Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 41 (ommúnistaflokksins í tíð Dúbceks ím svokallaðan „sósíalisma" tilefni ;il styrjaldar. Innrás herja Varsjár- aandalagsins í Tékkóslóvakíu 1968 /ar „samvirk friðargæzla" í verki. [Jppreisn verkalýðs Póllands 1980 /ar og ástæða til hernaðaríhlutun- ir, en í það skiptið annaðist pólski tierinn styrjaldarreksturinn fyrir [lönd Yfirvaldsins. Sovétríkin eru skv. skilgreiningu forysturíki hinna ,lýðræðislegu og friðelskandi" afla >g áskilja sér rétt til að grípa inn i, hvenær sem örlar á hinni minnstu hreyfingu innan kerfisins, sem ágnar friðnum. En slíkar hreyfingar eru sífellt að láta á sér kræla, oft þegar minnst varir. Sovétleiðtog- arnir fara að hátta á kvöldin með áttann titrandi í beinunum: Hvað á §g að gera ef ég verð nú vakinn upp með þeirri frétt að það hafi brotizt út uppreisn einhvers staðar, að það hafi myndazt samstaða verka- manna? Þá er ekkert um annað að ræða en að varðveita friðinn og skjóta allt helvítis pakkið í mask. — En það gæti orðið hættulegt völdum yfirstéttarinnar sjálfrar, og því kýs hún að reyna að stýra framhjá þeim ósköpum. Og þaðan sprettur krafan um „frið“. Það er krafan um að öll erlend ríki styðji tilkall hennar til yfirdrottnunar í öllu heimsveldinu, viðurkenni landamærin og sjái til þess sjálf, að ekkert berist frá þeim yfir landamærin, sem verða kynni til þess að kynda undir hugmyndum manna í heimsveldinu um mann- réttindi. Stór áfangi náðist i Hels- inki 1975 þegar landamærin voru viðurkennd og yfirráðaréttur Sovét- ríkjanna yfir Austur-Evrópu. Næsti áfangi er að koma „samvirku ör- yggi“ í framkvæmd í Evrópu allri. Sovétríkin þurfa frið og vilja frið. Já, vissulega. En nái þau því marki sínu, verða vestræn r(ki að afsala sér frelsi sínu. Lauslegar viðræður Eystrasalts- ríkja um samvinnu fyrir seinni heimsstyrjöld ógnuðu svo öryggi Sovétríkjanna, að þau urðu að gera bandalag við Hitler, hefja heila heimsstyrjöld og skipta Póllandi í fjórða sinn, til að við mætti una. Eftir styrjöldina gildir sú regla í Austur-Evrópu, að hvert ríki er af- girt og lokað frá hinum og sovét- stjórnin gætir þess vandlega að þau hvíslist ekki á nema í gegnum Aðal- stöðvarnar í Moskvu. Nú hefur það verið að gerast á þessu ári, að Ung- verjar og Austur-Þjóðverjar hafa eitthvað verið að makka, og Aust- ur-Þjóðverjar hafa leyft sér að tala við Vestur-Þjóðverja án þess að biðja um leyfi í Moskvu. Þetta er einmitt það sem hefur vofað yfir sovétstjórninni og hún upplifir sem martröð. Sameining Þýzkalands með skilmálum Mólótoffs átti ein- mitt að koma í veg fyrir þetta. En atburðir þessir leiða til þess, að Yf- irvaldið verður að herða um allan helming „friðarbaráttuna", þar til vestræn ríki sjá sitt óvænna og kjósa að halda sig á mottunni. ís- landi hefur verið úthlutað mikil- vægu hlutverki í þessum hráskinns- leik. Viðbrögð sovétstjórnarinnar hafa verið þau, að loka öllum landamær- um, sem hún nær til, svo þétt sem hún hefur afl til. Sovétborgurum er bannað að fá sendingar frá útlönd- um og bönnuð nær öll samskipti við útlendinga. Útvarpssendingar eru truflaðar. Það má ekkert fréttast um það hvernig fólk lifir raunveru- lega „þarna úti“. Samtímis er hert á þeim áróðri, að hinn alþjóðlegi imp- eríalismi undir forystu Bandaríkj- anna sé að undirbúa strið og innrás, og á þó allur almenningur í „imperí- alistaríkjunum" að vera að farast úr hungri, kröm, kvöl og kúgun. Fari þessu svo fram, er ekki að vita hvenær martröð sovétleiðtog- anna dynur yfir: Allsherjar spreng- ing