Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Fjögur verk um helgina Skugga-Sveinn, leikrit Matthi- asar Jochumssonar veröur sýnt á sunnudagskvöld og er það jafn- framt síöasta sýningin á þessu verki. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, en Jón Ásgeirsson samdi tónlistina. Kardimommubær Thorbjörns Egner veröur sýnt tvisvar sinnum um helgina, á laugardag og sunnu- dag og hefjast sýningar kl. 14 báöa dagana. Sýningin á sunnu- dag er 20. sýningin á leiknum. Söngleikurinn Gæjar og píur veröur sýndur í kvöld og annaö kvöld, en uppselt er á báöar sýn- ingarnar. Nýr hljómsveitarstjóri hefur nú tekiö viö hljómsveitinni og er þaö Sæbjörn Jónsson. Nýjasta sýning Þjóöleikhússins er leikrit Marty Martins, Gertrude Stein, Gertrude Stein, Gertrude Stein. Helga Bachman leikur titil- hlutverkiö og er það jafnframt eina hlutverk leiksins. Andrés Sig- urvinsson er leikstjóri, Guörún Erla Geirsdóttir geröi leikmynd og Guöni Franzson samdi tónlistina, en þetta er fyrsta verkefni þre- menninganna fyrir Þjóöleikhúsið. Leikfélag Reykjavíkur: Aukasýning á Félegu fési Aukasýning veröur á leikriti Dario Fo, Félegu fési, í Austurbæj- arbíói annaö kvöld, en verkiö hefur veriö sýnt þar síöan í haust. Ellefu leikarar koma fram í sýningunni, leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson og þýöandi er Þórarinn Eldjárn. Nýjasta viöfangsefni Leikfélags- ins, Agnes, barn Guös, veröur sýnt í lönó í kvöld. Leikstjóri verksins er Þórhildur Þorleifsdóttir, en hlut- verk eru í höndum Guðrúnar S. Gisladóttur, Guörúnar Ásmunds- dóttur og Sigríðar Hagalín. Leikritið Dagbók Önnu Frank veröur sýnt annaö kvöld. Meö að- alhlutverkiö fer Guörún Krist- mannsdóttir, en leikstjóri er Hall- mar Sigurösson. Á sunnudagskvöldiö er svo sýn- ing á Gísl. í aöalhlutverkum eru Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jóhann Siguröar- son, Guöbjörg Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir o.fl. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Leikfélag Akureyrar: „Ég er gull og gersemi“ Leikfélag Akureyrar sýnir teikrit Sveins Einarssonar, „Ég er gull og gersemi", sem byggir á sögunni Sólon Islandus eftir Davíö Stef- ánsson, kvæöum skáldsins og annarra. Lykilpersónuna, lista- manninn og flakkarann Sölva Helgason, leikur Theodór Júlíus- son. Tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson, leikmynd hannaöi Örn Ingi, búninga Freygeröur Magn- úsdóttir og lýsingu og myndvörp- un annast David Walter. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en meö hlut- verk Júlíönu fer Guölaug María Bjarnadóttir. Ein sýning er um helgina, annaö kvöld, laugar- dagskvöld kl. 20.30. TÓNLIST Myrkir músikdagar: Tvennir tónleikar Tvennir tónleikar veröa um HVAD ERAD GERAST UM helgina í tilefni Myrkra músikdaga, sem nú standa yfir. Fyrri tónleik- arnir veröa í Bústaöakirkju á morgun kl. 17 og veröa þá fluttir strengjakvartettar eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson, Karólínu Eiríksdóttur og Dimitri Sjostakóvitsj. Flytjend- ur eru Guöný Guömundóttir, fiöla, Szymon Kuran, fiðla, Robert Gibb- ons, víóla, og Cazmel Russill, selló. Síöari tónleikarnir eru í Bústaöakirkju á sunnudag kl. 17 og eru þaö kammertónleikar. Flutt veröa verk eftir Skúla Halldórsson, Atla Ingólfsson, Áskel Másson, Fjölni Stefánsson, Pál P. Pálsson, Werner Schulze og Herbert H. Ágústsson. Flytjendur eru alls 17 talsins. Harmonikkuunnendur. Skemmtifundur Félag harmonikkuunnenda heldur skemmtifund í Templara- höllinni viö Skólavöröuholt á sunnudag. Skemmtifundurinn hefst kl. 15 og munu tvær stórar harmonikkuhljómsveitir koma fram auk nokkurra einleikara og kvennatríós. Dansað veröur milli 17 og 18 og veitingar veröa á boðstólum. Gerðuberg: Gítarleikur Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tónleika í Menn- ingarmiðstöðinni viö Geröuberg á morgun kl. 17. Þar koma fram gít- arnemendur á framhaldsstigum og flytja m.a. verk eftir Bach, Schubert, Sanz, Lobos, Barrios og Leo Brower. MYNDLIST Árleg skólasýning Ásgríms- safns veröur opnuö á sunnudag og veröur þetta