Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 26
fc'* 90 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Félag guðfræðinema Hugvekja Síðasti sunnudagur e. þrenningarhátíð Lúkas 9:28—36 Guð staðfestir þá í trú sinni sem treysta honura og trúa á hann. Það fékk Pétur að reyna. Átta dögum eftir að hann játaði í votta viður- vist að Jesús væri Kristur Guðs, þ.e. allt það sem líf manns getur snúist um, staðfesti Guð hann í trúnni. Reynsla er þekking — trú er vissa. Pétur talaði siðar um þessa reynslu sem honum hafði hlotn- ast: „ ... vorum vér sjónarvottar að hátign hans. Því að hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, þá er raust barst honum ... Þessa raust heyrðum vér sjálfir koma frá himni, þá er vér vorum með honum á fjallinu helga." (2. Pét. 1 16nn.) Þetta var yndisleg reynsla, enda vildi hann staldra við hana þegar hann var uppi á fjallinu. En núna gerir hann það ekki, hann lærði af þessari reynslu. „Enn áreiðanlegra er oss því hið spámannlega orð ..." (2. Pét. 1, 19.) Hið spámannlega orð, ritning- in, varð honum bréf, stílað til hans frá vini. Hann bar meira traust til þess nú. Hann talar um fyrirheit sem okkur öllum eru veitt í ritningunni, og veita okkur það sem þarf til að lifa góðu og guðrækilegu lífi. Hversu mikið þráum við ekki sjálf að lifa guðrækilegu lifi, þótt við eigum það til að efast um Guð? Hversu fegins hendi gripum við ekki flest okkar Jesúm ef hann gengi fram hjá okkur, og bæðum hann um að sýna okkur hvernig við getum lifað í sátt við Guð og tilveruna alla? Ef þessar tvær spurningar eiga við okkur, er óhætt að segja að Guð svari okkur með þessum orðum: Ég þekki væntingar þínar, ég þekki trú þína. Ég skal staðfesta þig í trú þinni. Og ég hef þegar gefið þér það sem þú þarft til lífsins með mér! „Kallaðu á mig og ég mun svara þér.“ (Jer. 33, 3.) Áramót Nú er kirkjuárið liðið í aldanna skaut. Það kemur aldrei aftur til baka, frekar en önnur ár. Það hófst á síðustu aðventu. Mikið er nú annars tíminn fljótur að líða. Aðventan I nánd svo að við getum að gamni skyggnst til baka, hvert fyrir sig, um eitt ár. Hvernig var aðventan fyrir árí? Undirbjuggum við jólin eins og okkur langaði? Verið gæti að í ár tækist okkur betur upp. Núna komum við kannski öll þvf í verk sem fyrirfórst í fyrra. Það getur nefnilega kostað talsverða fyrirhöfn að gleðja sjálfan sig og aðra. Við verðum bara að reyna aftur. Hvað fórum við oft í kirkju á er hollt að muna að þótt oft hafi síðastliðinni aðventu? Hugsum okkur ef við hefðum nú gefið okkur tíma til að fara við og við í kirkju og syngja sálma, hlusta á Guðs orð og leyfa friði Guðs og jólatilhlökkuninni að seytla inn í hjarta okkar. Þetta væri athug- andi á aðventunni i ár. gengið á ýmsu, hjálpaði Guð okkur alltaf, oft gaf hann okkur miklu meira en við báðum um. Skyldi þá ekki Guð halda áfram að leiða okkur á næsta kirkjári? Þetta á eftir að verða gott ár. Aðventan líður, að því er sumum finnst alltof hægt. Svo koma jól, „Kötturinn hlæjandi“ Þegar Guð bjó til manninn gaf hann honum líka hláturinn. Oll dýrin öfunduðu manninn út af því. Þau hefðu gjarnan viljað hlæja Uka. Hundarnir og páfagaukarnir sem höfðu mest samskipti við mennina gerðu tilraunir til að hlæja. En hundunum tókst það ekki, hlátur þeirra hljómaði eins og venjulegt gelt, og hlátur fugl- anna eins og skrækur, en það gerði bæði dýrin og mennina ergilega. Það var nefnilega eng- inn hlátur. Þá sögðu dýrin: „Við skulum stela hlátrinum, mennirnir nota hann hvort sem er svo sjaldan. Þeir hafa örugglega falið hann einhversstaðar." Hundurinn leitaði fyrst í skrifborðinu heima, þar voru all- ir dýrmætu hlutirnir sem mað- urinn átti. En hláturinn var ekki í skúffunum. Hann var svosem ekki heldur í andliti mannsins, maðurinn var alltaf svo dapur og alvarlegur. Kötturinn var heppnari. Hon- um þótti gott að lúra í ruslakörf- unni. Eitt kvöld varð hann var við að mamman á heimilinu hafði tekið til og óvart hent hlátrinum ( ruslakörfuna. Kött- urinn át hláturinn strax upp til agna, læddist inn í baðherbergi og horfði í stóra spegilinn. Fyrst prófaði hann að hlæja ofurlágt. Ofboðslega leist honum vel á sig núna, svo vel að hann að gat bara ekki hætt að hlæja. Hann horfði á sig, hlæjandi kött í speglinum og hló hrossahlátri: „Ha, ha, ha, ha...! “ Fjölskyldan vaknaði, allir spruttu upp og spurðu: „Hver hló?