og hrun, með þvílíku blóðbaði, að jafnvel fjöldamorð Stalíns falla í skuggann. Bezti bandamaður þeirra, sem raunverulega vija frið, er almenning- ur í kommúnistaríkjunum sjálfum. Vestrænum rikjum og vestrænu fólki ber skylda til að sjá til þess að það berist fréttir yfir járntjaldið af því, hvernig lífið er í löndum sem hafa í heiðri einstaklingsfrelsi og mannréttindi. Það gæti gefið von, veika að vísu, um að þróunin austan járntjalds tæki stefnu í átt til mannréttinda. Það væri starf í átt til friðar. Hafa ber í huga, að pólsk- ir verkamenn hafa þegar skrifað mene tekel á vegginn. Níkíta Hrúsjoff, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, sagði þetta eitt sinn við John McCloy, hernámsstjóra Bandaríkjanna í Þýzkalandi: Sov- étríkin líta svo á, að þá fyrst nái þau viðunandi öryggi, þegar þau hafa sömu friðaráhrif í Vestur-Evrópu og þau þegar hafa í Austur-Evrópu. Betur er vart hægt að lýsa mark- miði „samvirks öryggis". Friðarbarátta á íslandi íslenzkir friðarsinnar berjast fyrir því, að ísland verði hlutlaust, fari úr Atlantshafsbandalagi, gangi ótrautt í „kjarnorkuvopnalaust svæði“ á Norðurlöndum. Náist þetta ekki telja þeir að forfeður okkar og formæður hefðu barizt til lítils. Þeir flytja fram utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna og fá fyrir það mikið hrós í ofannefndri sovétbók. Berjast þeir fyrir frelsi Sakharoffs? Nei. Nefna þeir mannréttindi? Nei. Þeir segja að það megi ekki ögra Sovétríkjun- um og að það þurfi meiri „slökun“. Og guðsmennirnir í hópnum: Heyra þeir harmakvein fangelsaðra trú- bræðra sinna austan járntjalds? Nei, það má ekki búa til grýlumynd- ir. Á sunnudögum prédika þeir svo um bróðurkærleik. Hvers virði er þá prédikun þeirra? Einskis virði. Og „framfara8innarnir“: Þeir þykjast sumir vera andvígir innrásinni i Tékkóslóvakíu 1968 og jafnvel fullir samúðar með alþýðu í Afganistan. En sá sem afneitar rétti Sovétríkj- anna til að veita Afgönum „bróður- hjálp“ og skipa þar málum, afneitar jafnframt utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna og öllu kerfi „samvirks ör- yggis“. Málflutningur af þessu tagi étur sjálfan sig upp og er marklaus. „Framfarasinnarnir" ættu að vera samkvæmir sjálfum sér og lýsa yfir eindregnum stuðningi við markmið Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi eða þá andstöðu við þau. Það er ekki hægt að játa þeim með öðru munn- vikinu og neita þeim með hinu. Sá sem fylgir friðarútþenslu Sovétríkj- anna í Evrópu hlýtur að fylgja henni einnig í Afganistan. Og hann vill þá annað friðaröryggisafganist- an á íslandi. Allt talið um „gjöreyðingar- hættu“ er út í hött. Sovétríkin hugsa sér ekki að sprengja heiminn með kjarnorkusprengjum, né heldur neitt annað ríki sem ég þekki. Þau nota vopnabúr sitt til að skjóta mönnum skelk í bringu, til þess að þrýsta vestrænum ríkjum inn í „kerfi samvirks öryggis", sem Móló- toff lýsti á Berlínarráðstefnunni 1954. Það er alið á óttanum i þessum ákveðna pólitíska tilgangi. Spurn- ingin er alls ekki um sprengjur. Hún er þessi: Vilja „friðarsinnar" pax sovietica frið undir forræði og valdboði Sovétríkjanna (og þar með uppgjöf fyrir kúgunaröflunum) eða vilja þeir halda fram málstað vest- rænnar siðmenningar, sem byggir á virðingu fyrir manninum, rétti hans, og rétti þjóðanna til frelsis og fullveldis? ísland er þannig i sveit sett á hnettinum og meðal þjóð- anna, að það getur skipt máli, ekki aðeins fyrir okkur, hvorn kostinn við veljum. Dr. Arnór Hannibalsson dóaent í heimspeki við Hískóla