Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 B 3 TISKA ..Stúdíó GOTUNNAR Ljósmyndir: Friöþjófur Helgason/Arni Sæberg MarU Unnmrsdóttir og Þrúóur Páb: „Við kaupum föt, sem við höldum að klæði okkur vel! Svo saumum við líka á okkur sjálfar." Atli Elíasson: „Föt þurfa að vera falleg, Við fáum stundum það sem kalla má undarlegar hug- myndir hér á föstudagsútgáf- unni og eigum til að fram- kvæma þær. Einni slíkri skaut upp í vikunni sem leið, þegar við ræddum vetrartískuna. Og nokkrum dögum eftir að Friðþjófur Ijósmyndari lagði það til, vorum við síðan mætt að húsi Utvegsbankans við Lækjartorg með myndavélar, stúdíóljósleiftur, heljar- stórt segl og ýmislegt annað. Fengum til liðs við okkur þær Huldu Sigurðar- dóttur og Hrönn Jóhannsdóttur sem leyfðu okkur að færa brauðsöluvagn Nýja kökuhússins úr stað og nota hann sem eina hliö á Ijósmynda- stúdíói. Studíoi götunnar. Þá var kom- ið að aðalatriðinu. Viö erum alltaf að fletta erlendum tískublöðum og sjá hvaða forskriftir að fatnaði þar eru gefnar — nú fýsti okkur að sjá hvernig vetrartískan í raun væri, eins og viö sjáum hana dags daglega á fólki úti á götu, fjölbreytilega klæddu fólki sem lagði leið sína um Austurstrætið, grunlaust um að verða kallað til í myndatöku. Og satt best að segja get- um við ekki séð að tískan í Reykjavík á isköldum föstudagseftirmiðdegi gefi í nokkru eftir því sem við sjáum á glanssíðum tískublaöanna. Eða hvaö finnst ykkur? — VE Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Kartöflur á annan máta Þaö er ekki ýkja langt síöan aö í heimilishorni var fjallaö um kartöflur og birtar nokkrar upp- skriftir. En góö vísa er aldrei of oft kveðin og kartöflur hafa veriö þaö stór þáttur í mataræöi is- lendinga var vert er aö gefa þeim gaum og matreiða á ýmsa vegu. Viö eigum völ á mjög góöum kartöflum í ár og þaö sem meira er, nú er hægt aö kaupa þær í lausu og margar tegundir á boðstólum í einu, svo hægt er aö velja aö vild. Þess má geta aö ein meöal- kartafla á dag sér okkur fyrir ein- um þriöja af því C-vítamíni sem likaminn þarfnast. Kartöflur innihalda enga fitu og ein soöin eöa bökuö kartafla gefur 100 hitaeiningar en þaö er sama og fæst úr einu stóru epli eöa einni appelsínu. Svo auösætt er aö kartöflur hafa ýmislegt sér til ágætis auk þess aö vera nær ómissandi meö ýmsum réttum. Þess má geta aö til er sérstakur megrunarkúr þar sem kartöflur eru aöaluppistaöan í fæðunni. Kaftöflugratin meö tómötum 1 kg kartöflur, 150 gr laukur, 400 gr tómatar, 100 gr rifinn ostur, Vi— 1 matsk. salt, 2 tsk. paprikuduft, 2 dl rjóma, 50 gr sesamfræ (má sleppa). Kartöflurnar afhýddar hráar og skornar í teninga, laukurinn ör- smátt brytjaður, tómatarnir skornir í sneiöar. Kartöflur, lauk- ur, rifinn ostur, kryddaö meö papriku og salti, raöaö í lög til skiptis, i eldfast mót, rjómanum hellt yfir og sesamfræum stráö á, bakaö í ca. 45 min. í 175°C. Bor- iö fram heitt meö brauöi og smjöri, eöa sem meölæti meö pylsum eöa öörum mat. Bakaðar kartöflur með osti Stórar kartöflur burstaöar vel og þerraöar, settar neöst í ofninn og bakaöar i 60—70 min. Lok er skoriö ofan af kartöflunum og innmaturinn skafinn varlega úr og settur í skál. Saman viö kart- öflurnar er hægt aö hræra næst- um hverju sem er og setja svo aftur i hýöiö. í 6 kartöfiur má t.d. setja einn bolla af rifnum osti, mjólk, smjör og krydd eftir smekk. Blandan síöan sett í hýö- iö, steinselju stráö á og þykk ostsneið lögð ofan á. Bakað í ca. 15 mín. eöa þar til osturinn er bráöinn og kominn fylltur litur á. Haft sem sjálfstæöur réttur eöa meðlæti meö ööru. Kartöflubakstur með skinku 200 gr skinka, 8—10 soönar kartöflur, 1 smátt brytjaöur laukur, dál. brytjuö steinselja, salt, pipar, 4 egg, 1V4 dl sýröur rjómi, 1V4 dl kaffirjómi, 75 gr rifinn ostur. Skinka og kartöflur skorin i bita og lagt í eldfast mót, lauki stráö yfir, einnig steinselju, salti og pipar. Eggin eru hrærö meö sýröum rjóma og kaffirjóma, hellt yfir og að siöustu er ostinum stráð yfir. Bakaö í ofni í ca. 