Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 50

Morgunblaðið - 07.09.1984, Page 50
50 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 Pétur Jökull Pálmason verkfrœðingur — Minning Feddur 10. janúar 1933 Diinn 1. september 1984 í dag er til moldar borinn Pétur J. Pálmason, verkfræðingur á Ak- ureyri. Pétur varð bráðkvaddur 1. september sl. Glæsilegur maður, farsæll og góður drengur hverfur á braut á miðjum aldri, sárt er saknað af öllum, sem báru gæfu til að eiga samleið með honum, okkur vinum hans og skólasystkinum og ekki sízt konu hans, börnum og systk- inum. Pétur Jökull Pálmason fæddist i Reykjavik 10. janúar 1933. For- eldrar hans voru hjónin Pálmi, rektor, Hannesson frá Skíðastöð- um, Lýtingstaðahrepp í Skaga- firði, Péturssonar og Ragnhildur Skúladóttir, alþingismanns Thoroddsen. Þau eru bæði látin, Páimi lézt 1956 og Ragnhildur 1966. Börn þeirra Pálma og Ragnhild- ar sem komust á legg auk Péturs eru: Ingibjörg Ýr f. 7. maí 1931, kennari, Skúli Jón f. 10. marz 1938, lögfræðingur, Pálmi Ragnar f. 31. janúar 1940, verkfræðingur. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum hér i Reykjavik, gekk i menntaskólann og útskrifaðist stúdent vorið 1953. Innritaðist þá um haustið i Verkfræðideild Há- skóla íslands og lauk fyrrihluta- prófí vorið 1956. Hélt þá til Kaup- mannahafnar og lauk prófi i bygg- ingaverkfræði 1959. Hann hóf störf hjá móðurbróð- ur sínum, Sigurði Thoroddsen, verkfræðingi, 1959, tók svo að sér eftirlitsstörf fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1959—61 við bygg- ingu Steingrimsstöðvar við Sog, en var meðstofnandi Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen hf. (VSI) 1962 og starfaði þar síðan. Árið 1964 fíuttist hann til Akur- eyrar til að veita útibúi VSI þar forstöðu og gegndi því starfi til dauðadags. Of langt mál væri að telja upp þau fjölmörgu og fjölþættu verk- efni, sem Pétur vann að og stjórn- aði, en verkfræðistofan aflaði sér trausts og virðingar undir stjórn hans. Mér fannst alltaf vönduð vinnubrögð einkenna öll fagleg samskipti við Pétur og menn hans. Hinn 6. janúar 1962 kvæntist Pétur Hrafnhildi Ester Péturs- dóttur frá Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru hjónin Pétur, verk- stjóri Jónsson á Sauðárkróki og Ólafía Sigurðardóttir. Börn þeirra Péturs og Hrafnhildar eru: Jón Rafn, stúdent , f. 14. maí 1962, Pálmi Ragnar, stúdent, f. 27. ágúst 1964, Katrin ólína, nemi, f. 11. febrúar 1967, Ragnhildur Ólafía, nemi, f. 9. október 1968, Dagbjörg Helga, nemi, f. 27. nóv- ember 1974. Pétur Pálmason var fríður mað- ur sýnum, hár og spengilegur, á yfírborði alvörugefinn, en grunnt var á glettni í svip hans. Hann var sporléttur og ósérhlífinn. Pétur var varkár og prúður að eðlisfari bæði í leik og að starfi, en á bak við vingjarnlega framkomu hans var festa og ákveðni og ein- staka sinnum sá á glóð mikils skaphita á bak við annars agaða framkomu. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og útivist, enda stund- aði hann íþróttir alla tíð, hand- bolta og skíðaíþróttir, hesta- mennsku, badminton og skokk. Ég minnist margra góðra stunda frá skólaárunum með Pétri einmitt tengdum sameiginlegum íþróttaáhuga, en sá áhugi nærðist af áhrifum frá Pálma, heitnum, Hannessyni, rektor, sem unni fjallaferðum og átökum við hina íslenzku náttúru. Pálmi sagði ein- hverju sinni, að sér fyndist skíða- ganga bezt íþrótta, en þar eftir kæmi hestamennska. Leiðir okkar Péturs lágu fyrst saman í 1. bekk Menntaskólans i Reykjavík haustið 1947. Bekkur- inn var fámennur. Við vorum yngstir og minnstir i stórum, gömlum og virðulegum skóla, lifð- um súrt og sætt saman hvern dag haust, vetur og vor og snerum bökum saman gegn stórveldum, efribekkingum og kennurum. Eftir landspróf fjölgaði bekkj- ardeildum, gamli hópurinn dreifð- ist og ný bönd vináttu og kunn- ingsskapar urðu til án þess að þau gömlu rofnuðu, því að lengi býr að fyrstu gerð. Við í þessum ágæta árgangi, MR 1953, höfðum orðið að sjá á bak nokkrum