“ Þegar þau sáu köttinn hlæjandi í baðinu brá þeim alveg rosalega og þau veinuðu upp: „Hlæjandi köttur!“ Þau skriðu upp í rúm, breiddu upp yfir haus og skulfu af hreiðslu. Kötturinn reyndi þá bara að hlæja (öðrum húsum, hann vildi jú bara gleðja fólkið. Hann sett- ist undir gluggann ( húsi ná- grannanna og hló hátt og snjallt. En enginn mannanna hló með kettinum. Allir voru hræddir. Þá sagði Guð við köttinn: „Láttu fólkið hafa hláturinn sinn aftur. Bráðum á pabbinn heima hjá þér afmæli, og þá eiga þau ekki að vera döpur lengur." Þetta leist kettinum vel á. Hann lét hláturinn undir kodd- ann í rúmi foreldranna, og þegar þau vöknuðu hlógu þau og döns- uðu um alla íbúðina. Þau döns- uðu og trölluðu svo mikið að krakkarnir vöknuðu og smit- uðust af hlátrinum, þannig að brátt var öll fjölskyldan farin að dansa og hlæja. Þetta varð upp- hafið af dásamlega skemmtileg- um afmælisdegi. Kötturinn lá hinsvegar i ruslakörfunni og malaði. Hann hafði skilað hlátrinum. En eng- inn kunni að mala nema hann! Annars eru áramót stundum dálítið sorgleg. Við horfum um öxl og hrökkvum strax í kút yfir öllu því sem við munum eftir að við hefðum átt að láta ógert eða gera betur. En svo munum við líka sem betur fer þetta góða, skemmtilega og fyndna sem gerðist Iíka. Þá horfum við fram á við, stundum með tilhlökkun, stundum með blendnum tilfinn- ingum. Verða nú þáttaskil? Skyldi Guði finnast við eiga nú að byrja upp á nýtt? í rauninni þyrftum við nefnilega að ger- breytast til að komast eitthvað nærri því sem Guð skapaði okkur til. Við megum ekki láta áramót draga úr okkur kjark. Við megum læra af mistökum, en ekki yfirbugast af þeim. Eins áramót, fasta, páskar, uppstign- ingardagur, hvítasunna og þrenningarhátíð eins og vana- lega. Þótt árið verði sjálfsagt gott, má þó lengi gott bæta, svo að við ættum strax að fara að æfa okkur. Við skulum biðja Guð að slást í lið með okkur. Kannski ráðleggur Guð okkur að skjóta inn í kirkjuferð við og við, en það er ekki allt. Okkur reiknast til að á hverju ári séu 52 sunnudagar, 52 helgar. Nokkrar þeirra gæt- um við undirbúið af sérstakri natni og vanið okkur og aðra á að gera sér dagamun og þakka Guði fyrir starf og hvíld. Svo er kannski einhver sem við þekkjum sem á að skíra eða ferma, einhver ætlar kannski að gifta sig á árinu. Þetta allt kem- ur okkur sem kirkju við. Við er- um vottar að því að börn eru skírð og fermd og öll eigum við að bera umhyggju hvert fyrir öðru og ala hvert annað upp ( trúnni á Guð. Ýmislegt annað bendir Guð okkur eflaust á á komandi kirkjuári. Við þurfum að læra að lesa meira i Biblíunni og taka meira tillit til náunga okkar. Við þurfum að læra að nota hvern dag til þjónustu við Drottin. Verkefnin eru óþrjótandi. Sem betur fer ætlast enginn til að við breytumst á einni nóttu. Guð hjálpar okkur, er þá nokkuð að óttast? Guð blessi okkur kirkjuárið sem senn lýkur, svo og það nýja sem byrjar næsta sunnudag. Biblíulestur vikuna 25. nóv.—l. des. Guð staðfestir leyndardóma trúarinnar Sunnud. 25. nóv. 5. M6s. 18 15—19 Guð uppvekur spámann. Mánud. 26. nóv. 2. Pét. 1, 12—18 Sjónarrottar að hátign Jesú Krísts. Þriðjud. 27. nóv. Matt. 17,1—9 Þessi er minn elsk- aði sonur. Miðvikud. 28. nóv. Sálm. 89, 2—9 Um náðarrerk Drottins vil ég syngja að eilífu. Fimmtud. 29. nóv. 5. Mós. 31, 30—32 Trúfastur Guð og tállaus, réttlátur og réttrís er hann. Föstud. 30. nóv. 2. Kor. 3, 12—42 Þegar einbver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin. Laugard. 1. des. 2. Kor. 4, 3—6 Kristur, ímynd Guðs. Ný hárgreiðslu- og snyrti- stofa í Garðabæ opnuð Andrómeda heitir ný hár- greiðslu- og snyrtistofa, sem opnuð hefur verið i Iðnbúð 4 Garðabæ. Þar er boðið upp á alla almenna hár- og snyrtiþjónustu „ug. ewfreny^r. fótaaðgerðir. Kig- endur eru Fanney Davíðsdóttir, Guðrún Ásta Björgvinsdóttir og Elísabet Rafnsdóttir. Á myndinni eru Fanney, Guðrún og Elísabet ( nýju hárgreiðslustofunni. •j. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.