Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 12
12 TÍfVtlNN Islenzka kvennalandsliðið valið -- leikur gegn dönsku stúlkunum 28. og 30. október. Landsliðsnefnd kvenna hefur nýlega valið eftirtaldar stúlkur í landslið íslands fyrir Heims- meistarakeppnina, sem fram fer í Vestur-Þýzkal. 8.—15. nóvember n.k. Undankeppni fer fram við Dami í Kaupmannahöfn dagana ZS. og 30. október n.k. Sigurveg- arar úr þeirri keppni fara áfram Leika í kvöld Síðari leikur Keflvíkinga gegn ungversku meisturunum Ferenr varos í Evrópubikarkeippninni rer fram á „Þjóðarleikvanginum“ í Búdapest í kvöld, og verður leik- ið í flóðljósum. Sem kunnugt er lauk fyrri leiknum 4:1 fyrir Ung verjana. óli B. Jónsson, þjálfari KefIvíkinganna, gat þess í viðtali við Tímann, að hann yrði ánægður ef Keflvíkingar töpuðu ekki með meiri mun en í fyrri leiknum. A VfÐAVANGI birgðaíögum. Vera má, að heild salar og fésýslumenn í fjár- festingu telji sig eitthvað frjáls ari en fyrr, en veikleiki stjórn arinnar nú, á ekkert skylt við frelsisást. Frelsi og stjórnleysi er tvennt ólíkt og getuleysi ein- staklinga og ríkisvalds til að stjórna, einkennist af óskyn- samlegri tiíhneijgingu. til frelsis skerðingar, sem ekki reynist framkvæmanleg og hefur þver öfugar afleiðingar við það, sem til var ætlazt. Það er margra mál, að núverandi og ólækn- andi veikleiki ríkisstjórnarinn ar sé að verulegu leyti af þess ari rót runninn." SKÓGRÆKTIN Framhald af 5. síðu þeirri eyðingu lands, er enn á sér stað. Telur fundurinn nauðsynlegt, að lokið verði, svo fljótt sem auðið er rannsókn á beitarþoli lands í í aðalkeppnina: Sigríður Sigurðardóttir, Val Sigrún Guðmundsdóttir, Val Sigrún Ingólfsdóttir, Val Vigdís Pálsdóttir, Val Rut Guðmundsdóttir, Ármanni Svana Jörgensen, Ármanni Ása Jörgensdóttir, Ármanni Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni byggðum og afréttum, en mður- stöður hennar hljóta að ^erða sá grundvöllur, sem Landgræðsla ríkisins miðar við, er ákvæði land græðslulaganna um gróðurvernd koma til framkvæmda 4. Um skjólbelti og ræktun lerkis. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands lýsir ánægju sinni yfir þingsályktun þeirri, er samþykkt var á síðasta alþingi varðandi löggjöf um kerfisbundna ræktun skjólbelta hér á landi og áréttar enn á ný áskorun sína til fjárveit- ingarvaldsins að skjólbeltaræktun verði studd með ríflegum fjár- framlögum. Jafnframt styður fundurinn eindregið þingsályktunartillögu pá er samþykkt var á sama alþingi um rækbun lerkis til að fullnægja innlendri þörf fyrir girðingar- staura, en telur hins vegar, að slík framleiðsla sé eðlilegur hluti af sjálfsagðri ræktun lerkiskóga hér á landi, sem leggja beri sér- staka áherzlu á með tilliti til þess ágæta árangurs, sem þegar er feng inn í ræktun lerkis á Hallormsstað og víðar 5. Um Þórsmerkurferðir. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands beinir því til stjómar fé- lagsins, að hún vinni að því, að j fólki því, sem árlega leggur leið | sína til Þórsmerkur um verzlunar- mannahelgina,, verði séð fyrir skemmtanahaldi þar með þeim hætti, að svipmót samkomuhalds þar fái þann eðlilega menningar- og velsæmisblæ, sem tekizt hefur að skapa í öðrum skóglendum landsins um nefnda helgi. Jafnframt skorar fundurinn á Jóna Þorláksdóttir, Ármanni Elín Guðmundsdóttir, Víking Edda Jónasdóttir, Fram Gréta Hjálmarsdóttir, Fram Sylvía Hallsteinsdóttir, FH Jónína Jónsdóttir, FH Sigurlína Björgvinsdóttir, FH Liðið heldur utan þriðjudaginn 26. október n.k. yfirvöld þau, er veita sérleyfi til fólksflutninga, að þess sé gætt, að þeir aðilar, sem leyfi fá til fólksflutninga til Þórsmerkur, fullnægi sjálfsögðum kröfum um öryggi og útbúnað þeirra bifreiða er notaðar eru á torfærri leið til Þórsmerkur, og að þeir sömu að- ilar skipuleggi þá mannflutninga svo vel, að farþegar geti Komizt heimleiðis án óhæfilegra tafa. UTBOÐ Tilboð óskast í gerð garðs, lóðar og bílastæðis við sambýlishús við Dunhaga. Útboðslýsinga má vitja til Reynis Vilhjálmssonar, skrúðgarðaarkitekts, Héðinshöfða við Borgartún gegn 200.— kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnum svarar hann í síma að- eins mánudaginn 13. þ.m. kl. 13—15, símanúmer 2-18-75. Tilboð, merkt „Dunhagi“ óskast send í pósthólf 929, Reykjavík, í síðasta lagi föstudagskvöld 17. þ.m. Tilboðin verða opnuð að Dunhaga 17 kl. 17 laugardaginn 18. þ.m. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði, sem er, eða hafna öllum- HÚSFÉLAGIÐ. VIÐ ÖÐINSTORG — SiMI IÞROTTIR Framhald af bls. 13 en í þeirri keppni hafa þeir eiginilega alltaf verið utangátt ar frá því að hún hóf göngu sína. Kannski það breytist núna, sagði Bjöm að lokum. Bjöm sýndi okkur nýju gras vellina, sem Valur er að eign- ast. Einn þeirra er staðsettur fyrir norðan fyrsta grasvöll þeirra Valsmanna. Þarna er um að ræða stóran völl, sem sáð var í fyrir rúmlega einu ád. Rétt austan við fyrsta gras- völlinn er kominn annar völl ur, sem einnig var sáð í fyrir ári. Sá völl'ur er ekki eins stór. Loks er að geta grasvall ar, sem kominn er syðst á Vals svæðinu og er það nokkurs konar framlenging á fyrsta vell inum. Þannig á Valur nú 5 knatt- spymuvelli, þar af 4 grasvelli, og ætti hæglega að geta látið alla flokfca félagsins æfa á sama tíma. Það er þess vegna bjant yfir Val í dag, því Valur er þróttmikið félag í framfara sókn. — alf. HESTAR OG MENN Framhald af 7. síðu inn, 15 ára dugmikill, datt af baki og meiddi sig nokkuð á staur. Fol inn var svo leiddur manniaus að marki. Kom nú eftirlitið til dómnefndar og gaf um þetta skýrslu? Margir menn, samkvæmt fyrri reynslu, hefðu kallað þetta að ríða fyrir. Ég hef andmælt þeirri túlkun, að knapar geti ráðið neinu venjulegu um stefnu hests. Þama skeði óhapp, sem ég segi að væri engum að kenna, en vel hefði mátt bæta fyrir með því að leyfa folunum að hlaupa aftur. Brátt verður tekin upp sú regla að bóka skýrslur eftirlitsmanna svo að eig engum hesta gefist kostur á að fylgjast með verði hesta þeirra fýrir skakkaföllum. Þetta kemur alveg af sjálfu sér eftir því sem verðlaun hækka. Þá er enn eitt, sem er aðkallandi, sem sé að hjá hverjum skeiðvelli sé tóft, sem fljótlegt og auðvelt sé að tjalda yfir. Slíkt hús er nauðsynlegt í vondu veðri fyrirhesta, eftirlits menn og knapa. Mannúð við kapp reiðahesta kemur hér og til. Þá yeik P. H. að ungu knöpunum. Ég er sama sinnis og fyrr, að foreldrar verði að ráða því hvort böm þeirra sinni knapastarfi. Þá er óbreytt skoðun mín sú, að áþján sandbyrðanna eigi að létta af ungu knöpunum. Ég, leit á það sem ákveðinn stuðning stjómar mótsins við Amarhamar og hesta manna þar við till. mína um af nám lágmarksþunga, að mér virt ist aðeins einn drengur þar með sandpobann sinn, lágmarksþunga MIÐVIKUDAGUR 8. septcmber 1965 Tekst KR b að sigra Keflvíkinga aftur? Tekst hinu fræga b-liði KR að sigra Keflvíkinga aftur? Eins og menn muna, sigraði b-lið KR Keflvíkinga í bikar- keppninni í fyrra mjög óvænt — »g enn hefur b-lið KR möguleika til að sigra Kefl- víkinga, því að það hefur dreg- izt á móti þeim í 8-liða-keppn- inni. Þessi lið leika saman: FRAM—VALUR (leikurinn fer fram suninudaginn 12. sept. á Melavellinum óg hefst kl. 4). AKRANES—FH/VALUR b (leikurinn fer fram á Akra- nesi 12. september og hefst kl. 4). AKUREYRI—KR a (leikur- inn fer fram á Akureyri 19. september og hefst kl. 4). KEFLAVÍK—KR b (leik- dagur óákveðinn.) Ákveðið hefur verið, að leikur Akraness og Keflavíkur fari fram laugardaginn 18. september, og leikur KR— Keflavíkur fari fram sunnudag inn 26. september. var ekki sinnt. Ég held að hætta sé lítil á skeiðvelli og ekki minnist ég slyss þar. Þó skal ég fúslega játa, að mjög væri þungt að sjá barn detta af baki á spretti, en þó að vösólfar í blóma lífsins steypist á slétta grjótlausa grund er það vatrla hættulegt. Að jafnaði er þess gætt, að kapp reiðahestar séu kunnáttusamir og hrekklausir. Ég tel einna minnsta hættu í reið á skeiðvelli, þó hefur borið við að slitnað hafi gjörð, hnakkur runnið aftur af og brugð ið hefur fyrir, að hestur hafi stung ið sér á spretti, en