íslands. AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR CHRIS MOSEY Timm Busse með Ester konu sinni og dóttur þeirra Victoriu. sóttu tveir félagsráðgjafar Busse-fjölskylduna, sem býr í þriggja herbergja íbúð f Haninge í útjaðri Stokkhólms. Þeir kröfðust þess að Victoria færi á sjúkrahús svo læknar gætu gengið úr skugga um hvort hún hefði sætt mis- þyrmingum. „Ég varð örvinglaður við þessar fréttir,“ segir Timm Busse. „Ég haföi heyrt að slíkar sjúkrahús- skoðanir væru ætíð upphafið að því að börn væru tekin af foreldr- um sínum.“ Busse-fjölskyldan þorði ekki öðru en að koma sér á brott. Þau fóru með bát til Finn- lands og þaðan með öðrum bát til Hamborgar í Vestur-Þýskalandi þar sem þýsk lögregluyfirvöld upplýstu þau um að krafa hefði komið frá sænskum yfirvöldum um að Victoria yrði flutt til Sví- þjóðar á ný. Busse-fjölskyldan ráðfærði sig við lögfræðing og fór með Vict- oriu í skoðun til prófessors Helm- ut Boehncke, sem er virtur barna- læknir 1 Vestur-Þýskalandi. Er sænska velferðarríkið orðið að „barnagúlagi"? Mikil umreda hefur að undanfornu farið fram í Svíþjóð um friðhelgi fjölskyldulífs, forsjá foreldra yfir börnum sínum og valdsvið félagsráðgjafa og annarra erindreka félagsmálastofnana hins opinbera. Það sem hrinti umræðunni af stað að þessu sinni var hið furðulega mál Victoriu Busse, fjögurra ára gamallar dóttur Timm Busse, tónlistarmanns frá Vestur- Þýskalandi, og konu hans, Ester, sem er af ísraelskum ettum. Fyrir rúmum tveimur mánuð- um komu tveir félagsráðgjaf- ar, sem starfa hjá Félagsmála- stofnuninni i Stokkhólmi, á heim- ili Busse-fjölskyldunnar í útjaðri borgarinnar og tóku Victoriu litlu með sér og fóru með hana á upp- tökuheimili ríkisins, þvert gegn vilja foreldranna. Kváðust félags- ráðgjafarnir vita til þess að faðir- inn hefði lamið barnið og honum væri því ekki lengur treystandi til þess að ala það upp. Seinni part- inn í ágúst, eftir langvinna bar- áttu foreldranna við yfirvöld og mikið fjölmiðlafár, einkum utan landsteinanna, fékk Victoria að koma heim til foreldra sinna á ný, en Félagsmálastofnunin segist þó ekki hafa gefið upp alla von um að ná henni aftur á upptökuhælið. „Nú þegar við höfum fengið Victoriu heim aftur erum við hætt við að flýja land, eins og margir hafa ráðlagt okkur. Við verðum hér áfram og berjumst fyrir rétti okkar,“ segir Tim Busse, faðir stúlkunnar. Hann krefst þess að stjórnvöld í Svíþjóð biðjist afsök- unar á aðförinni að dóttur sinni og heimili fjölskyldunnar. Hefur hann m.a. kært félagsráðgjafana til hins svonefnda „umboðs- manns“ í dómsmálaráðuneytinu, sem samkvæmt lögum er ráðu- nautur og réttargæslumaður hins almenna borgara. Söguburður nægöi Busse segir, að Victoria hafi verið numin brott á grundvelli söguburðar þess efnis að hún hefði verið lamin heima hjá sér. Vitneskja um það barst yfirvöld- um í nafnlausri símhringingu frá einhverjum nágranna hans, en við þá hafði hann átt f ýmsum úti- stöðum um hrið. Busse kveðst munu flytja frá Svíþjóð og lfklega setjast að f Bretlandi þegar mál þetta er úr sögunni og afsökunarbeiðni yfir- valda hafi borist. „I Bretlandi er einstaklingsfrelsið þó enn virt,“ segir hann. Victoria er sannarlega ekki eina barnið í Svíþjóð, sem án vilja for- eldra er komið fyrir á upptöku- heimili ríkisins og það á grund- velli upplýsinga, sem ekkert ann- að réttarríki á Vesturlöndum mundi taka mark á. Það hefur reynst örðugleikum bundið að afla nákvæmra talna, en sam- kvæmt þvf sem opinberar skýrsl- ur herma voru á árinu 1981 12.378 börn vistuð á