'h klst. viö 200°C. Boriö fram heitt meö góöu salati og brauöi. Kartöflusúpa Hráar kartöflur skornar í þunn- ar sneiðar og soönar í vatni meö súputeningnum í og púrru skor- inni í sneiöar, kryddaö með salti og pipar og dál. mjólk bætt i þegar þetta er soöiö. Meö er borinn rifinn ostur og gott brauö. byggt, lögmál þess, og hún er frekar kaldur persónu- leiki hefur eiginleika karl- mannsins Ruby leitar hins vegar meira inn á viö, hún leitar til minninganna, hefur eiginleika kvenmannsins. Leikkonurnar sem leika aöalhlutverkin, þær Julie Christie og Colette Laffont, eru mjög ólíkar. Julie Christie er mjög þekkt bresk leikkona og er þetta í fyrsta skipti sem hún leikur undir stjórn Sally Potter. Hins vegar hefur Colette Laffont unniö áöur meö Sally Potter, en þaö var viö gerö myndarinnar „Thriller" sem var nokkurs konar kvennaútgáfa og túlkun á óperunni „La Boheme“. Gullgrafararnir er hins vegar fyrsta stórmyndin í fullri lengd sem Sally Potter gerir og þykir takast vel upp. í gagnrýni sem birtist í Monthly Film Bulletin í maí á siðasta ári er kvikmyndin talin mjög mikilvægt fram- lag til breskrar kvikmynda- geröar, ekki aöeins vegna þess aö eingöngu konur stóöu að gerö myndarinnar heldur ekki síöur vegna „hinna frábæru fagurfræöi- legu áhrifa og metnaöar- fullrar tilraunar til aö endur- segja sögu kvikmyndarinnar frá sjónarmiöi nútíma konu.“ f þessari sömu gagn- rýni segir jafnframt aö kvikmyndin brjóti á bak aft- ur þá hugmynd aö konur séu fyrst og fremst tilfinn- ingaverur frekar en vits- munaverur. Einnig býöur myndin upp á jákvæð hlut- verk fyrir konur þar sem þær eru rannsakendur sem ekki eru háöar karlhetju til þess aö bjarga þeim úr háska eöa leiða rann- sóknarhlutverkiö til sárrar niöurlægingar fyrir þeirra ofdirfsku. Fleiri gagnrýnendur hafa tekiö á sama streng og hef- ur tónlist Lindsay Cooper fengið mjög góöa dóma „sem ég vildi að væri meira af í myndinni" eins og gagn- rýnandi í The Guardian Julie Christie í hlutverki sínu sem Ruby í myndinni sem ein- komst aö oröi. Röngu var gerð af konum. Eins og áður hefur komiö fram var myndin aö hluta til tekin hér á landi og þá inn í óbyggðum landsins. Nokkr- ir íslendingar komu viö sögu viö gerö myndarinnar þegar kvikmyndahópurinn var við tökur hér, en þaö voru: Kristín Ólafsdóttir, Jón H. Garðarsson, Þorvaldur Jensson, Dóra Einarsdóttir, Oddný Sen, Þórunn E. Sveinsdóttir, Soffía Karls- dótitir og Vigdis Hrefna Pálsdóttir, sem fer meö hlutverk í myndinni. Myndin er tekin í svart/hvitu og seg- ir leikstjórinn Sally Potter aö þaö hafi hún gert meðal annars vegna þess aö myndin vísar oft sterkt til upphafs kvikmyndageröar og einnig er hún í svart hvitu til aö ná betur dramatískum áhrifum, en þau koma betu til skila meö andstæðun dökkra skugga og mikilla birtu. Mörg stef myndarinn ar fjalla einmitt um and stæöur eins og svart o< hvítt, dag og nótt, dökkt o< Ijóst, tvær persónur, tvæ aföferöir viö aö leita. Handritiö aö myndinni geröu Sally Potter, Lindsay Cooper og Rose English í sameiningu en framleiðend- ur myndarinnar eru breska kvikmyndastofnunin og sjónvarpsstööin Channel four (rás 4). Með gerö þessarar myndar hafa aöstandendur hennar sýnt aö konur standa körlum jafnfætis i kvikmyndagerð og hafa full tök á öllum tæknilegum at- riöum viö kvikmyndagerö. Leikstjórinn Sally Poter segir aö á meöan á kvik- myndatöku hafi staöiö hafi veriö unniö mjög vel og andrúmsloftiö hafi veriö þrungiö krafti og dugnaði, þá hafi sannast þaö aö kon- ur hafi tilhneigingu til aö leggja miklu haröar aö sér en karlmenn til þess aö sanna aö þær geti vel gert þaö sem þær hafi tekiö sér fyrir hendur á meöan karl- menn viröast hafa meira svigrúm til aö gera mistök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.