Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 109 ^L^AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDA 1 MtiMMXW'tíW Stofnum ný samtök ellilífeyrisþega Bjarni G. Tómasson skrifar: í tveim fyrri greinum mínum hef ég rætt um jólagjafirnar, sem streyma inn á fátæku heimilin fyrir jólin 1984. Nú ætla ég að segja sögu, hún hljóðar uppá hátt- virta alþingismenn og háttvirt stjórnvöld. í heimsstyrjöldinni 1914—1918 var tekin upp vísitala, hún vakti þá miklar deilur. Þjóðstjórnarárið 1939, 4. apríl, var gengið fellt. í kjölfar þess varð vísitalan til á nýjan leik, af illri nauðsyn vegna hækkandi verðlags og styrjaldar- hættu. í rúm 40 ár hefur vísitalan riðið hér húsum, og vakið óðakapp milli kaupgjalds og verðlags í landinu. Þetta tundur, sem sprengt hefur og lagt í rúst efna- hagsmál launamanna, hafa hátt- virtir alþingismenn gælt við með tvírætt bros á vör. Það hefur ekki vantað ráðagerðir af öllum gráð- um. í 30 ár hef ég átt þess kost að dvelja lengri eða skemmri tíma i V-Þýskalandi. öll þessi ár hef ég komið að sama verðlaginu. Af hverju stafar þetta? Af því að vísitalan sem er dýrkuð hér er bönnuð þar með lögum. Þess vegna er verðlagið þar stöðugt. Ellilífeyrisþegar, ef svo heldur sem horfir verðum við að þola sí- fellt verri kjör. Það stefnir í mik- inn stéttamun í landinu. Alþýðu- vinirnir, sem eru hluti yfirstéttar- innar eru ráðríkir, og hrifsa til sín margfaldan meirihluta þess sem er til skiptanna hverju sinni. Til er félag sem kennir sig við al- draða, en það mjamtar ekki kjafti þótt vá sé fyrir dyrum. Það er ljómandi gott að eiga von í því að mega spila marías. Samt lifir eng- inn á því til lengdar. Þess vegna þurfum við að staldra við, og íhuga hvort ekki er rétt að stofna baráttufélag ellilífeyrisþega, hliðstætt því, sem einstæðar mæð- ur hafa stofnað. Við getum átt góða samvinnu við félagið sem fyrir er, þó að við stillum upp okkar kröfum. Eins og t.d. þessum. f 1. lagi viljum við einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn. í 2. lagi stöðugt verðlag. í 3. lagi það fyrsta er ekki aðalatriðið hvað kr. eru margar í umslaginu, heldur hvað fáum við mikið fyrir þær. í 4. lagi burt með alla vísitölu í hvaða formi sem hún birtist. Við eigum ' ótal kröfur til að hengja á spýtuna og ótal margt sem við getum unnið til góðs, það verður ekki talið. Það er til máltæki sem segir: „Það dugar engin góðmennska þegar illt á að ske.“ Látum þetta verða upphafið að öflugum félags- skap lífeyrisþega. f góðri trú á að svo megi verða, læt ég símanúm- erið mitt fylgja þessum línum, 1-73-52. Sýnið áhuga og hringið. Lítum upp til kvenþjóðarinnar Jóhann Þórólfsson skrifar: Grein birtist í Velvakanda laug- ardaginn 10. nóvember. Það vakti athygli mína að þessi greinarhöf- undur þorir ekki að láta nafn síns getið og er að svara grein minni er ég skrifaði 6. þessa mánaðar um jafnrétti karls og konu. Mest af því sem að í minni grein stóð rangtúlkar þessi heiðursmaður. Má þar til dæmis minnast á Indíru Gandí er hann vitnar til. Ég er alls ekki að ræða stöðu kvenþjóð- arinnar um allan heim, við búum ekki við stjórnarfar Indlands. Auðvitað er ég að ræða um stöðu kvenþjóðarinnar hér á landi og nefni ýmis dæmi máli mínu til stuðnings, en þessi maður virðist ekki skilja. Nei, ég