í 21. sinn sem Ás- grímssafn stendur fyrir slíkri sýn- ingu. Aö þessu sinni hafa veriö valdar myndir úr eigu safnsins sem lýsa lífi og starfi til svelta. Safnkennararnir Sólveig Georgs- dóttir og Bryndís Sverrisdóttir sjá um kennslu í safninu í vetur og munu þær taka á móti 3ju bekkj- um grunnskólans. Tímapantanir og nánari upplýsingar eru veittar hjá þeim Sólveigu og Bryndísi á Fræösluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis frá kl. 13.30—16 á mánudögum og frá kl. 9—12 á fimmtudögum. Sýningin stendur til aprílloka, en Ásgrímssafn er opiö á þriöjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá kl. 13.30—16. Gamla Bíó: Chet Baker CHET Baker, trompetleikari og söngvari leikur og syngur svalan jazz í Gamla Bíói á morgun. Tónleikana heldur hann í boói Jazzvakningar og hefjast þeir kl. 15- Undir- leíkarar verða Kristján Magnússon, píanó, Tómas R. Ein- arsson, bassa, og Sveinn Óli Jónsson, trommur. Chet Baker kom til íslands fyrir 30 árum , þá 25 ára gamall. Hann öölaöist heimsfrægö sem trompetleikari í kvartett Gerry Mulligans áriö 1952, en haföi áöur leíkiö meö ýms- um, m.a. Charlie Parker. Hann var kosinn trompetleikari ársins í Metronome og Down Beat árið 1955. Hann hefur m.a. hljóöritaö hljómplötur ásamt Niels-Henning örsted Pedersen og Doug Raney. Chet Baker kemur aöeins fram í þetta eina skipti aö þessu sinni. Listmunahúsið: Eggert Magnússon kl. 14—19 alla daga en henni lýkur á sunnudag. Listasafn Einars Jónssonar: Stykkishólmur: Páll Eyjólfsson PÁLL EYJÓLFSSON, gítarleikari, heldur tónleika í kap- ellu St. Fransiskusystra í Stykkishólmi á morgun, laug- ardag, kl. 16. Á efnisskrá veröa verk eftir Luis de Narvaez, D. Scarlatti, J.S. Bach, M.C. Tedesco, I. Albeniz og F.M. Torroba. Páll hóf nám í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur en síöar í Gítarskólanum, þar sem kennari hans var Eyþór Þorláksson. Hann lauk einleikaraprófi þaöan árið 1981 og stundaði síðan framhaldsnám á Spáni undir handleiöslu spánska gítarleikarans Jose Luis Gonzalez. Hann starfar nú sem gítarkennari í Reykjavík. Eggert Magnússon heldur nú sýningu á 40 nýjum og nýlegum olíumálverkum í Llstmunahúsinu viö Lækjargötu. Eggert er sjálf- menntaöur í list sinni og er þetta fjóröa einkasýning hans, auk þess sem hann hefur tekiö þátt t nokkr- um samsýningum. Sýningin er opin frá kl. 10—18 virka daga og frá kl. 14—18 um helgar, en henni lýkur á sunnudag. Ásmundarsafn: „Vinnan“ i Ásmundarsafni viö Sigtún stendur nú yfir sýning sem nefnist „Vinnan í list Ásmundar Sveins- sonar". Er sýningunni skipt í tvo hluta. Annars vegar er sýnd hin tæknilega hliö höggmyndalistar- innar, tæki, efni og aðferöir. Hins vegar eru sýndar höggmyndir, þar sem myndefnið er Vinnan. Sýning- in er opin þriöjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—17. Hafnarborg: Gestur Guðmundsson Gestur Guömundsson heldur nú sína 3. einkasýningu í Hafnar- borg viö Strandgötu 34. Á sýning- unni eru 25 verk, bæöi teikningar og myndir unnar með olíulitum. Gestur hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Kaupmannahöfn og aöra í Stokkhólmi, en hann hefur einnig tekiö þátt í 8 samsýningum. Sýn- ing hans í Hafnarborg er opin frá Safnahús og höggmynda- garður Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröurinn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. FERÐIR Útivist: Tindfjöll Feröafélagiö Útivist fer í kvöld kl. 20 í helgarferö í Tindfjöll. Gist er i skála og farið í skíöa- og gönguferöir inn á Tindfjallajökul. Á sunnudag kl. 10.30 veröur ferö aö Gullfossi í klakaböndum og veröur m.a. komið viö hjá Geysi. Á sama degi og tíma veröur skíöaganga um Hengladali. Þá verður mögu- legt að fara í baö í heita læknum. Á sunnudag kl. 13 veröur ganga frá Krókatjörn aö Elliðakoti og á þriöjudagskvöld kl. 20 veröur tunglskinsganga. Ferðaféiag íslands: Lækjarbotnar Feröafélag íslands fer á sunnu- dag kl. 13 í gönguferö og verður gengiö frá Lækjarbotnum, hjá Selvatni, Krókatjörn um Miödal aö Hafravatni. Skíöagönguferö er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.