Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 73 „Að drepa er fyrir mér eins og að reykja sígarettur - bara eins og hver annar ávani Cí. SJÁ: Glæpir FORNLEIFAR Er elsta sam- félagið fundið íSíberíu? Sovézkir vísindamenn eru í þann veginn aö gera út mik- inn rannsóknarleiöangur til norð- urhluta Siberíu, þar sem fundizt hafa leifar um mannavist, sem taldar eru vera frá því fyrir tveimur milljónum ára. Vísindamennirnir segjast hafa fundið þarna rúmlega þitt þúsund steináhöld, sem virðast vera jafn- gömul og áhöld þau sem fundust í Olduvai gljúfri í Asutur-Afríku og hafa hingað til verið taldar elztu menjar um mannavist. Munurinn er hins vegar sá, að Síberíufólkið virðist hafa þrifizt við miklu verri og óblíðari skilyrði en í Austur- Afríku. F'yrir tveimur milljónum ára hefur loftslag i Siberiu líklega verið eins kalt og núá dögum og fyrir bragðið telja sovézkir visind- amenn að steinaldarmennirnir á þessum slóðum hljóti að hafa kunnað að gera sér betri bústaði og hlýrri klæðnað en hinir meintu frumbyggjar i Afríku. Þá hafi þeir að öllum likindum lært að notfæra sér eldinn. Dr. Yuri Machanov fornleifafr- æðingur frá Síberíu fann þessar menjar fyrir tveimur árum, en þær eru við Diring Yurkakh i Jak- útiu skammt frá ánni Lenu. Ástæðan fyrir þvi að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um aldur áhaldanna er sú, að þau fundust i jarðlögum, sem hægt er að aldurgreina með auðveldum Byssan eða blæjan? Verkfræóingar munu starfa rið upp- gröftinn. Hér er einn af „veikara kynin u“ á Síberíuslóðum. hætti, því að þau eru gamall ár- framburður. Sovézka visindaakademian telur greinilega að hér sé um stór- merkan fund að ræða því að hún hefur látið friðlýsa svæðið og út- býr nú mikinn leiðangur vísind- amanna til að rannsaka það. Þar verða i för jarðfræðingar, mannfr- æðingar, fornleifafræðingar og námaverkfræðingar, sem hafa þann starfa að grafa i gegnum jarðlögin. Dr Machanov komst á snoðir um þessar merkilegu mannvistarl- eyfar er hann fann þar fornleifar frá fyrri tímum. Til dæmis hafði hann fundið á svipuðum slóðum steinkistu með likamsleifum um það bil fimm ára gamals drengs, sem var frá 1.500 fyrir Krist og höfðu þær varðveitzt i freðinni jörðinni. Þá fann hann skartgripi og aðra muni frá því um 35.000 árum fyrir Krist og tókst að greina ýmiss konar menningarsk- eið út frá þeim. En fundur steiná- haldanna er það langmerkasta sem fundizt hefur og kann að varpa nýju ljósi á sögu mannkyns. Hópur verkfræðinga frá Itursk fór á þessar slóðir siðastliðið sumar og tókst þeim að finna stór- an helli á 30 feta dýpi. Þegar vis- indaleiðangurinn hefst handa í maí næstkomandi mun það verða hans fyrsta verk að kanna þennan helli og sannreyna þá tilgatu að hann hafi verið mannabústaður fyrir tveimur milljónum ára. — Martin Waiker RADSTEFNUR MINNIÐ Ekki gleymska, heldur annir Um þessar mundir fara fram á vegum háskólans i New- castle rannsóknir á minni fólks. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum vísindamannanna, sem að þessu standa, þarf heilbrigt fólk yfir- leitt litlar áhyggjur að hafa, þótt minnið bregðist því við og við, t.d. ef það þykist þurfa inn i herbergi, en gleymir síðan erind- inu og þar fram eftir götunum. Slíkt er fullkomlega eðlilegt og er einfaldlega einn af fylgifisk- um mikils annrikis, segja hinir vísu menn. Rannsóknir þessar fara þann- ig fram að prófað er minni fólks á aldrinum 50—87 ára. Úrtakið er 1.500 manns og er það rann- sakað með þriggja