held að hann ætti að leggja eitthvað annað fyrir sig heldur en ritsmíði, grein hans ber það ekki með sér, að hann sé fæddur rithöfundur. Mér er alveg sama hvað karlmenn segja um kvenþjóðina, hún hefur alltaf I mínum huga verið betri helming- ur mannsins. Ég þarf ekki nema að benda á forseta fslands og Þor- gerði Ingólfsdóttur máli mínu til stuðnings. Ég ætla ekki að fara að endurtaka það sem ég gat um í grein minni annað on það, en það, er það nokkurt réttlæti að konur skuli vera á lægri taxta enn karlmenn fyrir sömu vinnu eins og hefur verið í mörg ár og er onn. Maður gæti dregið þá ályktun af grein hans að hann hafi átt vonda konu sem að kannski hafi barið hann og svikið. Nei, ég held að þú ættir að snúa þér að öðrum verk- um heldur en að skrifa í blöðin. Ég myndi benda þér á að semja við forsætisráðherra og að þið stofn- uðuð í félagi kúabú þvi ég veit að það mynduð þig leysa vel af hendi. Steingrímur er ekki fær um að leysa efnahagsvandann og þú ert ekki fær um að leysa vandamál kvenþjóðarinnar. Þess vegna væri það heppilegt fyrir ykkur Stein- grím að vinna verk sem þið ráðið við. Þú værir lítið peð á taflborði lífsins ef að þú hefðir aldrei átt hjálpfúsar hendur kvenmannsins. Breyttu nú um hugarfar og líttu upp til kvenþjóðarinnar. Ég vil ekki skilja við þessa grein án þess að minnast aftur á forseta fslands. fslendingar geta verið stoltir af því að eiga konu fyrir forseta, hún er vel gefin og glæsi- leg og hefur staðið sig með prýði og verið landi sínu og þjóð til mik- ils sóma sem hún hefur komið. Það er furðulegt sjónarmið hjá sumum karlmönnum að vilja troða kvenþjóðina niður í svaðið í staðinn fyrir að líta upp til henn- ar. Að endingu þetta: Eg skora á þig næst þegar þú skrifar grein að skrifa undir nafni svo að maður viti hver maðurinn er. Með bestu kveðju. 53? SlGGA V/6GA £ 1/LVtRAW Sarasota, Florida, U.S.A. Tvö lúxusherbergi og tvö baðherb. í íbúðablokk til leigu. Hægt er aö synda í Mexíkóflóa eöa í okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Frábærir veit- ingastaðir og öll önnur þjónusta fyrir feröamenn. Skrifið eöa hringið eftir upplýsingabæklingi. Sarasota Surf — Racqnet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200. PÞING HF O 68 HVER ER STAÐA ÓVERÐTRYGGÐRA BANKAREIKNINGA? Kaupþing hf.boðar til almenns fræðslufundar um efnið: Kauphækkanir — gengisfelling: Óverðtryggðir bankareikningar og önnur sparnaðarform. Fundurinn verður haldinn í Kristalssal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 29.nóvember nk. og hefst kl. 20:30. Fundarstjóri: Baldur Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Á fundinum verða flutt þrjú erindi: Verðbólguspá næstu mánuði og nauðsinlegir óverðtryggðir vextir. Dr. Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur, Kaupþingi hf. Eru sparískírteini ríkissjóðs betri en bankareikningar? Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri, fjármálaráðuneyti. Óverðtryggðir vextir bankanna í vaxandi verð- bólgu. Brynjólfur Helgason, rekstrarhagræðingur, Landsbankanum. A eftir framsöguerindum verða almennar umræður og fyrirspurnir Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir KAUPHÆKKANIR KAUPÞINGHF Husi Verzlunarinnar, simi 686986

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.