Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 15

Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 15 hér um verk Þorvalds Skúlasonar. Hann er allur, en verkin halda áfram að tala sínu máli. Ég sagði það hafa veitt lífsfyll- ingu að njóta samvista við Þor- vald. Það var meir en það. Enginn nema sá, er reyndi, getur gert sér í hugarlund það ævintýri að kynn- ast Þorvaldi. Það væri efni i löng skrif, jafn margslunginn hugsuður og þar var á ferð. En veraldar- vafstur var Þorvaldi fjarri skapi, og margt var ógert frá hans hendi; það lá ekkert á. Lifnaðarhættir hans allir voru nokkuð sérstæðir, og hafi nokkur lifað meinlætalífi hér á landi á tuttugustu öldinni, var það Þorvaldur Skúlason. Hann átti aöeins eitt áhugamál, að mála mynd. Hvort peningar voru til fyrir næstu máltíð varðaði hann engu, myndina varð að klára. Fjármunir voru honum naumir alla ævi, og margur hefði lagt skútu sinni i þeirri útgerð, sem Þorvaldur stundaði um árabil. En hann var auðkýfingur í öðrum skilningi. Verk hans voru honum allt, og hann var vandvirkari en flestir þeir, er ég þekki til. Það gat tekið hann fjölda ára að ganga endanlega frá verki, en það er önnur saga og verður ekki rakin hér. Viðbrögð Þorvalds Skúlasonar við frægðinni gefa góða mynd af manninum. Það gat ekki farið hjá því, að verk hans yrðu kunn víðar en hér heima. Myndir Þorvalds voru sýndar viða um Evrópu og einnig fyrir vestan haf. Hans var oftsinnis getið i tímaritum og bók- um um nútímalist, einkum og sér i lagi hjá Frökkum. Hann sýndi á hinum virta Biennale i Feneyjum hér um árið, og myndir hans seld- ust fyrir gott verð til einkasafna erlendis nú nýlega. Hann var sem sagt vel þekktur meðal sérfróðra manna um myndlist viða um heim. Við köllum það heimsfrægð. Nú skyldi maður halda, að þetta hefði haft sitt að segja fyrir Þor- vald, en það var nú eitthvað ann- að. Hann lét sér fátt um finnast, og ekki var hægt að fá hann til að minnast á slíkt, hvað þá stæra sig af því. Það var honum ekkert kappsmál. Oflæti og loddaraskap- ur voru ekki til i fari hins hægláta og viðmótsþýða meistara. Um langt árabil vorum við Þorvaldur nánir vinir, en því mið- ur urðu fundir okkar færri, eftir því sem tíminn leið. Annir urðu meiri en við varð ráðið og aðrar ástæður, sem ég nefni ekki hér, en vinskapurinn hélzt sá sami. Eins og allir vita var Þorvaldur einn af máttarstoðum þess sýn- ingarhóps sem nefnist SEPTEM, og eitt af því siðasta sem hann tók ákvörðun um, var að vera þátttak- andi í þeirri árlegu sýningu, er nú stendur á Kjarvalsstöðum, og eig- um við honum miklar þakkir fyrir. Enginn einn listamaður hefur haft jafn djúptæk áhrif á málara- list á þessu landi og Þorvaldur. Hann hefur verið beinn og óbeinn lærifaðir fjölda af okkar þekkt- ustu málurum, og hann vann mikil og merkileg störf fyrir listina í dómnefndum og safnráði á sínum tima. Þau spor, sem hann hefur markað, verða ekki afmáð, og þótt hann sé horfinn af sjónarsviðinu, lifir hann áfram frískur og frjór f verkum sínum, sem til allra heilla verða aðgengileg fyrir þióðina, þegar Listasafn Háskóla Islands fær þak yfir höfuðið. Það er sorgarsaga að missa ann- an eins snilling og Þorvald Skúla- son, en enginn fær við ráðið. Það er sagt, að maður komi f manns stað og mun rétt vera, en enginn fær bættan snilling. Það er því ástæða fyrir þjóðina alla að harma fráfall Þorvalds Skúlason- ar. Við félagar hans þökkum fyrir allt og allt, og virðing okkar verð- ur ekki tjáð i orðum. Er það ekki kaldhæðni örlag- anna, að eftir því sem myndlistar- fólki fjölgar á íslandi, fækkar málurunum. Valtýr Pétursson Hljóðlega gekk hann um dyr til- verunnar. Hljóðlega hvarf hann á fund dauðans. Þannig var alltaf samhljóman og stíll í lifi hans og list. Með honum er horfinn einn mesti heilinn í íslenzkri myndlist. Hugur hans leiftrar ekki framar. Glóðin og eldur verka hans mun loga og lýsa um ókomna tið. Það hefði einu gilt á hvaða tíma Þor- valdur Skúlason hefði verið uppi. Hann hefði alltaf og alls staðar skipað forystusveit guðs útvaldra. Hann var einn örfárra, sem gædd- ur var sjálfri guðsgáfunni með neistann i brjósti sér. Hann var jafnvígur á öll stílbrögð og stefnur listarinnar. Hann var hámenntað- ur listhugsuður. Alltaf var jafn skemmtilegt óg menntandi að hitta hann og tala við, hvort sem var heima, í síma, eða á förnum vegi. Fyrir nokkrum árum birti