upptökuheimilum, þar af 1.398 án samþykkis for- eldra sinna. Samkvæmt sömu skýrslum eru samtals um 24.000 börn á upp- tökuheimilum f Svíþjóð. Lögum um þetta efni var breytt árið 1981 og segja yfirvöld að fækkað hafi börnum, sem sett voru á upptöku- heimili f óþökk foreldra og hafi þau verið 943 árið 1982. Hlýtur þetta að teljast mikill fjöldi f landi þar sem aðeins býr hálf ní- unda milljón manna. Samkvæmt gögnum sem ég hef séð í máli Victoriu hefur faðir hennar lög að mæla þegar hann segir að hún hafi verið numin brott á grundvelli sögusagna einna. Einhver sem ekki vildi láta nafns síns getið hringdi f Félags- málastofnunina og staðhæfði að Timm Busse lemdi dóttur sina og væri þvf óhæfur til að gegna föð- urhlutverki sínu. „Mér hefur ekki samið vel við nágrannana,“ segir Busse. „Við hjónin höfum skap- lyndi listamanna." Uppeldiö litið hornauga Það hefur einnig komið fram í viðskiptum Busse-fjölskyldunnar við félagsráðgjafana, að þeir eru furðu slegnir yfir því að þau hjón- in vilja ekki að dóttir þeirra sé á dagheimili, en uppeldi barna á eigin heimilum heyrir orðið til undantekninga f sænska velferð- arríkinu. Faðir Victoriu hefur annast hana, samhliða þvf sem hann sinnir tónlistinni, en móðir- in vinnur í þvottahúsi. „Þetta hentar okkur ágætlega úr þvf ég get helgað mig tónlistinni heima,“ segir Timm Busse. Móðirin, Ester, sem er 24 ára gömul, tekur undir þetta: „Ég kýs að vinna úti, en ég vil samt ekki að dóttir okkar sé alin upp af sænska ríkinu,“ segir hún. Eftir að kvörtunin barst félags- málayfirvöldum f júnf sl. heim- Niðurstaða hans: „Frásögn barns- ins er fullkomlega trúverðug, hún talar ensku og svarar spurningum hiklaust og frjálslega. Á henni eru engin merki um áverka og hún er við mjög góða heilsu. Allt f fari barnsins vitnar gegn þvf að meinbugir séu á sambúð hennar við foreldra sfna. Barnið er opinskátt, ljúft og hamingju- samt.“ Með þessa skýrslu undir hönd- um ákvað fjölskyldan að fara aft- ur til Svfþjóðar. „Ég sé eftir þvf að við skyldum hafa gert það,“ segir Timm Busse nú. Varla voru þau kömin heim þegar félags- ráðgjafarnir, Éva Bjorklund og Inger Wolf, kvöddu dyra f fylgd tveggja óeinkennisklæddra lög- reglumanna. Þau tóku Victoru og fluttu hana á sjúkrahús. Viku seinna var Victoria flutt af sjúkrahúsinu á upptökuheimil- ið Edshöjden, sem er f um 60 km fjarlægð frá heimili Busse- fjölskyldunnar. í skýrslu dr. Gunnars Braathen læknis, sem rannsakaði hana fyrir Félags- málastofnunina, segir að hún sé „heilsuhraust og viðræðugóð". Énn fremur segir: „Éngin ný eða gömul ummerki likamsmeiðinga fundust, ... heldur ekki nein merki um vannæringu.“ Skrámur og bnmasár á upptökuhælinu Að fenginni þessari skýrslu sögðu félagsráðgjafarnir, sem texið höfðu mál Victoriu f sínar hendur, að hún fengi að fara aftur til foreldra sinna ef þau féllust á „samvinnuáætlun“ f nfu liðum. í áætluninni fólst m.a. að foreldr- arnir sæktu vikulega i eitt ár hópmeðferð hjá geðlækni, Vict- oria færi á dagheimili og væri þar a.m.k. sjö stundir á degi hverjum, og Ester Busse hætti að vinna og fylgdist með barninu þegar það væri ekki á dagheimilinu. Busse-hjónin hafa ekki viljað fallast á að ganga að þessum skilmálum og þau halda þvi fram að starfslið á Edshöjden- upptökuheimilinu hafi komið illa fram við hana og sjáist enn skrámur og brunasár á henni eftir dvölina þar. Hefur verið fyrir- skipuð opinber rannsókn á þeirri ásökun. Chris Mosey er hlaðamaður i viku- blaðinu The Obaerrer í Lundún- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.