Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 07.09.1984, Qupperneq 64
EUROCARD v- J EITT KORT AilS SHOAR OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl. SlUI 11633 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Jt Frysting sjávarafurða: Tapið allt að 16 % af tekjum Fjárlagafrumvarp 1985 veldur deilum í ríkisstjórninni FKYSTING sjávarafurða er nú rekin með 10% tapi að meðaltali sam- kvæmt könnun þess efnis, sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur gert hjá frystihúsum sínum víðs veg- ar um landið og send hefur verið Þjóðhagsstofnun. Staða þessi miðast við mánuðina júní og júlí og því er 3% gengissigið ekki komið inn í þetta dæmi. Afkoman er þó nokkuð mismunandi eftir fjármagnskostnaði frystihúsanna og eftir aflasamsetn- ingu. Verat mun staðan vera f Vest- mannaeyjum vegna lágs hlutfalls þoraks í vinnslunni og er rekstrar- tapið þar 12 til 16%af tekjum. Meðaltalsframlegð þeirra frystihúsa, sem athuguð voru, var á þessum tima 15,4% af söluverð- mæti, en miðað við 8% vaxtabyrði er framlegðin talin þurfa að vera 25% af söluverðmæti. Framlegð er söluandvirði að frádregnum hrá- efniskostnaði, vinnslulaunum og umbúðakostnaði. Af framlegð þarf því að standa straum af svo- VEGNA þess að enn var ósamið um skipan verðlagsmála landbúnaðarins var fundi sem formenn stjórnar- flokkanna höfðu boðað blaðamenn til klukkan 15 í gær frestað. Ræddu þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steingrímur llermannsson, formaður Framsókn- arflokksins, málið síðdegis í gær og náðu samkomulagi. Er ætlunin að kynna verkefnalista ríkisstjórnar- innar á fundi með blaðamönnum í dag. Ríkisstjórnin sat á tveimur fund- um í gær og var fjarlagafrumvarpið fyrir árið 1985 þar til umræðu og leiðir til að ná því markmiði sem samið var um milli stjórnarflokk- anna að rekstur ríkissjóðs skuli vera hallalaus á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ber enn töluvert á milli. Meðal þeirra atriða sem þar eru til umræðu er endur- greiðsla á uppsöfnuðum söluskatti til sjávarútvegsins, en í því dæmi er um rúmlega 350 milljónir króna að ræða. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er sú meginstefna mótuð í landbúnaðarmálum í verkefnalist- anum, að verð á búvörum sé ákveðið sérstaklega fyrir bændur og sjálf- stætt fyrir vinnslustöðvar og smá- sölu. Framsóknarmenn höfðu uppi athugasemdir um þessi atriði og þurftu formenn stjórnarflokkanna að ræða þau lengur en ætlað var í fyrstu, en þeir fengu á þingflokks- fundum I fyrradag umboð til að Morgunblaðift/Hildur Binaradftttir. Björgudust naumlega gegnum glugga FEÐGININ Karen og Kristján Gunnlaugsson á ökrum rúmri klukkustund. f gærdag var unnið við að hreinsa 11 á Hellnum á Snæfellsnesi björguðust naumlega er til í rústunum, en helst er talið að kviknað hafi I út frá heimili þeirra brann til kaldra kola í gærmorgun. Húsið rafmagni. Á myndinni eru Karen og Kristján framan var orðið alelda er þau vöknuðu og komust þau naum- við steyptan kjallara hússins, en eins og sjá má er lega út I gegnum glugga á svefnherbergi með sængur ekkert annað eftir af húsinu. Sjá nánar á bls. 4. sínar og ekkert annað. Húsið brann til kaldra kola á kölluðum breytilegum kostnaði; vaxtakostnaði, orkukostnaði, við- haldi og fleiri þáttum. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við Hjört Hermannsson, yfirverkstjóra Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum og hafði hann eftirfarandi um stöðuna að segja: „Mér telst til að frystingin sé nú rekin með 12% til 16% halla og því má segja að reksturinn sé að verða anzi „skrautlegur" enda virðast fiskverkendur vera að missa móðinn vegna aðgerðarleys- is stjórnvalda. Reksturinn hefur ekki verið svona erfiður í mörg ár.