörn. drykk auk þess sem sýnikennsla er á hinum ýmsu sviðum á víð og dreif um höllina. Stolt sýningar- innar er svo einbýlishúsið í aðal- sal Hallarinnar, en þar hafa 20 sýnendur haft samstarf um að reisa hús og búa það nauðsynleg- um hlutum til heimilisins. Rétt er einnig að geta sérsýningar fyrirtækja frá Húsavík í baksal og tékknesku sérsýningarinnar i neðri sal, en þar er m.a. að finna bíl, mótorhjól, matvöru, kristal, hljóðfæri, fatnað og fleira. Sú ánægjulega þróun hefur orðið í sýningahaldi hér á und- anförnum árum að blanda sam- an skemmtan og nytsemi og er Tívolí orðið ómissandi þáttur í sýningunum. Á útisvæði austan Laugardalshallar er Tívolí með bílabraut, kolkrabba, barna- hringekju, hoppukastala og kastleikjum að ógleymdum „þeytinum" alræmda, sem á fag- málinu er nefnt „round up“. Það þarf vissulega sterkar taugar til að fara í slíkt „apparat" og er raunar kostulegt að sjá aum- ingja fólkið þegar það kemur föl- bleikt og skjögrandi út úr þessu voðatæki. f Tívolíinu kemur einnig fram fallbyssudrottning- in Jannita Christin og lætur skjóta sér úr fallbyssu um 30 metra vegalengd í öryggisnet. Er sagt að hraði stúlkunnar sé um 90 km á klukkustund þegar hún kemur út úr hlaupinu. Ekki má heldur gleyma LEGO-landinu þar sem þúsundir Legokubba eru til frjálsra nota fyrir börnin. En eins og áður segir er til- gangslaust að reyna að lýsa sýn- ingum sem þessum með miklu orðagjálfri. Hér gildir eins og svo oft áður, að sjón er sögu rík- ari og vonandi bæta meðfylgj- andi myndir þar eitthvað úr. Nú svo er auðvitað líka ráð að bregða sér á sjálfa sýninguna og skoða það sem þar er að sjá með eigin augum. Mikið er um kynningu á matvörum á sýningunni. Allir skemmta sér í hringekjunni. Hér hafa áhugamenn brugðið sér f skák í einum sýningarbásnum. Senn lýkur góön symngu apssr-jsr- Kynnt'^r'nýjurfgar tdheimilis og húSbúnaðar.. skemm.la.ri6a é ú«ipani. Dagskrá áTívolísvæðinu. Kl 15:00 FallbYSSudrottningin (laugard. og sunnud.) kl. 18:00 Fallbyssudrottningin kl. 18:30 Ævintýrið úr Nykurtjörn kl 21:00 Fallbyssudrottningin kl. 22:00 BREAKDANCE. New York State Breakers og Islands- meistarnir Stefán Baxter og Rúrik Vignir. mm 6 0 Svæðið opnað: I dag fostudag kl. 17 en lauganl og sunnud. kl. 13. ... • ___framlonnn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.