Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 lí<T WE HCIAil CVirMyNC/lNN/1 Laugarásbíó hefur aftur hafiö Hitchcock-hátíð eftir að hún lagöist niður síösumars aö hnig minnir. Rear Window er endursýnd í nokkra daga en síðan tekur Vertigo viö. f tilefni þessa er ekki úr vegi aö gera nokkra saman- tekt á grein, sem nýlega birtist í tímaritinu American Film, sem tekin er úr bók, sem Francois Truffaut, sem nú er nýlátinn, skrifaöi um meistarann en Truffaut var einlægur aödáandi Hitchcock. Áriö 1962 var Alfred Hitchcock á hátindi ferils síns. Á undanförnum tíu árum haföi hann gert ellefu kvikmyndir, þeirra á meöal Strang- ers on a Train, Rear Window, The Man Who Knew Too Much, Vertigo, North by Northwest og Psycho. Helsta vandamál Hitchcock þetta ár voru aöalleikarar hans. James Stewart var oröinn of gamall til aö leika i myndum hans (raunar kenndi Hitchcock ellimörkum Stewarts um þær slæmu viötökur sem Vertigo hlaut. Á sama tíma, þrátt fyrir miklar vinsældir North by Northwest, var Cary Grant tekinn aö hverfa frá kvikmyndaleik í þvi skyni aö leyfa aödáendum sínum aö muna hina ungæöislegu ímynd hans á tjaldinu. Grant haföi hafnaö aöalhlutverkinu í The Birds og Rod Taylor hreppti þaö. Vandamáliö meö leikkonurnar var jafnvel ennþá alvarlegra. Hann haföi misst bæöi Bergman og Kelly. Þótt hann hafi aldrei fyrirgefiö Ingrid Bergman fyrir aö hafa fariö frá sér og tekiö upp samband viö Roberto Rosselini, horföi máliö ööruvísi viö hvaö varðaöi Grace Kelly. Ein ástæöa þess var sú aö Rainier prins var ekki kvikmyndaleikstjóri. Hinar miklu vinsældir Psycho, sem var í ööru sæti yfir mest sóttu myndir áriö 1960, aöeins Ben Hur var á undan, fullvissaöi Hitchcock Stewart og Kelly í Rear Wtndow. Úr The Bírdt. Connery og Hedren í Marine. Um Hitchcock — eftir Truffaut um getu hans til aö ná til alls fjölda áhorfenda meö ódýrri mynd. Hann var því mjög öruggur með sig þegar hann hóf tökur á The Birds áriö 1962. Henni var mjög illa tekið þeg- ar fariö var aö sýna hana og næsta mynd hans, Marnie hlaut enn verri aösókn. „Ég er viss um,“ skrifar Truffaut „aö Hitchcock hafi aldrei oröiö sam- ur maöur eftir Marnie. Hinar slæmu viötökur, sem hún fókk, dró mjög úr sjálfstrausti hans. Ég held aö hann hafi ekki verið ánægöur meö neina af þeim myndum sem hann geröi eftir Psycho. Missir sjálfstraustsins varö til þess að hann leyföi Uni- versal-kvikmyndafyrirtækinu aö hafa áhrif á gerö næstu myndar Torn Curtain. í fyrsta lagi lét hann þaö ráöa valinu á leikurum í aöal- hlutverkin, þeim Paul Newman og Julie Andrews, og í ööru og alvar- legra lagi fékk Universal hann til aö sparka gömlum starfsfélaga sínum, Bernard Herrmann, sem gert haföi tónlistina viö margar af hans bestu myndum. Annað mikilvægt nafn vantaöi á lista yfir þá sem unnu aö gerð myndarinnar og þaö var Rob- ert Burks, sem haföi veriö kvik- myndatökumaður Hitchcock frá Strangers on a Train (1951). Án uppáhaldsleikaranna sinna, kvikmyndatökumannsins, tónsmiös- ins og aöalklippara sins aö auki, fannst Hitchcock eins og aö hann væri aö hefja nýjan þátt á ferli sín- um og aö sá ætti eftir aö veröa erf- iöur.“ Áriö 1967 geröi hann enn eina vonda mynd, sem hét Topaz. Hann geröi hana eftir samnefndri njósna- sögu, sem var metsölubók í Banda- ríkjunum. Bókin var pólitísk, and- kommúnísk en Hitchcock hafði ætíð foröast pólitík í myndum sínum. Hann haföi alltaf haft styrk til aö neita aö gera kvikmyndir eftir hugmyndum eöa sögum, sem hann taldi ókræsilegar, en nú haföi Uni- versal tekist aö fá hann til aö gera kvikmynd eftir þessari. Útkoman var vægast sagt „ekki góö mynd“, eins og Truffaut oröar þaö á tillitssaman hátt. Universal likaöi hún ekki, al- menningi ekki heldur, ekki gagnrýn- endum og ekki einu sinni sérstökum aödáendum leikstjórans. Leikstjór- inn sjálfur vildi gleyma henni sem fyrst. Sumarió 1970 fókk Truffaut bróf frá Hitchcock þar sem hann sagöi: „Ég er aö leita fyrir mér aö nýju kvikmyndaefni, en þaö gengur erfiö- lega. í