góðum vinum og félög- um. Og nú hefur verið nærri okkur höggvið, og eftir stendur ófyllt skarð. Pétur var svo sérstakur, einlægur og góður vinur. Við kveðjum hann með sárum söknuði og sendum Hrafnhildi, börnunum og öllum aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Benedikt Bogason Það eru nú liðin um 35 ár síðan við Pétur hittumst fyrst. Þá sett- umst við að hausti, ásamt stórum hópi skólasystkina, í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þar áttum við síðan samleið næstu fjóra vetur fram til stúdentsprófs. Síðasta veturinn sátum við saman hlið við hlið í tímum og urðu þá kynni okkar nánust, sem vonlegt er. Á þessum árum tókst með okkur hinn ágætasti kunnings- skapur, sem varað hefur þótt leið- ir okkar hafi sjaldan legið saman hina síðari áratugi þar sem við bjuggum þá lengst af sitt i hvoru landi eða sitt í hvorum landshluta. Þó hittumst við nokkrum sinnum á tyllidögum árgangsins eða á stúdentsafmælum og voru kynni okkar þá ætíð hin sömu og mótazt höfðu á menntaskólaárunum. Sú vinátta og þau tengsl, sem á þess- um árum mynduðust í hópi okkar voru ótrúlega náin og hafa að mestu staðizt tímans tönn. Ég held að okkur öllum, sem kynnt- umst Pétri á skólaárunum hafi þótt til hans koma og hafi þótt vænt um hann. Ber margt til þess. Hann var ætíð glaðvær og fundvís á hið skoplega i umhverfí sínu en jafnframt drenglundaður alvöru- maður, sem gott var að leita til og ræða við. Þannig stendur hann mér fyrir hugskotssjónum og vafalaust fleirum úr okkar hópi. Það eru hörmuleg tíðindi þegar jafn ágætir menn eru kallaðir héðan af heimi svo skyndilega, á aldri, en á hinn bóginn er gott að minnast slíkra manna sem Pétur var. Það munum við öll gera á veg- ferð okkar inn í ókomna tíð þar sem jötuninn stendur með járn- staf í hendi og kallar okkur eitt af öðru til fundar við þann er sólina skóp og er stundir líða fram verða köll hans æ tíðari. Við samstúdentar Péturs vott- um konu hans, börnum og að- standendum okkar dýpstu samúð. Gunnar Jónsson Kveðja frá mágkonubörnum „Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð.“ (Tómas Guðmundsson) Olly, Pétur, Ingunn og Óli. Pétur Pálmason varð bráð- kvaddur laugardaginn 1. sept. sl. Hann fæddist í Reykjavík 10. janúar 1933 og voru foreldrar hans hjónin Pálmi Hannesson, rektor, og kona hans Ragnhildur Skúladóttir Thoroddsen. Áð loknu stúdentsprófi 1953 hóf hann nám í byggingarverkfræði við Háskóla íslands og lauk prófi i þeirri grein frá Kaupmannahafn- arháskóla árið 1959. Hóf hann þá störf hjá móðurbróður sínum, Sig- urði Thoroddsen verkfræðingi. Hann varð meðstofnandi að verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen hf. árið 1962 og starfaði þar síðan. Árið 1964 setti skrif- stofan á fót útibú á Akureyri og var Pétur valinn til að veita henni forstöðu, sem hann hefur gert alla tíð síðan. Rekstur og umsvif úti- búsins hafa aukist jafnt og þétt og hef ég þá trú að það hafi ekki hvað síst verið að þakka traustri stjórn- un Péturs. Kynni okkar Péturs hófust er ég settist í 3ja bekk Menntaskólans í Reykjavík og hafa þau haldist alla tíð síðan, þó fundum okkar hafi fækkað eftir að hann flutti til Ak- ureyrar 1964. Á menntaskólaárunum stofnuð- um við spilaklúbb með þeim Ólafi Erni Arnarsyni og Sigurði Sig- urðssyni og spiluðum við saman til ársins 1964, með hléi þau þrjú ár, sem Pétur var við nám í Kaup- mannahöfn. Pétur hafði sem sumarvinnu á skólaárunum fyrir stúdentspróf eftirlit með laxveiði í Hvitá og Ölfusá og var ég þá oft með hon- um um helgar, en þá var mest að gera i eftirlitinu, enda mátti þá ekki hafa net i ánum. Til nota við eftirlitið hafði hann jeppabifreið, sem ekki þótti svo lítið merkilegt á þeim árum. Ég hafði mjög gaman af að vera með Pétri á þeim árum. Ég hafði mjög gaman af að vera með Pétri í þessu eftirliti og keyra um sveitir Árnessýslu, auk þess sem oft komu fyrir skemmtileg og minnisverð atvik. Foreldrar Péturs áttu sumar- bústað við Reykjakot í Ölfusi og héldum við þar til, en móðir hans var