minningar um þessi fyrirbæri eru að mestu frá fyrri árum. Ég held að betur sé vandað til hesta og útbúnaðar en áður var. Ekki er ég heldur sammála P. H. um það, að Hesturinn okkar — eigi að vera vettvangur hesta manna fyrir deilur. Hví skyldu ekki dagblöðin vera réttur vettvangur fyrir umræður um kappreiðar svo sem önnur efni? Dagblöðin eru hentugust fyrir rökræður og karp, meðal annars vegna þess hve fljótt er hægt að svara fyrir sig. Rit hestamanna er um hestinn okkar gætt eftir mætti hinum hreina, tæra vorblæ góðhestsins. Hestar og menn er allt annað. Bjami Bjamasson. KONUNGUR FJALLANNA Framhald af bls. 8 meðal íbúanna við rætur Hima layafjálla em oft gestsauganu furðulegri en nokkur þjóðsaga. Hjá sumum þjóðflokkum ríkir sá siður, að konan getur haft fleiri en einn eiginmann. Virð- ist aðaltilgangur þessa vera sá, að halda erfðalandi hverrar fjölskyldu saman í einni heild, í stað þess að faðirinn þurfi að deila þvi á milli sona sinna. Hann lætur landið ganga til síns elzta-sonar — og konan, sem giftist þessum syni, verður um leið eiginkona allra bræðra hans! Einnig er til í dæminu, að maður nokkur eigi eintómar dætur. Þá erfir elzta dóttirin landið. Hún getur síðan fengið einhvem mann til þess að gefa upp fjölskyldunafn sitt og taka upp hennar nafn, og verður þá þessi sami maður, sem i slíku tilfelli kallast magpa, eigin maður allra systra konu sinn- ar. Skilnaður er heldur ekki erf iður þar um slóðir. Ef systum ar komast t.d. að raun um, að magpa þeirra sé frekar lítils virði, þá geta þær gefið honum hest og sagt honum að hypja sig! Sé um að ræða eiginkonu margra bræðra, þá getur hún fengið skilnað einfaldlega með því að yfirgefa heimilið. Eigin maður hennar, þ.e. elzti bróð- irinn, getur sent hest til henn ar til þess að flytja hana til baka, en ef hesturinn kemur einn til baka, þá er skilnaður inn löglegur. Það var á þennan sama ein- falda hátt, að landamæri milii Indlands og Tíbet vom dreg in á sínum tíma. Árið 1914 fóru fulltrúar Kína og Tíbets til fundar við brezka fulltrúa í Simla í Indlandi. Sir Arthur McMahon, formaður brezku sendinefndarinnar, lagði kort af Himalayafjöllum á borðið, tók blýant í hönd og dró línu frá einum fjallstindinum til annars og lagði tii, að sú lína skyldi vera landamæralín an milli Tíbets og Indlands. Þetta féllust Kínverjar og Tí- betbúar á, þótt Kínverjar telji nú, að þessi lína sé ómerk. Landamæralínan hefur aftur á móti aldrei verið merkt, né girt, einfaldlega vegna þess, að enginn gæti farið meðfram henni. nema þá snjómaðurinn frægi. —#______________________E£_ GENGIÐ UM GARÐ Frauihald af 7. síðu kjarrlendi í Krosshólum og hlíðinni gegnt þeim, og geysi- mikið aðalbláberjalyng, þakið þroskuðum berjum. Jón Arn- finnsson fylgdi mér um Lamba dal. Sagðist, frá smalaárum sín um, muna eftir sérkennileg- um burkna við Krosshóla hand an ár; stiklaði á stöng yfir ána 0g kom aftur með vænan brúsk af skollakambi, sem hér er fágætur. Við ána lágu stór ar flögur af surtarbrandi, sem hún hefur borið fram úr surt arbrandslagi í dalbotninum. Kvað Jón bændur í Lambadal fyrrum hafa hirt surtarbrand- inn á áreyrunum og notað til eldsneytis. Til skamms tíma var og til borðplata úr honum, að sögn. f Lambadal voru okk ur borin aðalbláber með þeytt um rjóma eftir dalgönguna. Bóndasonur ók okkur til Þing eyrar. reifur yfir miklum og góðum töðufeng. - í Lambadal virðist náttúran ör á eldsneyti. Vænir svarðarhraukar stóðu úti í mýri. Á stríðsárunum 1914—1918 keyptu Þingeyringar mikinn svörð í Lambadal, enda er svörður (mór) þar óvenju góð- ur og þykkur, jafnvel 14—18 skóflustungur, og neðstu lögin hörð eins og kol. — „Sínum augum lítur hver á silfrið" Einn landskunnur borgari hugsaði sér Vestfirði á þessa leið: ..Útkjálkaland! Horfellisfjörður Flóka, frerargrund hungurblóka. Útkjálkaland!“ En svo sá hann sjálfur Vest firði og tók sinnaskiptum: Smjördöggvaland! Furðuströnd framtíðarskóga, fimbuljörð axar og plóga. — Smjördöggvafand!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.