ég tvær sannorðar lofgreinar um hann á prenti. Til að forðast endurtekningu á kveðjustund verð ég stuttorður og vonandi gagnorð- ur í anda þess framliðna. Hann kunni öðrum fremur listina að tjá sig í sem fæstum línum á léreftinu og segja hvað mest í sem fæstum orðum, hvort sem var á mæltu máli eða rituðu. Þessi ræktaði og fágaði listamaður vann alltaf á með auknum kynnum eins og blæ- hreinn og stígandi litatónninn i verkum hans. Stórt og gáfulegt höfuðið minnti mig alltaf á mörghundruð kerta ljósaperu í allt of lítilli fattningu. Þegar slíkt leiftrandi ljós slokknar er tilveran litlaus og grá lengi, lengi á eftir. Þeir munu finna fyrir því mest, sem þekktu hann bezt. Örlygur Sigurðsson naumast hafði Þorvaldur lokið barnaskóla og gengið fyrir gafl, er honum var komið til vinnu. En það ekki i neinn óæðri stað, þvi tæpra fimmtán ára gamall fær hann pláss sem messadrengur á Gullfossi sem þá sigldi sína föstu áætlun milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar. Naut hann í því Theódórs Johnsons bryta, er síðar rak Hótel Vík i Reykjavík, en hann var uppeldisbróðir frú El- ínar. í ferðum þessum var sæmi- leg viðdvöl í báðum hinum erlendu höfnum, og gáfust því tækifæri á að fara í land, ekki sizt i Edinborg hinni fögru, en þar við Princes Street stóð og stendur enn Lista- safn Skotlands. Þótt listaverkin þar vektu mikla aðdáun Þorvalds, voru þau honum i bráð ekki annað en eimur af annarri veröld, því hugur hans stóð nú allur til sjó- mennsku, og jafnvel ekki trútt um skipstjórnardrauma. Ekki rifaði hann heldur segl þeirra drauma, nema síður væri, þegar honum var lofað plássi á Goðafossi hinum nýja árið eftir, en það glæsiskip var byggt í stað hins sen strandaði við Straumnes 1916. En hafi sú upphefð stigið honum til höfuðs- ins sumarið þar á milli, þá hné hún ekki til fótanna, því í lang- stökki með félögum sinum á Blönduósi fótbrotnaði hann og lá i því broti þegar Goðafoss hinn nýi sigldi fánum prýddur inn á Reykjavíkurhöfn þann 8. septem- ber 1921. Og þar sem eins fall er löngum annars happ í heimi hér, hlaut og annar það hnoss. Seint verður ráðin sú lifsgáta, hvort örlitið tilvik geti breytt gervallri braut manna, eða hvort eðlislæg hneigð knýi þá allt að einu sinn kallaða veg. Rúmliggj- andi fór Þorvaldur að teikna, og Fyrirsæta 1929. Stúlka með hest, teikning, 1942. fullvíst er að það varð honum brátt meira en afþreying, því er hann fer suður til Reykjavíkur um haustið leitar hann sér tilsagnar, og þá fyrst hjá Ríkarði Jónssyni myndskera. Til er teikning úr fór- um hans, af útskorinni könnu, teiknuð með harðri nákvæmni smáatriða, þannig að formið hverfur fyrir flúrinu. Þótt ungur væri, hefur Þorvaldur líklega fundið að slíkt blýnostur stefndi á engan þroskaveg, svo hann sótti eftir tilsögn Þórarins B. Þorláks- sonar, en naut hennar aðeins skamma stund, því Þórarinn lést sumarið 1924. En svo undarlegt er tilstilli hlutanna, að sumarið nyrðra 1923 varð honum ekki ómerkari skóli en veturinn syðra, því snemmsum- ars rak þar að manr. sem var held- ur betur genginn kúnstinni og geníalítetinu á vald. Var sá Snorri Norðfjörð Arinbjarnar, rúmum fjórum árum eldri en Þorvaldur, farinn að merkja myndir sínar SAN og kominn með teóriur. Hann hafði enda nokkur efni á því, þar sem dómnefnd Listvinafé- lagsina hafði valið mynd eftir hann á sýningu þess árið áður, en hana skipuðu engu listblindari menn en þeir Ásgrímur, Muggur, Kjarval, Jón Stefánsson og Þórar- inn B. Þorláksson. Þótt Þorvald hafi ef til vill tekið sárt að sjá sjálfa fleytuna Goðafoss úti fyrir, er þetta upprennandi gení steig á land, varð honum að minnsta kosti fljótt um bætt er þeir Snorri kynntust. Raunar kom Snorri ekki norður á Blönduós til þess að gera sig eða plássið ódauðlegt i kúnst- inni, heldur sem ber og sléttur innanbúðarsveinn í apótekinu hjá Kristjáni bróður sínum, sem hafði verið skipaður þar héraðslæknir árið áður. Sjálfur vann Þorvaldur hjá Kaupfélaginu, bæði utan búð- ar og við inniafgreiðslu þegar þess þurfti. Af teikningum og vatns- litamyndum beggja má samt ráða, að þeir hafi getað sveimað all viða um, norður Strönd og alla leið suð- ur í Vatnsdalshóla, þótt Blönduós sjálfur og nánasta umhverfi sé þar tíðast. Áratugum síðar minn- ist Þorvaldur með þakklæti þessa sálufélags við Snorra: Hann „kom

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.