Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 38
102 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 fclk í fréttum Beið bana í rússneskri rúllettu + Sjónvarpsstjarnan John Hexum er látinn að- eins 27 ára að aldri. Bar dauða hans að þegar verið var að taka upp þættina „Coverup" en þar átti hann m.a. að taka þátt i rússneskri rúllettu. Er hún þannig að sett er eitt skot í marghleypu og við- komandi tekur síðan þá áhættu að lenda ekki á þessu eina skoti, þegar hann beinir byssunni að höfði sér og hleypir af. Við upptökurnar var þó að sjálfsögðu ekki notað neitt skot, heldur aðeins skothylki með púður- hleðslu. Nokkru áður en kom að atriðinu með Hex- um var hann að leika sér með byssuna, setti hana við höfuðið og hleypti af. Hexum hitti á hleðsluna og þótt ekkert skot væri í henni var krafturinn í púðrinu svo mikill að hann stórslasaðist og lést nokkrum stundum síðar á sjúkrahúsi. Baröi Guömundsson í hlutverki kóngsins Tartölju. Ég í raun stjórna atburðarásinni með trixum og göldrum." Er erfitt að fá vinnu þegar námi lýkur? „Já, það er þröngur markaður eins og stendur. En maður verður að vera bjartsýnn, það þýðir ekk- ert annað." GRÆNF J ÖÐRUN GUR „Allt getur gerstu Smeraldína (Rósa) og Trúffaldínó (Einar Jón.). Þegar þessu verkefni okkar Grænfjöðrungi lýkur, þá er á dagskrá Draumur á Jónsmessu- nótt eftir Shakespeare og þá Fugl sem flaug á snúru, eftir Nínu Björk sem hún samdi gagngert fyrir okkur.“ Hver eru ykkar hlutverk? Rósa: „Ég leik Smeraldínu, sem rekur innmatarverzlun og er mikil móðir. Hún er fósturmóðir tvíbur- anna, en þá hirti hún upp úr síki þar sem þau voru pökkuð inn í vaxdúk." Þröstur: „Ég er Grænfjöðrung- ur, fugl og lykilpersónan í verkinu. Þröstur og Rósa. Vinna í nemendaleikhúsinu er lokaáfangi í undirbún- ingi leiklistarnema fyrir starf í leikhúsi og eiga nemendur að baki þriggja ára nám þegar þeir fara á fjalirnar hjá nemendaleikhúsinu með sýninguna Grænfjöðrung. Að þessu sinni eru það átta nemendur sem eru að ljúka námi og auk þeirra voru fengnir tveir gesta- leikendur, Ragnheiður Steindórs- dóttir frá Þjóðleikhúsinu og Jón Hjartarson frá Leikfélagi Reykja- víkur. Við fengum tvo nemendur til að rabba við okkur um leikritið, þau Þröst Leó Gunnarsson og Rósu Þórsdóttur. Um hvað fjallar leikritið? „Þetta er leikrit frá 18. öld eftir Carlo Gozzi og það byggir á hefð- bundnum persónum úr ýmsum þáttum Commedia dell’Arte leik- Íistarinnar. Það er gert í og með sem gagnrýni á upplýsingastefn- una og andsvar Gozzi við bók- menntastefnu Chiari og Goldon í Táraharmleiknum, hinni nýju frönsku stefnu. Leikritið sem er í nýrri útfærslu eftir Benno Besson er þó i grund- vallaratriðum hið sama þó leik- gerð sé ólík hinni fyrri að mörgu leyti. Þarna gerast hinir ótrúleg- ustu hlutir og þetta fjallar kannski fyrst og fremst um örlög tvíburasystkina og um sjálfs- hyggjuna. Sá heimur sem leikritið gerist í á kannski helst skylt við Þúsund og eina nótt. Þetta er semsagt heimur ævintýranna þar sem ekkert er ómögulegt." — Hver leikstýrir? „Haukur J. Gunnarsson leik- stýrir, leikmyndina gerði Guðrún S. Haraldsdóttir og grímur og búningar, sem eru skrautlegir, eru gerð af Dominique Poulain og Þórunni Sveinsdóttur. eigin raun, og nú nýlega kom út bók eftir hana, sem heitir „Móðurhjartað", „The Matern- al Instinct", sem segir frá bar- áttu barnlausra kvenna við að eignast barn. Susan er ekki barnlaus, hún á einn dreng, Christoher, 14 ára gamlan, en hún átti sér þann draum að eignast fimm börn, jafn mörg og stafirnir í fornafni hennar. Susan er tvígift. Fyrri maður hennar var franski kvikmyndamaður- inn Pierre Granier-Deferre og með honum átti hún Christ- opher. Hún varð ófrísk oftar en missti alltaf fóstrið og loks fór það svo, að Pierre varð ástfanginn i annarri konu og fór sína leið. Hann bauðst að sjálfsögðu til að greiða henni og drengnum framfærslueyri eins og honum bar skylda til, en Susan, sem er mjög stolt kona, fór fram á, til að öllu réttlælti og formsatriðum væri fullnægt, að hann greiddi henni í eitt skipti fyrir öll, 10 penny, innan við fimm krónur íslenskar. Susan er nú gift gríska kaupsýslumanninum, Eddie Kulukundis, en þau eiga ekkert barn saman. Hún varð að vísu ófrísk árið 1981, en missti fóstrið. Síðustu 12 árin hefur allt líf Susan snúist um það eitt að eignast annað barn, en hún er nú orðin 44 ára og veit, að tíminn er runninn út að þessu leyti. Fyrsti sjónvarpsmynda- flokkurinn, sem náði veru- legum vinsældum erlendis og þá ekki síður hér á landi, var sagan af Forsyte-ættinni, sem sýndur var hér skömmu eftir að sjónvarpið hóf göngu sína. Ein aðalleikkonan þar var Sus- an Hampshire, Fleur, eins og hún hét í sögunni, og er óhætt að segja, að hún hafi unnið hug og hjörtu allra. Susan er enn mikils metin leikkona, kemur oft fram í sjónvarpi og hefur farið með aðalhlutverkið í mörgum leikhúsverkum í London. Susan er ekki aðeins leikkona, heldur rithöfundur einnig og hefur skrifað nokkrar bækur, sem raunar snúast aðallega um ýmis vandamál, sem hún hefur orðið að glíma við um ævina. Hún hefur t.d. gefið út bók um orðblindu, sem hún þekkir af Þetta er forsíða bókar Susan Hampshire. Bókin er um baráttu barnlausra kvenna til að eignast barn „Móðurhjartad“ SUSAN HAMPSHIRE „FLEUR“ í FORSYTE: I tólf ár snerist lífið um það eitt að eignast barn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.