þar öll sumur og faðir eftir því sem tími gafst til. Þessi sumur skilja eftir sig skemmtilegar minningar. Hinn 6. janúar 1962 kvæntist hann Hrafnhildi Pétursdóttur og eignuðust þau 5 börn. Pétur Pálmason var ekki mjög mannblendinn maður en hann var trygglyndur og traustur vinur vina sinna. Við hjónin færum Hrafnhildi, börnum þeirra og öðrum skyld- mennum innilegar samúðarkveðj- ur. Jón Ólafsson Við fráfall æskuvinar rifjast upp löngu gleymd atvik. Fyrstu kynni okkar Péturs lýsa honum vel. Það var snemma vetrar 1942 að við, nokkrir leikfélagar af Bókhlöðustígnum, höfðum orðið varir við rottu, sem forðaði sér inn í tóman vatnstank i Menntaskóla- portinu við íþöku. Bárum við eld að opinu líkt og brennumenn forð- um og svældum út dýrið undir ör- uggri forystu foringjans í hópn- um. Meðan þessu fór fram hafði ég veitt athygli ókunnum strák, sem stóð álengdar og fylgdist með, en lét afskiptalaust. Eitthvað fannst foringjanum sveinninn þó að- finnsluverður og hugðist stugga honum burt. Sá ókunni snerist til harðrar mótspyrnu og lauk svo, að foringinn, sem var nokkrum árum eldri, sá sitt óvænna og hvarf af vettvangi unandi sínum hlut illa. Hópurinn fylgdi foringja sinum allir nema ég, sem lék forvitni á þessum nýja strák. Þarna hitt- umst við Pétur fyrst, þá á 10. ári báðir, og er ekki að orðlengja það, að meö okkur batzt þarna sú vin- átta, sem entist siðan, endaþótt atvikin hafi fækkað samfundum okkar mjög síðasta aldarfjórðung- inn tæpan. Þessi fyrstu kynni lýsa Pétri vel, fáskiptinn að fyrra bragði, en lét hvergi hlut sinn að óreyndu. Það var einkenni hans að vilja í engu vera eftirbátur og stöðugt þurfti að reyna með sér og samferðarmönnum. Varð ég að bfta í það súra epli að vera honum síðri í allri íþrótt, hvort heldur hjólreiðum, sleðakeppni eða stökkum. Fyrsta veturinn flug- umst við alloft á og finnst mér nú hann hafa þurft að ganga úr óyggjandi skugga um, hvor okkar væri fremri að afli. Þannig var Pétur, hann vildi allt gera vel. Hann var drengur góður og það veit fyrir víst að hann hefur á engu þvi níðst, sem honum var til trúað, endaþótt ég hafi ekki fylgst með störfum hans. t Hughellar þakkir flytjum viö öllum þeim er sýndu samúö og virö- ingu viö fráfall og útför JÓNS B. HELGASONAR, fv. kaupmanns. Sérstakar þakkir viljum viö færa félögum og stjórn Karlakórs Reykjavlkur er helöruöu falllnn frumherja meö fögrum söng. Ólöf B. Guöjónadóttir, Alrún G. Jónadóttir Paul, Philip Martin Paul, Svarrir Jónaaon, Hólmfríöur Áageiradóttir, Ragnar J. Jónaaon, Anna Einaradóttir, Laifur Jónaaon, Quöný Kr. Jónadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURÐUR ÞORKELSSON, Birkimel 8a, er lótinn. Elae Þorkalaaon og aynir. t JÓSEFJÓNSSON, frá Brekku, Þingi, A-Hún. lést í San Fransisco USA, 23. ágúst 1984. Jaröarförin hefur fariö fram. F.h. fjölakyldu hana, Ingimar Siguröaaon, járnamiöur. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNES DAGBJARTSSON, bifvélavirki, Álfhólavegi 43, Kópavogi, veröur Jarösunglnn frá Aöventkirkjunni mánudaginn 10. septem- ber nk. kl. 13.30. Halldór Laufland Jóhanness., Rannveig Skaftadóttir, Kolbrún Sigrlóur Jóhannesd., Guömundur Sigurösaon og barnabörn. t Þökkum sýnda samúö vlö fráfall JÓN8 B. JÓNSSONAR fré Svainsstööum, Veatmannaeyjum. Veronlka Ólafadóttir og aörir aöstandendur. t Innilegar þakklr til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hiýhug vlö andlát og jaröarför GUOMUNDAR HELGA GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. nasturvaröar. Sérstakar þakkir færum vlö fyrrverandl samstarfsfólki hans á sim- stööinnl á fsafirði og starfsfólkl hjúkrunarheimilislns Sunnuhlíöar sem annaöist hann i veikindum hans. Helga Þóroddsdóttir. Þorvaldur Veigar Guömundss., Birna Friöriksdóttír, Ragnheiöur Ó. Guömundsd., Theodór Kristjánsson. Lokað eftir hádegi föstudaginn 7. september vegna útfarar PÉTURS JÖKULS PÁLMARSSONAR. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF., Ármúla 4, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.