Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 B 15 Leiklistarskólinn: Aljona og Ivan ALJONA OG IVAN nefnist barnaleikrit, sem 3. bekkur Leiklistarskóla íslands sýnir um þessar mundir í Lindarbæ. Höfundur verksins er Lev Ustinov, en þýóingu geröi Úlfur Hjörvar. Leikritiö er ævintýri og koma því margar skrítnar verur fram. Leikarar eru þau Bryndís Bragadóttir, Eiríkur Guömundsson, Guöbjörg Þórisdóttir, Inga Hildur Haralds- dóttir, Skúli Gautason og Valdimar örn Flygenring, en auk þeirra kemur gestaleikari fram, Jóhann Siguröarson. Leikstjóri er Þórunn Siguröardóttir, en fimm nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist vió verkió. Höfundur hennar er Finnur Torfi Stefánsson. Sýningar á verkinu eru á þriöjudögum, föstudögum og sunnudögum kl. 17. Sýnir í Borgarnesi SÆMUNDUR Valdimarsson opnar í kvöld klukkan 20 mál- verkasýningu í Snorrabúö, húsi verkalýösfélagsins í Borg- arnesi. Sýningin veröur opin laugardag og sunnudag frá kl. 14—22. A sýningunni veröa sýningar 16 höggmyndir úr i rekavið. arar eru Silvia Pinal, Francisco Rabal og Fernando Rey. Háskóli íslands: „Hættum aö reykja“ Námskeiö fyrir þá sem vilja hætta aö reykja byrjar í Hugvís- indahúsi Háskóla islands á sunnu- dag kl. 20.30. Þar leiöbeina lækn- ar um skaösemi reykinga. Stjórn- andinn Jón Hjörleifur Jónsson kennir fólki aö fást viö reykinga- vanann og sýndar veröa kvik- myndir, litskyggnur og fræösluefni veröur dreift. Aö námskeiöinu stendur islenska bindindisfélagiö. Kvennalistinn: Fundur Kvennalistinn heldur opinn fund í Geröubergi á sunnudag kl. 15. Rætt veröur um starfsemi og stefnu kvennalistans. Orator: Líf í Borgina Orator, félag laganema, hyggst hleypa nýju lífi í starfsemi Hótel Borgar í vetur og gengst því fyrir dansleikjum þar um helgar frá kl. 22—03. Dansleikir þessir eru öil- um opnir, en Orator heldur þá til aö afla fjár, svo unnt sé aö halda norrænt laganemamót hér á landi í ár. Kvennahúsið: Kaffi og umræður Umræðuefni í laugardagskaffi Kvennahússins á morgun veröur „Nornir og galdratrú“. Fjallaö veröur um hvort tengsl séu á milli nornaofsókna miöalda og kvenna- baráttu nútímans og segir Lisa Smalensche frá hugmyndum um þaö. Umræður þessar hefjast kl. 13 aö vanda, en Kvennahúsiö er annars opiö virka daga frá kl. 14- 18. Símar hússins eru 21500 og 13725. frestað vegna haröfennis. Göngu- görpum og öörum ferðalöngum er bent á aö klæöast hlýlega svo feröir veröi sem ánægjulegastar. SAMKOMUR MÍR: Sovésk hús Kvikmyndasýning veröur í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, á sunnudag kl. 16. Sýndar veröa tvær hálftíma langar myndir meö skýringartali á íslensku. Önnur myndin fjallar um friöarbaráttu sovéskra kvenna, en hin um húsa- geröarlist í Sovétríkjunum. Regnboginn: Viridiana Spænskudeild Háskóla fslands og spænska sendiráöiö standa fyrir kvikmyndasýningu í E-sal Regnbogans á morgun kl. 14.30. Kvikmyndin, sem sýnd verður heitir Viridiana og fjallar um ung- nunnu meö því nafni, sem er kvödd á brott úr klaustrinu til fundar við frænda sinn, Don Ja- ime. Honum veröur undarlega viö þegar hann sér hversu mjög Viridi- ana líkist látinni konu hans og upphefst nú atburðarás, sem aö lokum gjörbreytir Viridiönu. Leik- stjóri er Luis Bunuel, en aöaðlleik- Helga Bachmann aem Gertrude Stein (einleiknum Gertrude Stein, Gertrude Stein, Gertrude Stein. Fyrsta flokks sturtuklefar frá Kora líc Afgreiðum einnig sérpantanir með stuttum fyrirvara Hoinklefi 2 hlutar hver hlið Hornklefi 3 hlutar hver hlið Rennihurð á baðkar Föst hiið vinstra eða hægra megin Vænghurð Sturtuhlið á baðkar VATNSVIRKINN/f ÁRMÚLA 21 REYKJAVÍK SÍMAR: 686455, 685966, 686491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.