“ Hjörtur sagði, að nánast allt stuðlaði að þessum erfiðleikum. Fast gengi, aflasamdráttur, óhag- stæð aflasamsetning, markaðsörð- ugleikar og kostnaðarhækkanir hér heima. Nú væri hlutur þorsks í afla Eyjaskipa ekki nema 18 til 20% og 13 til 15% í frystingu. Sem dæmi mætti nefna, að í fyrra hefði hlutur þorsks í frystingu verið um 28% og enn meiri 1982. Nú hefði ýsan að miklu leyti brugðizt og hluti ufsa í aflanum væri um 50%. Ufsann væri nær ómögulegt að selja, verð mjög lágt og því söfn- uðust upp miklar birgðir af hon- um. Það léti nærri, að í stóru frystihúsunum þremur væru ufsa- birgðir 600 til 900 lestir í hverju fyrir sig. Fiskvinnslan hefði í heildina séð ekki skilað hagnaði I mörg ár, þó það síðasta hefði verið þokkalegt. Þetta virtist því allt á niðurleið og menn að vonum óhressir með aðgerðarleysi stjórn- arflokkanna. Hvorugan þeirra virtist varða þessi atvinnuvegur og þróun hans. Auglýsendur athugið! KOMI til boðaðs verkfalls Félags bókagerðarmanna mánudaginn 10. september næstkomandi, verð- ur sunnudagsblaðið síðasta blað uns samningar hafa tekist. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í sunnudagsblaðinu, eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við auglýsingadeild blaðsins í dag, föstudag, fyrir kl. 14.00. semja endanlega um verkefna- listann. Þessar samningaviöræður leiddu til þess í gær að ákveðið var að fresta boðuðum blaðamanna- fundi, en til hans á að efna I dag. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, vildi síðdegis í gær ekki gera mikið úr ágreiningnum um verkefnalistann og sagði að frestun blaðamannafundarins mætti ekki síður rekja til óeiningar um fjárlagafrumvarp næsta árs, niðurstöður fjárlagadæmisins ætti einnig að kynna. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin komi sér sem fyrst saman um ein- staka þætti frumvarpsins svo að unnt sé að leggja það fram á fyrsta degi Alþingis í haust. Afleiðing versnandi lausafjárstöðu bankannæ Morgunblaftift/Bjarni. „í skólanum, í skólanum ..." Grunnskólarnir í Reykjavík voru settir í gær og skólarnir sem I sumar hafa flestir staðið auðir, fylltust lífi og fjöri, er nemendurnir mættu í fyrsta sinn eftir sumarleyfin. Meðfylgjandi mynd var tekin í Melaskólanum í gær, er einn 4. bekkurinn mætti til skrafs og ráðagerða um starfið á skólaárinu sem nú fer í hönd. fyrir ný útlán og innheimtuaðgerðir Tekið hertar Nánast verður tekið fyrir ný útlán bankanna á næstunni, að reglu- bundnum rekstrarlánum atvinnu- vega undanteknum, þar sem mjög hefur þrengst um lausafjárstöðu bankanna á undanförnum mánuð- um. Lausafjárstaða bankanna í ág- ústmánuði versnaði um 614 milljónir og eru þá skuldir við Seðlabankann og erlendar skuldir bankanna taldar með, en samtals var lausafjárstaða bankanna hjá Seðlabankanum neikvæð um 3.404 milljónir króna í ágústlok. í frétt frá viðskiptabönkunum segir að innlán hafi aukizt nokkuð umfram hækkun verðlags, en þó minna en vonir stóðu til. Á hinn bóginn hafi aukning útlána ekki dregist saman í neinum þeim mæli sem svarar til minni hækkunar verðlags en áður var. Lán endur- greiðist treglega og vanskil séu meiri en fyrr. Afleiðingin sé sú að skuldir bankanna við Seðlabank- ann hafi vaxið ört og notkun yfir- dráttarheimilda í erlendum bönk- um orðið varanleg. Auk þess sem spornað verði við þessari þróun með því að taka fyrir ný útlán verður hert á hvers konar innheimtuaðgerðum vegna vangoldinna lána. Ennfremur verður framvegis ekki hægt að semja um lengingu lána i þeim mæli, sem áður hefur tíðkast. í frétt bankanna segir að frá þess- ari stefnu verði ekki unnt að víkja fyrr en sparnaður hafi aukizt, eft- irspurn eftir lánum minnkað og lausafjárstaða bankanna komizt í eðlilegt horf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hlutfallslega meiri aukning orðið á útlánum en inn- lánum hjá viðskiptabðnkunum á tólf mánaða tímabili, frá ágúst 1983 til ágúst 1984. Hjá Verzlun- arbankanum einum hefur innláns- aukning orðið hlutfallslega meiri en aukning útlána. Sjá nánar á blaðsíðu 4. Formennimir frestuðu blaðamannafimdi: Samið um verðlags- mál landbúnaðarins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.