Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 Ein er sú manneskja, sem mér hefur þótt bera af mörgum, sak- ir hógværöar og lát- leysis annars vegar og hins vegar einurð- ar og sterkrar réttlæt- iskenndar. Manneskj- an er Hjördís Hákon- ardóttir, sem þrátt fyrir náms- og starfs- feril af alvarlegra tag- inu, á enn sína glettni, skörp og hlý í senn. „ Mér hefur nú alltaf tekist aö humma fram af mér blaðaviötöl, hingað til, en þaö var einkum um þaö leyti sem ég gegndi sýslumanns- embættinu, aö leitað var til mín meö slíkt, “ segir Hjördís, sem er svo sem ekkert ólm í viðtal. Hún lætur þó til leiðast og gefur sér tíma eftir strangan vinnudag í Borgar- dómi Reykjavíkur, áður en hún tekur til viö að sinna börnum sínum tveim, Hákoni og Ólöfu Emblu, aö ógleymdum eigin- manninum, sem er' heimspekingurinn Eyjólfur Kjalar. Hjör- dís Hákonardóttir var fyrsta konan sem skipuö var í sýslu- mannsembætti og gegndi hún því emb- ætti í þrjú og hálft ár sem sýslumaður Strandasýslu. Hún et önnur konan sem skipuð er í embætti dómara á íslandi, en sú fyrsta var Auður Þorbergsdóttir. Sam- hliða borgardómara- starfinu gegnir Hjör- dís starfi formanns al þjóðlegu mannrétt- indasamtakanna Amnesty Internat- ional. Dagurinn sem við mælum okkur mót, er stormasamur rigningardagur, einn af þeim verri. Þök hafa tekist á loft, svo og bílar, Ijósa- staurar brotnað en Hjördís kemur heil á húfi úr vinnunni, þótt fótgangandi sé og hálka á götum. „Ég gekk heim í hádeg- inu, þá varð ég alveg gegndrepa, ég held ég hafi orðið að hafa alfataskipti, “ segir hún og hengir renn- = vota kápuna upp til þerris, áður en við komum okkur fyrir í upplýstu skjóli, með skammdegisveðrið úti fyrir í bakgrunnin- | um. Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.