Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 29

Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 Aukið skjól, hlýlegra um- hverfi, þetta eru atriði sem markviss trjáræktarstefna fyrir höfuðborgarsvæðið hefði í för með sér, ef henni yrði hrint í framkvæmd. Nú í fyrsta skipti hafa drög að slíkri stefnu litið dagsins Ijós. Hún felur meðal annars í sér, að sveitarfélög, skóg- ræktarfélög og önnur áhuga- mannasamtök svo og ein- staklingar og fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu taki hönd- um saman og beini kröftum sínum að því markmiði að auka til mikilla muna trjé- rækt í og við þéttbýli á þessu svæði. Það var í júnf 1982, sem stjórn sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæöinu kom á laggirnar vinnuhóp, sem skyldi annast samræmingu áætlana og aðgerða á svæðinu. Við spurðum Pétur Jónsson landslagsarkitekt, starfsmann trjáræktarnefndar um ýmsa þætti trjárækt- arstefnunnar. Ekki litið á trjárækt í þéttbýli sem sjálfsagðan hlut „Fram til þessa hafa sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu ekki litiö á trjárækt I þéttbýli, sem sjálfsagöan hlut. Þó nú seinni árin sé áhuginn meiri," segir Pétur og heldur áfram: „Sem dæmi um þetta áhugaleysi má nefna að fjárframlög sveitarfélaganna I rekstri og uppbyggingu grænna svæða hafa legiö I 1—2,4% eftir sveitarfélögum. Meðan til dæmis þessi tala er 4% á Akureyri. í ná- grannalöndunum er þessi kostnaður milli 3—5% af heildarfjárlögunum. Þurfa sveitar- félögin á höfuöborgarsvæðinu að gera stór- átak á þessu sviði og mælt er með að þau veiti 4—5% af heildarfjárlögum næstu ára I grænu svæðin." Hingað til hefur einkum verið notast viö ódýrustu lausnina við gerð grænna svæða þ.e.a.s. þökulagningu. Að sögn Péturs er það um helmingi dýrara að planta trjám en setja þökur. A móti kemur að fyrstu 5 árin eftir Hmreynir (sorbusacuparia) viö Tjarnar- götu, plantaö um 1920. Um 50% af trjá- tegundunum í elstu bæjarhlutum Reykjavíkur og Hafnarfjaröar eru reyni- viöur. Aldursmörk reyniviöar viröist vera ca. 60 til 80 ár. Þess vegna þarf aö gæta þess, aö endurplanta í tíma trjám, sem eiga aö taka viö af þeim sem búin eru aö vera. gróðursetninguna er kostnaöur við viðhald á jafn stóru grassvæði og magnútplöntunar- svæði sá sami. Að þessum 5 árum loknum er viðhald grassins orðiö fjórum sinnum dýrara. Sagði hann að leggja bæri áherslu á magnút- plöntun, sem er tiltölulega ódýr aöferö til að fá skjót áhrif. Notaðar eru fljótvaxnar tegundir trjáa og runna, sem plantaö er frem- ur þétt. Tegundaval þeirra er fjölbreytt m.a. til að varna þvl að ekki komi skörð þó að ein tegund fái sjúkdóm eða skaðist að einhverju leyti. Breidd sllkra belta og jaðar þarf að verða svo þéttur að hreinsun á illgresi veröi óþörf eftir 3 ár. Sveitarfélögin á höfuöborgarsvæö- inu tengd saman meö trjábelti Trjáræktarnefnd leggur til að höfuðborg- arsvæöinu verði skipt I tvö megin trjáræktar- svæöi: Innra svæði þ.e. þéttbýiiö sjálft og næsta nággrenni þess og útmörk, þ.e. svæði utan þéttbýlis. A fyrri hluta trjárækfartima- bilsins, sem spannar næstu 10—20 ár þá verði lögð áhersla á plöntun á innra svæðinu. Lagt er til að plöntun trjáa og runna verði samtengd gerð aöal göngustiga, hjólreiða- og reiöstlga, annars vegar við þá stiga er tengja sveitarfélögin saman og hins vegar viö stlga er tengja þéttbýliö þ.e. innra svæðið viö útmörkin. Myndi sllk samtenging skapa meiri heildarsvip, en byggöin hefur þróast nokkuð samhengislaust. „ ___ Einnig er gert ráð fyrir að hvert sveitarfélag fyrir sig vinni að framkvæmdaráætlun til a.m.k. 5 ára, þar sem komi meðal annars fram þættir eins og plöntuuppeldi, magn, tegundir, útplöntun og hvernig eftirliti, um- önnun og viðhaldi trjáa og runna skuli háttað. Byrjað veröi á útplöntun viö umferöargötur og vegi Ennfremur er lagt til I skýrslunni að byrjað verði á útplöntun við umferðargötur og á sýnilegum stöðum við götur. Einnig þurfi að leggja áherslu á iðnaðarhverfin og hafi iðnaö- arsvæði við umferðargötur mikla þörf fyrir útplöntun. Þá er umhverfinu vlða ábótavant við skóla. Vegir mynda oft stór op I bæjarmyndina og hafa þvl mikil áhrif á útlit og heiidarsvip. Vlða má sjá eyjur á milli vega á gatnamótum og hringtorgum og veghliðum. Þarna hefur grasrækt verið allsráöandi. Gróðurnotkun við vegi er mjög mikilvæg. Með honum má dempa hávaöa, draga úr sýnleika og skapa samhengi við umhverfið. Auk þess skapar gróður meiri fjölbreytni I vegaumhverfið, dregur úr Ijósblendni skýlir fyrir vindum og tekur við mengun frá bllunum. Rétt notkun á gróðri getur einnig hjálpað til viö að beina snjó frá vegum. Víða á höfuöborgarsvæðinu eru svæði með léttum iðnaði I samhangandi svæöum. Sovéskar bækur og hljómplötur Bækur og hljómplötur, sem til sýnis eru í deild sovésku útflutningsfyrirtækjanna á heimilissýningunni í Laugar- dal, veröa fáanlegar í MÍR, aö Vatnsstíg 10, eftir miöja næstu helgi. MjR =Hvíld= • Tauga- og vöövaslökun • Auðveldar svefn. • Isometric • Losar um spennu • Öndunaræfingar og vöðvabólgu. Þórunn Karvelsdóttir • Kvöldsími 62-34-80. íþróttakennari. LITGREINING MED CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.