kvikmyndaiónaöinum hér (Hollywood) eru svo mörg bannorö. Viö veröum aö foröast aldraöar persónur og takmarka okkur viö ungar manneskjur ... engin mynd má kosta meira en tvær eöa þrjár milljónir doilara. Og ofan á allt ann- aö er sögudeildin alltaf aö senda mér efni, sem þeim finnst gott í Hitchcock-mynd. Og þegar ég les þaö kemst ég auövitaö aö því aö þaö kemst hvergi nærri Hitchcock- gæöunum." Skömmu eftir aö hann skrifaöi þetta bréf valdi leikstjórinn breska skáldsögu, Goodbye Piccadilly, Farewell Leicester Square eftir Arthur nokkurn la Bern tíl aö gera mynd eftir. Hitchcock einfaldaöi söguþráöinn mjög og nefndi verkiö Frenzy, sem var heiti á kvikmynda- handriti, sem hann eitt sinn hafnaói. Frenzy er um kynóðan moröingja í London, sem kyrkir kvenmenn meö hálstaui sínu. Korteri eftir aö myndin hefst er moröinginn afhjúp- aður. Fylgst er meö öörum manni, sem veröur sakaöur um moröin, handtekinn og dæmdur. f einn og hálfan tíma myndarinnar er hann aö berjast viö aö losna úr sínum vondu málum. Sumariö 1972 fékk Hitchcock kvikmyndaréttinn á nýrri breskri skáldsögu, The Rainbird Pattern eftir Victor Canning, meö þaó í huga aó færa atburöarásina yfir til Los Angeles og San Francisco. Hann nefndi myndina Family Plot og hún átti eftir aö veröa sú siöasta sem hann geröi. Gagnrýnendur tóku henni vel, en almenningur síöur. Eftir Family Plot var Hitchcock ákaflega leiöur. Hann haföi reynt aö blanda saman spennandi mannráni og húmor, sem geröi margar af myndunum sem hann filmaói fyrir stríö, svo vinsælar, en honum haföi ekki tekist aö hrífa áhorfendur. Truffaut skrifar: „Ég var í Mont- pellier 1976 viö upptökur á Maður- inn sem elskaði konur, þegar ég fékk þetta bréf sent frá honum. „Þessa stundina leita ég logandi Ijósi aö efni. Nú, eins og þú veist, ert þú frjáls til aö gera hvaöa mynd, sem þú vilt. Ég aftur á móti get aö- eins gert þaö sem búist er viö af mér, þaö er þriller eöa spennusögu og þaö finnst mér erfitt aö gera. Þaö eru svo margar sögur þessa dagana um nýnazismann, Palestínumenn í stríöi viö fsraelsmenn og þess konar hluti. Og, sjáöu til, ekkert þessara efna hafa í sér mannlega þætti. Hvernig getur þú haft kómediskan arabahermann? Þaö er ekkert slíkt til. Og ekki getur maöur haft skemmtilegan ísraelskan hermann. Ég er aö lýsa þessum hlutum vegna þess aö þessi efni liggja á boröinu hjá mér til athugunar. Stundum held ég aö besta kóm- edían eöa dramaö geti sem best veriö tekin hér á skrifstofunni minni meö Peggy, Sue og Alpha. Eina vandamáliö er aö ein þeirra yröi aö vera drepin og ég myndi sjá eftir þvi.“ Tveimur mánuöum seinna hittust þeir Truffaut og Hitchcock en sá síöarnefndi haföi þá fundiö efni fyrir sina 54. kvikmynd. Hann haföi snúiö sér aó gömlu verkefni, nefnilega breyta tveimur bókum um svipaö efni i eitt kvikmyndahandrit. önnur bókin var sannsöguleg frásögn og hét The Springing of George Blake, eftir Sean Bourke, en hin var skáldsaga eftir Ronald Kirkbride, sem hann byggöi á bók Bourke og nefndi The Short Night. Þaö var njósnasaga á milli aust- urs og vesturs, byggö á lífi Breta, sem hét George Blake og var gagn- njósnari. Hann njósnaói fyrir Sov- étríkin og hlaut 42 ára fangelsisdóm þegar komst upp um hann. Blake flýöi ásamt klefafélaga sínum, Sean Bourke, úr Wormwood Scrubs- fangelsinu áriö 1966 meö hjálp und- irheimalýös í London, sem KGB haföi ráöió til starfans. KGB kom svo félögunum til Moskvu. Þaö gekk erfiölega aö koma myndinni af staö og heilsu Hitch- cock hrakaöi og um vorið 1979, skömmu eftir aö hann haföi tekiö viö verölaunum fyrir lífstíöarstarf í þágu kvikmyndanna frá Bandarisku kvikmyndastofnuninni, varö hann aó sætta sig viö þá staöreynd aö hann átti aldrei eftir aö gera aöra mynd. Hann lokaöí skrifstofu sinnl hjá Universal, sagöi starfsliöi sínu upp og hélt heim á leiö til Bretlands. Drottningin sló hann til riddara og þaö eina sem beið Alfreds var dauö- inn. Hann kom 29. apríl 1980. — ai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.