Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 53

Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 53 fclk í fréttum Er tvífari McCartneys faðir þýsku stúlkunnar? — eöa sendi McCartney hann í blóö- prufurnar? + Raymond Wood, 38 ára gamall maður í London, brá sér nú ný- lega til Berlinar þar sem hann lét taka úr sér btóöaýni aö óak lög- reglunnar i borginni. Einhvern næatu daga kemur svo kannaki í Ijós, aó sagan um „dóttur“ Paul McCartneys í Þýskalandi er mis- skilningur frá upphafi. Raymond Wood er nefnilega undarlega líkur McCartney og hann var einmitt í Þýskalandi í byrjun sjötta áratugarins þegar hann gegndi herþjónustu í breska hernum. Fyrir nokkrum árum var höföaö barnsfaöernismál á hendur Paul McCartney og því haldiö fram, aö hann væri faöir Bettinu Hubers, sem nú er tvítug og býr í Berlín. McCartney sór fyrir faðernið en fóllst þó á aö borga meö henni ákveöna upphæö árlega. „Kannski er ég faöir stúlkunnar en ég vil hins vegar ekki borga meö henni ef svo er ekki,“ sagöi McCartney. Fyrstu blóöprufurnar virtust ekki útiloka, aö McCartney gæti veriö faöir Bettinu en ný rannsókn og fullkomnari, sem fram fór fyrr á árinu, gerir þaö hins vegar meö öllu útilokaö. Bettina og móðir hennar voru aö sjálfsögöu óánægöar meö þá niöurstööu og hafa nú fariö fram á, aö máliö veröi tekiö upp aftur. Þær halda því nefnilega fram, aö McCartney hafi sent tvífara sinn, Raymond Wood, fyrir síg í blóö- prufurnar. + Raymond Wood, til hægri, átti áöur fyrr margar góóar stundir sem „Paul McCartney“. Þeir McCartney og Wood þvertaka fyrir þetta en sá síöar- nefndi viöurkennir þó aö hafa leikið þaö margsinnis á árum áöur aö þykjast vera McCartney og oröiö sór þannig úti um marga næturgistinguna og morgunmat í rúmiö. „Ég var í Hamborg þegar Bítl- arnir spiluöu þar og þegar þeir voru orönir heimsfrægir liföi ég oft hátt út á vinsældir þeirra. Kannski er ég faöir Bettínu og ef þaö kemur í Ijós viö blóðrann- sóknina mun ég borga þaö, sem mér ber. Hins vegar veröa þær mæðgurnar aö átta sig á því, aö þaö er ekki feitan gölt aö flá þar sem ég er. Ég á aö vísu fyrirtæki en þaö er um þaö bil aö fara á hausinn," segir Raymond Wood. + Raymond Wood, til hægrí, átti áöur fyrr margar góöar stundir sem „Paul McCartney". Karólína hneykslar + Karólína, prinsessa af Món- akó, er nú búin aö ná sór eftir barnsburöinn og farin aö taka þátt í skemmtanalífinu á nýjan leik. Fyrir nokkru brá hún sér á baöströndina og þaö var ekki laust viö, aö hún vekti dálitla hneykslun. Eins og sjá má á myndinni er sundbolurinn hennar dálítiö nærskorinn og fannst mörgum þaö ekki viöeigandi fyrir nýbákaöa móöur og dóttur þjóö- höfðingja. — Æ, œ, Diörik riddari, þú stígur á fingurinn á mór LEIÐBEINANDI: Naoto Sasaki, prófessor í hagfræði og stjórnun við Sophia University, Tokyo. Prófessor Sasaki lauk prófi frá Gradu- ate School of Economics, Tokyo University. Hefur starfað sem gisti- prófessor við Carnegie Mellon Uni- versity í Bandaríkjunum og hjá Euro- pean Institute for Advanced studies in Management. TÍMI: 10. September kl. 9.00 - 17.00 í Kristalsal Hótel Loftleiða. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Nútfma st|ómun| i Japan Þetta námskeið er kynning á nútímastjómun, eins og hún er stunduð í Japan í dag. Professor Naoto Sasaki hefur flutt námskeið um þetta efni í F.nglandi, Skandinavíu og Belgíu, og stjómar nú „Cross Cultural'* stjómunarverkefni á vegum Sophia University fyrir útlendinga sem starfa í Japan og í öðram löndum SA-Asíu. MARKMIÐ: Að veita íslenskum stjórnendum dýpri skilning á japanskri nú- tímastjórnun. Farið verður yfir eftirfarandi efni: — Japönsk menning og þáttur hennar í japtönsku atvinnulffi og stjórnunaruppbygging. — Vöruþróun og gæðastýring í Japan og aðlögun að vestrænum aðstæðum. — Raundæmi — Vestrænar og japanskar stjórnunaraðferðir. — Hverning geta íslenskir stjórnendur hagnýtt sér reynslu Japana? BJAflNI QAGUR/AUGL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.