Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 2
!v.)0e»SSl Vótdfe ,.v.) r\Ö- • ogvmdum nú bara SiíSSCr^—1 eiiva S1 KVIKMYNDAHÁTÍÐ GULL- grafararnir — kvikmynd eftir konur Aðalhlutverk í myndinni leika Julie Christie og Colette Laf- font, sem eru hér í hlutverkum sínum. „Ég sé þessa mynd sem nokkurs konar tónlistar- mynd sem lýsir leit konunn- ar. Viö gerð myndarinnar hefur þurft að sþyrja sömu spurninga og myndin sjálf leitast viö aö spyrja: um sambandiö milli gulls, pen- inga og kvenna, um þá tál- sýn aö konan sé þróttlaus, um hina raunverulegu leit að guili og hinni innri leitað gulli, um myndræna þætti undirmeövitundarinnar og samband hennar vö áhrif kvikmyndarinnar; þ.e. aö líta á bernsku og endur- minningar, reyna aö sjá sögu kvikmyndarinnar sjálfrar sem samansafn minninga á því hvernig viö sjáum okkur sjálf og hvernig viö konur erum séöar.“ Eitthvaö á þessa leiö kemst leikstjórinn Sally Potter aö oröi um kvikmynd sína Gullgrafararnir, en sú mynd verður sýnd á kvik- myndahátíð í vor dagana 18.—26. maí. Eins og marg- ir muna sjálfsagt eftir fóru kvikmyndatökur á myndinni m.a. fram hérlendis á árinu 1982. Aö kvikmyndinni standa eingöngu konur og tónlistina geröi Lindsay Cooper. Ástæöan fyrir því aö eingöngu konur unnu aö gerö myndarinnar var bæöi til aö endurspegla hlut kon- unnar í myndinni og einnig til aö undirstrika aö konur hafa veriö í miklum minni- hluta viö gerö kvikmynda í tímans rás, sem orsakast ekki af því aö þær séu ófær- ari til þessara starfa heldur því aö þær hafa fengiö mun minni tækifæri til aö vinna aö gerð kvikmynda. Kvikmyndin Gullgrafar- arnir fjallar um tvær konur; Celeste, dökka franska konu, sem vinnur viö banka viö þaö aö mata tölvur. Hún byrjar aö velta fyrir sér hvaö liggi aö baki þess sem hún slær inn á tölvuna og kemst Sally Potter, leikatjóri mynd- arinnar Gullgrafararnir, sem sýnd verður á kvikmyndahá- tíð í vor. aö raun um aö gull er lykill- inn, lykillinn aö þeim lög- málum sem stjórna hringrás peninganna. Hin konan er Ruby, sem Julie Christie leikur. Hún sést fyrst á tjald- inu á dansgóifinu þar sem hún er miðpunktur allrar at- hygli, þar líöur hún frá ein- um manni til annars í löng- um valsi. Skyndilega birtist Celeste á hestbaki og svipt- ir Ruby burt meö sér. Cel- este byrjar á því aö spyrja Ruby um fortíö hennar, og þá byrjar Ruby aö skilja sögu sina sem konu og hvernig konan hefur birst á hvíta tjaldinu. Þessar tvær konur eru eiginlega tvær hliðar á einni konu. Celeste leitar út á viö, hún reynir að skilja hvernig kerfiö og þjóöfélagiö er upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.