ára millibili til að mæla hversu minninu hraki með aldrinum. Vicki Abson er ein þeirra sem hér á hlut að máli. Hún segir, að margir þeirra sem kvarti undan minnisleysi standi sig vel við prófanir. Glöp þeirra eigi yfir- leitt þá skýringu, að þeir þurfi að hafa hugann við margt í einu. Fólk, sem lifir reglubundnu og hæglátu lífí, þarf á hinn bóginn yfirleitt ekki að hafa margt í huga samtímis og verður þess vegna síður vart við minnisleysi. Það eru sjálfboðaliðar sem taka þátt í þessum prófunum. Þeir eru meðal annars látnir ráða talna- og orðaþrautir og einnig er skammtímaminni þeirra prófað. — MICHAEL PARKIN Jafnréttíð er eitíir í beinum strangtrúaðra þátt en áður í efnahags- og at- vinnulífi. Ef þær standast eru allar horfur á að konur hafi þar vaxandi hlutverki að gegna. En strangtrúarstefna Islam virð- ist sem fyrr segir samt í þann veg- inn að ógna sjálfstæði kvenna f Kuwait. Þessi strangtrúarstefna hefur borizt þangað frá öðrum Mú- hameðstrúarrikjum. Efnaðir Kuwaitmenn eru frjálslyndir frá fornu fari, en að sögn mannfræð- ings, sem starfar við háskólann í Kuwait hefur strangtrúarstefnan fengið byr undir báða vængi hjá millistéttinni og nýríku fólki f landinu, sem reynir að treysta sig í Þessi öfl hafa meðal annars kom- ið því til leiðar að karlar og konur við Kuwait-háskóla fá ekki lengur að snæða saman, og horfur eru á að þau fái ekki lengur að sækja saman fyrirlestra. Kona nokkur, sem er prófessor við háskólann, segir, að EINS OG E(j | 5R6PI i HITTH)-/ HITTE&-/1 HITTF&FVRRH.. Ellefu ár við sama heygarðshornið mikil breyting hafi orðið þar á þeim þremur árum sem liðin séu frá þvi hún tók til starfa þarna. Þá hafi aðeins 50% kvenstúdenta haft slæður yfir hárinu, en nú séu þær orðnar 90%. Á hinn bóginn eru konur í Kuwait yfirleitt ekki með blæju fyrir andliti. í Kuwait er fýðræði mjög tak- markað. Þar er þing, sem 50 kjörn- ir fulltrúar skipa, en konur hafa hvorki kosningarétt né kjörgengi. Kvennasamtök berjast fyrir kosn- ingarétti, en baráttukonur virðast gera sér ljóst, að hættulegt sé að knýja of fast á, því að afleiðingarn- ar gætu orðið vatn á myllu and- stæðinganna. Til eru nefnilega fé- lög kvenna í landinu, sem berjast gegn því að konur fái kosningarétt! Þar á meðal er félagið Baider A1 IVínarborg hefur staðið yfir lengsta friðarráðstefna i sögu Evrópu og 400. fundurinn verður haldinn á næstunni. Sendiherrar Varsjárbandalagsríkjanna og NATO-ríkjanna (að Frakklandi undanskildu) hafa staðið i samn- ingaumleitunum i borginni undan- farin ellefu ár um gagnkvæma fækkun í herjum þeirra. Viðræðurnar hafa fallið í kurt- eislegan og fastan farveg. Full- trúarnir hittast á hverjum fimmtudegi í um það bil 40 mínút- ur í hinum glæsilega Redoute-sal hjá Hofburg-höll, en þar hittust samningamennirnir á Vínarfund- inum 1815. Hver vika liður í kvrrð og er hverri annarri lik. Á hverjum þriðjudegi er óformlegur fundur í einhverju sendiráðinu, þar sem þrír fulltrúar frá hvoru bandalag- inu hittast. Þess á milli eru kokt- eilboð þar sem skipzt er á hug- myndum yfir glasi af vodka, viský eða tékkneskum bjór. Náin kynni hafa enda smátt og smátt tekist með fulltrúunum. Þeir bjóða hver öðrum á hljóm- leika, snæða saman i skógarferð- um og leika saman veggbolta. Stjórnarerindrekar og hermenn, karlar og konur, verða nánir vinir er stundir líða fram. Nokkur þeirra hafa að auki ratað vegi ást- arinnar á þessum ellefu árum, að því haft er eftir áreiðanlegum heimildum. Þótt umheimurinn hafi