Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.09.1965, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. september 1965 REYKBOMBUR Aftur á móti væri í athugun hjá ýmsúm, hvort ekki ætti að koma upp vatnsúðunartækjum, sem hægt væri að daela vatni úr þeg ar frost væri yfirvofandi, og þá mætti að sjálfsögðu nota þessi tæki líka til þess að úða garðana í þurrkum. Annars væri það sjald gæft hér á okkar votviðrasama landi að þörf væri á að úða garða. Þá spurðum við Sigurbjart um reykbomburnar, sem voru not aðar í haust til þess að hindra nætuxfrost í að komast niður að kartöflugrösunum og skemma þau. Sagði hann, að reyndin hefði ekki orðið eins góð og búizt hefði verið við. Bændur hefðu bæði gert tilraunir með að kasta reykbombunum og brenna afls konar drasli, en allt kom fyr ir ekki, það virtist alveg ómögu legt að koma reyknum niður að jörðinni, þannig, að hann verði kartöflugrösin fyrir frostinu. Grös ki féllu á landinU undir reykn um. Sagðisit Sigurbjartur helzt hallast að því að aðstæður væru einhverjar aðrar erlendis þar sem reykbombur bæru góðan árangur sem frostvörn, til dæm in væri alla vega sú, að bændum þar minna en hér. En staðreynd in væri alla vegana sú, að bændum bæri öllum saman um, að ekki þýddi að reyna að verja akrana fyrir frostinu með reykbombum aða með því að kynda elda. SENDILL óskast frá og meS 15. okt. n.k..'ír7-- Upplýsingar í síma 22400 kl. 9—17 daglega. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. SKElÐARA VEX MB—Reykjavík, þriðjudag. Skeiðará heldur áfram að vaxa en þó mun ekki hafa verið mikill munur á vatnsmagninu í henni í dag og í gær, og hún hegðar sér að öllu leyti líkt og þá. Ekkert gos er ennþá í Grímsvötnum, en megna brennisteinsfýlu leggur af ánni, sem hefur brotið allmikið jakahröngl úr jöklinum og borið fram. Ekki mun hafa vaxið neitt að ráði í öðrum vötnum á sandin- um, Sandgígjukvísl, Súlu né Núps vötnum. KViKMYND Eramhald aí 16 síðu í snúruna sem opnar fyrir loftkút inn. Skipverjar stökkva síðan frá borði og í bátinn, en tveir sund kappar úr lögregluliði borgarinn ar, starfsmenn Landhelgisgæzlunn ar, sýna hina ýmsu hluti í gúmmí bátnum og hvernig á að rétta hann við. Myndin er skír og vel tekin og tal ágætt. HEYLEYSI Framhald af bls. 1 eftir er heyskapartímans, mundi verða almenn heyvöntun á svæð unum og sums staðar í stórum ■stíl. Lausleg áætlun leiddi í Ijós, að hcyþörf fyrir allt svæðið væri 30 til 40 þúsund hestar miðað við að vel gengi með heyskapinn það sem eftir er. Áætlaður kostnaður er sem hér segir: 3000 tonn af heyi á 1500 kr tonnið gera 4.500.000 krónur. Binding og flutningur að skipi kr. 3.300.000, hafnargjöld, fram- skipun og flutn. kr. 2.081.000, uppskipun og hafnargjöld eystra 731.000 kr. eða samtals kr. 10. 612.000.00. Bjárgráðasjóður liefur heitið stuðningi viS fyrirhugaðár ráð- stafanir, að því er segir í til- kynningu ráðuneytisins, og kal- nefndin hefur einnig heitið að vinna áfram að máli þessu og sjá um framkvæmdir þeirra ráðstaf- ana, sem gripið verður til til úrlausna. Frá Kaupfélagi Skaftfellinga, Vík Óskum eftir að ráða stúlku nú þegar til starfa á hóteli voru. Upplýsingar gefur hótelstýran, Gróa Þorsteins- dóttir. KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar Bjarna ívarssonar bókbindara Sérstakar þakkir færum við Bókbindarafélagi fslands og samstarfs- mönnum hans. Börnin Innilegar þakkir færum við öllum þelm, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns og föður okkar Ásbjörns Helga Árnasonar Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarkonum á Hand- læknlngadeild Landsspítalans. Sigrún Össurardóttir og börn. Innllegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför föður okkar tengdaföður og afa Jóhanns Jónssonar Valbjarnarvöllum Börn, tengdabörn og barnabörn. SMITHERS t ramnaia at 16 síðu ríkin í Austur-Evrópu gætu tekið þátt í slíku samstarfi. Smithers undirstrikaði, að Evrópuráðið hefur samband við Sameinuðu þjóðirnar og starfar sem svæðis- stofnun fyrir Vestur-Evrópu að því er þær varðar. Peter Smithers er 51 árs að aldri. Hann iagði stund á sagn- fræðinám í Oxford, og varð dokt or fyrir rit um skáldið Joseph Addison. 1950 var hann kjörinn á þing og nokkru síðar tók hann við störfum sem aðstoðarráðherra í nýlendumálaráðuneytinu brezka Hann var skipaður aðstoðarutan- ríkisráðherra 1962 og gegndi því .starfi þar til ráðgjafarþingið í Strasbourg kaus hann forstjóra Evrópuráðsins 1964. Smithers átti sæti í sendinefnd Breta á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna 1960—1962. Með Smithers eru hér á landi kona hans og dóttir þeirra hjóna og aðstoðarmaður forstjórans, Heinrich Klebes. Pétur Eggerz, ambassador Íslands hjá Evrópu- ráðinu fylgir forstjóranum með an hann er hér á landi. VATNSLEYSI Eramhaia at 16 síðu þetta ástand vafalaust m. a. stuðl- að að því að slökkviliðsstjórinn lét háþrýstibíl kaupstaðarins ekki fara út fyrir bæjartakmörkin í margumræddum bruna á Setbergi, þar eð langan tíma rnyndi hafa tekið að fylla bílinn að nýju hefði eldur orðið Laus í vatnsilausu hverfi. Fyrir nokkru voru gerðar vatna veitingar við vatnsbólið við Kald árbotna, og áttu þær að bæta ástandið, en þær urðu ekki til mikiila úrbóta og fer ástandið stöðugt versnandi, vegna hins óvenjulega úrkomuleysis. Nú mun vera í ráði að taka vatn úr borholu við Kaidársel, en hola sú var boruð árið 1962 á vegum Jarðborana ríkisins, er verið var að leita að jarðhita. Lít ill hiti fannst þá þótt borað væri 900 metra niður, en hins vegar er unnt að fá gott vatn úr hol unni. Er nú fyrirhugað að setja upp rafstöð við holuna og dæla úr henni vatni og gera menn sér vonir um að fá úr henni um 500 lítra á mínútu. Hins vegar mun ekki unnt að segja til um hvenær þetta verk kemst í framkvæmd. YERZLUN OPNUÐ HÖFUM Á BOÐSTÓLUM ALLAR HELZTU HERRAVÖRUR NA KORÓNA FÖT í GLÆSILEGU ÚRVALI. FRAKKAR, SKYRTUR, BINDI, SOKKAR, O. FL. AÐALSTRÆTI 4 SÍMI 1500S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.