Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 37
101
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Hifivideo 84
- Diisseldorf
Sígildar
K'imii
Konráö S. Konráösson
Velkomin í hina glitrandi og
glymjandi glæsiveröld neyslu-
þjóðfélagsins. Eitthvað á þessa
leið gæti hafa verið kjörorð ný-
liðinnar stórsýningar í Diissel-
dorf, sem raunar liktist fremur
borgarhverfi en sýningarstöð.
Eru þar 14 Laugardalshallir auk
stjórnstöðvar, fyrirlestrasala,
gangakerfis úr plasti ofanjarðar
og almenningsvagnakerfis, sem
sparaði gestum sporin. Þar inn-
an veggja sem utan þrengdist
ótölulegur fjöldi fyrirtækja, sem
halda vildu eiginíramleiðslu eða
skjólstæðinga sipna að óbreytt-
um almúganum eða öðrum meiri
háttar. Hvarvetna blöstu við
nöfn risafyrirtækjanna rituð
rosastöfum og stórskiltin
skyggðu hvert á annað í þessari
allsherjar samkeppni um augna-
gotur áhorfandans. Á afmörkuð-
um básum höfðu mangararnir
komið fyrir varningi sínum s.s.
siður er. Var fátt muna, sem
ekki annað tveggja var naglfast
eða hlekkjað við sýningarborðin.
Höfðu þeir sem meira vildu við
hafa einnig komið fyrir klæðlitl-
um blómarósum, sem í sam-
keppni við aðra sýningargripi
sýndu á sér lærj-feða barm bros-
andi daufu brosi^sem þó fölnaði
er á daginn leið.
Japanskur framleiðandi, sem
hampa vildi nýjum sjón-
varpsskjá, hafði komið fyrir
stóru hundraði slíkra á aðlægum
vegg svo að engum nærstaddra
myndi yfirsjást. Annar veifaði
enn smærra útvarpsviðtæki en
áður hafði sést. Ný gerð mynd-
segulbandstækja enn smærri og
betri vakti óskipta athygli sýn-
ingargesta. Þýskar útvarps-
stöðvar höfðu komið sér upp
fullkominni aðstöðu til útsend-
inga hér og hvar á sýningunni og
útvörpuðu beint með aðstoð sýn-
ingargesta. í hljóðeinangruðum
smásölum var áfjáðum sýn-
ingargestum leyft að njóta af-
kastamikilla hljómflutnings-
tækja, þar sem afköst fremur en
hljómgæði virtust sitja í fyrir-
rúmi, og við eitt tilfelli, þar sem
greinarhöfundur var meðal
viðstaddra, var att saman skelli-
nöðru og slagverki af slíkum fít-
onskrafti að áheyrendum varð
erfitt um andardrátt og hávað-
inn óþægilega nærri sársauka-
mörkum og reynsla áheyrandans
líkust því sem hann hefði sak-
laus stungið höfðinu inn i
steypuhrærivél.
En hvað var það þá sem upp úr
stóð í þessu kraðaki heimilis-
tölva, viðtækja, myndbanda og
glymskratta hverskonar?
Það var fyrir nokkrum árum
að tölvutæknin hélt innreið sína
í hljóðverin. Sú tækni sem fram
til þess einvörðungu hafði verið
notast við nefnist „analog"
(Analogue: hliðstæða) og er hin
sama og snældu- og segulbands-
tæki þau sem við höfðum heima
í stofu byggja á: Rafsveiflur þær
sem myndast við hljóðnemann
við hljóðritun eru skráðar sem
áþekkar rafsveiflur með mis-
munandi segulmögnun málm-
agnanna á segulbandinu þegar
það rennur fram hjá tónhausn-
um í upptökutækinu.
Hin nýja tækni sem var af-
sprengi hinnar hraðfara tölvu-
þróunar siðustu ára kallast „dig-
ital“ (digit: tölustafur) og er hún
okkur nærtækust í myndsegul-
bandinu. Við hljóðritun með
slíkri tækni er rafsveiflum
hljóðnemans breytt í tölugildi
sem síðan eru skráð, í fyrstu á
segulband. Hafði hin nýja tækni
ákveðna og óumdeilanlega kosti
fram yfir þá gömlu, s.s. að allt
bakgrunnssuð var fjarri og bjög-
un við hljóðblöndun og endur-
teknar upptökur óveruleg.