gleymt samningaviðræöunum um gagn- kvæma fækkun f herjunum skipta þær enn gifurlega miklu máli, jafnvel meira nú en nokkru sinni. Það er ekki sizt sökum þess, að þessar viðræður eru þær einu þar sem fjallað er um frið milli aust- urs og vesturs og þeim hefur verið haldið áfram þótt samningaum- leitanir Bandaríkjanna og Rússa um eldflaugar færu út um þúfur. Það var árið 1973 sem aðilar þess- ara hernaðarbandalaga komust að þeirri niðurstöðu, að óskir þeirra um minnkandi spennu voru gagn- kvæmum grunsemdum yfirsterk- ari og þannig er það enn þrátt fyrir vaxandi kulda hins nýja kalda stríðs. Þessi siðastliðnu ellefu ár hafa ekki verið algerlega árangurslaus. Salem, sem beitir sér gegn hvers kyns stjórnmálaafskiptum kvenna. Mörgum konum i atvinnulífinu er enda mjög i nöp við kvenna- samtökin. »Þær eru ríkar, gegna góðum stöðum og finna ekki fyrir misrétti, svo að heitið geti, þannig að þær sjá ekki ástæðu til að- gerða,“ segir einn fulltrúi kvenna- samtakanna. Þorri kvenna tekur litinn þátt i félags- eða samkvæmislífinu. Margar þeirra giftast innan fjöl- skyldna sinna, og afleiðingarnar eu þær að mörg bðrn eru haldin erfða- göllum vegna úrkynjunar. Sér- stakri stofnun hefur nú verið kom- ið á fót til að gæta hagsmuna þess- ara barna og nefnist hún Erfða- sjúkdómastofnunin. - JAMAL RASHEED Aðilar hafa komizt að samkomu- lagi um ákveðin atriði. Þar má nefna að herjum beggja aðila verði fækkað niður í 900 þúsund manns (i Austur- og Vestur- Þýzkalandi, Tékkóslóvakiu og Póllandi) og ennfremur að Rússar og Bandaríkjamenn skuli verða fyrstir til að fækka í sínum herj- um. Þá eru menn sammála um að eftirlit sé nauðsynlegt til að fylgj- ast með fyrrgreindum fram- kvæmdum. Stjórnarerindrekarnir og her- mennirnir í Vinarborg fullyrða í einkasamtölum að þeir geti kom- izt að samkomulagi skjótlega ef stjórnmálamennirnir þori einung- is að taka stökkið og ef forystu- menn í Rússlandi og Bandarikjun- um treystu þvi, að ekki kæmi til pólitiskrar ókyrrðar í bandalags- rikjum þeirra, þegar hersveitirnar leggja af stað heimleiðis. Það er hugsanlegt að þessar ell- efu ára löngu viðræður séu að nálgast lokastig. En það er ekki sök samningamannanna i Vínar- borg að þær hafa dregizt svo mjög á langinn. _ NEAL ascheRSON IRAN Enn eru þeir að Samtök íranskra náms- manna í Lundúnum héldu nýlega fund með frétta- mönnum og skýrðu frá ýmiss konar pyndingar- aðferðum og aftökum við Tabriz-fangelsi í norðanverðu íran. Þar beitir ríkisstjórn Khomeinis að sögn námsmannanna um 30 mismunandi pyndingaraðferð- um, og á fundin- um voru frétta- mönnum gefin upp nöfn 86 pyndingameistara og böðla sem starfa við þetta illræmda fangelsi. Þrir menn, sem sloppið hafa úr fangelsinu, lýstu í smáatrið- um fyrir fréttamönnunum pyndingaraðferðum sem þeir höfðu séð samfanga sína beitta, þar á meðal konur og börn. Kváðust þeir vera í hópi örfárra sem sloppið hefðu úr þessari prísund, þar sem 3.000—4.000 fangar munu dveljast að jafn- aði. Þeir lýstu því m.a. að föngum væri tekið blóð samkvæmt sér- stakri tilskipun frá Khomeini og væri blóðið ætlað mönnum sem hefðu særzt í átökunum við íraka. Þegar nánast hver ein- asti blóðdropi hefur verið kreistur úr föngunum, eru þeir teknir af lífi og stundum f aug- sýn samfanga sína. Hér er yfirleitt um pólitíska fanga að ræða, og þorrinn af þeim tilheyrir Mujahedin- Kalq-samtökunum svonefndu, sem berjast gegn ríkisstjórn Ayatollah Khomeini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.