Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 5
1 / M I f ’ t 'I ! „( ! I| 'I M M ’ | ? BŒÐVIKUDAGUII 8. september 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrói ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- . lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- hiísinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr, 90.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Rafvæðmgarmálm í grein, sem Daníel Ágústínusson, fulltrúi Framsókn- f kksins í raforkuráði, ritaSi fyrir skömmu, rekur h i .. í ljósu máli, hver þróun hefur orðið í þeim'málum í -sumar mun ljúka framkvæmdum við rafvæðingu ís- lenzkra byggða samkvæmt 10 ára áætlun, sem gerð var 1953. Með áætlun þessari var gert myndarlegt og merki- legt átak í einu brýnasta framfaramáli þjóðarinnar, og er vafasamt, að mörg býli og byggðarlög væru enn byggð, ef rafmagn hefði ekki þangað komið. Með lögum, sem Alþingi samþykkti 1954, var ákeðið að verja á árunum 1954—1963 25 milljónum króna á ári til byggingar orkuvers utan orkuveitusvæða Sogs og Laxár, gera aðalorkuveitur og dreifiveitur fyrir kaupstaði, kauptún og sveitir víðs vegar um landið. Jafnframt að veita bændum lán til að koma upp smá- rafstöðvum- Nú er þessum framkvæmdum að ljúka, 2 árnm síðar en áætlað var í fyrstu. Á þessu tímabili hafa margar ár verið virkjaðar, og um 4000 býli munu hafa fengið raforku, er fram- kvæmdum við 10 ára áætlunina lýkur. Eftir eru þá í landinu um 1200 byggð býli sem ekki hafa rafmagn. Þegar búið er að tryggja þessum 1200 býlum rafmagn, hafa íslendingar á myndarlegan hátt og við erfiðar að- stæður leyst stórvægilegt hagsmunamál dreifbýlisins. Framsóknarflokkurinn hefur haft forystu í þessum málum. Hann átti frumkvæðið að raforkulögunum, 10 ára áætluninni og hafði með framkvæmd hennar að gera fyrstu fimm árin. Hann hafði forgöngu um virkjun á Vestfjörðum og Austurlandi, auk smærri virkjana. Hann hafði forgöngu um virkjun Efra-Falls og 1960 flutti hann tillögu um nýja áætlun sem tæki við af 10 ára áætlun, þannig að öll býli á landinu hefðu fengið rafmagn í árslok 1968. Þessi tillaga hefur verið endur- flutt síðan, en ekki náð fram að ganga. Hún var talin óþörf og henni vísað frá. Vegna baráttu Framsóknarfiökksins komst þó nokkur skriður á málið og var Raforkumálaskrifstofan látin gera áætlun, er tók til um 900 býla, átti að kosta 180 milljónir og framkvæmast \á árunum 1965—70. Ing- ólfur Jónsson, raforkumálaráðherra, hafði lýst yfir, að þessa áætlun ætti að samþykkja endanlega á fundi raforkuráðs 23. okt. 1964. Þeim fundi var hins vegar aflýst, og fundur ekki haldinn fyrr en rúmum 5 mán- uðum síðar, og áætlunin þá ekki einu sinni á dagskrá. Á fundi 3- júní lætur Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra vísa frá tillögu Daníels Ágústínussonar um sam- þykkt áætlunarinnar á þeim forsendum, að samþykkt raforkuráðs sé ekki tímabær! Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í raforkuráði láta nú í það skína, að tilgangslaust sé að gera áætlun, nema fjármálin séu áður tryggð! Þegar 10 ára áætlunin var samþykkt, lá ekki allt framkvæmdaféð fyrir í reiðu fé, heldur aðeins fyrirheit Alþingis um útvegun þess á 10 árum og nam þá árleg fjárveiting um 6% af útgjöldum fjárlaga. Skv. þeirri á'ætlun, sem nú liggur fyrir af hendi Raforkumálastjórnar, en fæst ekki samþykkt í Raforkuráði, nema árlegar fjárveitingar hins vegar ekki nema um 0.8% af fjárlögunum. Hér er því um smámuni að ræða miðað við þann stórhug o£ bjartsýni sem ríkti, þegar 10 ára áætlunin var gerð, og Framsóknarflokk- urinn hafði meiri áhrif á landsstjórnina. Framsóknar- flokkurinn mun ekki sætta sig við þessi úrslit málsins og halda áfram þeirri baráttu, sem hann veit, að á al- mennan hljómgrunn með þjóðinni allri. TÍMINN Þýzku stjórnmálaforingjarnir leiða saman hesta í sjónvarpi Kosningabaráttan í V-Þýzkalandi harðnar, enda styttist til kosninganna, sem fram fara 19. sept. Hér siást formenn og formælendur flokkanna í sjónvarpsviðræðum, sem fram fóru nýlega. 'Frá vinstri sjást Franz Josep Strauss, formaður Kristilegra sósíalista; Erich Mende, formaður Frjálsra demókrata, þá Willy Brandt formaður Jafnaðarmanna og loks er talsmaður dr. Adenauers, Eugen Gertenmaier. Nasser forseti Egyptalands hefur að undanförnu verið í opinberrTheimsókn til”Rússlands"og "fIéiri komm únistaríkja. Hér er hann staddur í Belgrad í veizlu hjá Tftó hinn 1. sept. Frú Tító er á hægri hönd hon um en Tító sjálfur til vinstri. Næstu skðgræktarverkefnin Ályktanir aðalfundar Skógræktarfélags íslands 1. Tillaga frá laigi Austurlands. Skógræktarfé- Með hliðsjón af þeim athugun- um, sem fram hafa farið og áætl unum þeim, .sem gerðar hafa verið á vegurn Skógræktarfélags Austur- lands, um skógrækt pem þátt í búskap í Fljótsdalshreppi í Norð- ur-Múlasýslu, beinir Aðalfundur Skógræktarfélags íslands því til stjórnar félagsins og Skógræktar ríkisins, að þessir aðilar veiti því brautargengi, að stjórnvald lands ins veiti slíkri skógræktar- og búskaparáætiun þann fjárhags grundvöll, að hún verði fram- kvæmd með nauðsynlegum hraða og að hafizt verði handa þegar á næsta ári. Er það álit fundarins, að að- stæður í Fljótsdal, samfara ná- lægð hans við Hallormsstað, með þeirri ágætu reynslu í skógrækt, sem þar er fengin, leiði styrk rök að því, að Fljótsdalur sé öðrum stöðum ákjósanlegri til upphafs skipulegrar skógræktar í bú- rekstri bænda hér á landi. 2. Um skógrækt á Vestfjörðum. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands fagnar góðum árangri í ræktunarstarfi skógræktarfélaga á Vestfjörðm og beinir því ti Skógræktar ríkisins, að athugaði: séu til hlítar möguleikar á skóg rækt þar í stærri stíl m.a. friðui alls skóglendis Brjánslækjar Vatnsfirði. Telur fundurinn, mel hliðsjón af vaxandi verkefnum, aí nauðsynlegt sé, að skipaður verð skógarvörður fyrir Vestfjarðaum dæmi. 3. Um landgræðslu. Aðalfundur Skógræktarfélag: íslands fagnar setningu nýrri laga um landgræðslu og gróður vernd og hvetur alla landsmenn ti virkrar samstöðu til viðnánv Framhald á bls. 12 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.