Þrátt fyrir þessa kosti hefi#
hinni nýju tækni ekki verið tekið
með húrrahrópum hvarvetna svo
sem vonir stóðu til. Komst þó
fyrst verulegur skriður á um-
ræður og deilur, þegar kynntur
var í fyrravor smádiskurinn silf-
urgljáandi, sem gefið var nafnið
„compact disc“ eða „CD“. Var
þar í raun um að ræða fullkomn-
un „digital“-tækninnar þar sem
á diskinum eru þau tölugildi,
sem skráð eru við hljóðritunina í
upphafi, og diskurinn því sam-
hverf eftirlíking hinnar upphaf-
legu upptöku. Þar sem á silfur-
diskinn eru aðeins greypt tölu-
gildi, óendanleg mergð tölustaf-
anna 1 og 0, þar til umskrán-
ingar sérstakra spilara, sem með
hjálp leysiljóss og örtölva breyta
tölugildunum i rafsveiflur á ný,
sem eftir mögnun í venjulegu
hljómflutningskerfi til heima-
brúks hræra keilur og himnur
hátalaranna á sama hátt og
hljómlist leikin af segulböndum
eða hinni góðu og gömlu svörtu
breiðskífu.
Málið var þó ekki svona ein-
falt. — Andstæðingar þessarar
nýju tækni töldu hljómlist hljóð-
ritaða á þennan hátt „kalda og
oft líflausa og óraunverulega".
Einkum voru tóngæði hátón-
anna (diskant) gagnrýnd.
Að loknu þessu millispili og
fróðleiksmolum víkjum við enn á
ný að stórsýningunni Hifivideo
84. Það sem að mínu mati var
merkilegast á þessum yfirþyrm-
andi flóamarkaði nútímatækni,
var samanburður á þessum
tveim tegundum upptökutækni,
sem hér er áður lýst. Var í all-
stórum sal komið fyrir hljóðveri
með tvöfaldri tækni, þ.e. „anal-
og“ og „digital"! Og síðan um-
hverfis listafólkið á sviðinu var
komið fyrir hljóðnemum, en
einnig hátölurum. Við tilraunir
þessar lék listafólkið m.a. kvart-
ett eftir Mendelssohn, sem um
leið var hljóðritaður „analog“,
sem og „digital“. Síðan var
verkið flutt á ný og þá til skiptis
af listafólkinu og hljóðritun, þar
sem víxlað var upptökum með
hvorri tækniaðferðinni fyrir sig,
þannig að áheyrendur fengju
sem bestan samanburð og gætu
hver og einn gert upp við sig
hvor tæknin skilaði tónlistinni
líkari uppruna sínum.
Svo sem gefur að skilja er erf-
itt með orðum að lýsa skoðunum
og persónulegu mati á jafn hug-
lægum raunveruleik og þarna
birtist. Auðvelt var að greina á
milli þessara tveggja upptökuað-
ferða með þvi að hlusta eftir
bakgrunnssuðinu eins og áður er
lýst. En burtséð frá því þá hafði
„digital“-hljóðritunin tvímæla-
laust fegurri hátóna, bæði
opnari og ákveðnari. Enda þótt
þeir hátalarar, sem notast var
við í þessu samhengi væru raun-
ar síst frambærilegir þá var auð-
heyrilegt bæði eftir flutning
strengjakvartettsins, sem og
prelúdíu Chopins, að „digital“-
hljóðritunartæknin ber höfuð og
herðar yfir „analog“-tæknina.
Mað þessum orðum skal þó að
sinni ekki lagður dómur á hvort
hin svokallaða „digital“-smá-
skífa (CD-skífan) er hljómbetri
en svarta breiðskífan. Mun nán-
ar vikið að þeim samanburði síð-
ar, sem og þeirri tækni sem silf-
urskífan byggir á, enda þótt
þann merkisgrip hafi raunar
borið hæst innan um allt það
glópagull, sem falboðið var á
þessum mikla markaði þar sem
fagurlega kristallaðist hin ótrú-
lega eftirspurn og kaupgleði
nægtaþjóðfélagsins.
j
Hverhrep
FIATUNO?
Um þessar mundir verður 20.000. SODA STREAM vélin
seld hérálandi.
í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að
færa einhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl
að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf.
Nafn hins heppna verður dregið úr ábyrgðarskírteinum
allra SODA STREAM eigendamillijólaog nýársn.k. og
mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar.
EIGIR ÞÚ SODA STREAM VÉL ÁTT ÞÚ KOST Á
ÓKEYPISBÍL!
Gjöfm sem gefur
Wé. !
Sól hf.